Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
S-Arabar semja
sátt við Breta
n 28. júli. AP.
H K stjórnvóld sökóu fra því í
að eðlilegu stjórnmálasam-
hanwí yrði að nýju komið á milli
llrctlands ok Saudi-Arahiu en það
hefur lejfið niðri um þrit;gja mán-
aða skeið vegna sýningar á mynd-
inni „Dauða prinsessu“. Um þetta
samdist í þriggja daga ferð vara-
utanrikisráðherra Breta. Douglas
Ilurd. til Saudi-Arabíu.
Á blaðamannafundi í Jeddah
sagði Hurd, að Saudi-Arabar hefðu
ákveðið, að innan skamms yrði
skipaður nýr sendiherra í London og
að sendiherra Breta í Saudi-Arabíu
hyrfi þangað aftur. Hurd sagði
einnig, að Carrington lávarður,
utanríkisráðherra Breta, kæmi í
heimsókn til Saudi-Arabíu seint í
næsta mánuði.
Algjört bann við
hyalveiðum fellt
BrÍKhton, 26. júli. AP.
FULLTRÚI Frakka á þingi Al-
þjóða hvalveiðiráðsins lagði til í
siðustu viku, að lagt yrði algjórt
bann við hvalveiðum. Fulltrúar
Randaríkjamanna. Breta og Hol-
lendinga studdu tillöguna, sem
þurfti á auknum meirihluta að
halda ef hún hefði átt að ná fram að
ganga. þ.e. þremur fjórðu atkvæða.
Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu
þau. að 14 þjóðir voru hlynntar
hanni. niu á móti og ein sat hjá.
Sl. laugardag ákvað Alþjóða
hvalveiðiráðið, að á næsta ári mætti
veiða 14.553 hvali af öllum tegundum
og er það nokkru lægra en kvóti
yfirstandandi árs, sem er 15.656
hvalir. Fyrir tveimur árum var
heimsaflinn 20.102 og fyrir fimm
árum 25.000 hvalir.
Formaður frönsku sendinefndar-
innar á þinginu, Charles Roux, sagði,
að með tillögunni um algert veiði-
bann væri reynt að koma í veg fyrir
Sprengjukast
í Antwerpen
Antwrrpen, 28. júlí. AP.
ARABÍSKUR karlmaður var
handtekinn í Antwerpen sl.
sunnudag eftir að hafa kastað
tveimur handsprengjum að hópi
Gyðinga, einkum unglinga. á
götu þar i borg. Einn franskur
piltur lést og 20 slösuðust.
Talsmaður lögreglunnar sagði,
að unglingarnir, sem voru með
foreldrum sínum eða ættingjum,
hefðu beðið fyrir framan menning-
armiðstöð Gyðinga í borginni eftir
bíl sem átti að flytja þá til
sumarbúða í Suður-Belgíu. Skyndi-
lega hefði maðurinn birst og
kastað handsprengjum inní hópinn
og tekið síðan til fótanna. Hann
var handtekinn skömmu síðar.
Að sögn embættismanna er talið
að maðurinn sé Líbani og að
marokkönsk skilríki hans séu
fölsk.
Veður
Akureyri 13 heióskírt
Amsterdam 25 heióskfrt
Aþena 35 heióskfrt
Berlín 23 skýjað
BrUseel 29 léttskýjaö
Chicago 16 léttskýjaö
Feneyjar 28 heióskfrt
Frankfurt 23 skýjaó
Fsereyjar 11 þoka
Genf 28 léttskýjaö
Helsinki 26 lóttskýjaó
Jerusalem 27 heióskirt
Jóhannesarborg 14 heiöskírt
Kaupmannahöfn 24 léttskýjaó
Las Palmas 23 léttskýjaó
Lissabon 28 skýjaó
London 26 léttskýjaó
Madríd 34 léttskýjaö
Malaga 25 heiöskirt
Matlorca 30 léttskýjað
Moskva 22 lóttskýjaó
New York 24 léttskýjaó
Osió 26 skýjaó
Parfs 25 1 f
Reykjavfk 13 léttskýjaó
Rio de Janeiro 32 skýjaó
Rómaborg 23 heióskírt
Stokkhólmur 27 léttskýjaó
Tel Aviv 29 heióskírt
Tókýó 28 heióskfrt
Vancouver 23 léttskýjaó
Vfnarborg 25 heióskfrt
mikla ofveiði og gefa þeim hvala-
stofnum, sem stæðu mjög höllum
fæti, tíma til að rétta úr kútnum.
