Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 37 Viðtal við Tryggva Friðlaugsson lögreglu- varðstjóra Ljósm. RAX „I>ú rakst mig út af því ég var í buxum“ Tryggvi Friðlaugsson heitir maður. Hann mun láta af störf- um hjá lögreglunni í haust eftir rúmlega 37 ára starf, fyrst sem lögregluþjónn, siðan sem að- stoðarvarðstjóri og loks sem varðstjóri. „Ég er fæddur á Litluvöllum í Bárðardal og þar bjuggu foreldr- ar mínir," sagði Tryggvi er blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali á heimili hans að Kúrlandi 3. „Faðir minn, Frið- laugur Sigurtryggvi Tómasson, bjó á jörðinni alla sína tið en jörðin hafði verið í ættinni langt aftur í ættir. Móðir mín hét Sigríður Daníelsdóttir, dóttir Daníels Sigurðssonar pósts frá Steinsstöðum í Skagafirði. Ég aldist upp með tíu systkinum og fimm hálfsystkinum, — þú getur ímyndað þér hvort ekki var þröngt setinn bekkurinn. Jæja, — ég var 17 ára þegar ég fór að heiman og vann þá hjá ýmsum bændum. Ég fékk snemma áhuga á búskap og fór í búnað- arskólann á Hólum í Hjaltadal þegar ég var um tvítugt. Ég lauk búfræðiprófi 1941 og fór þá að vinna hjá ýmsum bændum í Eyjafirði. Árið eftir fór ég svo til Reykjavíkur og byrjaði að vinna þar á bifreiðaverkstæði um sumarið. En það var stopul vinna. Þá var mikið um atvinnu- leysi og maður hugsaði mest um að komast í einhverja fasta vinnu — sama hvaða vinna það var. Einhver félagi minn benti mér á að sækja um í lögreglunni. Ég gerði það og þar hef ég verið síðan. Það er undarlegt hvernig lífið leikur á mann, — ég ætlaði mér að verða bóndi, var búfræð- ingur, en lenti svo í lögreglunni. — Ég byrjaði 1. apríl 1943, árið 1963 varð ég aðstoðarvarðstjóri og varðstjóri 1966. Ég læt svo af störfum 1. september í haust — það verða alls 37 ár og 5 mánuðir. Þetta er nú ævisagan“. Hvað vilt þú segja um starf lögregiumannsins eftir að hafa ver- ið í iögreglunni svona lengi? „Það er ágætt starf og mér hefur líkað það vel. Það er að vísu dálítið bindandi starf og maður getur verið kallaður út hvenær sem er. Lögreglumaður er alltaf lögreglumaður og getur varla hagað sér eins og aðrir í sínum frítímum. Annars er tölu- vert öðruvísi að vera í lögregl- unni núna en þegar ég byrjaði. Þá könnuðust svo margir við mann sem lögregluþjón en nú hverfa menn í hópinn. Þá var miklu meira um að lögreglu- menn væru gangandi á götunum en nú sjást þeir varla öðruvísi en í bílum eða á mótorhjólum. Ekki vil ég segja að þetta sé afturför að öllu leyti, en ég álít að það ætti að vera meira um gangandi lögregluþjóna. Það hefur sín áhrif gagnvart borgurunum og ég held að fólk vilji verða meira vart við lögregluna en nú er.“ Er þetta spennandi starf? „Nei, þetta er afskaplega hversdagslegt starf og fremur tilbreytingarlítið til lengdar. Þó getur það verið mjög vandasamt á stundum og reynt á snarræði og útsjónarsemi." Ilvernig á fyrirmyndar löKreglu- maður að vera? „Aðalatriðið er að lögreglu- maður komi vel fram og sé kurteis, — hafi alltaf fulla stjórn á skapi sínu. Það getur oft verið harla erfitt. — Oft veldur framkoma lögreglunnar líka misskilningi hjá fólki. Ef tveir lögreglumenn þurfa að handtaka óðan mann, þurfa þeir að taka á öllu sem þeir eiga til, — áhorf- endum gæti sýnst þetta harkaleg meðferð á manninum en hún getur verið nauðsynleg — öðru- vísi er ekki hægt að gera þetta.“ En nú heyrist stundum sagt. að lögreKlan beiti fantaskap af ástæðu- lausu. Einhvern tima las éK frétt i MánudaKsblaðinu þar sem saKði að löKreKlumenn hefðu barið mann til óbóta fyrir engar sakir? „Ég held að það sé lítið að marka sögusagnir af þessu tagi — venjulega vitum við í lögregl- unni að þær fá ekki staðist. Stundum er líka um miklar ýkjur að ræða sem lítill eða enginn fótur er fyrir. Ég minnist þess ekki að lögreglumanni hafi verið sagt upp starfi fyrir þessar sakir.