Morgunblaðið - 03.08.1980, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGLIST 1980
í LEIT
AÐ
TITANIC
Ævintýralöngun
freistar
bandarískra
vísindamanna
Brezka KUÍuskipiA Titanic sökk í hafiA u.þ.b. þrjú hundruA sjómílur suA-austur af Nýfundnalandi
þann 15. apríl. 1912. eftir árekstur viA isjaka. Klukkan var tuttu^u mínútur yfir tvö aAfaranótt
manudaifs. er skipiA hvarf af lyjfnu yfirborAinu «k fórust meA þvi fimmtán hundruA og sautján manns.
Titanic var stærsta «k iburAarmesta farþeKaskip. sem smíAaA hafAi veriA á sinum tíma «k «ft kallaA
„Ilafdr«ttninKÍn“.
Vestur-þýzka tímaritið „Der Spiegel“ skýr-
ir frá því að 22. júlí síöastliöinn hafi hópur
bandarískra haffræðinga frá Kólumbía-há-
skóla í New York lagt upp í leiöangur í leit aö
flaki frægasta farþegaskips allra tíma, Titan-
ic. Farkostur leitarmanna er rannsóknar-
skipiö „Fay“ útbúið fullkomnustu leitartækj-
um. Hyggjast þeir þaulkanna fimmtán fersjó-
mílna svæöi í suöurátt frá Nýfundnalandi og
gera sér vonir um aö þar kunni sextíu og átta
ára gamalt flak risaskipsins enn aö leynast á
um þrjú þúsund og sex hundruð metra dýpi.
Leitin á hafsbotni
Tímaritið lýsir útbúnaði
skipsins á eftirfarandi hátt: Frá
skut hangir stálþráður niður í
hafdjúpið. Á enda þráðarins er
„sökkuir, um þúsund kíló að
þyngd. Framan við sökkulinn er
blýlóð, er heldur þráðarendanum
á jöfnu dýpi og vegur upp á móti
sleða,er tengdur er aftan í sökk-
ulinn. Þennan sleða, sem er þrír
metrar að lengd og rúmlega einn
metri á breidd, dregur skipið
áfram í um það bil hundrað og
áttatiu metra hæð yfir hafs-
botni. í sleða þessum er m.a. að
finna málmskynjara. Hann ætti
að sýna óvéfengjanlegt frávik, er
sextíu þúsund tonna stálskrokk-
ur Titanic kemur inn á segulsvið
hans í innan við tuttugu kíló-
metra fjarlægð.
Á hinn bóginn getur málm-
skynjarinn ekki skorið úr um
hvort þar er raunverulega flak
gufuskipsins, sem veldur, taki
mælirinn kipp. Til að ganga úr
skugga um það hefur verið
komið fyrir hárnákvæmum
bergmálsleitartækjum sitt
hvoru megin á sleðanum. Bæði
tækin geta kannað fimm til sex
kílómetra svæði með hljóð-
bylgjusendingum.
Hljóðbylgjur þessar endur-
kastast frá botninum og er
bergmálið nógu nákvæmt til
þess að móttökutækið geti um-
breytt því í uppdrátt, er gefur
ljósmyndinni lítið eftir að skýr-
leika.
Svo nákvæm er hljóðmyndin,
er áhöfnin á Fay nær á skerma
sína um borð, að ekki væri
einungis hægt að greina skrokk
eða yfirbyggingu skipsins heldur
einnig smáhluti á stærð við
hengikróka björgunarbátanna.
Eða svo fullyrðir tæknilegur
framkvæmda8tjóri leiðangurs-
ins, Michaei Rawson, að minnsta
kosti. Rawson starfar við La-
mont-Doherty jarðfræðiranns-
óknarsöð Kólumbía-háskólans.
Hefur hann, ásamt aðstoðar-
mönnum frá Kólumbía, tekið
höndum saman með Schripps
haffræðistofnuninni við Kali-
forníuháskóla. Hins vegar er það
olíukóngur frá Texas, Jack
Grimm, er stendur straum af
leitinni.
“Haffræðingar og jarðeðlis-
fræðingar eru einnig mannlegir
og hafa annan dyntinn sjúklegar
þrár“, segir Mike Rawson. „Við
einnig trúum því stundum að á
hafsbotni sé gersemar að finna,
djúpsjávargrafir og eldgýga." En
„ævintýrið" er vísindalegt öðrum
þræði. Eini hængurinn á er sá,
að um þessar mundir er síður en
svo auðvelt að finna digra sjóði
til „alvarlegra" djúpsævisathug-
ana. En styrktarmaðurinn
Grimm eygir hagnaðarvon. And-
virði skartgripa og demanta,
sem sagt er að hafi sokkið með
skipinu, er metið á tvö hundruð
og fimmtíu milljónir dollara.
Leitarsvæðið, þrjú hundruð
sjómílur suðaustur af Race-
höfða á Nýfundnalandi, er heill-
StyrktarmaAurinn Jack Grimm
andi fyrir jarðfræðinga. Þar sem
Titanic hvarf í hafið hallar
landgrunninu skarpt ofan í gilj-
ótt svæði hryggja og grafa.
„Hugsanlegt er að Titanic hafi
stungizt rakleiðis ofan í eina
holuna" segir Rawson. „Þess
vegna verðum við að fara sem
næst hafsbotni með leitartæk-
in“.
Með málmskynjara og berg-
málsleitartæki af ólíkt ófull-
komnari gerð en nú tíðkast tókst
árið 1963 að finna bandaríska
kjarnorkukafbátinn „Thresher"
á tvö þúsund og sex hundruð
metra dýpi. Þetta er ein af
ástæðunum fyrir bjartsýni
Rawsons. „Leitarsvæði okkar
teygir sig yfir alla þá staði sem
bent var á að slysið hefði orðið á.
Ef við getum einbeitt okkur án
truflunar, ætti það aðeins að
taka okkur þrjá daga að kanna
allt svæðið', sagði hann áður en
lagt var upp f leiðangurinn.
Þegar Morgunblaðið aflaði sér
síðast upplýsinga um ferðina á
miðvikudag, voru leiðangurs-
menn enn á leið til áfangastaðar
út af Nýfundnalandi.
Hafi leitarmenn upp á flakinu
hyggjast þeir slaka öðru tæki í
hafið. Þetta tæki er kassi búinn
ljóskösturum og myndavélum og
er hvort tveggja varið gegn
hinum gífurlega vatnsþrýstingi í
djúpinu (þrjú hundruð og fimm-
tíu kíló á fersentimetra). Vonast
vísindamennirnir til að ná með
þessum hætti viðunandi upp-
drætti og kvikmyndum af óláns-
fleyinu.
Vísindalegur ráðgjafi leiðang-
ursmanna, William Ryan, efast
hins vegar um að flakið sé að
finna á afmörkuðu leitarsvæði.
„Landslaginu þarna niðri hallar
til suðausturs" segir Ryan. „Við
höfum gengið úr skugga um að
grjótmoli á stærð við hús getur á
þessu dýpi borizt hundruð míina
á fáeinum dögum þótt botninn
halli ekki nema fjórar gráður á
sléttu. Þannig gæti Titanic hafa
hrakizt langt frá þeim stað, sem
tiltekinn hefur verið."
Það er ekki útilokað heldur,
telur Ryan, að flakið sé grafið á
bólakaf í lausum ruðningi, er
sums staðar hefur hlaðizt upp
tvö þúsund metra í gröfum
neðansjávar.
En fari á endanum svo að
leiðangursmenn hafa árangur
sem erfiði er ráðgert að fara í
aðra ferð siðar á árinu. Verður
þá notað verkfæri, sem dregið
verður yfir botninn til þess að
krækja í óyggjandi sannanir um
ástand skipsins og verður hlut-
um úr flakinu lyft upp á yfir-
borðið.
Lokaáfangi rannsóknanna á
næsta ári verður að senda kaf-
bátinn „Álnökkva" í djúpið. Alls
getur báturinn rúmað sex til sjö
menn innanborðs og kafað á um
fjögur þúsund og fimm hundruð
metra dýpi. Báturinn verður
útbúinn sterkum ljóskösturum
og logsuðutækjum utanborðs.
Samkvæmt áformum Grimms
gæti Álnökkvinn sent fjarstýrð
vélmenni út af örkinni. Þau gætu
borið myndavélar og jafnvel
smeygt sér inn í flakið til að ná í
fenginn — og e.t.v. snúið aftur
með fjársjóðinn langþráða.