Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
Guðjón F. Teitsson:
Skipasmíðaiðnaðurinn
í Bretlandi
I grein minni í Mbl. 19. ágúst
var nokkuð skýrt frá stórkostleg-
um samdrætti í skipasmíðum í
Svíþjóð, miklum rekstrarhalla
hinnar stóru skipasmíðastöðvar
Harland & Wolf á Norður-írlandi
og í Vauxhall-bílaverksmiðjunum
í Bretlandi á sl. ári ásamt fleiru.
Síðan hefi ég í Lloyd’s List frá 31.
júlí séð fróðlegt yfirlit um rekstur
29 skipasmíðastöðva í Englandi og
Skotlandi á tveim síöustu reikn-
ingsárum, sem enduðu 31. marz,
og kemur eftirgreint fram um
reksturinn á síðara árinu: 1. 21
skipasmíðastöð var rekin með
halla, samtals 167,5 millj. £,
samsvarandi 198 milljörðum ísl.
kr. eða að meðaltali með 9,4
milljarða kr. halla hver stöð, án
þess að skattur væri á lagður og
tekinn inn í dæmið. 2. 6 skipa-
smíðastöðvar voru reknar með
hagnaði, samtals 45 millj. £,
samsvarandi 53,3 milljörðum ísl.
kr. eða að meðaltali með 8,9
milljarða kr. hagnaði á hverri
þessara stöðva.
Nefndur hagnaður var nær ein-
göngu tengdur smíði herskipa, og
án þeirra verkefna myndi varla
hafa orðið betri afkoma hjá þess-
um stöðvum en hinum. Hefði þá
rekstrarhallinn á ofangreindum
27 stöðvum orðið yfir 200 milljónir
£, samsvarandi nærri 250 millj-
örðum ísl. kr. 3. 2 litlar skipa-
smíðastöðvar rétt báru sig, sluppu
við tap, en skiluðu heldur ekki
hagnaði.
Skipasmíðaiðnaðurinn i Bret-
landi nýtur að einhverju leyti
fyrirgreiðslna og styrkja frá rík-
inu innan ákveðinna takmarka, en
hinar einstöku stöðvar virðast þó
bera meginábyrgð hver á sínum
rekstri. Hefir því fjölda starfs-
manna verið sagt upp störfum í
iðngreininni vegna minnkandi
verkefna, og veldur þetta að hluta
til því atvinnuleysi á hinum al-
menna vinnumarkaði í Bretlandi,
sem samkv. síðustu upplýsingum
telst 8,3% af heild og er sagt næst
því, sem var á kreppuárunum eftir
1930.
Breytt afstaða
stéttafélaga, fallið
frá verkfallsrétti
Svo sem alkunnugt er, hefir
löngum verið mikið um vinnudeil-
ur og verkföll í Bretlandi og þetta
leikið grátt ýmsan atvinnurekst-
ur, svo sem skipasmíða- og bíla-
framleiðsluiðnað. Hefir afstaða
samningsaðila í umræddum
vinnudeilum oft verið óheppilega
einstrengingsleg, en núverandi
ástand atvinnulífs í landinu virð-
ist vera að opna augu manna fyrir
þessu og skapa stefnubreytingu.
Skýrir Norges Handels og Sjö-
fartstidende frá því hinn 21. ágúst
sl., að skipasmíðastöðvar við ána
Tyne á Norðaustur-Englandi, und-
ir nafninu Tyne Shiprepair Group,
hafi náð bindandi samningum um
það vlð hlutáðeigandi starfs-
mannafélög, að þau beittu ekki
verkfallsrétti gagnvart nefndum
skipasmíðastöðvum, og einnig
samdist um það nýmæli, að stöðv-
arnar mættu færa starfsmenn
milli sín eftir þörfum, sem ekki
hafði áður verið leyft.
Þess skal getið, að skipasmíða-
stöðvar innan Tyne Shiprepair
Group eru sagðar hafa tapað 8,4
milljónum £ á reikningsárinu
1978/79 og 7,4 milljónum £ 1979/
80. Virðist því hafa verið yfirvof-
andi, að stöðvarnar yrðu lagðar
niður og öllum nærri 3.600 starfs-
mönnum sagt upp. En það varð þó
ofan á að endurskipuleggja starf-
semina, segja upp aðeins 500
starfsmönnum og halda áfram
rekstri með nýjum samningum við
stéttafélögin, sem virðast þá einn-
ig hafa samþykkt nefnda fækkun
starfsliðs.
Harðari afstaða fag-
félaga gegn Fiat á
Ítalíu
Frá því er skýrt í tímaritinu
Newsweek hinn 11. ágúst sl., að
Fiat-verksmiðjurnar á Ítalíu hafi
á sl. ári skilað hagnaði samsvar-
andi 50 milljónum US$, en um-
sýsla verksmiðjanna er slík, að
þetta er talinn rýr hagnaður og
olli mestu, að bílaframleiðslu-
deildin kom út með 120 milljón $
tapi.
Höfðu stjórnendur verksmiðj-
anna reynt að laga reksturinn með
ýmsum aðgerðum. í október sl. var
sagt upp rúmlega 60 starfs-
mönnum, sem sakaðir voru um
iðnaðarlega skemmdarstarfsemi
innan verksmiðjanna, 50 framá-
menn voru látnir hætta störfum,
vinnutími hjá ca. 78.000 starfs-
mönnum var nokkuð styttur og
verksmiðjunum lokað yfir sumar-
leyfistímann. En við þessar og
aðrar aðgerðir af hálfu verk-
smiðjustjórnar, versnaði sambúð-
in við félög starfsmanna, einkum
félag járniðnaðarmanna.
Þrátt fyrir gerðar sparnaðar-
ráðstafanir og samdrátt fram-
leiðslu vegna vinnudeilna, höfðu
samt á sl. vori hlaðizt upp 60.000
óseldir bílar hjá Fiat.
31% hlutafjár í Fiatverksmiðj-
unum er sagt í eigu fjölskyldunnar
Agnelli, og var aðalframkvæmda-
stjórinn úr þeirri fjölskyldu, Um-
berto Agnelli. Nefnir Newsweek
hann „Fiat’s Mr. Tough Guy“, sem
virðist eiga að fela í sér merking-
una „hinn röggsami eða harðsnúni
stjórnandi Fiats". Taldi hann á sl.
vori fráleitt, að verksmiðjurnar
héldu áfram að framleiða í stórum
stíl bíla, sem ekki seldust, og yrði
að draga úr framleiðslunni um
30% og segja upp 15.000 starfs-
mönnum, sem gert var miðað við
starfslok 31. júlí.
Félög starfsmanna brugðust illa
við nefndum uppsögnum, og upp-
lýsir Newsweek, að umræddir
starfsmenn, sem sagt var upp,
hafi yfirleitt allir mætt til vinnu í
fyrstu viku ágúst, 'en Umberto
Agnelli ekki. Hann hafi skyndi-
lega og óvænt sagt af sér og farið
úr embættinu.
Allmikill ljómi virðist hafa ver-
ið um nafn Umberto Agnellis í
stjórn Fiat’s og viðskiptasambönd
hans víðtæk. Þykir því ýmsum
skarð fyrir skildi, þegar hann er
farinn, og vandi á höndum. — Eru
úrræði til þess að verksmiðjurnar
geti mætt vaxandi dýrtíð og al-
mennri markaðskreppu í bílaiðn-
aðinum án samdráttar? Það verð-
ur tíminn að leiða í ljós.
Kreppa í bíla-
iðnaði Bandaríkjanna
Samkvæmt upplýsingum í tíma-
ritinu Time hinn 4. ágúst sl.
töpuðu General Motors-verk-
smiðjurnar í Bandaríkjunum 412
milljónum $ á 3 mánuðum, apríl
— júní í ár, eða jafnvel allt að 790
milljónum $ ef líklegir skattar eru
teknir inn í dæmið.
Guðjón F. Teitsson
Tala seldra bíla þessa 3 mánuði
var 41% neðan við söluna á sama
tíma í fyrra og um að ræða að
meðaltali ódýrari bíla með minni
framleiðsluhagnaði. Er sagt að
þetta ár muni verða hið fyrsta
tapár í sögu GM frá 1921, en
yfirleitt hefir þessum risaverk-
smiðjum tekizt öðrum fremur í
sömu iðngrein að tryggja rekstr-
arafkomu sína. — Það er einnig
svo nú, að aðrar bílaverksmiðjur í
Bandaríkjunum, sem allar eru
minni, virðast tiltölulega enn verr
á vegi staddar en GM, og eru
nefnd dæmi um þetta, svo sem í
sambandi við Chrysler og Ford.
Niðurskurður á
niðurskurð ofan í
lífsbaráttu British
Airways
Þannig hljóðar á íslenzku fyrir-
sögn í Lloyd’s List hinn 31. ágúst
sl., þar sem greint er nokkuð frá
undanförnum rekstri og framtíð-
aráætlunum hins stóra flugfélags
British Airways, sem hefir einna
víðtækasta skipulega flugferða-
þjónustu allra flugfélaga vítt um
lönd.
