Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1980
t
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
fré Kolbeinsé,
Melgerði 17, Kópavogi.
lést á Borgarspítalanum 27. júlí.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR
fré Kirkjubóli,
Nökkvavogi 38,
lézt föstudaginn 25. júlr' aö Hátúni 10B. Jaröarförin auglýst síöar.
Börn hinnar létnu.
t
ARNÞRUDUR SÆMUNDSDÓTTIR,
Hjallakróki, Ölfusi,
andaöist laugardaginn 26. júlí aö Elliheimilinu Grund, Reykjavík.
Kristjana Arnadóttir, Svavar Marteinsson.
Hannes Arnar Svavarsson,
t
Móöir mín, tengdamóöir og amma,
GUÐNÝ J. GÍSLADÓTTIR,
Barónsstíg 39,
lést á Landspítalanum laugardaginn 26. júlí.
Haraldur Sigurósson, Guörún Samúelsdóttir.
Árni og Siguröur Guöni.
Móöir okkar,
HELGA HRÓBJARTSDÓTTIR,
fyrrverandi húsfreyja é Brekkum í Mýrdal,
andaöist aö morgni 26. júlí.
Börnin.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar og stjúpfaöir,
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi sóknarprestur é ísafiröi,
Drépuhlíö 8,
andaöist 26. júlí.
Margrét Hagalínsdóttir
og börn.
t
Eiginmaöur minn, sonur, faöir og tengdafaöir okkar,
GUDMUNDUR KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
Safamýri 87,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 30. júlí kl.
13.30.
Lillý Kristjénsson,
Ari Guómundsson, Kristjana Guömundsdóttir,
Guörún Guómundsdóttir, Fríöur Siguröardóttir,
Kristjana G. Guömundsdóttir, Guómundur E. Hallsteinsson,
Karl H. Sigurösson, Helga K. Möller,
Hrefna Guömundsdóttir, Gunnlaugur Krístjénsson.
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN G. GUÐJÓNSSON,
fyrrum útgeröarmaöur,
Vesturbraut 3, Keflavík,
andaöist á Hrafnistu laugardaginn 26. júlí. Jaröarförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 2 e.h.
Guörún Pétursdóttir,
Guójón Jóhannsson, Ólöf Pétursdóttir,
Pétur Jóhannsson, Sveinbjörg Karlsdóttir,
Agnes Jóhannsdóttir, Haraldur Sveinsson,
Jón Jóhannsson, Jóna Sigurgísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Sólmundur Arn-
ar Haraldsson
Fæddur 1. maí 1973
Dáinn 22. júlí 1980
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir. Þessi orð komu fyrst í
hugann þegar ég frétti lát litla
frænda míns, sem er enn eitt
fórnarlamb þeirrar miklu slysa-
öldu, sem gengið hefur yfir að
undanförnu. Það er erfitt að skilja
ástæður þær sem liggja að baki
því, að Drottinn kallar til sín 7 ára
gamalt barn á svo hörmulegan
hátt sem hér varð raunin á. En við
verðum að trúa því að Sólmundi
hafi verið ætlað annað hlutverk og
meira, þar sem hann er nú, en á
meðal okkar sem í dag fylgjum
honum til hinstu hvílu.
Sólmundur Arnar var einstak-
lega laglegur drengur, brosmildur
og hýr. Yngri systkinum sínum
var hann, þeim Siggu Láru og
Heimi góður bróðir, fyrir þau
hafði hann ávallt tíma. Hann var
greindur vel og námfús.
Mér er ljúft að minnast þess, að
Önnu Elínu dóttur minni var hann
trúasti vinur og leikfélagi sem eitt
barn getur eignast. Hann var
henni betri en nokkur bróðir.
Fyrir það verð ég ævinlega þakk-
lát.
Elsku Sigrún og Halli, missir
ykkar er mikill og sorgin þung, en
þið eigið dýrmætan sjóð minn-
inga. Minninga um fallegan og
ljúfan dreng. Sá sjóður verður
aldrei frá ykkur tekinn. Megi þær
góðu minningar og styrkur Guðs
verða ykkur stoð og styrkur á
erfiðum tímum.
Guð blessi ykkur og börnin
ykkar, en þau og minningin um
drenginn með fallega brosið, eru
það ljós sem mun lýsa ykkur bezt í
framtíðinni.
Þá bið ég góðan Guð að styrkja
afa hans og ömmur í þeirra miklu
sorg. Og Sólmundi þakka ég sam-
fylgdina, þó hún væri allt of stutt.
