Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 5 Sjónvarp kl. 22.10: Ast og andstreymi A dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 22.10 er ný frönsk sjónvarpsmynd, Enginn veit sína ævina ... (Louis et Réjane). Aöalhlutverk leika Den- ise Noél og Paul Crauch- et. Þýðandi texta er Pálmi Jóhannesson. Réjane er ekkja á sjö- tugsaldri og á tilbreyt- ingarsnauða ævi. Hún kynnist einmana manni á sínu reki og ástir takast með þeim. En ekki eru allir í kringum þau eins uppnumdir af þessari ráðabreytni. Vinir þeirra og sonur ekkjunnar mega ekki á heilum sér taka og telja uppátæki þeirra með öllu óviðeigandi fyrir fólk á þeirra aldri. Þau eru þó ákveðin í að gefast ekki upp baráttu- laust. Paul Crauchet og Denise Noöl í nýrri franskri sjónvarpsmynd. sem er á dagskrá sjónvarps i kvöld kl. 22.10. Hér ræðir Edda Andrésdóttir við Benedikt Backmann, verslunar- stjóra í Kjötmiðstöðinni. Verður viðtal þeirra á dagskránni í þætti sem Edda hefur gert í tilefni af fridegi verslunarmanna. „Hvað kostar það? spurði Stína**, og verður útvarpað kl. 21.30 á mánudagskvöld. Með þeim Eddu og Benedikt á mvndinni er Georg Magnússon tæknimaður. Hljóðvarp kl. 21.30: „Hvað kostar það? spurði Stína“ — í umsjá Eddu Andrésdóttur I hljóðvarpi annað kvöld, mánudag, kl. 21.30 — á fridegi verslunarmanna — sér Edda Andrésdóttir um þátt i tilefni dagsins, „Hvað kostar það? spurði Stína“. Rætt er við núver- andi og fyrrverandi blaðsölu- dreng, heimsóttar verslanir og skemmtilegt fólk rifjar upp sinar fyrstu búðarferðir. — Við minnumst þeirra yngstu í verslunarmannastéttinni, blað- söludrengjanna, sagði Edda, — og fáum fjóra vaska stráka í heim- sókn og spjöllum við þá. Einnig koma til okkar tveir fyrrverandi harðduglegir blaðsölustrákar, þeir Albert Guðmundsson alþingis- maður og borgarfulltrúi, og Gylfi Gíslason myndlistarmaður, sem sérhæfði sig í blaðasölu á kaffi- og veitingahúsum. Þá förum við í verslanir, m.a. Kjötmiðstöðina, og ræðum við verslunarstjórann, Benedikt Back- mann. Þar hefur verið tekinn upp sá siður sem aðailega hefur tíðk- ast í tískuverslunum hingað til, að spila diskóhljómlist fyrir við- skiptavinina. Við lifum á tímum rannsókna, allt hefur verið rann- sakað, m.a. áhrif hljómlistar í verslunum, og það kom á daginn, að hljómlist hefur söluhvetjandi áhrif, viðskiptavinirnir eru merkj- anlega mildari og öriátari í inn- kaupum sínum við undirspil. Og þetta breiðist ört út, er meira að segja komið inn á tannlæknastof- ur. Að lokum vil ég geta þess, að skemmtilegt fólk kemur í heim- sókn og rifjar upp sínar fyrstu búðarferðir, þau Ragnheiður Steindórsdóttir leikari, Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrek- andi og Ólafur Stephensen fram- kvæmdastjóri. Ragnheiður las á sínum tíma ljóð eftir Sveinbjörn Baldvinsson inn á plötuna Stjörn- ur í skónum, sem Ljóðfélagið gerði, og við bregðum plötunni á fóninn inn á milli. Og svo er auðvitað heilmikið af músík í þættinum. Fjórir vaskir blaðsölustrákar i heimsókn — og einn fyrrverandi — Albert Guðmundsson. alþingismaður og borgarfulltrúi. sem var harðsnúinn i blaðasölunni á sínum tíma, rabba við Eddu Andrésdótt- ur. 306þiísund krónaverðlætdcun á Electnslux kæliskápum í takmaikaðan túna! Við höfum fengið sendingu af hinum afarvinsælu Electrolux kæliskápum með sérstökum kjörum. Þess vegnagetum við boðið kæliskápa á lægra verði en áður. Ath. Tilboðsverðið á aðeins við kæliskápa úr þessari einu sendingu. Electrolux heimilitæki fást Akranes: Þórður Hjálmsson, Borgarnes: Kf. Borgfiröinga. Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson, Isafjöröur: Straumur hf„ Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur: Hegri sf.. Siglufjöröur: Gestur Fanndal, Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf.. Akureyri: K.E.A., á þessum útsölustööum: Húsavík: Grímur & Arni, Vopnafjöröur: Kf. Vopnfiröinga, Egilsstaðir: K.H.B., Seyðisfjörður: Stálbúöin, Eskifjöröur: Pöntunarf. Eskfirðinga. Neskaupsstaöur: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K , Þykkvibær: Fr. Friöriksson, Vestmanneyjar: Kjarni sf., Keflavík: Stapafell hf. Vörumarkaðurinn hf. JÁRMÚLAIa S: 8 6117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.