Morgunblaðið - 22.08.1980, Page 18

Morgunblaðið - 22.08.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST1980 Svörtu mennirnir fleyttu Korchnoi áfram í GÆR var t efId 14. skákin í einvÍKÍ Korchnois ok PoluKaj- evskys. Polu stýrði hvítu mönn- unum ok tefldist skákin eins ok 5. einvíjfisskák Hubners ojí Port- isch fram að 15. leik er Polu kom með nýjunt;. Korchnoi tók hraustlega á móti og náði frum- kvæðinu. í 28. leik lék Polu af scr manni og varð að nefast upp stuttu síðar. Með þessum sigri sínum tryxgði Korchnoi sér rétt til þátttöku i einvígi þar sem keppt er um réttinn til að skora á hcimsmeistarann. Andstæðing- ur hans verður sÍKurvegarinn úr einvÍKÍ Hlibners o»? Portisch. Fyrirfram var Korchnoi álitinn örugKur sigurvegari en Polugaj- evsky veitti honum harða mót- spyrnu svo að aukaskákir þurfti til þess að skera úr um sigur. Athyglisvert er að Korchnoi vann allar sínar skákir á svart en slíkt er algjört einsdæmi í áskorenda- einvígjum. Því er vel við hæfi að sýna eina af sigurskákum hans — þá sem að réði úrslitum í einvíg- inu. 14. einvígisskák Ifvítt: L. Polugajevsky Svart: V. Korchnoi Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rb4, 6. Bc4 — Rd3+. (Algengara er að leika 6. ... Be6 ásamt 7. ... Rd3+). 7. Ke2 - Rf4+, 8. Kfl - Re6, 9. b4. (9. Re5 er einnig mögulegt). 9.... cxb4,10. Rd5 — g6, 11. Bb2 - Bg7, 12. Bxg7 - Rxg7, 13. Rxb4 - 0-0, 14. d4 - Bg4, 15. Ke2. (Eftir 15. Dd2 - Bxf3, 16. gxf3 - Rc6, 17. Rxc6 - bxc6 hafði svartur jafnað taflið (Húbner — Portisch 5. einvíg- isskák). Polu telur kóngi sínum óhætt að vera nálægt miðju borðsins en eins og sjá má af framhaldinu er það ýmsum vand- kvæðum bundið). 15.... Dd6, 16. Dd2 — Re6, 17. Bxe6 — Dxe6, 18. Kc3?. (Betri leikur er 18. Hhel! því að eftir 18. ... Dxe4+, 19. Kfl — Df5, 20. Re5 stendur hvítur betur. Að vísu getur svart- ur leikið 18.... Dc4+ en þá kemur 19. Ke3 og hvíta staðan er í lagi. Nú nær svartur betra endatafli). 18. ... Í5, 19. Dd3 - fxe4, 20. Dxe4 — Dxe4+, 21. Kxe4 — Rd7. (Svartur hefur nú mun betra tafl vegna slæmrar stöðu kóngsins og hálfopinnar f-línu sem svartur getur notað til árásar á stöðu hvíts). 22. Hhcl — Hf5! (Hér stendur hrókurinn vel eins og brátt kemur í ljós). 23. Hc7 — Rf6+, 24. Kd3 - a5. 25. Rc2 - Rd5, 26. Hxb7 - Rf4+, 27. Ke4 - Rxg2. 28. Re5? (Tapar manni. Skásti kosturinn var 28. Rfel þótt stað- an eftir 28. ... Hxf2 sé ekki fögur). 28. ... HÍ4+, 29. Kd5 - BÍ5, 30. Hc7 - Hd8+. 31. Kc5 - Bxc2. (Svartur er þar með orðinn manni undir. Framhaldið þarfn- ast því ekki skýringa). 32. Rc6 — He8,33. Rxe7+ - Kf8,34. Rc6 - Hf5+, 35. Re5 - Rf4, 36. Hxh7 - Kg8, 37. Hd7 - Rd3+, 38. Kb6 — Rxe5, 39. dxe5 — H8e5, 40. Ilcl - Hf6+, 41. Ka7 - Hxf2. í þessari stöðu lagði hvítur niður vopnin. Ljómarall '80: ÓMAR og Jón Ragnarssynir voru í fyrsta sæti eftir lengstu sérleið- ir dagsins yfir Kjalveg í gær. Sjö bílar voru fallnir út úr keppninni Ljómarall '80 þegar blaðið fór i prentun en tiu héldu áfram keppni. Meðal þeirra sem hætt hafa þátttöku eru báðir ítölsku keppendurnir og þeir Eggert Sveinbjörnsson og Tryggvi Aðal- steinsson á Mazda Rx7, sem lengst af hafa vcrið í öðru sæti og voru þeir í fyrsta sæti þegar spyrna brotnaði í öðru framhjóli bifreiðar þeirra, en þar með voru þeir úr leik. Staðan í keppninni eftir lengstu sérleiðir yfir Kjalveg í gær var Ómar og Jón Ragnarssynir á siðustu sérleiðinni