Morgunblaðið - 03.08.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
31
Umsjón: Séra J&n Dalbií Hróbjailsson
Séra Karl Siyv rbjörvsson
Siyurbur Prtlsson
DROrriNSDEGI
Allt, sem lifir,
lofar Drottin!
Það er oft haft á orði að
nútímamaðurinn lifi í gerviverðld,
án raunverulegra tengsla við nátt-
úruna umhverfis sig. Borgarmenn-
ing nútímans er a.m.k. æði firrt
eðlilegri umgengni við dýr, jurtir
og móður jörð og lítur það gjarnan
sem andstæðing sinn. Það birtist
meðal annars í þeirri takmarka-
lausu skemmdaráráttu, sem knýr
fólk til að rifa upp og eyðileggja
blóm og plöntur í almenningsgörð-
um sem nýleg dæmi sanna hér í
höfuðstaðnum. Og hve margir gefa
sér tíma um þessa mestu ferðahelgi
sumarsins, að njóta fegurðar og
kyrrðar náttúrunnar? Flytja menn
ekki bara með sér þægindin, hávað-
ann og streituna í sumarbústaðinn
eða á tjaldstæðin þar sem ærandi
hávaði útvarps og segulbandstækja
glymur öllum stundum? Ef til vill
ber þetta vott um djúpstæðan ótta
mannsins og öryggisleysi í heimin-
um, sem hann telur sig hafa á valdi
sínu, og krampakenndar tilraunir
hans til að sanna fyrir sjálfum sér
að svo sé.
Afleiðing þessa birtist svo í
mengun, rányrkju og umhverfis-
katastrófum margskonar, em eru
nánast daglegt brauð um þessar
mundir. Blind tæknitrú efnishyggj-
unnar hefur att manninum út í
styrjöld gegn náttúrunni og því
umhverfi sem maðurinn sjálfur er
hluti af. Sú trú sem Biblían boðar
og kristin kirkja lifir i, ótUst ekki
náttúruna. Hún virðir hana, en
forðast hana ekki. Hún skynjar
lífið sem eina heild. Hún heyrir
hjartslátt Drottins í sköpuninni og
sér fótspor hans og fingraför í
brautum stjarna og blómum jarðar
og barnsaugum tærum. Hún heyrir
enduróm raddar hans í ómum
vorsins og lofsöngvum sumarsins,
stormum haustsins og dimmri þögn
vetrarnátta. Trúin sér og skynjar
að tilveran er ekki af tilviljun
runnin eða leiksoppur blindra afla
og lögmála, að baki alls sem er
hugsun, vit og vilji — GUÐ. Sú
skynjun gefur okkur nýja afstöðu
til dýra merkurinnar, fiska vatns-
ins og fugla himinsins, orms i mold
og pöddunnar undir steini. Afstöðu,
sem er óháð nýtingarmöguleikum
og arðsemissjónarmiðum. Maður-
inn er hluti alls þessa, hluti
lífkeðju heimsins.
En maðurinn er þó meir en þetta
allt. Maðurinn er skapaður i Guðs
mynd, segir Biblían, þ.e. skapaður
til samfélags við Guð, samstarfs
með Guði. Maðurinn er hugsandi
vera, skapandi, og kallaður til
þátttöku í áframhaldandi sköpun
Guðs, sem samverkamaður og ráðs-
maður. Það felur í sér köllun til að
vinna gegn upplausn og eyðingu í
sérhverri mynd, og rækta, hlúa að
og bæta. í sköpunarhugtaki Biblí-
unnar felst einmitt þetta að standa
gegn óskapnaðinum og upplausn-
inni, setja hinu illa skorður, gera
jörðina lífvænlegri, byggilegri og
betri. Byggja varnargarða og áveit-
ur, halda illgresi og meindýrum í
skefjum, hamla gegn mengun, en
líka að stuðla að þeim efnahagslegu
og pólitísku aðstæðum, sem efli
rétt og réttlæti og almenna heill
manna og þjóða.
