Morgunblaðið - 03.08.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.08.1980, Qupperneq 1
40 SÍÐUR 173. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1980 íranir f luttir í fóthlekkium AÐFÖR AÐ KRUMMA Ljósm.: Emilia Carter lét BiUy í té trúnaðarskjöl Washington, 2. ágúst. AP. ÖFLUGUR öryggisvörður gætti 172 írana er þeir voru fluttir í fóthlekkjum frá fangelsi í Washington D.C. út á Andrew her- flugvöll, þar sem þeir voru settir um borð í tvær C-141 herflutningaflugvélar og fluttir til New York borg- ar. íranirnir voru teknir fastir á sunnudag eftir að sló í brýnu með þeim og lögreglu þar, sem þeir voru að fagna láti fyrrum Irans- keisara er lézt í Kairó á sunnudag. Gengið verður úr skugga um það í New York hvort Iranirnir hafi komið inn í landið á lögmætan eða ólöglegan hátt, og verður þeim 17 lík fundin Dyílinni, 2. ágúst. AP. LÖGREGLA skýrði frá þvi í dag, að fundist hefðu lik 17 manna er fórust i járnbrautarslysinu á Suður-írlandi, og að enn væri nokkurra saknað. Tæplega 60 manns slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Sumir þeirra eru í lífshættu. Irsku járn- brautirnar skýrðu frá því í dag, að með lestinni hefðu verið um 230 farþegar er hún fór út af teinun- um, þar af fjölmargir útlendingar. Moskva, 2. áitúst. AP. FJÓRIR franskir íþrótta- menn héldu á laugardag á fund háttsetts starfsmann sovézku ólympíunefnd- arinnar og afhentu honum áskorun. þar sem gagn- rýnd var fangelsun sov- ézkra ríkisborgara „fyrir skoðanir eða hugmyndir44 og afskipti Sovétríkjanna Sgrenging á Italíu Itoloitna. Italfu. 2. áuúst. AP. ÖFLUG sprenging varð í dag á aðaljárnbrautarstöð- inni í Bologna á Ítalíu. Týndu nokkrir menn lífi en aðrir særðust að sögn lögreglu. Orsakir sprengingarinnar eru enn ókunnar, en að sögn lögregl- unnar eyðilögðust veitingahús og biðsalir í sprengingunni. vísað úr landi sem komist hafa inn í landið með ólöglegum hætti. Formælendur Irana sögðu í dag, að þeir hafi orðið að þola slæma meðferð í fangelsi frá því á sunnudag. Fitiumi á hann fjör að launa Lowell, MaNsachusetts. 2. ágúst. AP. LAWRENCE nokkur Bell getur þakkað það holdar- fari sínu, að hann er i tölu lifenda, því fitan kom í veg fyrir alvarleg sár, þótt átta skammbyssukúlur hæfðu hann af stuttu færi. Atvikið átti sér stað, er lögregla átti í eltingarleik við Bell. í skotbardaga, sem braust út, var hann hæfður átta sinnum og byssukúl- urnar skildu eftir 16 sár á líkama hans. En fitulagið virkaði sem sandpokar á virki, þar sem Bell er 208 kíló, og hæfðu kúlurnar ekki líffæri, þó svo þær færu bæði í brjóst, kvið, hægri handlegg og í höfuð- leðrið. Bell var meira að segja með fullri meðvitund, þótt af honum væri dregið, er hann var yfirbugaður og fluttur í sjúkrahús. af málefnum annarra þjóða. í sendinefnd Frakkanna voru m.a. Jose Marajo, er hlaut fjórða sæti í úrslita- hlaupi fimmtán hundruð metranna. Nefndin kom að máli við aðalfulltrúa sovézku ólympíunefndarinnar, Vladimir I. Popov, er skýrði fréttamönnum svo frá, að fundur þeirra hefði verið „hreinskilinn og vinsamleg- ur“. „Við gátum samsinnt flestu, er fram kom í áskor- uninni," sagði Popov. „Það var aðeins eitt, sem við gátum ekki samþykkt, og snerti það frelsun þeirra er