Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
15
HLUTI AF
STYRKUR UPPHÆD í HEILD ARVEITINGU
NÚMER PÚS. KR. RAUNVÍSINDAD.
TÆKJAKAUP 3, 4, 14, 23 15.500 13,5%
STYRKIR TIL 7, 27, 29, 30
STOFNANA 31*. 36, 37, 38, 41 29.200 25,3%
„ENDUR- 11, 21, 24
TEKNINGAR- 26, 28, 31* 13.060 11,3%
VERKEFNI (18060) (15,7%)
18 57.760 50,1%
TAFLA 2.
Alls veitti Raunvisindadeild 46 styrki. 44 styrkir eru taldir með í
töflunni, samtais nemur upphæð þeirra 115.260.000 kr.
* Styrkur nr. 31 er aðeins reiknaður með í „Styrkir til stofnana“
Varðandi upphæðir einstakra styrkja vísast til „Tilkynninxar um
úthlutun styrkja úr visindasjóði 1980“, sem nýverið birtist í
dagblöðunum.
Þessir strákar
héldu nýlega hluta-
veltu og söfnuðu
10.875 krónum sem
þeir hafa afhent
Styrktarfélagi lam-
aðra og fatlaðra. Þeir
eiga heima í Garða-
bæ og heita talið
frá vinstri: Ágúst K.
Ágústsson 7 ára, Páll
S. Pálsson 8 ára,
Kristján Fr. Krist-
jánsson 10 ára og
Ingi Kr. Pálsson 11
ára.
í töflu 2 hef ég safnað saman í
þrjá flokka verkefnum, sem ég tel
að njóti nokkurrar sérstöðu.
a) Tækjakaup. Af heildarfjár-
hæð, sem veitt var til rannsókna
af Raunvísindadeild að þessu
sinni, runnu 13,5% til kaupa á
rannsóknartækjum. Styrkur til
slíkra fjárfestinga er eitt af þeim
verkefnum sem sjóðnum ber að
styrkja bæði samkvæmt lagasetn-
ingu og reglugerð um starfsemi
hans. Það er álit mitt, þrátt fyrir
reglugerðir og lagasetningu, að
það eigi ekki að vera verkefni
Vísindasjóðs að styrkja fjárfest-
ingar af þessu tagi. Tækjakosts
ber að afla til rannsóknastofnana
með framlagi í byggingar- og
fjárhagsáætl. þessara stofnana.
Að réttu lagi má kalla tækjaöflun
byggingarkostnað, enda hefur
rannsóknarstöð ekki verið byggð
fyrr en sköpuð hefur verið aðstaða
til þess að reka þá starfsemi, sem
þar skal fram fara: fjórir veggir,
loft og gólf hrökkva skammt hvort
sem komið skal á fót skrifstofu,
skurðstofu eða rannsóknarstofu.
Á hvern hátt hefur mál þetta
verið tekið til umfjöilunar Vís-
indasjóðs, og hvað gerir sjóðurinn
til þess að tryggja, að tækjakost-
urinn verði settur upp og tekinn í
notkun?
b) Styrkir til stofnana. Sam-
tals níu stofnanir hlutu styrk að
þessu sinni, að heildarupphæð 29,2
milljónir króna, eða sem nemur
fjórðungi þeirrar upphæðar sem
veitt var af Raunvísindadeild í ár.
Að mínu áliti er þetta hlutfall
óeðlilega hátt, sé þess gætt, að hér
er um að ræða stofnanir, sem að
öðru leyti eru kostaðar af fjárlög-
um ríkisins. Norræna eldfjalla-
stöðin mun víst fá fé erlendis frá í
einhverjum mæli, og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins heyrir
undir landbúnaðarráðuneytið sem
tekur afstöðu til óska stofnunar-
innar. Má af þessu draga þá
ályktun, að þær óskir um fjárveit-
ingar, sem yfirvöld viðkomandi
rannsóknarstofnana vísa frá,
endurfæðist í umsóknum um
styrki úr Vísindasjóði? Telur
stjórn sjóðsins eðlilegt, að svona
stór hluti styrkveitinganna renni
til stofnana sem hljóta fjárveit-
ingar úr öðrum sameiginlegum
sjóðum? Svari einhver því til, að
samkvæmt reglum og lögum þá sé
sjóðnum skylt að styrkja starf
vísindastofnana, þá má orða
Heimilisfang:
26—030 Suchedriów,
Ul. Koscielna 14,
Pólland.
Jacek Zawody,
30 ára lögfræðingur.
Heimilisfang:
63—400 Ostrów Wielkopolski,
Zacharzew Lipowa 23,
Pólland.
Dariusz Sobczynski.
Tvítugur lögfræðistúdent.
Ul. Konarowa 15.
91-493 Lódz.
Pólland.
Dariusz Piwowarczyk.
Tvítugur stúdent í málvísindum
og þjóðfræði.