Guð geymi hann um alla eilífð.
Elínbjörg.
Eyjólfur Þorsteins-
son húsasmíðameist-
ari - Minningarorð
Eyjólfur Þorsteinsson, húsa-
smíðameistari, andaðist að heimili
sínu í Reykjavík hinn 20. júlí sl.,
og fer útför hans fram frá Laug-
arneskirkju í dag 29. júlí.
Eyjólfur fæddist 29.1. 1908, son-
ur Þorsteins Þorvarðarsonar og
konu hans Guðfinnu Eyjólfsdótt-
ur, er búsett voru að Ytri-Þor-
steinsstöðum í Dölum vestur.
Hann ólst upp í stórum systkina-
hópi, en þegar hann var 17 ára
fluttist hann til Reykjavíkur.
Árið 1928 hóf hann húsasmíða-
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
ANDRES GUÐNASON
fré Vöölum,
andaöist 26. þ.m.
Guörún J. Bergsdóttir,
Bergstaöastræti 57,
Anna J. Andrésdóttir Fish,
Bergljót Andrésdóttir.
t
Eiginmaður minn og faöir,
ÁRNI G. EYLANDS
er látinn.
Margit Eylands,
Eirík Eylands.
t
Sonur minn,
BALDUR BJÖRNSSON
fré Leynimýri, Njélsgötu 89,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 30. júlí kl.
3.00.
Fyrir hönd sona og systkina hins látna,
Björn J. Andrésson.
t
Útför fööur míns, tengdafööur og afa,
EYJÓLFS ÞORSTEINSSONAR,
húsasmiðameistara,
Laugateigi 34 Rvík,
verður gerö frá Laugarneskirkju, þriöjudaginn 29. júlí kl. 13.30.
Sigrún Eyjólfsdóttir, Úlfar Hermannsson,
Eyjólfur, Sigríöur Stefanía,
Eyþór Árni.
Lokað í dag
vegna jaröarfarar
SIGURDAR JÓNSSONAR,
frá kl. 12—4.
Hlíðarkjör,
Eskihlíð 10.
nám hjá Guðmundi Eggertssyni,
húsasmíðameistara og lauk prófi í
þeirri iðngrein árið 1932. Ekki lét
Eyjólfur sér það duga heldur hélt
til Kaupmannahafnar til að bæta
við þekkingu sína í starfsgrein
sinni, og þegar heim kom tók hann
til starfa og var eftirsóttur bygg-
ingameistari.
Árið 1937 kvæntist Eyjólfur
Margréti Sigríði Eyþórsdóttur frá
Hamri, Svínavatnshreppi í Húna-
vatnssýslu, hinni mætustu konu,
sem stóð við hlið eiginmanns síns
í blíðu og stríðu og stjórnaði
heimilinu af miklum dugnaði. Hún
andaðist á síðastliðnu hausti og
var það Eyjólfi mikið áfall, því
þau hjónin voru mjög samrýmd.
Á æskuárum sinum stundaði
Eyjólfur hina fornu þjóðaríþrótt
okkar, glímuna, og var vel hlut-
gengur þar og fylgdist alla tíð með
þeirri íþrótt og fá voru þau
glímumót, sem hann lét sig vanta
sem áhugasaman áhorfanda. Eyj-
ólfur hafði yndi af útivist og var
góður stangveiðimaður og sagði
oft skemmtilegar veiðisögur.
Margar voru veiðistengurnar, sem
hann gerði við fyrir kunningja
sína og var þá ekki hugsað um
hagnaðinn af þeirri iðju.
Snemma á hjúskaparárum sín-
um byggðu þau hjónin sér sumar-
hús við Þingvallavatn og þar áttu
þau marga unaðsstund með fjöl-
skyldu sinni, dótturinni Sigrúnu,
eiginmanni hennar, Úlfari Her-
mannssyni og börnunum. Við Eyj-
ólfur vorum nágrannar um ára-
tuga skeið og minnist ég hans sem
glaðlynds og góðs vinar, sem mikil
eftirsjá er að.
Eyjólfur tók að sér byggingu
verksmiðju minnar við Sigtún og
gerði það af mikilli samviskusemi
og áhuga.
Ég og fjölskylda mín vottum
Sigrúnu, Úlfari, börnunum og öðr-
um vandamönnum innilega sam-
úð.
Agnar G. Breiðf jörð.