Morgunblaðið - 16.08.1980, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Fiskveiðistefna
Norsk-íslenzki síldarstofninn var ein af meginstoðum
íslenzks sjávarútvegs og gjaldeyrisöflunar um langt
árabil. Hrun hans varð þjóðarbúskapnum mikið áfall. En
jafnframt dýrkeypt reynsla um takmarkað veiðiþol fiskistofna
og hættur ofveiði.
Vísindalegar rannsóknir, friðun og veiðistjórn, sem beitt
hefur verið við Suðurlandssíld, er gagnstætt dæmi um, hvern
veg byggja má upp fiskistofn á þjóðhagslega jákvæðan máta.
Við beitum fiskifræðilegum niðurstöðum vísindamanna
okkar í kröfugerð á hendur Norðmönnum um verndun
uppeldisstöðva norsk-íslenzka síldarstofnsins. Við nýttum og
eins og vera bar, fiskifræðilegar röksemdir vísindamanna
okkar í baráttu fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar.— Spurn-
ing er hinsvegar, hvort tekið hefur verið nægjanlegt tillit til
þessara röksemda heimafyrir.
Viðurkenna verður að atvinnulegar og efnahagslegar
forsendur hljóta að móta stefnu stjórnvalda í fiskveiðimálum,
ásamt þeim fiskifræðilegu. Fiskifræðingar eru heldur ekki
óskeikulir, fremur en aðrir menn. En tvennt stendur þó upp úr,
sem ekki verður fram hjá gengið: 1) Enginn hefur hrakið það,
að niðurstöður fiskifræðinga um ástand helztu nytjafiska
okkar séu í meginatriðum réttar; 2) Helzti nytjafiskur okkar,
þorskurinn, vegur það þungt í framtíðarvelferð þjóðarinnar, að
vart er við hæfi að tefla á tæpasta vaðið, hvað hann snertir. Og
allir eru sammála um, að byggja eigi þorskstofninn upp í þá
stofnstærð, er gefi hámarksarð í þjóðarbúið.
Sjávarútvegsráðherra þarf að gera þjóðinni betri grein fyrir
því en gert hefur verið, hver sé hin mótaða fiskveiði- stefna
ríkisstjórnarinnar á komandi misserum, hvern veg fram-
kvæmd hennar er hugsuð — og hvaða röksemdir liggi að baki
því að flytja inn erlent vinnuafl í nýjum togurum — á sama
tíma og afkastageta fiskiflota okkar er verulega meiri en
veiðiþol þeirra fiskistofna, sem við gerum út á.
Einstaklingurinn
og kerfið
Frá því var sagt í blaðafréttum í vikunni að samið hafi
verið um sölu nýjasta skips Vestmannaeyjaflotans til
Indlands. Eigendur, tveir ungir útvegsbændur, hafa sótt sjóinn
fast og aflað vel, en mátt sæta verulegu rekstrartapi. Að sögn
þeirra hafa þeir engu kaupi náð út úr útgerðinni, m.a. vegna
nýrra sjóðareglna, er gilda um fjármögnun kaupanna, en
vaxtakostnaður liðins árs nam 57 milljónum króna. Þrátt fyrir
góð aflabrögð var rekstrartap með afskriftum 1979 nálægt 36
m. kr.
I blaðaviðtali segja eigendur m.a.: „Samkvæmt gömlu
skattareglunum hefðum við verið skattlausir en samkvæmt
nýjum skattalögum fáurn við 42 m.kr. í skatta og 3 m.kr. hvor
í útsvar“.
Eigendur staðhæfa og, að lánaskilyrði hafi gert þeim ókleifl
að selja bátinn innanlands, þann veg, að þeir urðu nauðugir
viljugir að þjóna undir ríkisvaldið, eins og þeir komust að orði,
eða selja skipið úr landi, sem nú er að stefnt. „Við þessum
sölusamningi getur kerfið ekkert sagt“, sögðu eigendurnir, „og
við höfum því tekið stefnuna á Indland, ráðnir á skipið í eigu
þarlendra".
