Morgunblaðið - 03.08.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980
33
U'lk í
fréttum
Sigurvegararnir í Kaupmannahafnarkeppninni
+ ÞESSIR strákar sem eru i 3.
flokki Fram náðu ótrúlega góð-
um árangri, þegar þeir tóku
þátt í „Copenhagen Cup“ móti
sem haldið var dagna 7.—11.
júlí sl. Þeir töpuðu ekki einum
einasta leik, en unnu t.d. þrjú
sterkustu lið Noregs i þessum
aldursflokki. Markhæsti maður
þeirra var Steindór Elíasson
sem átti fjögur mörk, og var
Þorsteinn Þorsteinsson kosinn
fyrirliði mótsins.
Þess má einnig til gamans
geta að í Reykjavíkurmóti hefur
Fram leikið fjóra leiki og unnið
þrjá, en gert eitt jafntefli.
Markatalan hjá þeim er þar
8-0.
Að lokum má svo nefna að
Fram hefur leikið átta leiki í
Islandsmóti og unnið þá alla og
eru þeir þar með markatöluna
23-5.
Héldum privat tónleika á Möðrudal.
+ TALIÐ frá vlnstri: Stelndór Elíasson, Einar Björnsson, Kristinn Jónsson, Pálmi Rikharðsson,
Valdimar Stefánsson, Björgvin Snæbjörnsson, Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þorsteinsson fyririiði,
Þorsteinn Vilhjálmsson. Guðjón Ragnarsson, Þorvaldur Steinsson, Steinn Guðjónsson, Knútur
Bjarnason, Jóhannes Atlason þjálfari, fyrrferandi fyrirliði Landsliðsins.
Hyggst leggja prestskap-
inn á hilluna að sinni
+ Séra Haukur Ágústsson
prestur að Hofi í Vopnafirði
hefur sagt starfi sinu lausu og
hyggst leggja prestskapinn á
hilluna, a.m.k. að sinni. Ilann
tekur nú við skólastjórn Al-
þýðuskólann á Eiðum.
Blm. innti séra Hauk eftir
því hvers vegna hann skipti um
starf. Hann sagðist vilja taka
fram að í Vopnafirði væri gott
að vera og fólkið elskulegt í
alla staði, en hinsvegar hefði
hann aila tíð fengist mikið við
kennslustörf og hygði gott til
að hverfa alfarið að skóla að
nýju. — Annars er þetta nú
aðeins til eins árs og hvað
tekur við af því veit ég ekki.
— Hyggstu nú snúa þér
meira að lagasmíði og ritstörf-
um?
— Það veit ég ekki. Fram-
tíðin verður að leiða það í ljós.
Það sem ég hef sett saman
hefur tíðum skapast af þörf-
inni, svo sem söngleikir fyrir
kórinn hérna í Vopnafirði. En
vissulega hef ég hug á að halda
áfram að semja.
— Líkar þér vel við sveita- _
lífið?
— Já, og ég hef engan hug á
að flytja til Reykjavíkur að
sinni.
GRG.
„Sveitaball“
Þessi mynd var tekin á Sumar-
gleðinni hans Ragga Bjarna, sem
hefur farið víða um landið síð-
ustu vikurnar og gerir það áreið-
anlega eitthvað áfram. Ómar er
þarna að syngja gamalt þekkt
lag, „Sveitaball". Og það eru
eflaust margir em taka undir
þessi orð Ómars nú um verzlun-
armannahelgina.
„Við strákarnir erum
svo miklir flipparar44
+ Nú er komin á markaðinn ný
plata með Pálma Gunnarssyni.
Um síðustu helgi fóru þeir
félagar í sína fyrstu ferð út á
land til að kynna plötuna. og
spila lög af henni. Þeir spiluðu í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, á
Húsavik og að síðustu á Aust-
fjörðum. Að sögn tókst ferðin
ágætlega og aðsókn var bærileg
miðað við að verzlunarmanna-
helgin er i nánd.
GriIIuðum okkur pulsur á
Jökuldal.
Blm. tók Pálma tali (sem gat
þó varla talað vegna þess hve
hás hann var eftir helgina) og
spurði hann fyrst hvort það væri
eitthvert lag sem skaraði fram
úr hjá þeim núna.