Ul. Wroclawska 29B,
m. 10. 59—400 Jawor,
Pólland.
spurningu mína á þann veg, hvort
eðlilegt sé að slík ákvæði séu látin
gilda um starf hans? Á hvern hátt
tryggir sjóðsstjórnin, að fé þessu
sé varið til þeirra verkefna sem
því er veitt til?
c) Endurtekningarverkefni.
Hér er átt við verkefni sem eru
þess eðlis að endurtaka þarf sömu
verkþætti, t.d. mælingar, eða að
framkvæmdir eru alþekktir, nán-
ast staðlaðir verkþættir. Óþarft er
að taka fram, að ég tel vísinda-
starf af þessu tagi í fyllsta mæli
jafnmerkilegt og annað, en leyfi
mér þó að gera þessa aðgreiningu
vegna þess að ég tel, að verkefnin
séu ekki þess eðlis að þau fjalli um
ytri mörk þekkingarstofns fræði-
greinanna eða um grundvallarat-
riði þeirra. Niðurstöður úr slíkum
rannsóknum auka engu að síður á
þekkingarforðann og þær má síðar
setja í samhengi sem varða slík
grundvallaratriði.
Verkefni af þessu tagi, sex
talsins, hlutu 18 milljónir króna
eða 15,7 af hundraði heildarfjár-
veitingarinnar.
Af þessu tilefni vaknar eftirfar-
andi spurning: Hvaða skilning
leggur stjórn Vísindasjóðs og
stjórn Raunvísindadeildar sjóðs-
ins í 2. grein, 1. kafla laga um
Vísindasjóð, en þar segir: „Það er
hlutverk Vísindasjóðs að efla ís-
lenzkar vísindarannsóknir."?
Ef hægt er að gangast að þeim
röksemdafærslum, sem hér að
ofan eru raktar undir liðum a, b og
c, þ.e., að tækjaöflun heyri til
byggingarkostnaðar rannsókna-
stofnana eða beri að fjármagna
með beinu framlagi af fjárlögum,
að sú starfsemi, sem rekin er af
hálfu opinberra rannsóknastofn-
ana, skuli með réttu greidd af
þeim fjármunum sem stjórnir
þeirra fá til ráðstöfunar sam-
kvæmt fjárlögum, og að „endur-
tekningarverkefni", þrátt fyrir
mikilvægi það sem áður var nefnt,
heyri ekki til hreinnar vísinda-
starfsemi, þá komumst við að
eftirfarandi niðurstöðu.
1) Helmingur styrkveitingar
Raunvisindadeildar Vísinda-
sjóðs árið 1980 rann til efl-
ingar islenzkri vísindastarf-
semi.
2) Upphæð sú, sem Raunvísinda-
deild veitti til eflingar ís-
lenzkri vísindastarfsemi árið
1980, samsvarar kaupverði
tveggja lítilla íbúða i Reykja-
vik á úthlutunarárinu.
Það er von mín, að einhver
talsmaður Vísindasjóðs finni hjá
sér hvöt til þess að svara þeim
spurningum, sem hér hafa verið
lagðar fram. Ekki þarf að taka það
fram, að það er ekki tilgangur
minn með þessu skrifi að setja út
á það starf, sem unnið er af hálfu
Vísindasjóðs, þar sem ólaunaðir
stjórnarmeðlimir verða að setja
sig inn í mikinn fjölda misjafnra
styrkumsókna og taka ákvarðanir
sínar á grundvelli óljósra ákvæða
laga og reglugerðar við skiptingu
fjár sem hvergi hrekkur til.
Það, sem fyrir mér vakir, er að
fá upplýst nokkur atriði, sem
varða þann aðbúnað, sem íslenzkri
rannsóknarstarfsemi er búinn í
dag.
Eirikur Baldursson
Tilboðsverð: 489.000 kr.
Áður: 795.000 kr.
306þtísund
knmaverólældam
á Electrolux kælískápum
í takmarkaðan tíma!
Við höfum fengiö sendingu af hinum afarvinsælu
Electrolux kæliskápum með sérstökum kjörum. Þess vegnagetum við
boðið kæliskápa á lægra verði en áður.
Ath. Tilboðsverðið á aðeins við kæliskápa úr þessari
einu sendingu.
Electrolux héimilitæki fást á
Akranes: Þórður Hjálmsson,
Borgarnes: Kf. Borgfirðinga.
Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson,
Isafjörður: Straumur hf.,
Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson,
Blönduós: Kf. Húnvetninga,
Sauðárkrókur: Hegri sf„
Siglufjörður: Gestur Fanndal,
Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf.,
Akureyri: K.E.A.,
þessum útsölustöðum:
Húsavik: Grímur & Árni,
Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga,
Egilsstaðir: K.H.B.,
Seyðisfjörður: Stálbúðin,
Eskifjörður: Pöntunart. Eskfirðinga,
Neskaupsstaöur: Kr. Lundberg,
Höfn: K.A.S.K.,
Þykkvibær: Fr. Friðriksson,
Vestmanneyjar: Kjarni sf„
Keflavik: Stapafell hf.
©
1
Vörumarkaðurinn hf.
lÁRMÚLAIa
S:86117