Morgunblaðið - 03.08.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
13
Eru ekki allir blankir?
og samvinnufélaga og að verzlun-
inni verði haldið og stjórnað af
landsmönnum sjálfum.
Það er til dæmis skerðing á
frelsi verzlunar, þegar álagning í
heildsölu er svo lág að hætta
verður að flytja vöruna inn, það er
skerðing á frelsi verzlunar, þegar
henni er skammtað svo lítið fjár-
magn i bönkum, að hún geti ekki
keypt hagkvæmt inn og haft
stóran lager. Álagningin og gjald-
eyrishöft koma í veg fyrir hag-
kvæm innkaup og að hægt sé að fá
vörur erlendis með staðgreiðslu-
afslætti og á kynningarverði. Það
er einnig bannað að stofna til
skulda erlendis og gjaldeyrir fæst
ekki fyrr en hægt er að sanna það,
að varan sé komin í tollvöru-
geymsluna. Það eru því ekki inn-
flytjendur, sem eiga vöruna þar
heldur erlendir seljendur.
„Staðan orðin
anzi slæm“
Það er ekki hægt að segja annað
en að staðan sé orðin anzi slæm.
Það er að verða komin upp sama
staða og þegar við vorum undir
einokun Dana. Við erum að missa
verzlunina út úr höndunum á
okkur og eftir það getur orðið
stutt í endanlegt fall. Frjáls
álagning og athafnafrelsi er und-
irstaða velmegunar í verzlun og
eftir því sem einkafyrirtæki
standa sig betur verður meiri
velmegun, fólk fær betri þjónustu
og betri laun. Ef við lítum á löndin
í kringum okkur, sem flest búa við
frjálsa álagningu og gerum sam-
anburð á kaupmætti, sjáum við að
íslendingar þurfa oftast að vinna
allt að helmingi lengur fyrir
vörunni en íbúar þar.
- HG
„ÉG hef unnið hjá Málaranum í
sautján ár og á þeim tíma hafa
umsvifin aukist og verzlunin
stækkað,“ sagði Ásgeir Hólm
afgreiðslumaður hjá Málaranum,
i samtali við Mbl.
„Þetta er náttúrulega orðið 50
ára gamalt fyrirtæki, þannig að
það hafa engar stökkbreytingar
orðið á þessum sautján árum. En
eftir að við fluttum neðan úr bæ
og hingað inneftir jókst plássið, en
þetta sprengir að vísu utan af sér
jafnóðum," sagði Ásgeir.
— Launakjörin?
„Eru þau nokkurntímann nógu
góð? Miðað við vinnutímann þá
held ég að við höfum dregist
nokkuð aftur úr, því það eru fáar
stéttir sem vinna jafn langan
vinnudag og verzlunarfólk. Við
vinnum frá 9—18 að jafnaði og
lengur á föstudögum og svo vinna
verzlunarmenn líka á laugardög-
um.
Manni heyrist að lítil hreyfing
sé á samningamálunum, en ég
held að ekki sé hægt að kenna
forystumönnum okkar um það.
Ætli sé ekki sama sagan hjá
vinnuveitendum og launþegum,
eru ekki allir blankir? Ánnars
finnst mér að þessir kjarasamn-
ingar séu alltaf tóm vitleysa, það
er alltaf verið að semja um hærri
og hærri krónutölu, sem gefur
raunverulega ekki nokkurn skap-
aðan hlut það er bara verið að elta
skottið á sjálfum sér. Eftir því
sem menn hafa hærri tekjur, þeim
— segir
Asgeir Hólm
mun meira fer til hins opinbera í
formi skatta og ég held að flestir
séu sammála um að ríkið taki
nokkuð stóran hluta í sinn vasa,“
sagði Ásgeir Hólm.
Vesturbær
Skerjafjöröur sunnan
Flugvallar I.
Austurbær
Njálsgata
UPPLÝSINGAR
í SÍMA
35408
Ásgelr Hólm Uónm. mm. rax.
Ný nudd- og
gufubaðstofa
GUFUBAÐS- og nuddstofa hefur
verið sett á laggirnar i Kópavogi.
— hin fyrsta sinnar tegundar
þar. Það eru þau hjónin Guð-
mundur Skúli Stefánsson og
Hólmfríður Pálsdóttir. sem reka
stofuna. — að Þinghólsbraut 19.
Ásamt nuddi og gufubaði cr hægt
að fara í sólboð, — i svokölluðum
Solarium-sólhaðslömpum. Hér er
um svokallaðar samlokur að
ra-ða. það er geislarnir koma
bæði að ofan og neðan frá. í
þessum sólbaðslömpum eru hita-
lampar. svokallaðir IR-geislar.
Hægt er að hita upp vöðva og
eymsli og er m.a. ákaflcga gott
fyrir vöðvabólgu.
Þá er hvíldarherbergi sérstakt
og einnig setustofa. I ágúst verður
starfrækt snyrtistofa og er veitt
öll almenn snyrting. Bæði verður
starfrækt snyrtistofa og er veitt
öll almenn snyrting. Bæði er opin
fyrir konur og karla. Fyrir konur
er opið á mánudögum frá 13—
15.30, 13—19 á þriðjudögum, 13—
15.30 á miðvikudögum og 13—
15.30 á fimmtudögum og 13—19 á
föstudögum. Fyrir karla verður
opið í sumar á mánudögum, mið-
vikudögum og fimmtudögum frá
16—19, og á laugardögum frá
10-18.
&
Guðmundur Skúli. á hinni nýju stofu sinni að Þinghólsbraut 19 i
Kópavogi. Ljósmynd Kristján.
EF ÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
M'GLVSINGA-
SIMINN ER:
22480
DREGIÐ I 4 FLOKKI
Á miÐVIKUDAG
■w
NÝTT HAPPDRÆTTIJAR
DA/
UNGIR /EfTl ALDNIR
ERU mEÐ
— um skemmtisnekkju aö verðmæti um 18 milljónir kr.
9 vinninga til bílakaupa á 2 milljónir hvern.
25 utanlandsferðir á 500 þús., auk ótal húsbúnaðarvinninga á
35 þúsund, 50 þúsund og 100 þúsund hver.
Munið aö endurnýja.
miÐI ER mÖGULEIKI
Dúum ÖLDRUÐUm
ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD