Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.08.1980, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunnl er 83033 ovöuntiTa^ií) ' s. J J , £ Siminn a afgreiðslunm er 83033 JKtrounblnbib SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1980 Rólegasta versl- «£ unarmannahelgi um langt árabil Þúsundir landsmanna hafa lagt land undir fót um helfnna aö þessu sinni eins og undanfarnar verslunarmannahelgar. ÚTISAMKOMUR og hátíð- arhöld víða um land um verslunarmannahelgina höfðu alls staðar gengið stórslysalaust, þó nokkur ölvun væri þar sem flest fólk er samankomið. Engar óspektir höfðu þó orðið vegna ölvunar, og margir lögreglumenn er Morgun- blaðið ræddi við í gær töldu þetta vera rólegustu versl- unarmannahelgi um árabil, það sem af er alla vega. Fjölmenni er líklega mest á þjóðhátíðinni í Herjólfsdal í Heimaey, og var ölvun þar nokkur í fyrrinótt, að sögn lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Allt hefur þó gengið vel, og hegðun fólks sögð síst verri en venja hefur verið til. Á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu voru í gærmorgun um tvö þúsund manns, og allt með friði og spekt, að sögn löggæslu- manna á staðnum. I Þórs- mörk var talið að væru um 600 manns í gær, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, ölvun var nokkur en þó gekk allt vandræðalítið. Þá var margt um manninn á Laug- arvatni og í Þjórsárdal, og einnig á Þingvöllum og við félagsheimilin í Árnessýslu, en að sögn lögreglunnar á Selfossi hafði allt gengið vel er blaðamaður Morgunblað- sins ræddi við lögreglumenn í gær. Ölvun var nokkur, en þó minni en oftast áður, og töldu lögreglumenn til dæm- is að þessi helgi væri rólegri á Þingvöllum en flestar helgar fyrr í sumar. Umferð var fremur lítil á þjóðvegum landsins á föstu- dagskvöld og fyrri hluta dags í gær, en búist var við að hún myndi aukast þegar liði á gærdaginn. Veður var gott víðast um land, og var til dæmis um 20 stiga hiti í Þórsmörk, og einnig í Galta- lækjarskógi, þar sem voru um 2000 manns á vel heppn- uðu bindindismóti. Geir Hallgrímsson í viðtali um efnahagsmálin: Geðþótti ráðherra ræð- ur í verðlagsmáhun Afnema ber hið úrelta kerfi Hvanná og Krossá: Margir ökumenn haf a lent í erfiðleikum LÖGREGLUMENN og Björg- unarsveitin á Hvolsvelli áttu annríkt siðastliðna nótt við árnar í Þórsmörk, að því er lögreglan á Ilvolsvelli tjáði hlaðamanni Morgunblaðsins i gær. Torfarið hefur verið yfir vötnin, en þó hefur allt gengið stórslysalaust. Nokkuð hefur þó verið um að ferðalangar hafi fest bifreiðar sínar í ánum, en enn sem komið er, hefur tekist að ná þeim öllum upp úr án mikilla skemmda eða meiðsla á fólki. Það eru einkum Krossá og Hvanná, sem eru erfiðar yfir- ferðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, og er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að gæta ýtrustu varúðar. Um 20 stiga hiti er nú í Mörkinni, og árnar því vatnsmiklar. Hefur það meðal annars valdið því, að þær hafa víða breytt rennsli sínu og farvegi, og getur því verið viðsjárvert að aka út í árnar, þó á gömlum vöðum sé. Sem fyrr segir, hafa margir ökumenn lent í erfiðleikum og fest far- artæki sín í ánum, þó ekki hafi orðið slys af, en lögreglan á Hvolsvelli óskaði sérstaklega eftir því, að ökumönnum yrði sagt, að jeppabifreiðar af minni gerðinni ættu ekkert erindi í nar eins og þær eru nú. 254 hval- ir á land KOMNIR voru á land hjá Hval- stöðinni í gær 254 hvalir það sem af er vertíðinni samkvæmt upp- lýsingum, sem Mbl. fékk þar í gær. Ekkert hvalveiðiskipanna hafði tilkynnt veiði í gærmorgun, en nokkur veiði hefur þó verið í vikunni