Morgunblaðið - 22.08.1980, Page 30

Morgunblaðið - 22.08.1980, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1980 Kom glæta eftir flóðin í Gljúfurá í Boníarfirði var ákafleKa slök vriði lanjft framan af veiðitímanum. 1‘urrkarnir herjuðu illa á ána ok ós hennar var allt aó því á þurru landi lanfftimum saman. 8. ágúst voru aöeins komnir um 10 laxar á land <>K mátti heita ordeyóa í ánni. En um það leyti uentiu miklar rign- int;ar eins ok menn muna, ok óx þá verulega í ánni. Er skemmst frá að senja. að hópurinn. sem hóf veiðar 8. áxúst. varð var við mikla fiskfor upp ána og 27 stykki veiddust á þremur döt'um. Næsti hópur veiddi einnití vel. en síðan fór að draga úr smám saman á ný. Laxafjöldinn er þó kominn á annað hundraðið. Með- alþunginn er ekki hár, líklega um 5 pund og stærst hefur veiðst 14 punda. t>rjár stanjfir eru leyfðar í Gljúfurá, en um 300 laxar komu á land úr ánni í fyrra. Reytingsveiði í Álftá Fyrir skömmu voru komnir tæpir 200 laxar á land úr Álftá á Mýrum, en veiðisvæði hennar er fremur stutt og aðeins veitt á tvær stangir. Heildarfjöldi laxa á síð- asta sumri var frekar lítill og stefnir í svipað nú. Það er bæði vegna langra þurrkakafla bæði sumrin, svo og vegna þess að í Álftá liggur obbinn af laxinum í miklu magni á fáum stöðum. Meðan að rigningarnar miklu geisuðu fyrr í mánuðinum og • Losað úr feigum stórlaxi norður í Aðaldal. Rúmir 200 laxar úr Víðidalsá á viku - Laxveiðin engu að síöur léleg víðast hvar næstu daga á eftir, var veiði óhemju góð í ánni, en hefur annars mátt heita reytingsveiði, 1—7 laxar á dag á stangirnar tvær. Stærð laxanna skiptist í tvo hópa. Annars vegar eru 5—7 punda laxar, sem hafa verið fjöl- mennari í sumar en oft áður. Hins vegar eru 10—14 punda laxar, sem alltaf er slatti af. Mbl. hafði spurnir af 20 punda laxi úr Hrafnhylnum nálægt síðustu mánaðamótum. Hins vegar var fiskur þessi einhverra hluta vegna aldrei bókaður. Samkvæmt heim- ildum Mbl. veiddist hann á flugu að nafni „Tveir á kamrinum", sem er, eins og nafnið bendir til, íslensk smíð. Sæmileg veiði í Norðurá I Borgarfirðinum hefur stang- arveiðin verið einna skást í Norð- urá. Þar eru komnir á land eitthvað í kringum 1600 laxar, en það er nokkuð frá því besta, sem Norðurá hefur náð. Norðurá gefur í góðu ári um og yfir 2000 laxa og veiði lýkur þar um næstu mánaða- mót, þannig að hún nær varla 2000 úr þessu. Það veiðist lítið fyrir neðan Laxfoss þessa dagana, hins vegar er ágæt veiði bæði milli Laxfoss og Glanna, svo og fyrir ofan Glanna, en á þeim slóðum er bráðskemmtilegt veiðisvæði þar sem laxinn lætur sig ekki vanta er líður á sumarið. Meðalþunginn er með albesta móti, líklega í kring- um 8 pund og mun minna bera á smálaxi heldur en oft áður. Mjög stórir laxar hafa hins vegar verið jafn sjaldséðir og undanfarin ár og 20 punda fiskar hafa ekki sést nema í ánni, þ.e.a.s. þeir hafa ekki verið dregnir á þurrt. Grím.sá mjój? léleg Það skilur enginn hvað komið hefur fyrir Grímsá, helst er talað um að sá árgangur, sem á að vera í ánni nú, sé mjög veikur. A.m.k. hefur ekki verið jafnléleg veiði í Grímsá í manna minnum. T.d. veiddist einn daginn fyrir skömmu einn lax á 11 stangir. Var það -4» »(*4 feá Vi* tb* fe.4* vltl þriðji laxinn sem sá hópur dró á land og hafði sami maður veitt alla laxana! Ekki nóg með það, heldur hefur meðalþungi þeirra laxa, sem dáið hafa, verið með minnsta móti. Langmest ber á 5—6 punda löxum. Stærsti fiskur- inn var þó 18 pund og var hann dreginn i Strengjunum. Að sögn kunnugra, er það ekki einungis hin mikla þurrkatíð, sem staðið hefur í sumar, sem veldur þessari ördeyðu. Það virðist vanta tilfinn- anlega fleira heldur en meira vatn í ána, t.d. fleiri laxa ... Munar 1000 löxum í Þverá „Það er bókstaflega engin veiði eins og er,“ sagði viðmælandi Mbl. í veiðihúsinu við Þverá í gær. „Jæja, ég segi það nú kannski ekki,“ dró hann samt í land í sömu svipan. Að sögn viðmælanda voru í gær komnir um 580 laxar á land af neðra svæði Þverár. Til gamans má geta þess, að á sama tíma í fyrra var aflinn af sama svæði um 1400—1500 laxar og munar miklu. „Meðalþunginn er mjög góður í sumar, örugglega yfir 10 pund. Það hefur verið alveg hreint ótrúlega lítið af smálaxi, hins vegar mest frá 8—14 pundum og fullt af 17—20 punda löxum hefur komið á land. Stærsti laxinn til þessa veiddist snemma í ágúst á flugu og var hann 21 pund.