Morgunblaðið - 16.08.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 16.08.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1980 19 Baldur kvikmyndatökumaður hafði aldrei lent í öðru eins myndaefni. útlagðskostnaðar og auk þess fastan kostnað, en síðan eru það norska og danska sjónvarpið sem leggja fram þriðja hlut af útlögð- um kostnaði, sem má kallast mjög góð skipting, því venjulega er það aðeins einn fimmti sem greiddur er ef stöðvarnar eru ekki fram- kvæmdaraðilar myndarinnar. Sturla mikill gosi Næst hittum við að máli Egil Ólafsson, sem sýndist vera þreytt- ur undan þungri brynju er hann bar. — Er ekki erfitt að bera þessi þungu klæði og endurtaka atriðin aftur og aftur? — Jú, brynjan er erfið. Ég er nú samt oftast laus við hana. Menn leggja mikið á sig, því þetta er svo skemmtilegt og spennandi. Maður þarf að setja sig í endalausar stellingar og það reynir gífurlega á þolinmæðina. Er þetta ekki frábrugðið öðrum myndum sem þú hefur leikið í? — Jú það er dálítið öðruvísi. Það er allt annar fyrirvari og tökurnar eru mikið dreifðari núna. — Hvernig leggst Sturla í þig? — Sturla er mikill gosi. Sturl- ungaöldin hefði ekki orðið eins söguleg ef hans hefði ekki notið við. Það sýður venjulega uppúr þar sem hann kemur. Ég skal segja þér að hann kemur mér oftast á óvart og er alveg óút- reiknanlegur. Það væri gaman að skipta á tímum ef hægt væri að skoða samtímann eins og hægt er að skoða þennan tíma. En það er gaman að gera þessu skil núna þegar uppi var annaðhvort ves- ældómur eða flottheit. Stórgaman og lærdómsríkt Hjalti Rögnvaldsson, öðru nafni Gissur Þorvaldsson gaf sér tíma frá Sturlu og spjallaði örlítið við blm. — Hvernig finnst þér hlutverk- ið? — Stórgaman og þetta er mjög lærdómsríkt. Ég gæti ekki hugsað mér að klæðast svona frá degi til dags, allavega ekki nema við sérstök tækifæri. Annars vil ég ekki gefa mikið upp hvernig Giss- ur leggst í mig. Það er einskonar leyndarmál í bili. — Er þetta ekki mikil og erfið vinna? — Jú þetta er mikil og erfið vinna. Það eru aðallega tökurnar. — Myndirðu vilja hafa verið uppi á þessum tímum? — Það fer nú eftir því í hvaða stétt ég hefði verið. En maður hefur eflaust ekki verið spurður að því og sætt sig við alla hluti. Erfitt að finna landslag Kvikmyndatökumaðurinn Bald- ur Jónsson var á leið út í Djúpa- vatn aftur þegar blm. náði í skottið á honum og spurði hvort þessi taka væri ekki ólík öðrum sem hann hefði tekið, þar sem mynda þurfti í miðju vatni. — Nei það hef ég nú gert áður, en ég hef aldrei áður myndað neitt þessu líkt. Þetta er mjög gaman, en það er erfitt að finna landslag sem hæfir til tökunnar. Það er svo mikið sem þarf að gæta að, t.d. að ekki sjáist rafmagnslínur o.fl. En eins og ég sagði áður hef ég aldrei lent í öðru eins myndaefni. GRG (t.h.) sagði að myndinni ætti að vera lokið 1. júni árið 1981. Stjórnarskrárnefnd reifar hugmyndir sínar: Fjölgun þingmanna í 70, af- nám deildaskiptingar Alþingis STJORNARSKRÁRNEFND er um þessar mundir að skila skýrslum sinum til þingflokk- anna, og er þar meðal annars fjallað um hugmyndir um breytingar á kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi. Hér er ekki um að ræða ákveðnar tillögur nefndarinnar. heldur er bent á margar leiðir til breytinga, án þess að gert sé upp á milli þeirra. Vitað er þó að ágreiningur er innan nefnd- arinnar um mörg atriði. og er hugmynd nefndarinnnar sú. að á næstunni verði um þessi mál fjallað í þingflokkunum. I upphafi er gerð grein fyrir tölu kjósenda að baki hverjum þingmanni í kosningunum í des- ember 1979, og lítur dæmið þannig út, eftir að uppbótaþing- sætum hefur verið úthlutað: Reykjavík .............. 3760 Reykjaneskjördæmi .......4216 Vesturlandskjördæmi .... 