Roux tók dæmi af steypireyðinni og
hnúfubaknum, sem voru nærri al-
dauða þegar veiðarnar voru bannað-
ar. Nú væru þessir hvalir aftur
farnir að sjást á fyrri slóðum og
hefði greinilega fjölgað mikið.
Á þingi hvalveiðiráðsins var
skipaður vinnuhópur til að kanna
áhrif hvalveiða, sem stundaðar eru á
skipum, sem sigla undir hentifána,
og annar hópur til að fylgjast með
brotum á reglum um veiðikvóta.
Helsta röksemd þeirra þjóða, sem
vilja áframhaldandi hvalveiðar, er
sú, að þær séu svo snar þáttur í
lífsafkomu fólks á vissum svæðum,
að ekki sé með góðu móti hægt að
hætta þeim skyndilega.
Rúmenar og
EBE semja
Búkarrst. 28. júli - AP.
RÚMENAR gerðu viðskipta-
samning við Efnahagsbandaiagið
í dag og tryggja sér þar með
betri kjör í viðskiptum við banda-
lagið en önnur aðildarríki Come-
con, efnahagshandalags Austur-
Evrópu.
Samningurinn mun auðvelda
sölu á 94 rúmenskum vörutegund-
um, allt frá efnavörum til hús-
gagna og frá iðnaðarvörum til
hráefna, í löndum Efnahagsbanda-
lagsins. Samningurinn er ekki
eins víðtækur og sá, sem Júgóslav-
ar gerðu við bandalagið fyrr í ár.
Viðskipti Rúmeníu og EBE
námu tæpum fjórum milljörðum
dollara í fyrra. Samkvæmt sam-
komulaginu munu viðskiptin
aukast um 20%. Annar samningur
var gerður um að koma á fót
sameiginlegri viðskiptanefnd.
Liðsauki
til Kabul
Nýju Delhi. 28. júli. AP.
LIÐSAUKI streymir frá Sovétríkj-
unum til Afganistans og með hon-
um vistir. samkvæmt fréttum frá
Kabul. Liðsaukinn verður notaður í
stað hersveita, sem hafa verið
sendar til héraðanna Ghazni og
Kandahar sunnan við Kahul. þar
sem uppreisnir hafa verið gerðar
og harðir hardagar geisa.
Samkvæmt fréttum um helgina
komu sovézkar flugvélar með nokk-
urra mínútna millibili til Kabul frá
því á föstudagsmorgun. BBC skýrði
einnig frá mikilli eflingu sovézka
hersins í Kabul.
Nýr yfirmaður
Sovézkir hermenn hófu árás á
afganska hermenn, sem gerðu upp-
reisn í Ghazni og reyndu að ganga í
lið með skæruliðum, og um 20
fallbyssuþyrlur sáust taka þátt í
árásinni. Sovézkt herlið stutt
skriðdrekum umkringdi setuliðið í
Ghazni.
Afganskir hermenn gátu ekki sætt
sig við nýjan yfirmann, sem var
skipaður. Skipun hans mun hafa
verið liður í hreinsunum, sem hófust
fyrir nokkrum dögum að undirlagi
Rússa.
. A
| , |>(ll.l «. \l \ '8 1
Korchnoi er kampakátur, enda hefur hann
tekið forystu í einvíginu.
