Morgunblaðið - 03.08.1980, Side 18

Morgunblaðið - 03.08.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 Árni G. Eylands — Minning Fæddur 8. maí 1895. Dáinn 26. júlí 1980. Árni G. Eylands, fulltrúi andað- ist í Reykjavík 28. júlí 1980. Hann var fæddur að Þúfum í Óslands- hlíð í Skagafirði hinn 8. maí 1895 og var því fullra 85 ára er hann lést. Starf Árna var bundið við landbúnað allan hans ævidag. Hann hafði búið sig hið besta undir að takast á við verkefni á þvi sviði atvinnulífsins með bók- legu og verklegu námi hér heima, í Noregi, Þýskalandi og víðar. Árni G. Eylands kom heim frá námi 1921. Þá gerðist hann ráðu- nautur hjá Búnmaðarfélagi ís- lands og hélt því starfi til 1937. Á þessum árum gerðist hann einnig framkvæmdastjóri við búvéla- verslun, var formaður Vélanefnd- ar ríkisins og framkvæmdastjóri Vélasjóðs og stundaði þau störf til ársins 1945. Starf hans á þessum árum beindist að því öðru fremur að vélvæða íslenskan landbúnað, í fyrstu við jarðræktarstörfin og síðan á víðara sviði. Þegar nýsköpunarstjórnin kom til starfa 1944—1947, hófst alhliða vélvæðing landbúnaðarins svo sem kunnugt er. Það féll í hlut Sjálfstæðisflokksins að stýr mál- um landbúnaðarins þau árin. Pét- ur Magnússon, landbúnaðarráð- herra, kvaddi þá Árna G. Eylands til þess að vera tækniiegur ráðu- nautur í landbúnaðarráðuneytinu. Þar vann hann verðmætt starf sem fyrsti sérfræðingur um land- búnaðarmál í stjórnarráði Is- lands. Áhugi hans fyrir framgangi og þróun vélvæðingar í landbúnaði er alkunnur, og skal hér bent á, að eftir hann liggja miklar ritsmíðar um þessi efni. Stærstar þeirra eru: Búvélar og ræktun, 1950 og Skurðgröfur Vélasjóðs 1942—1966, útg. 1967. Það var vissulega vel ráðið að kveðja slíkan áhrifaáhugamann um tæknilega uppbyggingu í land- búnaði til starfa í ráðuneytinu á þessum tíma, þegar verulegum fjármunum var ráðstafað til að efla hina ýmsu atvinnuvegi. Árni G. Eylands var og fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins til alþingis í Múlasýslum og náði þar góðum árangri. Árni heitinn lagði Sjálfstæðisflokknum og hugsjón- um hans víða lið, og er ekki örgrannt um, að hann hafi verið látinn gjalda þess af þröngsýnum pólitískum andstæðingum. Að leiðarlokum vil ég, í nafni miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, þakka Árna G. Eylands það að hann skyldi hlýða kalli flokks okkar til þessara þýðingarmiklu starfa, sem hér hefur verið bent á sérstaklega, þegar hafinn var nýr áfangi í þróunarsögu íslensks landbúnaðar, svo og margskonar stuðning við stefnu flokksins á liðnum árum. Útför Árna G. Eylands verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík á þriðjudaginn kemur. Við biðjum eftirlifandi konu hans og öðrum ástvinum friðar og blessunar guðs. Steinþór Gestsson Á þriðjudag verður til moldar borinn maður, sem setti mikinn svip á samtíð sína — maður, sem varð 85 ára í vor — maður, sem fáir í fullu starfi í dag þekktu, vegna þess að hann var fyrirenn- ari þeirra — maðurinn Árni G. Eylands. Það auðnast ekki öllum að eiga veigamikinn þátt í að semja sögu lands og þjóðar. Árna veittist þetta hlutskipti í ríkari mæli en mörgum öðrum. Árni kom til starfa hjá Búnað- arfélagi Islands í árdaga ræktun- araldar í