Heildartekjur BA á reiknings-
árinu, sem endaði 31. marz sl.,
námu 1.654 milljónum £. Hagnað-
ur taldist 20 milljónir £, áður en
skattur væri á lagður. Var hagn-
aðurinn aðeins fjórðungur þess,
sem reiknað hafði verið með og
fullnægði ekki kröfu viðskipta-
ráðuneytisins um 6% vexti eða arð
af fjárfestingu.
A síðustu þrem mánuðum dróg-
ust heildarviðskipti BA saman um
4% miðað við sama tíma í fyrra,
og olli það miklum vonbrigðum,
þar eð reiknað hafði verið með
aukningu. Mestur varð samdrátt-
urinn á flugleiðum til Mið-Aust-
urlanda, Japan og Ástralíu, 15—
20%, og á heimaslóðum í Englandi
og til og frá Skotlandi var sam-
drátturinn 13%. Tap á flugi
Concorde-véla BA á sl. ári nam 6
milljónum £, 4 millj. á Singa-
pore-leið og 2 millj. á Washing-
ton-leið, en lítils háttar hagnaður
varð á New York-leið.
Þrátt fyrir nefndan samdrátt í
viðskiptum og beint tap á sumum
leiðum, tókst þó BA að ná nokk-
urri aukningu viðskipta annars
staðar, þannig að útkoman varð
ekki verri en áður er greint.
Á áætlunarleiðum flutti BA á sl.
ári 17,3 milljónir farþega, og á
vegum félagsins heima og erlendis
störfuðu 55.000 manns. Olíuvöru-
kostnaður BA nam á sl. ári 413
milljónum $, og er því spáð, að sá
kostnaður fari brátt fram úr
launakostnaði, sem nú er í kring-
um 30% af rekstrarkostnaði í
heild.
Forráðamenn BA segja, að í
mörgum tilvikum veiti ríkis-
stjórnir styrki til flugfélaga í
eigin þjóðlöndum, en spá því að
slíkir styrkir leggist almennt
niður innan 4—5 ára, og reyni þá
meira á það en nú hverjir geta
spjarað sig í frjálsri samkeppni.
Miðað við núverandi rekstrar-
skilyrði og áætlun um næstu 4 ár,
hefir BA ákveðið að fækka starfs-
mönnum um 7.500 og halda áfram
niðurskurði kostnaðar á þessu
sviði og öðrum, þar til náð er
sambærilegum grundvelli og
helztu keppinautar, svo sem Laker
Airways, starfa á. — Þetta er nr. 1
á framtíðaráætlun BA.
Nr. 2 er að verja 2.400 milljón-
um £ til kaupa hagkvæmustu
flugvéla, svo sem Boeing 747 og
757 og Lockheed Tri-Stars.
Nr. 3 er að laga þjónustuna eftir
breyttum aðstæðum og viðhorfum
samanber afnám fyrsta farrýmis í
Parísarflugi og fleira.
Verðbólga, fram-
leiðslukreppa og at-
vinnuleysi
Samkvæmt því, sem frá er
greint í framangreindum köflum,
er ljóst, að veruleg kreppa ríkir í
fjölmennum atvinnugreinum í
flestum helztu viðskiptalöndum
íslendinga, og þessari kreppu fylg-
ir víða töluvert atvinnuleysi og
sjálfsagt minnkandi kaupgeta.
Verðbólga hér á landi er nú sögð
í kringum 50%, en í ríkjum
Efnahagsbandalagsins er meðal-
verðbólga nú varla meiri en 11 —
12%, eftir lækkun í Bretlandi í júlí
úr 21 í 16,9%, þar sem verðbólga
var næstmest að undanförnu inn-
an Efnahagsbandalagsins; mest á
Ítalíu 23-24%.
í júlí sl. var atvinnuleysi í
Bretlandi talið nema 8,3%, sem
var mjög líkt og í Danmörku og
Italíu mánuði fyrr, Danmörk þá
með 11% verðbólgu. — í Banda-
ríkjunum taldist verðbólga á fyrri
hluta þessa árs 16% og atvinnu-
leysi 6%, en í Canada voru tilsvar-
andi tölur 10% og 7,4%.
Eins og stendur, virðist því ekki
þess að vænta, að helztu viðskipta-
þjóðir íslendinga greiði þeim sí-
hækkandi verð fyrir keyptar vörur
og þjónustu í samræmi við verð-
bólguþróun hér á landi, sem er
frábrugðin og miklu meiri en í
hlutaðeigandi viðskiptalöndum,
sumpart vegna skorts ráðdeildar í
þýðingarmiklum fjárfestingum og
sumpart sökum óhóflegs opinbers
kostnaðar á vegum hins fámenna
BÓKAVERZLUN Sigfúsar Ey-
mundssonar hefur sent frá sér
enska orðabók fyrir byrjendur, A
Learner’s First Dictionary, eftir
Christopher Scott. íslenzkt-ensk
orðasafn fylgir, gert af Jóni Hann-
essyni menntaskólakennara, sem
séð hefur að öðru leyti um útgáfu
bókarinnar.
