Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 fB*rgtstsÞfo&to Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Niðurrifsmenn í atvinnulífinu Flugleiðir eru ekki eina dæmið um atvinnufyrirtæki sem Alþýðubandalagið reynir nú að koma á kné. Athyglisvert er, að það sýnist vera meginstefna Alþýðubandalagsins í núverandi ríkisstjórn og forvera hennar, vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, að höggva að rótum atvinnulífsins í landinu, hvort sem það er í einkaeign, samvinnurekstri, eða jafnvel um að ræða fyrirtæki í ríkiseigu undir sjálfstæðri stjórn. Hitaveita Reykjavíkur og Landsvirkjun eru tvö veigamestu orkufyrirtæki landsmanna. Þetta eru fyrirtæki, sem hafa dafnað vel, sýnt góða afkomu og haft bolmagn til þess að ráðast í viðamiklar orkuframkvæmdir, sem hafa komið landsmönnum til góða. Eftir að áhrifa Alþýðubandalagsins fór að gæta í stjórn landsins hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í rekstri þessara tveggja fyrirtækja. Fjárhagsstaða þeirra hefur versnað mjög á skömmum tíma vegna þess, að þau hafa ekki fengið að hækka verð á þjónustu sinni í samræmi við verðbólguna. Nú er svo komið, að Hitaveita Reykjavíkur hefur neyðst til þess að taka erlend lán til að geta haldið áfram framkvæmdum ella hefði til þess komið, að hús á höfuðborgarsvæðinu hefðu orðið að taka upp olíukyndingu. Hjá Landsvirkjun er staðan sú, að þetta fyrirtæki, sem áður var vel stætt, er komið í stórfelldan taprekstur. Þetta þýðir, að það hefur minna bolmagn en áður til þess að standa undir nýjum virkjunarframkvæmdum og hætta er á, að lánstraust þess þverri og lánakjör fyrirtækisins verði óhagstæðari. Það er auðvitað fáránlegt, að fara svona með þessi fyrirtæki en það hefur verið gert undir stjórn orkuráðherra Alþýðubandalagsins. í öðrum atvinnurekstri er ástandið hið sama. Með margvíslegum aðgerðum stjórnvalda, í verðlagsmálum, skattamálum og á öðrum sviðum er gengið hart að atvinnurekstrinum í landinu. Hann veikist stöðugt og verður upp á náð bankanna kominn. Þegar bankastjórar taka ákvörðun um að halda fyrirtækjunum gangandi með lánveitingum koma Alþýðubandalagsmenn og þjónar þeirra og segja, að það sé hneyksli hvað útlánastefna bankanna hafi farið úr böndum. Þegar farið er að skoða, hvað hefur farið úr böndum kemur í ljós, að bankarnir hafa verið að halda undirstöðuatvinnu- vegum landsmanna gangandi vegna þess, að ríkisstjórnin, sem Alþýðubandalagsmenn ráða mestu í, veitir atvinnuvegunum ekki eðlileg rekstrarskilyrði! Þegar bankarnir stöðva útlán komast fyrirtækin í þrot og loka, fólkið verður atvinnulaust og Alþýðubandalagsmenn skamma atvinnurekendur fyrir aumingja- skap! Afleiðingin af þessum vinnubrögðum sósíalista í ríkisstjórninni er sú, að hér er að skapast stórhættulegt ástand í atvinnulífinu. Þessi vinnubrögð bitna ekkert síður á fyrirtækjum í samvinnu- rekstri heldur en fyrirtækjum í einkarekstri og svo vill til að kommúnistar hafa sjálfir forræði atvinnufyrirtækja á Neskaups- stað og þeir geta kynnst því þar af eigin raun, hver staðan er. Lýðræðisflokkarnir í landinu verða að ná saman um að stöðva þessa hættulegu þróun. Það er óviðunandi, að Alþýðubandalags- menn verði látnir komast upp með það að eyðileggja atvinnulífið í landinu á þann hátt, sem nú er verið að gera. Svavar og ríkisframlagið Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, heldur því fram í Þjóðviljanum í gær, að Morgunblaðið hafi haft uppi kröfur um það, að íslenzkir skattgreiðendur yrðu látnir standa undir hallanum af Atlantshafsfluginu. Þetta eru ósannindi, uppspuni. Morgunblaðið hefur ekki sett neina slíka kröfu fram. Það væri fróðlegt að fylgjast með félagsmálaráðherra reyna að finna þessum orðum sínum stað. Athyglisvert er að Alþýðubandalagsmenn reyna nú að halda því fram, að ýmist Morgunblaðið eða stjórnendur Flugleiða hafi krafizt þess, að ríkið borgaði hallann af Atlantshafsfluginu. Hið rétta er, að það er ríkisstjórnin sjálf, sem hefur tekið upp þá stefnu, að ríkissjóður skuli veita Flugleiðum baktryggingu vegna hallareksturs á þessu flugi. Þeir Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson hafa sjálfir samþykkt á ríkisstjórnar- fundum að greiða hallareksturinn af þessu flugi. Þeir verða að eiga um það mál við sjálfa sig en ekki aðra. Viðræðurnar í Luxemborg — Síman Mync komii manr embo Stein í hó mam neyti en le Henr sendí Briis: Sim ilatm stjóri neyti Björi ur l Josy ráðh< við anna Á þessari mynd eru frá vinstri Sigurður Helgason, örn ó. Johnson og Josy Bartel. Örn ó. Johnson og Sigurður bragði við komuna til Luxeml Viðræður um röðun starfsheita í launaflokka: Samkomulag náðist við verzlui vörubílstjóra og starfsfólk veit: SAMKOMULAG tókst í fyrrinótt um röðun starfsheita i launa- flokka kjarnasamnings milli Vinnuveitendasambands íslands, Landssambands verzlunarmanna og Landssambands vörubifreiða- stjóra. í gærkveldi tókst einnÍK sams konar samkomulag við Fé- lag starfsfólks i veitingahúsum. Samkvæmt upplýsingum Guð- laugs Þorvaldssonar átti að halda áfram sáttafundi í gærkveldi, þar sem rætt var um röðun í launa- flokka við Samband bygginga- manna og Málm- og skipasmiða- samband íslands. Guðlaugur kvaðst bera þá von í brjósti í gærkveldi, að takast mætti að ná samkomulagi milli vinnuveitenda og þessara sambanda áður en fundum yrði slitið í nótt. Þá mun hafa verið í ráði að Félag mat- reiðslumanna kæmi einnig inn í viðræðurnar. Eins og getið hefur verið í Morgunblaðinu hafði áður náðst samkomulag um röðun starfsheita í launaflokka við Verkamanna- samband íslands og Landssam- band iðnverkafólks. Þá hefur verið boðaður sátta- fundur með bókagerðarmönnum og viðsemjendum þeirra, en eins og skýrt er frá í annarri frétt í Mbl. í dag, hafa bókagerðarmenn boðað verkföll í næstu viku. Þá voru flugmannafélögin á sátta- fundi í gær vegna starfsaldurs- lista félaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.