sem ekin var i gær. r _ Omar og Jón Ragn- arssynir í fyrsta sæti þessi: 1 fyrsta sæti, Omar og Jón Ragnarssynir á Renault Alpine með 24:07 refsimínútur. í öðru sæti, Anderson og Johansson á Datsun 160 J með 26:19 refsimín- útur og í þriðja sæti Hafsteinn Aðalsteinsson og Ólafur Guð- mundsson á Subaru GFT með 32:40 refsimínútur. Keppendur - sjö bilar fallnir út úr keppninni komu til Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi. í dag leggja keppendur upp frá Austurbæjarskólanum kl. 8.00 og verður ekið fyrir Reykjanes, yfir Lyngdalsheiði, þaðan um Kjalveg, ekin sérleið um Langadal og loks ekið fyrir Skaga til Sauðárkróks þar sem keppendur gista í nótt. Að sögn stjórnenda keppninnar er mikill áhugi á keppninni meðal almennings og einnig hefur verið spurst fyrir um hana erlendis frá. Keppninni lýkur í Reykjavík á sunnudagskvöld. Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASÍ: Ekki nægilegar forsendur til að meta ekki niður- greiðslurnar i vísitöluna ALÞÝÐUSAMBAND íslands hafði sem kunnugt er fyrirvara varðandi áhrif niðurgreiðslna á kjöti á verðbótavísitöluna, en i vísitöluútreikningnum, sem nú hefur verið gengið frá, er tekið fullt tillit til þess verðs, sem nú er í gildi. Mbl. spurði Ásmund Stef- ánsson, fulltrúa ASt í kauplags- nefnd, um ástæður þess og einnig ra'ddi hlaðið við Ásmund og Gunn- ar Guðmundsson, fulltrúa VSÍ í nefndinni. um ágreininginn varð- andi hækkun hita og rafmagns. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Guðmundi Skaftasyni, oddamanni kauplagsnefndar. „Þau gögn, sem aflað var, sýna að í byrjun mánaðarins hafi óum- deilanlega verið kjöt á boðstólun- um, þótt 1. flokkur hafi væntanlega ekki verið fáanlegur alls staðar," sagði Ásmundur Stefánsson. „Mér virðist af þessum gögnum, að í byrjun mánaðarins hafi verið til staðar tveggja mánaða birgðir. Ef Reykjavíkursvæðið er tekið sér- staklega, en vísitölufjölskyldan býr einmitt í Reykjavík, þá hefur verið þar til sölu í ágúst magn sem svarar til tæplega tveggja mánaða sölu, það er birgðir í upphafi mánaðarins og það magn, sem flutt hefur verið á svæðið. Samtals eru þetta hátt í 600 tonn. Þá má vænta þess að sú ákvörðun framleiðslu- Steingrímur Hermannsson í ræðu á Bolungarvík: „Seiðatalning, dánartala liðun eru ekki nákvæm sem unnt er að byggja á spádóma66 og ny- vísindi, í RÆÐU, sem Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra hélt á Bolungarvík um helgina fjallaói hann meðal annars um ástand þorskstofnsins. Hluti ræð- unnar er birtur á forsiðu Tímans í gær. Þar segir að eftir að ráðherrann hafi velt fyrir sér spám og rannsóknum fiskifræð- inga á þorskstofninum undanfar- in ár og eins þeim veiðum, sem fram hafa farið á honum hafi Steingrímur sagt: „Niðurstaða mín af þessum hug- . leiðingum verður sú, að þorskstofn- inn sé alls ekki í þeirri hættu sem fiskifræðingar hafa talið og spáðu sérstaklega í hinni frægu svörtu skýrslu sem út kom í október árið 1975. Þá lögðu þeir til að þorskafli yrði aðeins 231 þús. lestir árið 1976. Hann varð 348 þús. lestir og hefur verið af þeirri stærðargráðu síðan. Með þessum afla átti þorskstofninn að hrynja samkvæmt áætlun fiski- fræðinganna. Svo hefur sem betur fer ekki orðið. Og fiskifræðingarnir sjálfir hafa hækkað sínar tillögur um aflahámark upp í 300 þús. lestir. Þetta hljómar eflaust sem mikil gagnrýni á fiskifræðingana. Það er ekki ætlun