sveitum, árið 1921. Hon- um var falið að stjórna einu stórvirkasta jarðyrkjuverkfæri, sem um getur í ræktunarsögu okkar, þúfnabananum fræga, hin- um fyrsta sem keyptur var til landsins, sem gat fullsléttað til túns heilan hektara lands á sex og hálfri klukkustund. Það hefur verið mikill hugur í Árna í störfum hans strax frá byrjun. Hann hefur gert sér Ijósa grein fyrir því, hve langt Islend- ingar voru á eftir tímanum í öllu því, sem að ræktun jarðarinnar laut. „Jeg man eina vorsjón, sem alstaðar sjest í öllum sveitum álfunnar, nema á íslandi? Það er bóndinn, sem plægir sína óðals- jörð“, segir Árni, í ritgerðinni „Vor“, í Búnaðarritinu 1922. Hann segir ennfremur í sömu ritgerð um íslensku ræktunarmenninguna þá: „Mosinn þrífst um þýfðan töðu- völl, og þreyttur bóndi sinumýrar reytir". Árni ásetti sér að leggja sitt af mörkum til að bæta íslenskan búskap. Hann varð verkfæraráðu- nautur Búnaðarfélags íslands árið 1921 og gegndi því starfi í 16 ár. Á þeim tíma og löngum upp frá því skrifaði hann fjölmargar ritgerðir um hugðarefni sín í landbúnaðar- tímarit og víðar. I sumum ritgerð- unum var hann fræðandi, í öðrum dæmdi hann, og í enn öðrum skín í gegn eldmóður áhugamannsins, sem er tilbúinn að færast hvað sem er í fang fyrir hugsjón sína. Hugsjón Árna var betri búskap- ur á Islandi. í ritgerð í Búnaðarritinu 1924 segir hann i lokaorðunum: „Bún- aðarfjelag íslands — útvörður íslenskra bænda — verður að gefa gaum að öllu — nýju og gömlu — sem bætt getur búhag sveitanna". Landbúnaður Islendinga um og upp úr 1920 byggðist á því að nota búfjáráburð á túnblettina kring- um bæina, heyja óslétt tún og engjar með frumstæðum hand- verkfærum, flytja heyin heim á klakk, bæði af túnum og engjum, og spara heyin í sífeilu allan veturinn, svo að vágesti þeirra tíma, horfellinum, yrði haldið í fjarlægð. Árni haslaði sér þar völl í baráttunni, sem mestu var hægt að áorka, en það var við beitingu hvers konar tækni og þekkingar við jarðvinnslu, túnrækt og hey- skap. Það fer ekki mikið fyrir sláttu- manni, sem slær með orfi og Ijá nú á dögum, en orfið og ljárinn voru að heita mátti einráð sláttutæki á þessum tíma. Hestasláttuvélar voru að vísu að hefja innreið sína í landið um Jæssar mundir, en þær voru misjafnar að gæðum og túnin víðast hvar of óslétt til þess að vélum yrði beitt við slátt. Meðan beðið var eftir nýrri ræktun og véltækum túnum, lagði Árni sig fram um að útvega handverkfæri, sem væru betri en gömlu verkfærin. Þar á meðal útvegaði hann nýja tegund af ljáum frá Noregi, sem fyrr en varði fóru sigurför um landið. Árni vissi, að með öðrum þjóð- um voru víða til góð handverk- færi, sem íslenskir bændur kunnu ekki að nota. En hængurinn var sá, að ákveðnu handverkfæri í ákveðnu landi fylgdi ákveðið vinnulag. Norsku Ijáirnir, sem voru einjárnungar úr hertu bit- stáli og voru lagðir á hverfistein, en ekki dengdir, voru með lagi, sem sniðið var við orf og sláttulag Norðmanna. Þessu réð Árni bót á með því að fá norska Ijásmiði til að gera nýja gerð af ljáum, sem féllu að orfum og sláttulagi Islendinga. Svo vel tókst sú smíði, að norsku ljáirnir, sem gengu almennt undir nafninu Eylandsljáir, útrýmdu með öllu bakkaljáunum, sem áður voru notaðir. Þessi nýjung olli