Morgunblaðið - 03.08.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
Krakkar
yngri
og
eldri
Nú eru allir krakkar í
sumarfríi eða sumar-
vinnu — og enginn skóli
sem kallar um sinn. t>ið
eruð áreiðanlega að fást
við sitt af hverju, varla
nokkur sem er alveg að-
gerðarlaus, eða hvað?
Sendið okkur nú línu —
eða teikningu — lýsið
því, sem þið eruð að gera,
eða einhverju skemmti-
legu eða merkilegu, sem
hefur gerst í sumar. Þau
ykkar, sem ef til vill eruð
að ferðast um landið
hljótið líka að geta gefið
ykkur tíma smástund til
þess að teikna handa
okkur mynd eða senda
okkur línu.
Utanáskriftin er:
Barna- og fjölskyldusíðan
Morgunblaðshúsinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
Skemmist ei tönn, sem
er skínandi hrein_
Fyrstu tennurnar fáum
við, þegar við erum ung-
börn. bær nefnast barna-
tennur. Um sex ára aldur
fara barnatennurnar að
losna og detta. Þá vaxa
nýjar tennur. Þær eigum
við að nota alla ævi.
Tennurnar notum við til
þess að tyggja matinn. Okk-
ur finnst líka auðveldara að
tala, þegar allar tennurnar
eru heilar og á sínum stað í
Máls-
hátta-
leikur
Hér eru nokkrir máls-
hættir, sem við höfum fellt
orð úr. Hvað vantar í þá?
Of seint er að byrgja ...
þegar barnið er dottið
ofan í.
Brennt barn forðast ...
Sjaldan fellur eplið langt
frá ...
Oft veltir lítil ... þungu
hlassi
Fleira þarf í ... en fagra
skóna
... hreykir heimskur sér.
Sjaldan er ein ... stök.
Hálfnað er verk þá ... er.
munninum. Það er gott að
hafa heilbrigðar tennur.
Við verðum að bursta
tennurnar vandlega, bæði að
utanverðu og á þeirri hlið-
inni, sem snýr inn, til þess
að halda þeim hreinum.
Skynsamlegt er að bursta
þær á morgnana og á kvöld-
in þegar við förum í rúmið.
|v<? +2 = ii z
12-9 + 3 -- III
123-9 + 9 llll
1134 • 9 + S -- IIIII .
12345' • 9 + lo = M1 M í
I2345(c- 9+ 7 = iiniil
|2345t7 • 9 + 8 = iiiiiii i
mmig- 9 + 9 * iitiiiui
/2345-(,7?9- 9+10 -- iiniiiii/
Hvernig líst þér á þessi dæmi? Þau eru eflaust öðruvísi en þau, sem þú varst að glíma við í vetur, en þú getur nú samt reiknað þessi líka, ef þú kannt margföldun og samlagningu. Aðgættu, hvort þau eru rétt!
Þessar 2 myndir eru eins að öðru leyti en því, að á
annarri þeirra eru fimm atriði. sem eru öðruvisi en á hinni.
Hvaða atriði eru það?.
Litla armenska stúlkan
eftir Trolli Neutski Wulf Fyrri hluti
Fyrir fyrri heimsstyrjöldina gekk hræðileg ofsóknaralda yf- ir armensku þjóðina. Armenar voru kristnir og bjuggu í Tyrklandi, en voru ofsóttir og þeim misþyrmt af Tyrkjum, vegna þess að þeir vildu ekki játa múhameðstrú. Hajanusch og Aran bróðir hennar voru armensk systkini. Það var búið að lífláta föður þeirra, vegna þess að hann hafði ekki viljað afneita Kristi. Dag nokkurn réðust Tyrkir á þorpið, sem þau áttu heima í, til þess að handtaka alla þá kristnu, svo að hægt væri að lífláta þá. Margir af þorps- búum gátu bjargað lífi sínu á flótta. Meðal þeirra, sem tókst að flýja, var móðir systkin- anna. Henni hafði ekki tekist að hafa börnin með sér, þar sem þau voru ekki heima, þegar Tyrkirnir komu, og hún vissi ekki hvað orðið hafði af þeim. Hún bað Guð um að taka þau að sér og varðveita þau. Börnin hföðu séð, þegar Tyrkirnir komu og réðust á þorpið, og hvernig þeir tóku og misþyrmdu hinum kristnu. Yf- irkomin af ótta földu þau sig í fjósi, sem múhameðsk kona átti. Nokkru seinna, þegar hún kom út í fjós að mjólka, fann hún börnin þar. Hún gerði þeim ekkert illt, en fór með þau inn til sín. Hún ákvað að reyna að fá þau til að afneita trúnni. Dög- um saman reyndi hún með góðu og illu að fá þau til að afneita trúnni, en Hajanusch vildi ekki afneita frelsara sín- um. Hún vissi, að pabbi hennar hafði misst lífið vegna þess að hann hafði ekki viljað afneita frelsaranum, og hún vildi vera eins trúföst og pabbi hennar hafði verið. Aran litli vildi heldur ekki verða múhameðs- trúar. Að lokum var konan svo reið, að hún rak Aran litla í burtu, en vildi hafa Hajanusch hjá sér, vegna þess að hún var orðin svo stór, að hægt var að láta hana vinna. Veslings Hajanusch var mjög hrygg, og hrædd um bróður sinn. Hún bað Jesúm um að vernda hann og varð- veita.