mín. Staðreyndin er hins vegar sú, að seiðatalning, dánartala, nýliðun og fleira í haf- rannsóknum eru ekki nákvæm vís- indi sem unnt er að byggja á spádóma um þróun fiskstofns fram í tímann. Fiskifræðingunum ber að vera íhaldssamir í sínum tillögum. Þeir geta ekki gert ráð fyrir öðru en meðalástandi sjávar eða jafnvel því í lakara lagi. Sem betur fer hefur, eins og ég hefi áður sagt, aðstaðan verið góð og eflaust er það af þeirri ástæðu/ að ekki hefur farið fyrir þorsjc- stofninum eins og fiskifræðingarn- ir óttuðust. Jafnframt er nauðáyn- legt að hafa í huga, að fiskifræð- ingarnir eru ráðgjafar. Á grund- velli þeirra tillagna taka aðrir ákvarðanir. Niðurstaða mín verður því sú, að þrátt fyrir meiri veiði af þorski en tiskifræðingar hafa lagt til sé þorskstofninn á uppleið. Mikil veiði nú í ár af 1973 árganginum getur orðið til þess, að afli suðvestan- lands verði minni á næsta ári, því 1974 árgangurinn er stórum veik- ari. Hins vegar er engin ástæða til að ætla að aflabrestur verði vest- an-, norðan- og austanlands. 1976 árgangurinn kemur nú inn í veið- ina á þessum landsvæðum og er mjög sterkur," sagði Steingrímur Hermannsson. Sjá viðtal við Jakub Jak- obsson á blaðsíðu 2. Flsklfræöingar mjög fbaldssamir 1 dliögum slnum um þorskveiöi: Þorskstofninn á uppleið seglr Stelngrlmur Hermannsson, sjávarútvegsráöberra ráðs að endurgreiða ekki birgða- kostnað þeirra, sem halda birgðum fram yfir 1. september, stuðli að auknum tilflutningum á kjöti. Nú er ljóst, að mikið hamstur var fyrstu vikurnar í mánuðinum, en þó er víðast hvar til kjöt til daglegrar neyzlu, þótt misjafnt sé eftir verzlunum og jafnvel hverf- um. Augljóslega er ekki um að ræða nú eðlilegt val milli 1., 2. og 3. flokks kjöts og því til viðbótar geta þeir, sem ekki hömstruðu kjöt, nú ekki kornið sér upp eðlilegum birgðum. En engu að síður töldum við, þegar á allt er litið, ekki nægilegar forsendur til þess að taka ekki tillit til þessarar verð- lagningar við vísitöluútreikning- inn. Það þýðir þó ekki stimpil upp á að allt sé þetta gott og blessað. En í heildina tel ég, að þessar umræður allar hafi orðið til þess að meira kjötmagn hefur verið flutt á Reykjavíkursvæðið en ella.“ „Við teljum, að þessar hækkanir á rafmagni og hitaveitu eigi ekki að reikna inn í vísitöluna nú, þar sem þær voru ekki birtar í Stjórnartíð- indum fyrr en eftir þann tíma, sem grundvallarreglur kveða á um,“ sagði Gunnar Guðmundsson í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi. „Reglur segja 5 eða 6 fyrstu daga mánaðar- ins, en rafmagnshækkunin var ekki tilkynnt fyrr en 10. og hitaveitan þann 14. með gildistöku þann 16. Við teljum að nú hefði aðeins átt að miða við þá taxta, sem í gildi voru í byrjun ágúst, og ég lagði því fram tillögu um það, en hún var felld með 2 atkvæðum gegn 1. í vísitölunni þýðir þetta 11,12 stig, rafmagnið 3,22 og hitaveitan 7,88 og án þess hefði vísitalan aðeins hækkað í 2588 stig og verðbótavísitalan hækkað um 8,23%. Við áskildum okkur allan rétt til að bera þennan ágreining undir dómstóla." „Ég tel ótvírætt og óhjákvæmi- legt að taka þessar hækkanir báðar inn í vísitöluna nú, þar sem annað er þvert á þá stefnu, sem við lögðum til grundvallar vísitölu- útreikninga við síðustu samn- ingsgerð," sagði Ásmundur Stef- ánsson. „Fyrir þessu eru einnig ótal mörg fordæmi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.