Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
11
voru hvorki hlynntir Ford né
Bush, fóru að malda í móinn.
Ford væri „of heimtufrekur" og
sýndi of mikinn yfirgang opin-
berlega. Reagan sýndi prúð-
mennsku, þótt hann væri undir
þrýstingi, en ekki festu sem
sæmdi forseta.
Þeir biðu í ofvæni í tvo tíma
eftir að Bush flutti ræðu sína.
Tíminn var á þrotum og stöðugt
var verið að trufla þá. Þegar
óvissa Reagans var í hámarki,
neyddist hann til að hleypa
sjónvarpsmyndatökurr önnum
inn í hótelsvítuna, svo að hægt
væri að sýna hann áhyggju-
lausan í skauti fjölskyldunnar á
sama tíma og Montana-ríki
tryggði tilnefningu hans á lands-
þinginu.
Kjarni málsins var sú óhagg-
anlega staðreynd, að Ford, sem
nýtur merkilega mikilla vin-
sælda í báðum stóru stjórnmála-
flokkunum, mundi margfalda
sigurlíkur Reagans í nóvember.
Hann mundi kveða niður allar
fullyrðingar um, að frambjóð-
endur repúbiikana skorti
reynslu í Washington. Þótt að-
eins séu fjögur ár síðan hann var
í Hvíta húsinu, er hann þegar
orðinn tákn um glötuðu dagana,
þegar Bandaríkin máttu sín enn
mikils í heiminum.
En lögfræðingar Reagans,
burðarás viðræðnanna, höfðu
fyllzt efasemdum. Ekkert
ákvæði væri í stjórnarskránni,
sem takmarkaði völd varafor-
seta og raunar nokkuð það, sem
Ford hafði farið fram á. En Ford
krafðist þess að fá skrifaðan
samning og að Reagan kunn-
gerði hann opinberlega. „Hver á
að kveða upp endanlegan úr-
skurð, ef deila kemur upp milli
forseta og varaforseta?", spurði
einn þeirra.
Skilaboð Fords
Kl. 10.50 lauk sálarstríði
þeirra. Gerald Ford, fyrrverandi
forseti, kom aftur til hótelsvítu
Reagans og hafði einföld skila-
boð að færa: „Ron, ég held ekki,
að þetta geti gengið." Ford hafði
verið reiðubúinn að setja hag
flokksins ofar eigin hag, en að
lokum hafði stolt sigrað þennan
vilja hans, sem átti sér enga
hliðstæðu. „Detroit-samningur-
inn“ hafði runnið út í sandinn.
í öðrum borgarhluta fylgdist
George Bush, þreyttur og von-
svikinn, með sjónvarpinu um
leið og hann fór að hátta. Hann
fylgdist með æðislegri hrifningu
fulltrúanna á Joe Louis-leik-
vanginum af manni, sem hann
hafði reynt í þrjú ár að svipta
tilnefningu. Þrisvar sinnum
hafði hann komizt nálægt því að
verða varaforseti, en beðið lægri
hlut: Þegar Richard Nixon valdi
Spiro Agnew og Gerald Ford og
þegar Gerald Ford valdi Nelson
Rockefeller. Nú hafði Reagan
náð fram hefndum með því að
sjá til þess, að þetta yrði í fjórða
skiptið, sem hann missti af
strætisvagninum.
Bush var háttaður, þegar sím-
inn hringdi kl. 11.35. Rætt var
lauslega um stefnuskrá flokksins
og tvö umdeildustu ákvæði
hennar, gegn fóstureyðingum og
jafnrétti. Bush var röngu megin
í báðum málunum, en vafi lék
aldrei á samþykki hans. Hann
var of lamaður til þess að
lokaorð Reagans hefðu áhrif á
glæstustu stund hans. Forseta-
frambjóðandinn ætlaði að rjúfa
viðtekna hefð og kunngera valið
á meðframbjóðanda sínum —
einn.
Reagan fagnað
Á flokksþinginu var formleg-
um störfum löngu lokið, en
hátíðarstemmningin hélt áfram.
