Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980 Eiríkur Baldursson: Úthlutun styrkja úr Vísindasjóði í flestum þeim löndum, sem við Islendingar kjósum að bera okkur saman við eða sækjum fyrirmynd- ir til, hefur það um nokkurt skeið verið bjargföst trú stjórnvalda og annarra áhrifamikilla afla, að vísindi og menntun séu meðal sterkustu vopna að beita til þess að ná þeim markmiðum, sem sérhver stjórnmálaflokkur hefur á stefnuskrá sinni, þ.e. eflingu vel- ferðar og velmegunar í eigin landi. Til þess að takast megi að ná þessum settu markmiðum, hefur m.a. verið keppt að því að bæta þá aðstöðu sem vísinda- og rann- sóknastarfsemi búa við og reynt að skapa vilholl skilyrði til þessar- ar starfsemi. Meðal þess fyrsta sem gert hefur verið, er að móta opinbera stefnu í rannsóknamál- um þar sem m.a. er bent á þau rannsóknarsvið, sem talin eru hæfa bezt viðkomandi landi og þeim aðstæðum sem þar ríkja. Jafnan er reynt að leggja nokkurt mat á hvernig til tekst við fram- kvæmd þeirrar stefnu sem mótuð hefur verið. Slíkum matstilraun- um er beitt, hvort sem um er að ræða hagnýtar rannsóknir eða svokallaðar grundvallarrannsókn- ir. í löndum á borð við England, Svíþjóð og Vestur-Þýzkaland, get- ur framkvæmd markaðrar stefnu oft á tíðum verið erfiðleikum bundin, vegna þess að í þessum löndum er stór hluti rannsókna- starfseminnar fjármagnaður og framkvæmdur af fjölþjóðlegum fyrirtækjum, og ekki er víst, að rannsóknarhagsmunir og mark- mið fyrirtækjanna fari saman við þau markmið sem sett eru opin- berri rannsóknastarfsemi í þeim löndum þar sem starfsemin er unnin. Þannig er u.þ.b. heimingur allrar rannsóknastarfsemi í Sví- þjóð unnin af og í þágu stórra fyrirtækja. Erfiðleikar við framkvæmd rannsóknastefnu á íslandi eru þó ekki af þessu tagi, enda er lang- stærstur hluti rannsóknastarf- seminnar rekinn af opinberum aðilum og kostnaður er greiddur af almannafé. Vandkvæði við stefnumótun og framkvæmd slíkr- ar stefnu í íslenzkum rannsókn- armálum eru af öðrum toga spunnin og verður ekki farið út í þá sálma hér. Efni þessa pistils er að varpa fram fáeinum spurningum, sem vöknuðu við lestur fréttatilkynn- ingar Vísindasjóðs þar sem getið var þeirra, sem styrk hlutu úr sjóðnum við nýafstaðna úthlutun. Starfsemi sjóðs þessa er sjaldan getið í umræðu fjölmiðla, en er hún þó allrar athygli verð vegna sérstöðu sjóðsins. Sjóðurinn, sem stofnað var til árið 1957, á sam- kvæmt reglugerð að efla íslenzkar vísindarannsóknir: „í þessum tilgangi styrkir sjóð- urinn: 1) Einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna. 2) Kandídata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindalegrar þjálf- unar til þess að verða styrk- hæfur. 3) Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir." Af þessum reglugerðarákvæð- um, og reyndar öðrum, sem ekki eru nefnd hér, má draga þá ályktun, að við styrkveitingar sjóðsins sé reynt að fylgja ákveðn- um reglum um val styrkhæfra umsókna, og þannig tryggja, að sjóðurinn ræki það hlutverk sem hann að landslögum er settur að gegna. Vandkvæði í þessu sam- bandi hljóta þó að stafa af því, að stjórnvöld landsins hafa ekki mót- að neina ákveðna stefnu, sem fylgt skuli í rannsóknarmálum og varla getur því verið létt verk að „efla íslenzkar vísindarannsóknir" á þann hátt að vel verði við unað með tilliti til allra þátta, sem gæta verður í því sambandi. Engu að síður verður svo að vera, að deildarstjórnir sjóðsins deild) fylgi einhverri skipulegri stefnu við úthlutanirnar, enda yrði úthlutun fjárins ár hvert í valdi tilviljana ef svo væri ekki. Þetta, þó ekki vegna annars en þess, að jafnan eru umsóknir um styrkveitingu mun fleiri en svo, að unnt sé að veita ölium styrk af þeim rýru fjárhæðum, sem sjóður- inn hefur að deila. Eina tilraunin, sem gerð hefur