“ Betra á Fjallinu Heldur hefur veiðst betur á Fjallinu svokallaða, eða efri hluta Þverár. Þar hafa veiðst um 1100 laxar. Er það minni afli en á sama tíma i fyrra, en munurinn er þó langt frá því að vera eins mikill og á neðra svæðinu. „Veiðimenn hafa ekkert orðað að þeir hafi verið að fá lúsuga og nýrunna laxa, þetta er allt legið sem veiðist nú,“ sagði tíðindamaður Mbl. 6 stangir eru leyfðar á Fjallinu, en sjö á neðra svæðinu. Á neðra svæðinu hefur góð sjóbirtingsveiði verið nokkur búbót, t.d. veiddi einn hópurinn 40 slíka fiska. Laxarnir, sem sá hópur veiddi, voru aðeins 9 talsins á stangirnar sjö, þannig að sjóurr- iðanum hefur örugglega ekki verið sleppt. Mokveiði í Víðidalsá „Það var alger mokveiði hjá okkur í síðustu viku. Það var fyrsti íslendingahópurinn eftir út- lendingatímabilið og landinn mokveiddi á maðkinn," sagði starfsmaður í veiðihúsinu við Víðidalsá í spjalli í gær. „íslend- ingarnir veiddu yfir 200 laxa í þeirri viku, flesta eða alla á maðk. Reyndar veiddu útlendingarnir sem síðastir voru einnig mjög vel, 170 laxa í vikunni á undan og var allur sá afli tekinn á flugu. En það er ekki alltaf þessi hamagangur hérna, mokveiðin kemur í smá- kippum,“ sagði viðmælandinn einnig. Að sögn starfsmannsins eru komnir um 1100 laxar á þurrt, heldur minna en á sama tíma í fyrra. Skýringin liggur líklega í hinum miklu þurrkum, sem herj- uðu lengi framan af sumri. Meðal- þunginn hefur verið mjög góður í Víðidalsá í sumar, „áreiðanlega 12—13 pund, það hefur verið óvenjulega stór lax í sumar, mjög margir 16—22 pund og slatti allt upp í 24 pund. Stærsti laxinn veiddist í aflarokunni í síðustu viku, hann var 25 pund og veiddist við Galtarnes. Það hafa aðeins örfáir smálaxar komið á land og eru menn mjög ánægðir með það,“ bætti viðmælandi vor við. Þess má að lokum geta um Víðidalsá, að í henni eru leyfðar 8 stangir og veiði lýkur 15. september. Elliðaárnar daufar Veiði hefur verið frekar dauf í Elliðaánum í sumar, en ekki er þó laxleysi um að kenna. 16. ágúst voru nákvæmlega 730 laxar komn- ir á land, en á sama tíma í fyrra voru þeir hins vegar 992. Og í fyrra voru þeir einnig færri held- ur en árið áður, ef blm. man rétt. Það hefur komið fram merkileg kenning um hvers vegna veiði minnkar stöðugt í Elliðaánum, þó svo að laxgengd hafi stóraukist. Flestir laxveiðimenn hafa rekið sig á það, að lax tekur gjarnan illa þar sem mikið magn af fiski kemur saman. í því liggur um- rædd kenning. Síðustu tvö árin hefur heildarveiðin í Elliðaánum verið langt fyrir neðan meðallag síðustu ára. Og nú stefnir allt í það sama. Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að of mikið sé af laxi i ánni? Leirvogsá léleg Undirritaður hefur það eftir laxveiðimanni, sem hefur stundað Leirvogsá í mörg ár, að hann hafi aldrei séð hana jafn laxlitla og í sumar. „T.d. i Helguhyl þar sem þeir skipta venjulega tugum, sá ég aðeins 3 eða 4 fiska þegar ég var að veiða skömmu eftir flóðin," sagði kappinn. Og víst hefur veiðin i ánni verið slök, rétt um 100 laxar, ef talan er þá svo há. Það er af sem áður var, er Leirvogsá gaf allt upp í rúma 600 laxa yfir sumarið. Stóra Laxá laxlítil Stóra Laxá hefur mátt heita steindauð í sumar. Byrjunin lofaði engu að síður góðu og þá veiddust flestir þeirra fiska, sem veiðst hafa, en þeir eru varla fleiri heldur en 50—60. Eins og komið hefur fram í fréttum, eru Hvítá og Öifusá æði dökkar og vatnsmiklar sökum jakaburðar í upptökunum. Sér laxinn ekki glóru og þvælist hálfblindur með löndum í jökul- vatninu. Mbl hefur góðar heimild- ir fyrir því að sumarið hjá neta- bændum hafi verið ein samfelld laxahátíð. Hætt er við, að detti úr árgangur í Stóru Laxá innan fárra ára. Sogið frekar slakt Nokkuð hefur gengið af laxi í Sogið, enda styttra að fara fyrir þann hreistraða heldur en upp í Hreppa í Stóru Laxá. Best hefur veiðst fyrir landi Alviðru og Ás- garðs, um 100 á hvorum stað. Onnur svæði hafa verið frekar slök, t.d. hefur veiðin verið innan við 20 fiskar fyrir landi Bíldsfells. Einhver slatti hefur veiðst fyrir landi Syðri Brúnar, en Mbl. hefur ekki til reiðu tölur þaðan. - Kg. 4Ui

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.