Sá orðrómur var á kreiki, að
Reagan ætlaði að koma fram,
þótt klukkan væri að nálgast
miðnætti. Gamalreyndir flokks-
leiðtogar höfðu staðfest, að
Gerry Ford yrði á framboðslist-
anum.
Á miðnætti var staðfest, að
Reagan væri á leiðinni. Bílalest
hans sást þræða leiðina í næt-
urmollunni. En Ford var úti á
báti á miðju Detroit-fljóti og
svaraði spurningum í beinni
útsendingu. Ærandi hávaði tók
við af ringulreiðinni, sem ríkti,
þegar hrópað var: „Það er Bush“.
Þegar Reagan gaf hina áhrifa-
miklu yfirlýsingu sína, var ekki
enn ljóst, hvaða skaða atburðir
dagsins mundu valda baráttu
hans, en þegar dagur reis var
orðið ljóst, að Reagan hafði
komizt upp með allt samán.
Það skipti ekki máli, að sex
mánuðum áður hafði Bush verið
trúverðugasti andstæðingur til-
lögu Reagans um 30% skatta-
lækkun. Það skipti ekki máli, að
þeir þoldu ekki hvorn annan.
Bush er of stoltur til að afsala
sér sjálfstæði sínu, svo að Reag-
an megi sigra. Ófarir Fords
tryggja honum raunar verulegt
hlutverk í embætti varaforseta,
ef repúblikanar sigra í kosning-
unum.
(Observer)
Geta lsert margt
af íslendingum
Á DÖGUNUM var hér í stuttri
heimsókn dr. Corsino A. Fortes,
sendiherra Grænhöfðaeyja
(Cabo-Verde) á íslandi með aðset-
ur i Lissabon. Hann kom hingað
til lands í nokkur skipti meðan
viðræður stóðu yfir um fiskveiði-
aðstoð íslendinga við Grænhöfða-
eyjar, en eins og kunnugt er
dveljast nú 3 íslendingar á Græn-
höfðaeyjum til þess að þjálfa
ibúana þar í nýtisku veiðiaðferð-
um og meðferð veiðitækja. Mbl.
hafði samband við Fortes
skömmu áður en hann fór og
spurði hann um tilgang ferðar
sinnar hingað nú.
Fortes sagði að aðstæður væru að
mörgu ieyti líkar á íslandi og á
Grænhöfðaeyjum og að Cabo-Ver-
debúar gætu lært mikið af íslend-
ingum á fleiri sviðum en fiskveiðum.
Á Grænhöfðaeyjum væru t.d. eld-
fjöll og freistandi að vita hvort ekki
væri þar nýtanlegur jarðhiti. Einnig
væru vandamál við strandgæslu og
slysavarnir á sjó þau sömu og á
íslandi.
Fortes sagði að þessir þættir væru
nú í uppbyggingu á Grænhöfðaeyj-
um og erindi hans hingað hefði m.a.
verið að kynna sér fyrirkomulag
þeirra mála hér enda hefði forseti
Grænhöfðaeyja, Aristides Pereira,
sérstakan áhuga á íslandi og teldi að
hingað væri hægt að sækja fyrir-
myndir um margt.
Grænhöfðaeyjar fengu sjálfstæði
1975. Þær voru áður portúgölsk
nýlenda. íbúar eru um 300.000 og
búa þeir við mjög bága efnahagsaf-
komu. Nálægt 700.000 manns af
Cabo-Verde uppruna eru búsettir í
öðrum löndum og umtalsverður hluti
af gjaldeyristekjum eyjanna kemur
frá þessu fólki. Eyjarnar iiggja fyrir
vesturströnd Afríku beint í suður
frá íslandi.
I upphafi dvalar sinnar hér gekk
Fortes á fund forseta íslands dr.