fangelsaðir hafa verið fyrir skoðanir. Samkvæmt sov- ézkum lögum og stjórn- arskrá, eru engir pólitískir fangar í þessu landi," sagði hann einnig. WashinKton, 2. águst. AP. JIMMY Carter, forseti Bandarikj- anna hefur viðurkennt að hafa látið bróður sinum, Billy i hendur trúnaðarskjöl. Þessi játninK kemur aðeins sólarhrinK eftir að Jody Poweli, blaðafulltrúi forsetans sagði, að ekkert benti til þess, að forsetinn hefði látið hroöur sinum f hendur nokkur trúnaðarskjöl. Það var Jody Powell, blaðafulltrúi for- setans sem skýrði frá þessu. Að hans sögn lét forsetinn Billy fá að minnsta kosti eitt trúnaðarskjal. Hér er um að ræða skeyti frá sendiráði Bandaríkjanna i Lfbýu til utanrikisráðuneytisins f Wash- ington um för Billys til Libýu. Skeytið sem Jimmy Carter sendi bróður sínum er eitt sjö, sem birt voru opinberlega í Washington í vikunni. Afrit af skeytinu sem birt var í Washington, er undirritað af forsetanum. Á því stendur, „Til t sátt og samlyndi — Jimmy og Billy þegar allt lék i lyndi. Nú hefur forsetinn viðurkennt að hafa sent bróður sínum trúnaðarskjöl. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Billy. Þú stóðst þig vel undir „þurrum kringumstæðum." Jimmy“. t’owel sagði við blaðamenn, að eftir nákvæma eftirgrennslan hefði kom- ið í ljós að forsetinn hefði sent Billy trúnaðarskjal. Skeytið sem Jimmy sendi bróður sínum er frá sendiráð- inu í Trípóli, dagsett þann 1. október og sent Billy þann 11. október í pósti. Skeytið hefst á orðunum, „Ekkert neikvætt hefur komið upp ...“ og í lokin stóð, að ferðin hefði verið „mjög jákvæð". Þessi nýjasta uppljóstrun í máli Billy Carters þykir koma forsetan- um mjög illa en hann hefur statt og stöðugt neitað því að hafa látið bróður sínum í té nokkur trúnað- arskjöl né að bróðir sinn hafi á nokkurn hátt haft afskipti né áhrif á bandaríska utanríkisstefnu. Draumur svifdreka- kappans nú að engu Montreal, 2. á«ust. AP. DRAUMUR Josephs Whitmores um að fljúga á svifdreka sínum yfir Atlantshafið er að engu orðinn. I gær neituðu kanadisk stjórnvöld endanlega að veita honum leyfi til flugtaks, þar sem svifdreki hans hlyti að skilgrein- ast sem flugvél og sem slík stæðist hún'ekki þær öryggiskröfur, sem gcrðar væru til að fljúga yfir auðnir norðaustur-Kanada og út á Atlantshafið. Það var samgöngu- málaráðherra Kanada. Jean-Luc Pepin, sem úrskurðaði þetta. Og það sem meira er, Joseph Whitmore fær ekki einu sinni að fljúga svifdreka sínum aftur til Bandaríkjanna. Whitmore lagði af stað frá New York áleiðis yfir Atlantshafið þann 18. júlí. En þegar til Kanada kom, var hann kyrrsettur þar sem farartæki hans stæðist ekki öryggiskröfur. Helsta röksemd stjórnvalda er, að þar sem farartækið stenst ekki örygg- iskröfur, þá sé hætta á að farar- tækið komist ekki yfir auðnir Kanada. Það sé ekki verjandi að hleypa Whitmore á loft, þar eð líkur séu á, að farartæki hans hrapi og leit myndi kosta kan- adíska skattgreiðendur offjár. „Öll eigum við okkur drauma," sagði Whitmore, sem raunar kallar sig Eagle Sarmont, í Kaliforníu og var ákaflega vonsvikinn. „Allir sögðu, að ég ætti góða möguleika á að komast yfir Atlantshafið." Frakkar mótmæla á Moskvuleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.