— Nei, ekki get ég nú sagt
það. Ég er ánægður yfir því að
sum lögin skuli þegar vera kom-
in á vinsældalistann, en hvort
eitthvert lag skari sérstaklega
fram úr, eða eigi eftir að gera
það, verður tíminn bara að segja
til um.
— Er ekki alltaf eitthvað sér-
staklega minnisstætt sem skeður
í svona ferðum?
— Það var nú með minna
móti í þessari ferð, annars erum
við strákarnir svo miklir „flipp-
arar“, svo það gerist nú alltaf
eitthvað.
Við stoppuðum t.d. á Möðrudal
og heimsóttum kirkjuna þar.
Þetta er merkilg bygging og góð
saga á bak við hana. Þarna
héldum við strákarnir svo prívat
tónleika og notuðumst við gamla
orgelið.
Að sjálfsögðu höfum við alltaf
fótboltann með í svona ferðum
og þegar stansað er reynum við
að sparka eitthvað.
Annars er það nú dálítið
sniðugt sem við tókum upp á
þegar við komum á Jökuldalinn
á heimleiðinni. Við stönsuðum á
brúnni yfir Jökulsána og hlóðum
hlóðir. Við vorum svangir og
slappir, en steiktum okkur fínar
pylsur klukkan sex um morgun-
inn í blíðskaparveðri.
— Hvað er á döfinni hjá
ykkur, Pálmi?
— Við höldum áfram að
öskra. Við leggjum í hann á
fimmtudag til Akureyrar, en nú
um helgina verðum við í Húna-
veri.
— Eruð þið farnir að hugsa
um nýja plötu?
.— Ekki sem stendur. En með
svona góðum samstarfsmönnum
hlýtur að koma að því. Það
verður kannski farið að hugsa
um það í haust þegar fer að
róast hjá okkur. Sem stendur
erum við fullbókaðir og í eintóm-
um þvælingi.
— Nú samdirðu engin lög á
þessari nýju plötu. Hver er
ástæðan fyrir því? Ertu hættur
að semja?
— Við skulum heldur segja að
ég sé ekki byrjaður. Ég hef
einfaldlega ekki gefið mér tíma.
— Eitthvað heimspekilegt að
lokum?
— Æ, nei. Ég er svo lítið
heimspekilegur eftir svona
ferðalag. Ég vil bara skila
kveðju til Islendinga og segja
þeim að ef þeir vilja hitta mig,
verð ég um helgina í Húnaveri.
GRG.
Þulurinn söng fyrir hlust-
endur í miðjum fréttatimanum
♦ Það er áreiðanlega mörgum
æm brá I brún þegar Jóhannes
Arason þulur útvarpsins hóf
upp raust sina i fréttatimanum
og söng fyrir útvarpshlustend-
ur „Logn og bliða sumarsól“
fyrir skömmu.
Blm. Mbl. hafði samband við
Jóhannes og spurði hann hvað
hefði eiginlega komið honum til
að syngja svona í miðjum
fréttatímanum.
— Það var nú eiginlega ekkert
annað en að það lá bara svo
beint við. Þetta stóð í textanum
og ég raulaði það. Maður gerir
þetta ekki nema á 10—12 ára
fresti. Þetta hefur vakið geysi-
mikla athygli og ég er búinn að
fá bréf og kveðjur hvaðanæva að
af landinu. Síðast þegar ég
raulaði svona, en það var fyrir 10
árum síðan, söng ég auglýsingu,
sem var um barnabók og textinn
var „Fyrr var oft í koti kátt“. Þá
vakti þetta einnig athygli og
einu sinni kom lítill snáði hérna
á útvarpið og sagði við pabba
sinn „er þetta maðurinn sem
söng auglýsinguna?". Ég var
búinn að lesa þessa auglýsingu
20—30 sinnum, og hafði kitlað
við þá hugmynd að syngja hana,
unz ég bara dreif í því. (Og nú
hóf hann upp raust sína fyrir
blaðamann og söng „Fyrr var oft
í koti kátt“.)
— Hyggstu gera meira af
þessu, þar sem þetta lífgar nú
töluvert upp á tilveruna?
— Nei, þá er þetta ekkert
fyndið lengur. Þetta lá bara svo
beint við og ef svoleiðis kemur
fyrir aftur kemur strákurinn
sjálfsagt upp í mér.
GRG.