verið af íslenzkum aðilum til mótunar stefnu í rannsóknarmál- um, er sú áætlun, sem unnin var að frumkvæði og á vegum Rann- sóknaráðs ríkisins: „Rannsóknir og þróunarstarfsemi i þágu at- vinnuveganna. Langtímaáætl- un. “ Rvík, maí 1978. Um þessa áætlun má segja, að hún nær því miður aðeins til starfsemi í þágu helztu atvinnuvega landsmanna, og eru þó orkumálin undanskilin, en fjallar ekki um þá starfsemi sem er rekin á vegum eða í tengslum við Háskóla íslands. Áætlunin nær því aðeins til verk- efna og starfsemi á sviði náttúru- vísinda og hagnýtingar þeirra, en skilur hugvísindi, samfélagsvís- indi og læknisfræði m.a. ónefnd hjá garði. Engu að síður eru þau markmið, sem liggja til grundvall- ar áætluninni, svo almenns eðlis, að ætla verður að stefnumótun fyrir aðra vísindastarfsemi, sem ekki er í beinum tengslum við atvinnuvegina, yrði ekki í mörgum greinum frábrugðin þeim sjón- armiðum sem þar koma fram. Til dæmis má nefna þau þjóðfélags- legu markmið sem nefnd eru að liggi til grundvallar stefnumótun Rannsóknaráðs: „— efling efnahagslífsins, — jafnvægi í þróun byggðar og búsetu í landinu, — bætt sambúð Iands og þjóð- ar, — efling félagslegrar sam- hjálpar, — auðgun og efling menning- arlífs." í ljósi þess má ætla, að meðal þeirra sjónarmiða, sem eru leiðar- ljós við styrkveitingar Vísinda- sjóðs, sé þessi atriði að finna ofarlega á blaði. Að minnsta kosti verður að ætla, að svo sé við úthlutun Raunvísindadeildar sjóðsins, sem allajafnan fær stærri hluta fjárins til ráðstöfun- ar. Eins og vikið var að hér að ofan, birtist nýlega á síðum dag- blaðanna skrá yfir þá vísinda- menn og rannsóknastofnanir, sem hlutu styrkveitingu sjóðsins á þessu ári. Á þessum vettvangi er þó hvorki ráðrúm til né tök á að gera heildarúttekt nú, og skortir enda til þess aðgangur að þeim gögnum, sem leitt gætu úthlutun- araðferðirnar í ljós. Engu að síður vil ég vekja máls á fáeinum atriðum, sem óskast skýrð af talsmönnum sjóðsins. Slíkt svar væri kærkomið öllum þeim, sem áhuga hafa á umræðu um stöðu íslenzkrar vísindastarfsemi og þakkarvert framlag til umræðu, sem varla á sér stað. I því, sem hér fer á eftir, mun ég eingöngu fjalla um úthlutun Raunvísindadeildar sjóðsins. Engu að síður varða sumar spurn- inganna ekki minna Hugvísinda- deild og þær aðferðir, sem hún beitir við val þeirra umsókna sem styrk hljóta. Alls veitti Raunvísindadeild 46 styrki að þessu sinni. í því sem á eftir fer mun ég þó aðeins tala um 44 styrki, enda er ég þeirrar skoðunar, að tveir styrkir, sem veittir voru, heyri að réttu lagi undir starfssvið Hugvísindadeild- ar. Hér er um að ræða styrki að upphæð 1 milljón króna hvor sem nota skal til könnunar og söfnun- ar íslenzkra fræðiheita í jarðfræði og líffræði. Ekki ber þetta að skilja á þann veg, að verkefni þessi séu, að mínu mati, í neinu ómerkari en önnur, sem styrk hafa hlotið. Hins vegar leyfi ég mér að staðhæfa, að lúkning verkefnanna muni í engu auka við fræðilega þekkingu vísindagrein- anna sem í hlut eiga. Það er þó þakkarvert, að fræðimenn í grein- unum gefi sig að verkefni sem slíku, enda gæti svo farið, að ef málvísir án sérfræðikunnáttu ynnu verkið, þá veldust óheppi- legri orð en annars. í meðfylgj- andi töflu hef ég skipt styrkjunum í fjóra flokka: læknisfræði; líf- fræði og skyldar greinar; eðlis-, efna- og stærðfræði; jarð-, jarð- eðlis- og veðurfræði. Undir líf- fræði og skyldar greinar hef ég talið auk líffræði, lífeðlisfræði, dýrafræði og styrki til landbúnað- arrannsókna. Þessi skipting kann að vera umdeilanleg, en það er þó von mín, að skiptingin verði ekki gerð að aðalatriði. Það vekur athygli hve misstórir hlutir flokkanna hafa orðið. Mun- urinn milli flokkanna er svo stór, að einhverjar ástæður hljóta að liggja til grundvallar skipting- unni. Leikur mér