ótrúleg- um vinnulétti og afkastaaukningu á sínum tíma, og margur sláttu- maðurinn hugsaði hlýtt til Árna G. Eylands, þegar nýi ljárinn beit eins og brugðið væri í vatn. „Bitið í þessum nýja ljá er svo gott, að menn þurfa að hvíla sig oftar heldur en þegar þarf að brýna", skrifaði maður af Austurlandi heim til sín úr Eyjafirði, en hann kynntist þessum ljáum þar fyrst og útvegaði þá austur. En það var ekki ætlunin hjá Árna að láta sér nægja það, að helsta lífsbjargartækið á hverjum bæ, Ijárinn, væri kennt við hann. Sláttuvélin var framtíðin. „Sláttuvélin varð mikils megnug að ýta á eftir, að túnin væru sléttuð. Hver sá bóndi, er kemst upp á að slá eitthvað af túni sínu með sláttuvel, getur ekki eirt því lengi að urga þúfurnar og hólinn með ljá og orfi. Hann klífur þrítugan hamarinn til að slétta og græða út“. Þannig kemst Árni að orði í bók sinni „Búvélar og ræktun“, sem gefin var út árið 1950 og var í fremstu röð bóka um það efni á Norðurlöndum. Þannig fléttaðist saman í störf- um Árna áhuginn fyrir bættri verkmenningu, nýrri og betri tækni, aukinni ræktun, betri og traustari fóðuröflun og góðum og tryggum afurðum af búfénu, sem framleiddar væru á sem hag- kvæmastan hátt. Árni var fæddur að Þúfum í Óslandshlíð, sonur Guðmundar bónda Guðmundssonar og Þóru Firðbjarnardóttur, konu hans. Árni varð búfræðingur frá Hólum vorið 1913. Hann dvaldi við verk- legt búfræðinám erlendis á árun- um 1913—14, að mestu í Noregi, en einnig í Þýskalandi. Þá var hann einnig verkstjóri og bústjóri í Noregi á árunum 1915—21. Bútækni, búvélar og landbúnaðar- verkfæri var sérgrein hans. Árni tók fljótlega eftir heim- komuna að sér margháttuð störf til viðbótar ráðunautsstarfinu. Þannig var hann deildarstjóri og framkvæmdastjóri við búvéla- verslun og Búvörudeild SÍS árin 1927—45, þar sem hann lagði grundvöllinn að búvéla- og sáðvöruverslun. Hann var framkvæmdastjóri Áburðarsölu rikisins frá stofnun hennar 1929 til ársins 1943, formaður og framkvæmdastjóri Vélanefndar og Vélasjóðs frá stofnun nefndar- innar til ársloka 1945 og fram- kvæmdastjóri Grænmetisverslun- ar ríkisins frá stofnun og félags- stjórnum. Hann var m.a. formað- ur íslensku FAO-nefndarinnar 1946—58 og fulltrúi íslands á FAO-þingum í Róm 1951—57. Þá var hann í stjórn Islandsdeildar NJF 1937—58 og lengst af formað- ur. Ritstjóri Freys var hann 1924—25 og aftur 1939—45. Árni starfaði sem fulltrúi í Atvinnumálaráðuneytinu 1946— 58 og við sendiráð Islands í Osló (ólaunaður) árin 1960—64. Á öllum starfsferli Árna kvað mikið að honum. Hann gekk ótrauður að hverju verki og fylgdi fast eftir því, sem hann taldi rétt. Hann var sjófróður og þaulmennt- aður, þó að skólagangan væri ekki löng, en hann lagði ailtaf meiri áherslu á búskaparreynslu og verkkunnáttu heldur en for- múluvísindi, sem ekki höfðu hlotið dóm í hagnýtum búskap. Gat hann stundum ekki stillt sig um að senda „fræðingunum" tóninn í skrifum sínum, og munu þau skeyti oft hafa hitt í mark, enda var málfarið þróttmikið og tæpi- tungulaust. Árni ritaði fjölmargar ritgerðir um búnaðarmál í innlend og erlend blöð og tímarit, en auk þess komu út eftir hann mörg smárit, sérprentanir og bækur, þar á meðal þrjár ljóðabækur. Árni var sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu, og hann var heiðursfé- lagi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, Búnaðarsambands Suðurlands og Islandsdeildar bú- vísindafélagsins, NJF. Árni átti sitt annað föðurland í Noregi. Þaðan er eftirlifandi kona hans, Margit, dóttir Eirik Larsson Fosstveit, húsameistara og bónda að Sauda í Ryfylke. Börn þeirra hjóna voru tvö, Iðunn, dó 1974 og Eirik, deildarstjóri hjá Vegagerð rikisins. Árni lærði norsku svo vel, að hún var honum jafntöm og ís- lenska, bæði sem talmál og ritmál. Hann átti mjög mikinn þátt í að kynna ísland í Noregi og var mjög vel þekktur þar í landi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar norsku St. Olavs orðu og var heiðursfélagi félagsins Arktisk Forening í Tromsö. Mér renna seint úr minni ferðir, sem ég fór með norskum fjár- bændum, sem komu hingað til lands sumarið 1962. Árni tók á móti þeim og skipulagði dvöl þeirra og ferðir. Á ferðunum um Suðurland og Borgarfjörð tók hann alltaf öðru hvoru hljóðnem- ann í langferðabílnum og fræddi gestina um það sem fyrir augun bar. Sú fræðsla náði aftur til fornsagna okkar og uppruna land- námsmanna í Noregi, hún spann- aði landsmótun, jarðsögu og grasafræði, hún fj^llði um bú- skaparsögu liðinna alda og þessar- ar aldar allt til heimsóknardags- ins, og hún tengdi íslensk búskap- aratriði við norskan búskap í svo veigamiklum atriðum, að gestun- um nýttist fræðslan eins vel og best varð á kosið. Gestirnir voru frá sér numdir af hrifningu yfir hinni djúpstæðu þekkingu Árna, meitlaðri framsögn hans og höfð- inglegu yfirbragði að vera Islend- ingur með Norðmönnum. Við hjónin vottum öllum vanda- mönnum Árna samúð okkar við fráfall hans, en sérstaklega Mar- git, ekkju hans, sem fylgdi honum ung yfir hafið og stóð við hlið hans í blíðu og stríðu í rúm 62 ár. Stefán Aðalstcinsson. Við fráfall Árna G. Eylands er margs að minnast, því með Árna má telja að genginn sé meiri hluti þeirra aldamótamanna, er um áraraðir bar hátt í forystusveit búnaðarfrömuða, þeirra er höfðu afgerandi áhrif á gang og þróun búnaðarmála í upphafi fyrstu sjálfstjórnarára þjóðar vorrar. Það er því freistandi að rifja upp nokkur atriði í sögu þessa merka manns, sem eru svo samofin framfarasögu þjóðarinnar. Árni var fæddur 8. maí 1895 að Þúfum í Óslandshlíð í Skagafirði. Foreldri hans voru hjónin Þóra Friðbjarnardóttir og Guðmundur Guðmundsson. Eins og margir ungir menn á þeim árum gekk Árni í bændaskólann á Hólum þaðan sem hann útskrifaðist vorið 1913, átján ára að aldri. Eins og títt var um unga, framsækna menn á þeim árum, hleypti Árni snemma heimdrag- anum og sótti til Noregs til verknáms við búnaðarháskólann að Ási í Noregi. Þetta var árin 1913—1914 og aftur hélt hann til frekara náms við sömu stofnun árið 1920, en þá var „dráttarvéla- öldin" að halda innreið sína í Noreg eins og víðar ytra og þótti hinum unga manni þá girnilegt að kynna sér þá nýju tækni í jarð- yrkju er fylgdi komu dráttarvél- anna. Sumarið 1914 dvaldist Árni við samskonar nám í Þýskalandi. Enn dvaldist hann í Noregi árin 1915—1921 við verknám. Nýjung- arnar bar svo ört að í upphafi þessarar þróunar, að ávallt komu fram nýjungar, sem nauðsynlegt var að kynnast og fylgjast vel með. Árið 