“ Heimilisútköil, — er ekki oft óföKur aðkoma á heimilum þar sem löKreKla hefur verið kölluð til t.d. að börnum hafi verið misþyrmt o.þ.h.? „Heimilisútköll reyna mikið á lögreglumenn og við sjáum margt ljótt, — en það venst eins og annað. Ég man ekki til þess að hafa komið þar sem barni hefur verið misþyrmt en mjög oft kemur fyrir að við verðum að fara með börn á önnur heimili eða stofnanir. Þau eru þá oft alveg umhirðulaus, — hrædd og grátandi þegar við komum. Oft lendum við líka í að handtaka óða menn og það er alltaf fremur óskemmtilegt." Lendir löKrrKlumaður oft í handa- lögmálum í starfi sinu? „Það var meira um það hésna áður fyrr þegar ég var að byrja. Þá var talsvert um slagsmála- menn hér í borginni, — menn sem stunduðu slagsmál að stað- aldri og voru margir hverjir mjög erfiðir viðureignar. Nú fyrirfinnast svona menn varla. Við vorum líka tiltölulega fálið- aðir þá og urðum að beita okkur meira hver og einn. Ég starfaði mikið úti á landi hér áður fyrr, — 7 sumur á Seyðisfirði og 2 á Raufarhöfn og Vopnafirði. Það var á síldarárunum og maður lenti oft í ryskingum. Nú eru slagsmál að mestu leyti úr sög- unni og það er engin eftirsjón af þeim.“ Hversu marKÍr voru í IðKreKlunni hér í Reykjavik þoKar þú byrjaðir? „Þeir voru um 30, minnir mig. Það byrjaði einmitt að fjölga mikið í lögreglunni fyrstu árin eftir að ég byrjaði og það hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Nú telur lögregluliðið fleiri hundruð og deildarskipting er orðin miklu meiri en var. Þá höfðum við þrjá bíla til umráða en núna væri erfitt að koma á þá tölu.“ Þú hefur byrjað í K<>mlu l«Kre(Jlu stöðinni? „Já, í lögreglustöðinni við Pósthússtræti, — áður var lög- reglustöð í Arnarhvoli. Lög- reglustöðin í Pósthússtræti var myndarlegt hús á sínum tíma en var orðið allt of lítið fyrir okkur undir það síðasta." Þú verður löKreKluvarðstjóri 1966 — hvað felst í því starfi? „Yfirheyrslur, afgreiðsla mála og úrskurður. Það er fyrst og fremst þetta þren.:h Það eru helst yfirheyrslurnar sem geta verið erfiðar. Það getur oft verið bæði tímafrekt og harðsótt að fá fram sannleikann. Annað er eiginlega ekki um þetta starf að segja." Þú manst ef til vill eftir einhverju skemmtileKU til að seKja frá í lokin? „Ja, það er nú það. — Jú, ég man eftir einu skemmtilegu at- viki. Á tímabili var það að við vorum oft beðnir um að reka fólk út af Hressingarskálanum. Stað- urinn var í svo háum klassa þá að fólk varð helst að vera sérstaklega uppáklætt þar. Svo var alltaf talsvert um að ungl- ingar héngju þar inni en keyptu ekki neitt. — Það var svo einu sinni, þegar ég var f.vrir norðan og gisti að hótel Reykjahlíð við Mývatn, að þegar ég kem inn í veitingasalinn, gengur ung stúlka í veg fyrir mig og segir heldur höst í máli: „Ég þekki þig. Þú rakst mig út af Hressó af því að ég var í buxum!" Hún átti við að ég hefði rekið hana út fyrir að vera vinnuklædd — en það er hægt að skilja það öðruvísi." bó Draumarúm TWIST rúmið er afar þægilegt, búið höfðagafli úr aski með hill- um, skúffum og náttborðum, allt færanlegt. Einnig má koma fyrir útvarpstæki og lömpum. — Semsagt alveg draumur. KRiSTjnn SIGGGIRSSOÍ1 HF. LAUGAVEG113 REYKJAVÍK SÍMI 25870 Ulferts Boró og stólar úr massívri furu ULFERTS er þekkt fyrir vel hönnuð og endingargóð furuhúsgögn, bæði í eldhús og víðar. Furan er alltaf í tísku. Biðiið um nýja Ulferts mvndalistann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.