forvitni á að fá vitneskju um þetta atriði og skýr- ingu á því. Örlítinn formála verð ég að gera að þeirri spurningu sem á eftir fer. I töflunni, sem hér fylgir með, hef ég skipt verkefnunum í flokka eftir fræðigreinum og innbyrðis skyldleika. Þessi regla þarf í engu að vera eina aðferðin til þess að flokka veitta styrki. Önnur aðferð væri sú að deila í hópa með tilliti til hvers eðlis rannsóknarverkefn- in eru. í þeim löndum, sem mest áhrif hafa haft á skipulag ís- lenzkra rannsóknarmála, í OECD-löndunum, er gjarnan gerður greinarmunur á grundvall- arrannsóknum og hagnýtum rann- sóknum. Þriðja skiptingaraðferðin er sú, að fara eftir því til hverra sviða þjóðfélagsins fræðigreinin tilheyrir. Vægi flokkanna inn- byrðis fylgir þá venjulega þeirri áherzlu, sem stjórnvöld vilja leggja á hina ýmsu málaflokka hverju sinni. Eitt tímabil kynnu rannsóknir á lífríki landssvæða að njóta mests fylgis, en heilsufars- rannsóknir og læknisfræði næsta tímabil, svo dæmi séu nefnd. Fróðlegt væri að fá vitneskju um, að hversu miklu leyti þessi sjónarmið og skyldar umræður ráða, þegar a) stjórn Vísindasjóðs ákveður skiptingu ráðstöfunarfjárins milli deilda sjóðsins, og hvort kveðið er á um forgang einhverra rannsókn- arsviða, og b) þegar deildarstjórnirnar velja þau verkefni sem hljóta styrk? Þriðja atriðið, sem athyglisvert væri að fá upplýst, varðar stærð styrkjanna. Alls var úthlutað rúmum 115 milljónum króna til 44 styrkþega. Meðalupphæð styrks verður því rúmlega 2,6 milljónir króna. For- vitnilegt væri að fá að vita, hvaða kostnaðarliðum rannsóknar- starfsins styrkjunum er ætlað að mæta. Er gert ráð fyrir því að styrkþeginn geti reiknað sjálfum sér laun fyrir rannsóknastarfið? Er gert ráð fyrir því að aðstoðar- fólkinu við rannsóknirnar séu greidd laun af styrkveitingunni? Sé ekki gert ráð fyrir því að reikna megi til launa hluta styrksins, hvernig og hvenær er þá gert ráð fyrir því að verkefnið sé unnið? Er málum svo skipað, að sérfræð- ingar, sem hljóta styrk til rann- sóknarverkefna og gegna samtím- is öðru starfi, að þeir verða að vinna við rannsóknirnar í frítíma sínum eftir vinnudag eða í sumar- leyfum, eða er þannig um hnútana búið, að samkomulag hefur verið gert við vinnuveitendur þeirra þannig, að þeir geti unnið að rannsóknum þessum í vinnutíma sínum? Síðasta atriðið, sem mig langar að leita svara við, varðar beinlínis þau skilyrði, sem sjóðurinn þarf að búa við og þær reglur sem honum er gert að fara eftir. STYRKIR FJÖLDI HEILDAR- AF VEITINGU MEÐALUPPH/EO NÚMER STYRKJA UPPH/ED KR. RAUNV.DEILDAR VI. VEITTS STYRKS. ÞKR. EFNA-, 3, 5, 14, 23, EÐLIS- OG STÆROFRÆÐI 25, 45 6 18.700.000 16,2% 3.116.700 UEKNIS- 4, 7, 18, 21 FR/EÐI 33, 42, 44, 46 8 23.500.000 20,4% 2.937.500 JARD- OG 2, 11, 15, 24 JARÐEDLIS- 26, 28, 31 10 30.560.000 26,5% 3.056.000 FRÆDI 38, 39, 40 LÍF-, LÍFEDLIS-, 1. 6, 8, 9, 10 DÝRA- OG 13, 16, 17, GRASAFRÆÐI 19, 20, 27, GRÓÐUR- OG 29, 30, 32 20 42.500.000 36,9% 2.125.000 GRÓDURFARS- 34, 35, 36 RANNSÓKNIR 37, 41, 43 44 115.260.000 100,0% 2.619.550 Enskukennari í skóla fyrir nem- endur á aldrinum 13—19 í Seoul í Suður-Kóreu hefur ritað langt bréf þar sem hann greinir frá áhuga margra nemenda sinna á að eignast pennavini á íslandi. I skólanum eru um 3.300 nemendur. Sendi kennarinn með fylgjandi mynd er sýnir augnablik í skól- astarfinu. Hægt er að skrifa á ensku eftir fekari upplýsingum til: Miss Soo-jin Kim, P.O. Box 100 Central, Seoul, Korea. Eftirfarandi Pólverjar óska eftir bréfaskiptum á ensku: Piotr Neres, Ul Bielska. 51/28.09-400 Ptock, Polland. Hann er áhugamaður um íþróttir, tónlist, ferðalög, bókmenntir og landafræði. Ilow Kafal. Ul. Kochanowskiego 94, 51—601 Wroclaw, Pólland. Tadeusz Zubinski, tæknifræðingur, 26 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.