Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 39 Minning: Jóhanna María Jóhannesdóttir Fædd 17. maí 1903 Dáin 15. júlí 1980 Á þeim sælu dögum þegar ég var lítill drengur heima í Syðra- Garðshorni komst ég fyrst í snert- ingu við heimsmenninguna í gegn- um Jóhönnu frænku. Hún var þá skipsfreyja á gamla Lagarfossi og þegar hún kom í heimsókn út í dalinn frá Akureyri, bar hún með sér andblæ framandi landa. Og við, börnin á bænum, nutum rausnar hennar og hjartagæsku, sem hún var svo rík af alla æfi. Hún var fædd í Syðra-Garðs- horni í Svarfaðardal þann 17. maí 1903, og við þann bæ batt hún tryggð, enda bjó ættfólk hennar þar um langan aldur. Ættrækni hennar var rík, gestrisnin frábær, hjartahlýja hennar vermdi. Þó hún væri ekki há í loftinu, var svo mikil reisn yfir fasi hennar og framgöngu, að engum duldist, að þar fór höfðingskona. Foreldrar hennar voru þau Hólmfríður Júlíusdóttir frá Syðra-Garðshorni og Jóhannes Björnsson frá Hóli (fram) í Svarf- aðardal, samvalin sæmdarhjón. Auk Jóhönnu eignuðust þau einn son, Júlíus Björn, flugumferðar- stjóra og loftskeytamann. Jóhanna ólst upp í Svarfaðardal til 16 ára aldurs og þar átti hún rætur, sem aldrei slitnuðu. Hún fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar árið 1919 og þar var heimili hennar síðan. Hún settist í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi. Jóhanna var prýðilega gcfin bæði til munns og handa og hún var listræn hann- yrðakona, sem allt lék í hönduium á. Hún aflaði sér staðgóðrar menntunar í hannyrðum bæði heima og erlendis. Sú menntun nýttist henni vel síðar, þegar hún stofnsetti eigin stofu í kjólasaumi á Akureyri, auk þess sem hún kenndi sérgrein sína um skeið í Húsmæðraskóla Akureyrar. Loks var hún um langt árabil verslun- arstjóri við kvenfataverslun Bern- harðs Laxdals á Akureyri. Jóhanna var kona mannblendin og félagslynd. Hún starfaði til hinsta dags í Zontaklúbbi Akur- eyrar af ósérhlífni og dugnaði, þar sem annars staðar, og var jafnan í forystusveit þess félags. Sótti hún stundum Zontaþing í útlöndum fyrir hönd íslandsdeildarinnar. Jóhanna giftist ekki, en hún eignaðist einn son með Haraldi Norðdahl, Jóhannes Víði, sem er flugstjóri. Kona hans er Elín Skaftadóttir og eiga þau tvo syni, Skafta og Harald, sem voru auga- steinar ömmu sinnar. Heimili Jóhönnu var í Oddagötu 5, uppi á Brekkunni. Þar er fagurt útsýni yfir Pollinn og Oddeyrina. For- eldrar hennar festu kaup á þessu Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. húsnæði fljótlega eftir að þau fluttust til Akureyrar, og þar má segja að alla stund síðan hafi verið skáli um þjóðbraut þvera. Slík var gestrisni og ástúð fjöl- skyldunnar í Oddagötu 5, við hvern sem að garði bar, jafnt við vini sem vandalausa. Var þar þó ekki auður í garði, en hjartarúm þeim mun meira. Margir eru þeir, sem eiga góðar minningar frá samvistum við fólkið í Oddagötu 5, og má ég þess gerst minnast, því mörg sporin átti ég þangað ungi- ingur, þá í skóla á Akureyri, var þar reyndar heimilismaður einn vetur. Á ég þeirri fjölskyldu mikið gott upp að unna. Jóhanna var mikil gerðarkona, sem í engu vildi vamm sitt vita. Fáum held ég hafi dottið í hug að ganga á hlut hennar því hún var skapkona og einörð og hélt vel á máli sínu við hvern sem var, ef því var að skipta. Ég nefndi áður, að Jóhanna hefði verið mjög listræn. Hún hafði áhuga á hvers kyns list og hafði næmt fegurðarskyn. Sótti hún alla tíð mikið leikhús, listsýn- ingar og tónleika og naut þess í ríkum mæli. Hún var framúrskarandi frændrækin og vinmög. Allur frændgarður hennar naut ástúðar hennar og ekki síst börnin. Hún fylgdist af áhuga með því hvernig hverjum og einum vegnaði. í hálfa öld bjó Jóhanna og fjölskylda hennar í Oddagötu 5 í elskulegu og háttvísu sambýli við fjölskyldu Björns frænda síns Þórðarsonar, en þau hjón, Björn og Sigríður Guðmundsdóttir, eiga enn heima á efri hæðinni. Var það nágrenni allt með sérstökum ágætum, sem aldrei bar skugga á. Margir sakna nú vinar í stað, þegar Jóhanna er horfin, en ég held, að hún hafi verið hamingju- söm að fá fararleyfi yfir landa- mærin miklu meðan hún var enn sjálfbjarga við nokkra heilsu, og gat haldið gestrisni sinni og reisn fram á síðustu stund. Júlíus J. Daníelsson t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaöir, GUNNLAUGUR BJARNASON, Hjálmholti 3, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum sunnudaginn 27. júlí sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskapeliu föstudaginn 1. ágúst n.k. kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, láti liknarstofnanir njóta þess. Guöríöur Sigurgeirsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Halla Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Sigríöur Einarsdóttir, Guölaugur Hjörleifsson. t Þökkum auösýnda samúö við fráfall móöur okkar, GUDRUNAR ARINBJARNAR Halldór Arinbjarnar, Ragnar Arinbjarnar. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur og afa, HAUKS GEORGSSONAR, Lýsuhóli Staöarsveit. Margrét Hallsdóttir, Elísabet Hauksdóttir, Valgeröur Hauksdóttir, Hugrún Hauksdóttir, Siguróur Pétur Hauksson, Hjördís Hauksdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir, Gestur Sigurösson, Guöjón Guðmundsson, Bernhard Jóhannesson, Kristín Halldórsdóttir, Jónas Jósteinsson, Andres Helgason, Jóhanna Ásgeirsdóttir. Höffum fyrirliggjancfli hina viðurkenndu LYDEX hljóökúta í efftirtaldar biffreiðar: Auto Biancí ...................................hljóökútar. Austin Allagro 1100—1300—155 hljóökútar og púströr. Austin Mini .........................hljóökútar og púströr. Audi 100s—LS ....................... hljóökútar og púströr. Bsdford vörubíla ....................hljóókútar og púströr. Bronco 6 og 8 cyl ...................hljóókútar og púströr. Chervrolet fólksbíla og jeppa .......hljóókútar og púströr. Chrysler franskur ................. hljóókútar og púströr. Cítroen GS ..........................hljóökútar og púströr. Citroen CX ............................hljóökútar framan. Daihatsu Charmant 1977—1979 ....hljóókútar fram og aftan. Datsun diesel 100A—120A — 120Y — 1200 — 1600 — 140 — 180 hljóökútar og púströr. Dodge fólksbíla .....................hljóökútar og puströr. Fiat 1500—124—125—126—127—128— 131—132...................................... hljóökútar og púströr. Ford, ameríska fólksbíla ..........* . hljóókútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300—1600 ......hljóókútar og púströr. Ford Escort og Fiesta ...............hljóökútar og púströr. Ford Taunus 12M—15M-17M . 20M .... hljóókútar og púströr. Hilman og Commer fólksb. og sendib. . . hljóökútar og púströr. Honda Civic 1500 og Accord ....................hljóókútar. Austin Gipsy jeppi ..................hljóókútar og púströr. International Scout jeppi ...........hljóókútar og púströr. Rússajeppi GAX 69 hljóókútar og púströr. Willys jeppi og Wagoneer ............hljóókútar og púströr. Jeepster V6 .........................hljóökútar og púströr. ..............................hljóókútar og púströr. Landrover bensín og diesel ..........hljóókútar og púströr. Lancer 1200—1400 ....................hljóókútar og púströr. W®*da 1300—616—818—929 hljóókútar og púströr. Mercedes Benz fólksbíla 1®®—1®®—200—220—250—280 .............hljóókútar og púströr. Mercedes Benz vörub. og sendib.......hljóókútar og púströr. Moskwitch 403—408—412 ...............hljóókútar og púströr. Morris Marina 1,3 og 1,8 hljóökútar Opel Rekord, Caravan, Kadett og Kapitan ............................... hljóökútar Passat V«p Peugeot 204—404—504 hljóókútar Rambler American og Classic .......hljóókútar Range Rover .......................hljóökútar Renault R4—R8—R10—R12—R16—R20 ................................. hljóökútar Saab 96 og 99 .....................hljóókútar Scania Vabis L80—L85—LB85—L110—LB110—LB140 ......... Simca fólksbila ...................hljóökútar Skoda fólksb. og station ..........hljóökútar Sunbeam 1250—1500—1300—1600— . . . hljóökútar Taunus Transit bensín og disel.....hljóökútar Toyota fólksbíla og station .......hljóókútar Vauxhall fólksb....................hljóókútar Volga fólksb.......................hljóökútar VW K70, 1300, 1200 og Golf ........hljóökútar VW sendiferóab 1971—77 ............hljóökútar Volvo fólksbíla .................. hljóökútar Volvo vörubila F84—85TD—N88—N86— N86TD—F86—D—F89—D ........................... og púströr. og púströr. Hljóókútar. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. hljóókútar. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. hljóökútar. Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar, flestar stærðír. Púströr í beinum lengdum, 11/4“ til 4“ Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. 0 D D D D Bílavörubú&in FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 PústrÖraverkstæói 83466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.