Kristjáns Eldjárn, og bar honum
þakkir frá forseta Cabo-Verde fyrir
þá aðstoð sem íslendingar hafa
þegar veitt. Hann notaði einnig
tækifærið til að ræða við Vigdísi
Finnbogadóttur og kvað hann þau
m.a. hafa verið sammála um nauð-
synina á því að smáþjóðir héldu uppi
traustu menningarsambandi.
Sendiherrann átti fund með iðnað-
arráðherra, Hjörleifi Guttormssyni,
þar sem þeir ræddu um möguleika á
að Islendingar aðstoðuðu Cabo-
Verdebúa við nýtingu jarðhita. Var
honum kynnt fyrirkomulag þessara
mála hér og heimsótti hann meðai
annars í þeim tilgangi Orkustofnun
og Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð-
anna, sem rekinn er af Orkustofnun
á vegum Háskóla S.Þ.
Fortes var mjög ánægður með
undirtektir ráðherra og sagði hann,
að reynt yrði að senda héðan eftir
áramót sérfræðinga á þessu sviði, til
þess að kanna aðstæður til jarðhita-
nýtingar á Grænhöfðaeyjum.
Rætt við Cors-
ino Fortes,
sendiherra, sem
kynnti sér jarð-
hitanýtingu,
landhelgisgæslu
og slysavarnir
hér
Fortes hafði einnig samband við
forseta og framkvæmdastjóra Slysa-
varnafélags Islands og kynntu þeir
fyrir honum skipulag og framkvæmd
slysavarna á Islandi. Hann átti svo
fund með forstjóra landhelgisgæsl-
unnar og skoðaði varðskipið Tý,
flugvél landhelgisgæslunnar og
fleira. Þótti sendiherranum öll þessi
starfsemi hin áhugaverðasta.
í ráði er að senda hingað 2—3
menn frá Cabo-Verde til að kynna
sér ýtarlega fyrirkomulag þessara
mála hér á landi.
Dr. Corsino A. Fortes, sendiherra
Grænhöfðaeyja (Cabo-Verde) á
íslandi.
Fortes sagðist vonast til að í
framhaldi af nánari athugun áður-
nefndra mála yrði gerður samningur
um aðstoð við Cabo-Verde á fram-
angreindum sviðum, svipaður þeim,
sem nú þegar hefur verið gerður um
eflingu fiskveiða.
Fortes ræddi einnig við sjávarút-
vegsráðherra. Steingrím Hermanns-
son, um framkvæmd fiskveiðiaðstoð-
arinnar á eyjunum og þingaði með
þeim, sem unnið hafa að þessu máli
hér, þ.e. fulltrúum frá utanríkis-
ráðuneytinu, Aðstoð Islands við
þróunarlöndin og Fiskifélagi Is-
lands. Fortes sagði að verkefnið
hefði farið af stað með eðlilegum
hætti og að það lofaði góðu og lét í
ljósi mikla ánægju með að þessi
aðstoð, sem gæti valdið þáttaskilum
í fiskveiðum Cabo-Verdemanna væri
nú komin til framkvæmda.
SHARP
ÖRBYLGJUOFN meö
snúningsdiski gerir matargerð
fljótári.. betri.. og hollari.
Hafir þú lítinn tíma, eöa leiðist aö standa lengi yfir
matargerö er örbylgjuofninn frá SHARP svarið:
Með örbylgjuhitun tekur örstund að hita, sjóða
eða steikja matinn án þess að bragð eða ilmefni
tapi sér. Snúningsdiskur íofninum tryggir jafna
hitun. Sjálfvirk tölvustilling ákveður eldunaraöferð
þar sem hægt er að samtengja fleiri eldunarstig.
VERÐ FRÁ
KR. 311.000.-
Ofninn hefur þrjár stillingar:
Defrost/Þýðlr:
Þýðir djúpfrystan
matt.d.200g
kjötstykki á 4 min.
steikir eggjarétti.
Simmer / Smásuða:
Hitun á osta-
samlokum og
upphitun rétta.
Full power/Fullur
styrkur:
Kartöflur steiktar á
5 mín. Kótilettur
steiktar á 7 mín.