Ensk-enska orðasafnið, sem er
langstærsti hluti bókarinnar, er
þannig gert að fyrst er auk
orðskýringa sýnd með auðveldum
dæmum algengasta notkun orðs-
ins. Dæmi: Charm: to delight, to
please. She was charmed by his
i
þjóðfélags. — Væri nær, að for-
ystumenn í þjóðmálum og kjara-
málum sneru sér af einlægni og
heiðarleik gegn þessum mein-
semdum fremur en standa að
ráðstöfunum, sem bersýnilega eru
fyrst og fremst til að fóðra
verðbólguna, fella í sífellu gengi
hins íslenzka gjaldmiðils og
hækka verðlag á nauðsynjavörum
og almennri þjónustu.
Þegar þetta er skrifað, hafa um
alllangt skeið átt sér stað samn-
ingaviðræður um kaup og kjör
fjölmennra launþegasamtaka.
Hafa samningar tekizt um kaup
og kjör starfsmanna ríkis og bæja
með nokkurri hækkun grunnkaups
hinna lægst launuðu, en ósamið er
m.a. við hin fjölmennu félög innan
Alþýðusambands íslands, og virð-
ast nú undirbúin víðtæk verkföll,
sem kunna að reynast þjóðfélag-
inu mun skaðlegri en tímabundið
2—9% atvinnuleysi í nágranna-
löndunum, fylgi því ekki einnig
verkföll. En bent skal á, að ekki er
víst að skráð atvinnuleysi sé alltaf
beinlínis raunverulegt.
Góð og vond fordæmi
I þessu sambandi og með tilvís-
un til hinna erlendu frétta hér að
framan, skal til nokkurrar fyrir-
myndar benda á þann sveigjan-
leika og þá viðurkenningu stað-
reynda, sem nýlega kom fram í
samningum stéttafélaga við Tyne
Shiprepair Group í Bretlandi.
Til viðvörunar má svo benda á
hin hæpnu afskipti stéttafélaga af
yfirstjórn Fiat-verksmiðjanna á
Italíu. Þar var orðin mikil
offramleiðsla bíla vegna almenns
samdráttar á heimsmarkaði. Dug-
legur framkvæmdastjóri vildi því
draga framleiðsluna saman um
30% og fækka starfsmönnum um
tæp 11%, en varð af þessum
sökum að segja af sér vegna
ofríkis starfsmannafélaga, sem
síðan sitja uppi með þann vanda,
er þau varla geta bent á að hægt
sé að leysa nema með þeim
úrræðum, sem hinn brottvikni
framkvæmdastjóri vildi hafa.
Kynni þetta síðarnefnda dæmi
að reynast táknrænt fyrir mál
Flugleiða, sem nú er mjög til
umræðu, og hefir verið blásið upp
hér, eins og mönnum væri alger-
lega ókunnugt um almenna erfið-
leika í þessum og ýmsum öðrum
stórrekstri háðum samkeppni á
heimsmarkaði.
íslendingar hafa á undanförn-
um áratugum öðlazt dýrmæta
reynslu og þekkingu á flugrekstri,
ásamt verulegri efnahagslegri
undirstöðu og ætti því með góðum
vilja margra að vera hægt að
komast yfir tímabundna erfið-
leika. — Veltur á mestu, að
umræddur rekstur njóti vinsemd-
ar og jafnvel nokkurrar fórnfýsi
starfsmanna, en viðurkenna ber,
að þeir hafa margir á undanförn-
um árum borið meira úr býtum en
tíðkast meðal annarra lands-
manna. Verður að taka tillit til
þessa, ef „keppa á eða deyja“,
„compete or die“, eins og sagt er
núverandi kjörorð British Air-
ways.
good manners. She has a lot of
charm. Síðan, ef nemandinn skilur
ekki fullkomlega merkingu orðs-
ins af þessum setningum, flettir
hann upp í íslenzk-enska orða-
safninu. Þar stendur við þetta orð:
Heilla, yndisþokki.
Auk orðasafnsins eru í bókinni
margar myndir til hægðarauka
við orðskýringarnar og frumatriði
enskrar málfræði.
Bókin skýrir um 1800 algeng-
ustu ensk orð. Hún er 220 bls. að
stærð, unnin hjá Prentstofu G.
Benediktssonar og Macmillan
Education í Lundúnum.
Efnahags- og atvinnumál
erlendis og hérlendis
Ný orðabók fyrir byrjendur:
Bæði ensk-enskt og
íslenzkt-enskt orðasafn