Polugaevsky er kominn í sömu stöðu og síðast
gegn Korchnoi. hann þarf á brattann að sækja.
Korchnoi vann fjórðu
skákina í endatafli
VIKTOR KORCHNOI, sovézki stórmeistarinn landfiótta, sem nú
teflir fyrir Sviss, tók á laugardaginn forystu 1 einvígi sinu við Lev
Polugajevsky, fyrrum landa sinn, í undanúrslitum áskorenda-
keppninnar í skák. Þremur fyrstu skákunum i einviginu lauk með
jafntefli. þannig að eftir að hafa unnið fjórðu skákina hefur
Korchnoi hlotið tvo og hálfan vinning gegn einum og hálfum
vinningi Polugajevskys. Sá sem fyrr nær 6‘/2 vinningi telst
sigurvegari.
Polugajevsky. sem hafði hvitt i fjórðu skákinni, tókst ekki að ná
frumkvæðinu eftir byrjunina og þegar skákin fór i bið á
föstudaginn virtist hún mjög jafnteflisleg. Korchnoi hafnaði hins
vegar jafnteflisboði andstæðings sins og hélt ótrauður áfram
taflmennsku. Fyrst um sinn lét Polugajevsky engan bilbug á sér
finna, en varð siðan á gróf mistök er hann hugðist stytta sér
leiðina i jafnteflið.
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Hvítt: Polugajevsky
Svart: Viktor Korchnoi
Drottningar-indversk vörn
1. Rf3 - Rf6. 2. c4 - b6, 3. g3
- Bb7, 4. Bg2 - e6, 5. 0-0 -
Be7, 6. d4 - 04). 7. Rc3 - Re4,
8. Dc2 - Rxc3, 9. Dxc3 (Ein af
grunnstöðunum í drottningar-
indversku vörninni, sem er talin
ein af friðsömustu byrjunum
skákfræðinnar. A.m.k. 90%
skáka sem teflast út frá þessari
stöðu lýkur með jafntefli og það
eru fáheyrð tíðindi þegar svart-
ur vinnur. Korchnoi hefur þó
tekist það áður, það var einmitt
í fyrra einvígi hans við Poluga-
jevsky árið 1977.) f5, 10. b3 —
BÍ6, 11. Bb2 — d6 (í annarri
einvígisskákinni árið 1977 lék
Korchnoi hér 11. ... Rc6, en nú
notast hann við aðra uppbygg-
ingu.) 12. hadl — a5,13. Rel —
Bxg2,14. Rxg2 - Rc6,15. Dd2
(I annarri einvigisskákinni lék
Polugajevsky hér 15. Df3 og
eftir 15. ... Dd7, 16. Rf4 -
Bxd4!, 17. Bxd4 — Rxd4, 18.
Hxd4 - e5, 19. Hd5 - exf4, 20.
Dxf4 — Hae8, var fljótlega
samið um jafntefli.) Dd7,16. d5
- Rd8, 17. Bxf6 - Hxf6, 18.
dxe6 — Rxe6, 19. Re3 — He8,
20. Rd5 — Hg6 (Hugmyndin á
bak við þessa frumlegu hróks-
staðsetningu er fyrst og fremst
sú að eiga auðvelt með að valda
d6-peðið eftir að hafa leikið c6)
21. e3 - Dd8, 22. f3 (Leikið til
þess að taka e4-reitinn frá
svarta riddaranum, seinna leik-
ur svartur c6 í svipuðum til-
gangi.) Rc5, 23. Rf4 - Hf6, 24.
Hfel - HÍ7, 25. Dc2 - Rd7,
26. Rd5 - c6, 27. Rc3 - Df6.
28. Dd2 - Hfe7, 29. Kg2 -
Rc5, 30. Ra4 (Ankannalegur
leikur sem vart er þó ástæða til
að fordæma. Hvítur fær tvípeð á
a-línunni, sem þykja enn verri
en venjuleg tvípeð, en hins vegar
á hann nú hægara með að sækja
að peðum svarts á d6 og b6.)