1447 Vestfjarðakjördæmi ......1025 Norðurlandskjördæmi v. 1093 Norðurlandskjördæmi e. 2189 Austurlandskjördæmi ... 1281 Suðurlandskjördæmi .... 1681 Ein þeirra leiða, er stjórnar- skrárnefndin bendir á að unnt sé að fara, gerir ráð fyrir óbreyttri kjördæmaskipan, en þó verði náð meira jafnvægi um atkvæða- tölur að baki hverjum þing- manni. Er þá bent á að fjölga megi þingmönnum, til dæmis um 10, og kæmu þá 6 í hlut Reykja- víkur, og 4 í hlut Reykjaness. Einnig er rætt um aðrar leiðir í úthlutun 10 kjördæmakjörinna þingmanna til viðbótar, en þess- ar hugmyndir gera allar ráð fyrir fjölgun alþingismanna úr 60 í 70. Éinnig er bent á leiðir varðandi úthlutun uppbóta- manna til aukins jafnvægis, þannig að þingmenn yrðu áfram 60. Þá er í skýrslu nefndarinnar minnt á þingsályktunartillögu frá Oddi Olafssyni, um breyt- ingar á kjördæmaskipaninni. Þar er gert ráð fyrir fjölgun kjördæma úr átta í níu. Kjör- dæmakosnum þingmönnum verði fjölgað úr 49 í 56. Lands- kjörnum þingmönnum verði fækkað úr 11 í 4, en heildartala þingmanna verði óbreytt. Reykjaneskjördæmi verði þá skipt i tvö, sem hvort um sig hafi 5 þingmenn. Kjördæmakosnum þingmönnum í Reykjavík verði fjölgað úr 12 í 14. Þá bendir stjórnarskrárnefnd á þann möguleika, að búið yrði áfram við núgildandi kosn- ingaskipan, þó með þeirri breyt- ingu, að kjördæmum yrði fjölgað frá því sem itú er, eða úr 8 í t.d. 9 til 16. Með þeirri leið mætti ná jöfnun milli þéttbýlis og strjál- býlis hvað vægi atkvæða snertir. I þessum valkosti er jafnvel gert ráð fyrir fjölgun þingmanna í samræmi við fjölgun kjördæma. Þá bendir nefndin á einmenn- ingskjördæmi, hlutfallskosningu á landslista, persónukjör með valkostum, leiðir í átt til aukins persónukjörs, val milli listakjörs og persónukjörs, kjör frambjóð- enda en ekki lista, rætt er um óraðaða framboðslista og fleira. Meðal annarra hugmynda sem reifaðar eru í skýrslu stjórn- arskrárnefndar eru afnám deildaskiptingar Alþingis, rann- sóknarvald Alþingis, lækkun kosningaréttar í 18 ár, þjóðar- atkvæðagreiðslur, kjör varafor- seta lýðveldisins, þjóðarat- kvæðagreiðslur og margt fleira. Skýrsla stjórnarskrárnefndar er í tvennu lagi. í fyrsta lagi er fjallað um allar breytingar á stjórnarskránni, aðrar en breyt- ingar á kjördæmaskipaninni, en ekki er búist við miklum átökum um þann hluta. Þá er sérskýrsla um kjördæmaskipanina og kosn- ingafyrirkomulagið, sem trúlega á eftir að verða að deilumáli milli stjórnmálamanna. 0R9 c& m/p/R Sunnlendingar íá „glaðninginn,, eftir helgi: Eignaskattur hækkar um 83,6%, tekjuskattur um 55,1% SUNNLENDINGAR, skattborg- arar i Suðurlandsskattumdæmi, munu fá álagningarseðla heim- senda nú strax eftir helgi, og ættu allir að vera búnir að fá „glaðninginn" á þriðjudag i síð- asta lagi, að sögn Hálfdáns Guð- mundssonar skattstjóra á Hellu. Verður kærufrestur miðaður við þann dag. Heildargjöld á Suðurlandi nema rúmum sjö milljörðum króna, 7.231.687 þúsund krónur í heild- argjöld. Upphæð þessi deilist niður á 10.018 gjaldendur, það er alla skattgreiðendur í umdæminu, aðra en börn yngri en 16 ára og félög og fyrirtæki. Vegna þess að eiginkonur eru nú skattlagðar sérstaklega, hefur skattgreiðend- um fjölgað mjög frá því í fyrra, en þá voru þeir 7.248 taisins. Sú upphæð sem, Sunnlending- um er gert að greiða í útsvar í ár, er 2.938.707 þúsund krónur, tæpir þrír milljarðar. Tekjuskatturinn er 3.287.790 þúsund krónur, tæpir þrír milljarðar. Tekjuskatturinn er 3.287.790 þúsund krónur, og eignaskattur er 210.797 þúsund krónur. Hækkun heildargjalda milli ára er 55,2%, en 49,6% ef dregin eru frá persónuafsláttur og barnabæt- ur. Hækkun útsvars milli ára er 56,7%, tekjuskattur hækkar um 55,1%, og eignaskattur hækkar um hvorki meira né minna en 83,6% milli ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.