og stóð vinnsla yfir í gær. „RÍKISSTJÓRNIN setti sér það mark að tryggja kaup- máttinn. Alþýðubandalags- menn börðu sér á brjóst og strengdu þess heit, að stjórn- arseta þeirra myndi koma í veg fyrir kjararýrnun. Nú er hins vegar að öllu óbreyttu spáð 6% kaupmáttarrýrnun á þessu ári. Á ýmsum aðstand- endum ríkisstjórnarinnar má skilja. að ætlun rikisstjórnar- innar sé með lagasetningar- valdi að koma í veg fyrir, að áhrif þess verulega „gengis- sigs í einu stökki“, sem ég áður minntist á komi fram i verðbótaþætti launa. Þess vegna mun allt kapp vera lagt á það nú, að kjarasamn- ingar takist fyrir 1. septem- ber, en kosningaloforðið um sólstöðusamningana í gildi er gleymt og grafið, þ<)tt kaup- máttur sé nú lægri en fyrir þá og eftir febrúarlögin 1978.“ Þannig kemst Geir Hall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, að orði í sam- tali við Morgunblaðið, sem birt er á blaðsíðu 14 í dag. Geir er þar spurður álits á efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar og þróun efnahagsmála þjóðarinnar almennt. Hann segir, að framkvæmd niður- talningarstefnunnar hafi verið með þeim hætti, að verðlags- ráð hafi í raun verið gert óstarfhæft. Geðþótti ráðherra ráði í raun ferðinni og ætti sú misbeiting á hinu úrelta verð- lagskerfi endanlega að leiða mönnum fyrir sjónir, hve mik- ið hagsmunamál það er, jafnt fyrir fyrirtæki og neytendur, að afnema kerfið með öllu. Ríkisstjórnin haldi þannig á þessum málum, að við blasi taprekstur bæði verslunar og þjónustufyrirtækja. Verslun- armenn hafi því yfir litlu að gleðjast á hátíðisdegi sínum. Geir Hallgrímsson segist engu vilja spá um langlífi ríkisstjórnarinnar, en telur, að það velti annars vegar á því, hvað framsóknarmenn vilji fylgja fast eftir upphrópunum sínum og rokum á þriggja mánaða fresti um nauðsyn strangra aðhaldsaðgerða gegn verðbólgunni og hins vegar því, hve langt kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu þori að ganga á bak orða sinna varð- andi kjaramálin. VEGNA frídags verzlunar- manna kemur Morgunblaðið næ8t út miðvikudaKÍnn 6. ágúst. Kaffineyzla jókst um 30% á einu ári - Hver landsmaður KAFFINEYZLA landsmanna jókst um 30% milli áranna 1978 og 1979, en á síðasta ári var heildarneyzlan á hvert manns- barn um 11,4 kíló á móti 8,7 kíióum árið á undan. Þetta þýðir, að i heild hafi landsmenn neytt rúmlega 2,5 milljóna tonna af kaffi á sl. ári. Kaffineyzlan hefur gengið nokkuð í bylgjum sl. ár, t.d. var hún 8,1 kíló á hvert mannsbarn á tímabilinu 1951—1955. Hún fór síðan í 10,8 kíló á árabilinu 1966-1970. neytti um 50 kílóa af sykri á sl. ári Hver einasti íslendingur borð- aði að meðaltali um 50,3 kíló af sykri á sl. ári, sem jafngildir því, að landsmenn í heild hafi neytt um 11,3 milljóna tonna af sykri. Arið á undan var neyzlan heldur minni, eða um 48,0 kíló á hvern landsmann, sem þýðir, að heild- arneyzlan hafi verið um 10,7 milljónir tonna. Sykurneyzla landsmanna hef- ur verið nokkuð stöðug í gegnum árin, en árið 1975 minnkaði hún stórlega, fór niður í 38,9 kíló á hvern landsmann, eða um 8,5 milljónir tonna í heildina. Áfengisneyzlan á hvern lands- mann á sl. ári var í kringum 3,22 lítrar, eða tæplega 7,2 milljónir lítra í heildina. Þetta er um 10,3% hækkun frá árinu áður, þegar neyzlan á hvern lands- mann var um 2,95 lítrar, eða 6,6 milljónir lítra í heildina. Heildarneyzla landsmanna á tóbaki á sl. ári, var um 500 þúsund kíló, eða um 2,2 kíló á hvern landsmann. Aukningin frá árinu áður var um 14%, en þá var heildarneyzlan um 437 þús- und kíló, eða um 1,9 kíló á hvern landsmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.