Iíxal, 31. bxa4 - Df7, 32. Dd4
— He5, 33. Dxb6 — Dxc4, 34.
Db3 - I)xb3.35. axb3 - He5e6
(Ef Korchnoi hefði haft áhuga á
jafntefli hefði hann áreiðanlega
valið framhaldið 35. ... Hxe3,
36. Hxe3 - Hxe3, 37. Hxd6 -
Hxb3, 38. Hxc6 - Hb4, 39. Hc5
o.s.frv. En eftir að hafa tekið
heimsmeistarann í margar
kennslustundir í endatafli í
Baguio fyrir tveimur árum, gef-
ur Korchnoi engum jafntefli
baráttulaust) 36. Kf2 — Kf7,
37. Hd3 - Ke7, 38. Hcl - c5,
39. Hc4 - Hh6, 40. h4 - Hb8,
41. Uf4 - Hf6, 42. g4 - g6
(í þessari stöðu fór skákin í bið.
Segja má að svartur standi
örlítið betur þar eð hann er í
aðstöðu til að sækja að b-peði
hvíts, en þar sem liðið er jafnt
ætti hvítum ekki að verða skota-
skuld úr því að halda jafntefli)
43. h5 - Hb4, 44. hxg6 -
hxg6, 45. Kg3 — Ke6, 46. gxf5+
— gxf5, 47. Hxb4 (Þessi upp-
skipti bæta að vísu svörtu peða-
stöðuna, en hvítur fær öflugt
frípeð á a línunni í staðinn)
axb4, 48. Hdl - d5, 49. a5 -
Hf8, 50. a6 - Ha8, 51. Hal -
Kd6
(Ekki er hægt að segja að
Polugajevsky hafi orðið á nein
skyssa fram að þessu í hróks-
endataflinu. Hann hefur fækkað
peðunum, náð að mynda sér
frípeð og auk þess komið hrók
sínum á bak við frípeðið, en slíkt
er ein af grundvallarreglunum í
hróksendatöflum. Önnur þekkt
regla er sú að í slíkum endatöfl-
um sé ávallt nauðsynlegt að
tefla virkt og hafa markvissa
áætiun. Þá reglu mistekst Pol-
ugajevsky algjörlega að útfæra
er hann hyggst með næsta leik
sínum einfalda taflið enn meira.
Hann hefur líklega ofmetið góða
stöðu hróks síns og e.t.v. talið
sig hafa betra tafl. Rétta leiðin
til þess að ná mótspili var hinn
eðlilegi leikur 52. Kf4! — c4, 53.
Kxf5 og framhaldið gæti orðið
cxb3, 54. Hbl - Hxa6, 55. Hxb3
— Kc5, 56. Hbl og hvítur heldur
jafntefli án teljandi erfiðleika)
52. e4? — fxe4, 53. fxe4 — c4!
(Það leynist meiri aflræna í
stöðunni en Polugajevsky bjóst
við. Skyndilega er kóngur hans
of langt frá vígvellinum og það
kostar einn leik til viðbótar að
eyða tíma í að drepa d5-peðið)
54. Kf4 - cxb3, 55. Ke3 (Eða
55. Hbl - d4, 56. Hxb3 - Kc5)
Kc5 (Kaldur raunveruleikinn
blasir nú við hvítum. Svartur
hótar hreinlega 56.... Hxa6, 57.
Hxa6? - b2) 56. Hcl+ - Kb5
57. exd5 — Hxafi, 58. Kd3 —
Hh6, 59. Hbl - Hh3+, 60. Kd4
— Hc3! (Hvítur er í leikþröng)
61. Hdl - b2. 62. Hbl - Hc2,
63. d6 - Kc6, 64. Ke5 - b3 og
hvítur gafst upp.