Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 6

Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Seljaprestakall: Prestskosningar í fyrsta sinn Kosinn verður í fyrsta sinn prestur til, þjónustu í Seljaprestakalli sunnudaginn 31. ágúst. Tveir starfandi prestar hafa gefið kost á sér, þeir Úlfar Guðmundsson prestur í ólafsfirði og Valgeir Ástráðsson prestur í Eyrarbakkaprestakalli. Mbl. ræddi við frambjóðendurna tvo í tilefni kosninganna og fara viðtölin við þá og stutt æviágrip hér á eftir. ,jTakast þarf á við starf- ið með nýjum aðferðum “ VALGEIR ÁSTRÁÐSSON er fæddur 6. júlí 1944 í Reykja- vík. Hann er sonur hjónanna Ástráðs Sigursteindórssonar skólastjóra í Reykjavík og Ingibjargar Jóeisdóttur. Vaígeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og guðfræði- prófi frá Háskóla íslands 1971. Þá stundaði hann framhaldsnám i trúkennslu- fræðum við Háskólann i Edinborg 1971—72. Hann var vígður til Eyrarbakka- prestakalls 1973 og hefur starfað þar síðan. Eiginkona hans er Aðalheiður Hjartar- dóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau fjögur born á aidrinum 4 til 12 ára. Valgeir hefur starfað mikið að félagsmálum og átt sæti í mörgum nefndum í presta- Séra Vaigeir Ástráðsson. kalli sínu og á vegum kirkj- unnar, einkum varðandi æskulýðsstarf. Þá hefur hann starfað að málefnum heimil- isins að Sólheimum, Gríms- nesi og er stjórnarformaður þess. Við spurðum Valgeir fyrst, hvernig honum líkaði prests- starfið. „Starfið hefur verið mjög tengt mínu áhugasviði, sem er æskulýðsstarf og því hefði ég vart getað valið betra starfssvið. Ég hef kennt alveg frá því að ég var í skóla og umgengist mikið börn og unglinga og auk þess gegnt mörgum störfum á vegum æskulýðsstarfs kirkjunnar. Þegar ég lauk kandidatsprófi fékk ég styrk til framhalds- náms í æskulýðsstarfsemi og í Eyrarbakkaprestakalli hef ég starfað mikið að þessum málefnum. Þá hef ég séð um þjónustu við fangelsið í sókn- inni, ásamt fangapresti, og gefur það starf öðru vísi innsýn inn í mannlifið en gengur og gerist. Á þessum tíma hef ég tekist á við ýmsar nýjungar í safnaðarstarfi, við erum með mörg sérstök verk- efni þar fyrir börnin að vinna að. Seljahverfið er eitt barnflesta hverfi landsins og ég tel brýna þörf á að kirkjan einbeiti sér að þeim aldurs- flokki og takist þar á við starfið með ýmsum nýjum aðferðum." — Nú er þetta nýtt presta- kall. Hvernig munt þú hefjast handa þar, ef þú kemst að? „Forgangsverkefnið er að ná til yngri barnanna. Ná- lægt helmingur íbúanna er undir 15 ára aldri. Þá verða margir að takast á við safn- aðarstarfið til að treysta und- irstöðurnar. Þar hefur þegar verið unnið merkilegt braut- ryðjendastarf af fórnfýsi og verður það áreiðanlega til að auðvelda uppbygginguna, — en betur má ef duga skal.“ — Telur þú að ungt fólk sé orðið eða að verða fráhverft kirkjunni? „Mér virðist að ungir feður og mæður vilji kirkjulegt starf. Ungt fólk gagnrýnir kirkjuna og margt í þeirri gagnrýni á rétt á sér, annað er sett fram að óathuguðu máli, en ég veit að ungt fólk upp til hópa vill kirkjulegt starf og það finnur fyrir því þar sem á skortir í nýjum hverfum, eins og t.d. hefur verið í Seljaprestakalli." — Hver er þín afstaða til starfa kirkjunnar og telur þú að einhverju þurfi að breyta í störfum hennar og afstöðu til sóknarbarnanna? „Meginbreytingin í störfum kirkjunnar, sem þörf er á að mínu mati, er að safnaðar- menn finni sig í ríkari mæli sem hluta af söfnuðunum og telji sig ábyrga fyrir störfum kirkjunnar. Ég er þess fullviss, að kirkjan og boðskapur hennar á erindi til allra og kristin trú verður hér eftir sem hingað til undirstaða. í hraða og streitu nútímaþjóðfélags er enn ríkari þörf á góðu og virku kirkjulegu starfi, sem nær til allra aldurshópa. Að því ber íslenzkri kirkju að vinna", sagði Valgeir í lokin. ÚLFAR GUÐMUNDSSON er fæddur 30 okt. 1940 í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Guðmundar Grímssonar húsgagnasmiðs og Stefaníu Runólfsdóttur. Ulfar lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1961 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands í janúar 1972. Hann var vígður prestur til ólafsfjarðar í marz 1972 og hefur verið þar búsettur síðan. en starfaði í nokkra mánuði 1976 sem biskupsritari á Biskupsstofu. Eiginkona hans er Freyja Jóhanns- dóttir kennari, og eiga þau tvö börn, 6 og 9 ára. Úlfar tók virkan þátt í félagsstörfum á námsárum sínum og einnig á Ólafsfirði og hefur átt sæti í mörgum nefndum. Hann heur kennt allan tímann með prests- skapnum og á námsárum starfaði hann sem lögreglu- þjónn í Reykjavík. Við spurðum Úlfar fyrst, hvernig honum líkaði prestsstarfið. „Mjög vel, en ég tel nokkurn mun hljóta að vera á að starfa í Ólafs- Séra Úlfar Guðmundsson víðtæku persónulegu sam- bandi og unnt er.