Kristin sköpunartrú hvetur
okkur til að bera virðingu fyrir
lífinu. „111 meðferð á skepnum ber
vott um grimmt og guðlaust hjarta
— segir Helgakver og vitnar í 2.
Mós. þar sem segir: „Sjöunda dag-
inn skaltu halda heilagan svo að
uxi þinn og asni geti hvílt sig.“
Kirkjur erlendis hafa vakið athygli
á því undanfarin ár hversu ómann-
úðleg (og þá um leið ókristileg)
meðferð á dýrum hefur rutt sér til
rúms með hinni háþróuðu vélvæð-
ingu í matvælaframleiðslunni
sérst. í alifuglarækt. Slík „verk-
smiðjubú" tíðkast líka hérlendis í
nokkrum mæli.
„Ár trésins" minnir okkur á þær
ægilegu afleiðingar, sem rányrkjan
hefur á allt umhverfi mannsins.
Eyðing skóga á íslandi af völdum
skógarhöggs og ofbeitar til forna,
hefur valdið stórkostlegri gróður-
eyðingu og uppblæstri og gert
ísland stórum snauðara. (Minna
má t.d. á orðið holt, sem upphaf-
lega merkti „skógur" en nú hefur
allt aðra merkingu. t fornum mál-
daga Reykjavíkurkirkju segir að
hún eigi „skógarhögg í Þingholt-
um!“). Það er gleðilegt, að skilning-
ur manna á þessum málum fer
vaxandi og tæknin er fyrir hendi til
að snúa óheillaþróuninni við.
PrYÖum landió-plonlum tijam!
BIBLÍULESTUR Vikuna 3.—9. ágúst
Sunnudagur 3. ágúst Lúk. 16: 1 — 9
Mánudagur 4. ágúst Prodik 9: 13- -18
Þriöjudagur 5. ágúst Lúk. 16: 10- -13
Mlövlkudagur 6. ágúst Jak 5: 13- -18
Flmmtudagur 7. ágúst I.Tím 4: 12- -16
Föstudagur 8. ágúst Matt. 10: 16- -23
Laugardagur 9. ágúst Lúk. 12: 54- -59
Lofa þú Drottin,
sála mín!
Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill!
Þú ert klæddur hátign og vegsemd.
Hann sendir lindir í dalina,
þær renna milli fjallanna,
þær drykkja öll dýr merkurinnar
villiasnarnir slökkva þorsta sinn.
Hann vökvar fjöllin frá hásal sínum,
jörðin mettast af ávexti verka þinna.
Hann lætur gras spretta handa fénaðinum
og jurtir, sem maðurinn ræktar,
til þess að framleiða brauð af jörðinni
og vín, sem gleður hjarta mannsins.
Hann gjörði tunglið til að ákvarða tíðirnar
sólin veit hvar hún á að ganga til viðar.
Þegar þú gjörir myrkur verður nótt,
og þá fara öll skógardýrin á kreik.
Ljónin öskra eftir bráð
og heimta æti sitt af Guði.
Þegar sól rennur upp, draga þau sig í hlé
og leggjast fyrir í fylgsnum sínum,
en þá fer maðurinn út til starfa sinna,
til vinnu sinnar fram á kveld.
Hversu mörg eru verk þín, Drottinn!
þú gjörir þau öll með speki,
jörðin er full af því, sem þú hefur skapað.
Þar er hafið mikið og vítt á alla vegu,
þar er óteljandi grúi, smá dýr og stór.
Þar fara skipin um,
og Levíatan (stórhvelin), sem þú hefur skapað til þess
að leika sér þar.
Öll vona þau á þig,
að þú gefir þeim fæðu þeirra á réttum tíma,
Þú gefur þeim, og þau tína,
þú lýkur upp hendi sinni, og þau mettast gæðum.