Morgunblaðið hefur ekki aðstöðu til að gera úttekt á þessu
afmarkaða dæmi, sem til er vitnað, en það vekur engu að síður
spurningar um, hvern veg sé búið að framtaki einstaklingsins í
íslenzkum þjóðarbúskap. Það bendir til þess að hið svokallaða
kerfi, þ.e. þau opinberu afskipti, sem við er að kljást, og sú
rekstraraðstaða, sem snýr að ríkisvaldinu m.a. um skattaregl-
ur, verki letjandi en ekki hvetjandi á vinnuframlag og
verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Þau verðmæti, sem
atvinnuvegirnir skapa, eru undirstaða lífskjara okkar. Allt,
sem dregur úr vinnuframlagi einstaklinga og verðmætasköpun
atvinnuvega verða að þröskuldum á veginum til bættra
lífskjara. Það er kominn tími til að breyta letjandi
kerfisreglum í hvetjandi. En til þess þarf nýja húsbændur í
stjórnklefa þjóðarskútunnar.
Sturla ííinnti Gissur að Apavatni þar sem hann neyddi hann til að sverja norskan trúnaðareið. Fornaldai
og sést á i
hugsi.
Upptaka á atriði úr Snorra Sturlusyni:
Sturla og Gissur
hittast við Apavatn
Það var all áhrifarík sjón sem
blasti við blaðamanni og ljós-
myndara Morgunblaðsins, þegar
þeir komu að Djúpavatni fyrir
skömmu til að vera viðstaddir
upptöku á kvikmyndinni Snorri
Sturluson.
Úti í miðju vatninu, sem ber þó
ekki heiti sitt með réttu þar sem
það er grunnt, stóðu kvikmynda-
tökumennirnir blautir upp að
mitti og kvikmynduðu Egil
ólafsson í gervi Sturlu Sighvats-
sonar og Hjalta Rögnvaldsson i
gervi Gissurar Þorvaldssonar.
Þeir voru klæddir brynjum og
með hjálma á höfði. Voru þeir
riðandi hinir ábúðarmestu og
höfðu þeir fylgdarlið mikið.
Á að gerast árið 1238
Blaðamaður hitti fyrstan að
máli leikstjórann Þráinn Bertel-
son og spurði hvaða atriði væri
verið að kvikmynda.
— Þetta á að gerast árið 1238,
sagði Þráinn, og nánar tiltekið um
hvítasunnutimabilið, og fær
Sturla Gissur til fundar við sig að
Apavatni. Gissur sem kom þangað
í grandaleysi sínu kom að Sturlu
með mikið fylgdarlið og neyddi
Sturla Gissur frænda sinn til að
ganga til liðs við sig, sverja
trúnaðareið og dvelja við hirð
Hákonar konungs. Þrátt fyrir alla
grimmdina sem var í Sturlu lét
hann þetta duga og drap Gissur
ekki. Átti hann samt eftir að
iðrast þess, því að í ágúst hittust
þeir í Skagafiíði og var þar harður
bardagi háður sem lyktaði þannig
að Gissur tók Sturlu af lífi með
eigin hendi.
Kvikmyndatakan gengur alveg
eftir óskum, en við urðum að velja
þetta vatn fremur en Apavatn þar
sem bændurnir þar hafa verið svo
iðnir við að byggja, leggja raf-
magnslínur og rækta. Takan er nú
hálfnuð, það verður svo að vera
eina viku í viðbót í vetur þegar
snjórinn kemur.
— Hvenær lýkur kvikmynda-
tökunni?
— Myndin á að vera tilbúin
fyrsta júní 1981 samkvæmt samn-
ingum, en trú mín er að hún verði
tilbúin fyrr.
— Hvað eru margir leikarar í
myndinni?
— Það eru um 40 leikhlutverk
og fjöldi aukaleikara. Alls verða
um 300 manns klæddir i búninga.
Áætlaður kostnaður
við myndina nemur
250 milljónum
Helgi Gestsson er fjármála-
stjóri myndarinnar og blm. spurði
hann hver áætlaður kostnaður við
myndina væri, svo og hverjir
greiddu kostnaðinn.
— Áætlaður kostnaður núna í
augnablikinu er nálægt 250 millj-
ónum króna með vísitölukostnaði.
Fastur kostnaður sem er í laun,
bíla o.fl. nemur 80 milljónum, en
síðan er útlagður kostnaður 170
milljónir.
E.t.v. stenst þessi kostnaðar-
áætlun ekki, en við berjumst við
að halda þessu í horfinu. Það eru
þrjár sjónvarpsstöðvar sem
standa að kostnaðinum. íslenska
sjónvarpið sem greiðir tvo þriðju
Þegar blaðamaður og Ijósmyndari komu að Djúpavatni blasti við þeim áhrifarik sjón: Þráinn Bertelsson
Fornmenn, með hjálma og spjót þeystu um vegu og velli.