“ — Telur þú að ungt fólk sé orðið eða að verða fráhverft kirkjunni? „Eg held að það sé ekki rétt. Margt ungt fólk stend- ur í dag nær kirkjunni, en ég og mínir jafnaldrar gerðum, þegar við vorum yngri. Það er rétt, að margir hafa vanið „Boðskapur kirkjunnar á erindi til fólks á öllum aldri“ firði og Seljaprestakalli og einnig að það sé ætíð gott fyrir prest að skipta um vettvang. Á Ólafsfirði þekkti ég orðið alla og vissi um flestra hagi. Selja- prestakall er stærri vett- vangur og þar er mikið af fólki sem varla þekkist sín í milli. Hverfið er að meiri hluta byggt börnum og ungl- ingum og flestir eru þar yngri en ég sjálfur. Þá tek ég eftir, að fólk er mjög ánægt sem býr þarna, sér- staklega finnst því gott að vera þar með börn.“ — Nú er þetta nýtt prestakall. Hvernig myndir þú byggja upp starfið þar, ef þú kemst að? „Ég myndi hefja starfið með börnunum og hefja guðsþjónustur, þá er upp- hafsverkefni að kynnast fólkinu og laða það til sam- starfs reyna að fá það til kirkjulegs starfs og einnig að fá það til að fá tilfinn- ingu fyrir því að það sé sérstakur söfnuður. Þá myndi ég halda áfram að heimsækja fólk, eins og ég hef gert síðustu daga því ég tel nauðsynlegt að ná eins sig af því að sækja guðs- þjónustur, en ég hef góða von um að því sé hægt að breyta." — Hver er þín afstaða til starfa kirkjunnar, telur þú að einhverju þurfi að breyta í störfum hennar og afstöðu til sóknarbarnanna? „Ég hef ekki séð það í starfi yngri presta víðs veg- ar um landið sem orsakað gæti, að þeir fjarlægist sóknarbörn sin. Ég tel starf- ið ná til fólksins almennt og að fleiri og fleiri leiti til kirkjunnar og í auknum mæli, og ég óska þess, að starfið í þessari nýju sókn verði íbúum hennar til blessunar og kirkjan megni að koma til móts við fólkið og því veitist auðveldara að eignast þá trú, sem auðveld- ar því amstur hversdags- leikans. Boðskapur kirkj- unnar á erindi til fólks á öllum aldri. Ég hef hvergi fundið neitt, sem höfðar betur til hinna ólíkustu kingumstæðna í líf- inu eins og þann boðskap sem kristin kirkja boðar og hef égþó víða leitað fanga,“ sagði Ulfar í lokin. Siðastliðið sumar tóku nokkrir menn sig saman og sigldu á Wayfarer bátum frá Skerjafirði og upp á Mýrar og voru þar i tjoldum yfir verslunarmanna- helgina. Þessir bátar eru 15 feta opnir seglbátar, vinsælir sem keppnis- og ferðabátar viða um heim. Það má þekkja þá á tvö- földu vaffi sem er efst i seglinu. Fékk ég Steinar Gunnarsson til að segja frá þessari ferð: „Þetta var búið að vera draumur okkar lengi, svo fórum við í könnunarleiðangur upp á Akranes og gekk vel. Þá var ákveðið að gera alvöru úr þessu og lagt af stað um tvö leytið á föstudegi verslunar- mannahelgarinnar. Sjö bátar lögðu af stað, þrír úr Garðabæ og fjórir úr Nauthólsvík, ætluðum við að fara í samfloti en einn fór á undan. Veður var gott, norðlæg átt, 2—3 vindstig. Rétt fyrir utan Gróttu kom óvinurinn lognið. Þrír utan- borðsmótorar voru með í ferðinni, einn í bátnum sem stungið hafði af. Við smöluðum öllum saman og bátarnir með vélar hengdu hina aftan í sig svo tvær halarófur stefndu til hafs. Síðast náðist í þann sem fór á undan, véiin hafði ekki farið í gang hjá honum. Sífellt þurfti að hella benzíni á þessar vélar; litlar hrærivélar með litlum bensíndunk. Miðja vegu milli Akraness og Gróttu, um klukkan 9—10 um kvöldið var Ari að draga mig. Hann bætti á vélina án þess að drepa á vélinni og þá helltist yfir mótorinn og „kokk- pittið". Skyndilega stóð allt í björtu báli, seglin, Ari, báturinn og konan. Hann hafði nýlega bundið öryggisband í vélina og fleygði henni logandi í sjóinn. í Koupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.