Morgunblaðið - 03.08.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
15
4 T? Hvaða bækur ættum við
1 r að lesa í sumarleyfinu?
Ulvetid
eftir Helle Stangerup. Höfund-
urinn er ágætlega þekktur fyrir
sakamálasögur í Danmörku.
Helle Stangerup byrjaði ung að
skrifa, en nú munu vera nokkur
ár síðan hún sendi frá sér bók
þar til að Ulvetid kom út nýver-
ið.
Ulvetid er skikkanlegur reyf-
ari, segir frá hjónum, sem búa
úti í sveit og maðurinn er að
reyna að skrifa bók. Fyrir ein-
hverja dularfulla örlagaglettu
slæðist inná heimilið stúlkan
Elinor með úlfinn sinn, Nero, og
áður en þau vita af, hefur hún
hreiðrað um sig hjá þeim, eig-
inkonunni til angurs og kvíða.
Hún fær á tilfinninguna að það
STANGERUP
ULVETID
w«« etlMNOAl
ar vissulega réttnefni — börn
alkóhólista eru um margt
olnbogabörn og eiga þó fá börn
við jafn margslungnar raunir að
glíma. Höfundurinn Margaret
Cork er félagsráðgjafi með 15
ára reynslu í meðferð drykkju-
sjúkra. Hún gerði könnun þá,
sem er birt í bókinni, á 115
börnum, þar sem annað foreldra
eða bæði eru drykkjusjúk. I
inngangi segir að markmiðið sé
að auka skilning á högum þess-
ara barna. Víst ekki vanþörf á.
Ymsar niðurstöður bókarinnar
eru íhugunarverðar, þótt út-
lenzkar séu og fróðlegar lesend-
um. Hún er lærdómur hverjum
sem les hana. En enn betra væri
ef einhver fróður aðili tæki sig
til og gerði slíka könnun hér-
lendis.
ganga í gegnum annað Holo-
caust. í skjóli þessara hugsjóna
telur hann sér fært að grípa til
margra ráðstafana, sem hlotið
hafa lof og last. Aitan Haber er
þekktur ísraelskur blaðamaður
og hefur bersýnilega lagt mikla
vinnu í bókina. Hann hefur rætt
við fjöld manns sem hafa þekkt
Begin á ýmsum skeiðum ævinn-
ar. Sagt er frá bernsku hans í
Póllandi, starfsemi hægrisinn-
aða Zionistahópsins Betar,
skæruliðaiðju hans í Palestínu,
meðan Bretar fóru þar með
stjórn og stjórnmálaferli hans.
Maðurinn sem út úr bókinni '
kemur er heilsteyptur og einlæg-
ur, hvort sem menn eru dús við
skoðanair hans eða ekki og ég
hygg að lesandi fái meiri skiln-
ing á margumræddum ósveigj-
anleika Begins eftir lestur bók-
arinnar.
h.k.
The Sixth
Commandment
Áhugi minn á Lawrence Sand-
ers og bókum hans vaknaði,
þegar ég las The Second Deadly
Sin. Frásagnargáfan er ótvíræð.
Lýsingar á mönnum og umhverfi
þeirra skýrar. Efnisvalið með
þeim hætti, að spenna helst alla
söguna. Síðan las ég The First
Deadiy Sin og varð ekki fyrir
vonbrigðum. Þá sá ég, að fleiri
voru greinilega áhugasamir að
fylgjast með þessum höfundi, því
að í Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar mátti fá bækur
hans eins og Tomorrow File,
framtíðarsögu, sem ég lauk aldr-
ei við, og The Tangent Factor og
The Tangent Objective, sem ég
hef ekki fest hugann við. Hins
vegar las ég bókina The Sixth
Commandment, sem nýlega er
komin út í pappírskilju, í einni
lotu og gleymdi flestu daglegu
amstri á meðan.
Þar segir frá því, þegar öflug-
ur styrktarsjóður gerir einn af
starfsmönnum sínum út á örk-
ina til að afla upplýsinga um
umsækjanda. Hvort Sanders lýs-
ir hér viðteknum starfsháttum
sjóða eins og Rockefeller eða
Ford Foundation veit ég ekki, en
honum tekst að spinna þráð sinn
með fagmannlegum hætti.
Með veraldarvönum útsendar-
anum, sem er í ætt við leynilög-
reglumenn þeirra Raymond
Chandler og Dashiell Hammett,
er lesandinn leiddur inn í deyj-
andi smábæ skammt frá New
York borg. Bærinn byggir fram-
tíðarvon sína á því, að vísinda-
manninum fræga, sem fengið
hefur brot af Nóbelsverðlaunum
og reist hefur heilsuhæli og
rannsóknastöð í nágrenni bæjar-
ins, takist að fá stóra styrkinn.