Þú byrgir auglit þitt, þá skelfast þau.
Þú tekur aftur anda þeirra, þá andast þau og hverfa
aftur til moldarinnar.
Þú sendir út anda þinn, þá verða þau til,
og þú endurnýjar ásjónu jarðar.
Dýrð Drottins vari að eilífu
Vegsama þú Drottin, sála mín! Halelúja!
(Sálm.104)
... kmssfestur, dáinn
og grafinn ...
Krossinn er tákn hinnar
kristnu trúar. Sérkennilegt þeg-
ar um er hugsað að aftökutæki
skuli öðlast slíkan sess. Krossinn
er miðlægur í kristinni trú. Um
það verður tæpast deilt, að þegar
á fyrstu öldum eftir krossdauða
og upprisu Jesú Krists var pred-
ikunin um krossinn þungamiðja
í hinum kristna boðskap. Það er
því ofur eðlilegt að á krossinn
skuli minnst í postullegu trúar-
játningunni, sem er ein elsta
játning kristinnar kirkju.
I ofanskráðum þrem orðum er
undirstrikað, að sá Jesús Krist-
ur, sem dæmdur var á dögum
Pontíusar Pílatusar, var kross-
festur að rómverskum hætti, lét
lífið vegna þeirrar aðgerðar og
var lagður í gröf. Einfaldar
staðreyndir um örlög manns sem
dæmdur hafði verið til dauða.
En hér er ekki öll sagan sðgð.
Hvers vegna skiptir það kristna
menn svona miklu máli að
minna á þetta. Það er vegna þess
að Nýja testamentið þekkir ekki
annan Jesúm en þann, sem „einn
er dáinn fyrir alla“. Að heyra um
dauða Jesú Krists er að heyra
um atburð, sem skiptir manninn
meira máli en nokkuð annað.
„Einn er dáinn fyrir alla, þá eru
þeir allir dánir, og hann er dáinn
fyrir alla, til þess að þeir sem
lifa, lifi ekki framar sjálfum sér,
heldur honum, sem fyrir þá er
dáinn og upprisinn." (2. Kor.
5,15) Eða svo notuð séu orð
Marteins Lúthers: Ég trúi, að
Jesús Kristur ... sé minn Drott-
inn, sem mig glataðan og fyrir-
dæmdan mann hefur endurleyst,
friðkeypt og frelsað frá öllum
syndum, frá dauðanum og djöf-
ulsins valdi. Ekki með silfri né
gulli, heldur með sínu heilaga,
dýrmæta blóði og með saklausri
pínu sinni og dauða, til þess að
ég sé hans eign ...“ Krossdauði
Jesú er því ekki fyrst og fremst
tákn um örlög góðs manns, sem
dó píslavættisdauða, heldur
dauði fyrir aðra, svo að þeir
mættu lifa.
Áherslan sem Nýja testa-
mentið og frumkristnin öll legg-
ur á krossdauða og upprisu Jesú
Krists er ekki af söguiegum
toga. Vissuleg er hér um sögu-
legan atburð að ræða. En þessi
sögulegi atburður er predikaður
sem fagnaðarerindi til allra
manna.
Þeir sem ekki hlusta á þessa
predikun sem fagnaðarerindi
heyra ekkert annað en heimsku-
legt hjal. Þannig hefur það verið
frá upphafi: „En vér predikum
Krist krossfestan, Gyðingum
hneyksli, en heiðingjum
heimsku, en sjálfum hinum köll-
uðu, bæði Gyðingum og Grikkj-
um, Krist, kraft Guðs og speki
Guðs.“ (I. Kor. 1,23)
En með því út var leiddur
alsærður Lausnarinn.
gjörðist mér vegur greiddur
i Guðs náðarríki inn
ok eilift lif annað sinn.
Blóðskuld og bölvan mina
burt tók Guðs sonar pina.
Dýrð sé þér. Drottin minn.
H.P.