1918 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Margit, dóttur Eriks Larsson Fosstveit, húsasmíðameistara og bónda að Sauda í Noregi. Þeim hjónum Margit og Árna varð tveggja barna auðið, Iðunni, er giftist Þórarni Reykdal. Var hún lyfjafræðingur og er látin fyrir nokkru. Einnig eignuðust þau son, sem enn er á lífi. Heitir hann Eirik og hefur að ýmsu leiti fetað í fótspor föður síns og menntað sig í meðferð og notkun stórvirkra vinnuvéla og gegnir því starfi hjá Vegagerð ríkisins, sem deildarstjóri. Eirik er kvæntur Þórunni Kristjánsdóttur, bakara- meistara frá Akureyri. Það kom snemma í ljós að Árni var kjarnmikill ungur maður og naut því fljótt trausts og virðingar samtíðarmanna sinna, jafn hátt- settra sem og þeirra er minna máttu sín, enda var hann gjörvi- legur maður í öllu sínu hátterni athugull vel, víðlesinn og sérfróð- ur um flesta þá hluti er til nýjunga urðu taldir í upphafi nýrrar tæknialdar. Hann miðlaði öllum af fróðleik sínum, þeim er hlusta vildu, var skýr í hugsun og allri framsögn, en gat verið hvass í tilsvörum ef ódrengilega var að honum vikið. Hann var sú gerð manna er sífellt leitaði fróðleiks, ekki síst í þeim efnum er að gagni gæti orðið vanbúinni þjóð í tækni- legum efnum, í upphafi tækniald- ar. Allt sitt líf leitaði hann nýrra tækja, nýrra véla og vinnubragða, er til hagsbóta gæti horft fyrir fátæka bændastétt „við Ysta haf“. Hann tilheyrði þeirri kynslóð sem trúði á framtíð þjóðar sinnar og vildi að sú framtíð yrði björt og glæsileg í ætt við það er hann hafði kynnst með öðrum þjóðum. Hann gerðist ráðunautur Bún- aðarfélags Islands árið 1921 og starfaði sem slíkur til ársins 1937. Deildarstjóri og framkvæmda- stjóri við búvélaverzlun og Búnað- ardeild Sambands ísl. samvinnu- félaga árin 1927 til ársins 1945, eða í 18 ár. Lagði hann þá grundvöllinn að verzlun með bú- vélar, sáðvörur o.fl. Fram- kvæmdastjóri Áburðarsölu ríkis- ins var hann frá stofnun hennar árið 1929 til ársloka 1943. Hann var formaður Vélanefndar og framkvæmdastjóri vélasjóðs frá stofnun nefndarinnar 1927 til ársloka 1945. í því starfi lagði hann grundvöllinn að skurðgröfu- tækni og notkun jarðýtna, enda stjórnaði hann rekstri skurðgrafa Vélasjóðs árin 1942 til 1945, en það má kalla reynsluár þeirrar starf- semi. Þegar Grænmetisverslun ríkis- ins var stofnuð árið 1936 var hann sá eini er naut þess trausts að verða fyrsti framkvæmdastjóri þeirrar mikilsverðu stofnunar. Því starfi gegndi hann til ársloka 1943, en þá urðu einskonar þátta- skil í starfi Árna er hann varð fulltrúi í hinu svokallaða Atvinnu- málaráðuneyti, er síðar var skipt í tvennt: Landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Þann starfa stundaði hann á árunum 1946—1958, að hann flutti búferl- um til Noregs og varð landbúnað- arfulltrúi við íslenzka sendiráðið í Ósló til ársloka 1964. Árið 1939 var hann fulltrúi Búnaðarfélags íslands á hinni miklu heimssýningu í New York og ferðaðist hann þá um byggðir Islendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Hann var fulltrúi land- búnaðarráðherrans á hinni miklu landbúnaðarsýningu að Solvalla utan við Stockholm 1946. Árið 1948 var honum boðið af British

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.