Útsendarinn verður þó fljótlega
var við, að ekki er allt með
felldu. Með hæfilegri blöndu af
drykkjuskap, lauslæti og öðrum
mannlegum veikleikum er smátt
og smátt flett ofan af hinum
óhugnanlega sannleika.
Yfirbragðið er sem sé hefð-
bundið en undir niðri leynast
átök æsku og elli, lífs og dauða.
Efnistökin og lýsingar í gagn-
Lawrence Sanders
! f m
orðum texta koma oft á óvart.
Til dæmis er þannig komist að
orði, þegar söguhetjan Samuel
Todd lítur í kringum sig á
veitingastað í fyrsta sinn. Hann
horfir á barborðið:
„„Ruslafötur" kalla barþjónar
litlu stautana sína með kirsu-
berjum, óífum, sítrónuberki,
súraldinbátum og appelsínu-
sneiðum. Bestu meðmæli með
því, að staðurinn sé fyrsta
flokks, er að sjá þessi bragðefni
geymd ofan á barborðinu; í því
felst trygging fyrir því, að mað-
ur fái nýjan bita af þeim í
blönduna sína. Þegar „ruslaföt-
urnar“ eru geymdar undir borð-
inu, þannig að þær sjást ekki, er
fastlega hægt að reikna með því,
að ólífan í martiniblöndunni
hafi áður verið seld síðasta
viskiptavini, sem fékk sér mart-
ini, en hann hafi annað hvort
gleymt henni, ekki séð hana eða
spýtt henni aftur í tómt glasið,
eftir að hafa smakkað á henni. Á
útsmognum bar er þannig unnt
að velta sömu ólífunni á milli
glasa í heila viku.“
Bj.Bj.
sé eitthvað verulega bogið við
Elinor, kannski er hún úlfur í
mannslíki. En gefið er í skyn, að
eiginmaðurinn láti um hríð
stúlkuna tæla sig til fylgilags við
sig. Smám saman hleður þetta
utan á sig, áður en þau fá rönd
við reist eru úlfarnir orðnir tólf
talsins. Skelfingin vex á síðum
bókarinnar og loks ljúkast augu
eiginmannsins upp, þegar hann
verður vitni að því, að Elinor
virðist ætlað að láta það óátalið
að einn úlfanna ráðist á konu
hans. Þau reka hana með sína
úlfahjörð á brott. En þegar á
áfangastað kemur eru úlfarnir
ellefu — og Elinor sést hvergi.
Um kvöldið gerir úlfur árás á
þau hjónin, en það er einhverra
hluta vegna ekki tólfti úlfurinn
... Ósköp heppileg afþreyingar-
lesning.
h.k.
Börn alkóhólista —
hin gleymdu börn
eftir R. Margaret Cork, útgáfu-
félagið Úr gaf út og Ásgerður
Einarsdóttir þýddi. Bókin er
ekki skemmtilestur, en hún er
um margt verð allrar athygli
fyrir þá sem hafa áhuga á
þessum málum. Það er fagnaðar-
efni, hversu mikil hugarfars-
breyting hefur orðið hérlendis
varðandi áfengismál, hin síðustu
ár. En það er enn alkóhólistinn
sjálfur sem er í sviðsljósinu, þótt
fjölskyldan hafi verið dregin
meira inn í myndina en áður.
Engu að síður er titill bókarinn-
h.k.
Menachem Begin
The Man
and the Legend
rituð af Eitan Haber, sem hefur
meðal annars unnið það sér til
frægðar að hafa skrifað Entebbe
Rescue. Menachem Begin, for-
sætisráðherra ísraels, er sjálf-
sagt með umdeildari stjórnmála-
mönnum nú, ekki aðeins í heima-
landi sínu, heldur víðar. Ósveigj-
anleiki, stífni, harka og gáfur
eru það orð sem koma fyrst upp í
hugann, þegar nafn hans er
nefnt. Hann er mælskumaður og
hugsjónamaður og allt hans
starf beinist að því að koma i veg
fyrir að Ísraelsríki líði undir lok
og Gyðingar þurfi aldrei að
Véla- og þjónustukynning
3408
3412
CAT
PLUS
3 CATERPILLAR
Útgeröarmenn og vélstjórar
Núna sýnum viö í Reykjavík
EFÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AKil.YSINGA
Sl.MINN ER:
22480
Þriðjudaginn 5. ágúst til föstudagsins 8. ágúst 1980
við húsakynni okkar Laugavegi 170—172.
□
HEKLA hf
CATERPILLAR
SALA & PJCDNUSTA
Coterpáar. Cot, og CB eru ikróiett vorumerki
■ Laugavegi 170-172, — Simi 21240