Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Kaffiverð fer lækkandi: Kemur íslending- um þó ekki til góða i VEGNA mikillar kaffiuppskeru í heiminum í ár er útlit fyrir að verð á kaffi á heimsmarkaðs- verði fari lækkandi á nsestu mánuðum. í dönskum blöðum hefur þegar verið skýrt frá lækkandi kaffiverði, og sömu söguna mun vera að segja viðar. Ekki er þó víst að lækkandi verð á hinum vinsæla drykk komi okkur íslendingum til góða í vetur. Ástæðan er sú, að verðlagsyfirvöld hafa verið treg á að veita umbeðnar hækkanir kaffiinnflytjenda, og liggja yfir- leitt einhverjar óafgreiddar hækkunarbeiðnir fyrir. Yrðu þær afgreiddar, myndi verð- hækkunin að öllum líkindum gera meira en að vega upp á móti lækkuninni. í Danmörku hafa borizt fréttir um að verð á hverju kílógrammi lækki um allt að 3,20 krónum, og að 250 gramma pakkar verði nú seldir á 10,25 krónur danskar í stað 11,05 áður. í Danmörku Billigere kaffe Mandag g&r prlsen pA den nicst golgte katte ned med 3,20 kr. pr. kllo. Dette vll sl at velledende pris tor pak- ker pa 250 gram reduseres tra 11,03 kroner tll 10,23 kroner. Prlsreduksjonen har sln arsak 1 store kaffe- lagre I verden og med det synkende prlser. hefur kaffikílóið vérið selt á 3900 krónur íslenskar, en til saman- burðar má geta þess að kíló af Ríó-kaffi kostar hér 5160 krónur. í því dæmi verður þó að taka tillit til fjölmargra atriða ann- arra en krónutölunnar einnar, svo sem tolla og annarra gjalda, auk þess sem gæði eru mjög mismunandi og verð því mis- jafnt. Ragnar kennari Ragnar Guðjónsson Guðjónsson látinn LÁTINN er í Reykjavík Ragnar Guðjónsson kennari. Hann var fæddur á Saurum í Álftafirði hinn 1. ágúst 1911. Foreldrar hans voru Guðmundur Daviðsson á Brekku og kona hans Þuríður Hagalinsdóttir. Ragnar var við nám í Alþýðu- skólanum á Núpi í Dýrafirði 1929 til 1931, og kennaraprófi lauk hann 1935. Hann var kennari á Siglufirði og um tíma fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Siglufjarðar. Verkstjóri var hann um hríð við Síldarverksmiðjurnar og bæjarstjóri um skeið. Um tíma var Ragnar skólastjóri og kennari á Sandi á Snæfellsnesi, og síðar í Vopnafirði. Hann var um árabil fréttaritari Morgunblaðsins á Vopnafirði. Eftirlifandi kona Ragnars er Kristín Ágústa Guðmundsdóttir. Vetrarkoma á Húsavík Húsavik 17. september 1980. NÚ hafa veður skipast i lofti. í morgun þegar út var litið var Húsavíkurf jall grátt niður i miðj ar hliðar og hefur svo verið i dag. Er haustlegt um að litast, og norðan kuldagjóla. Almennt munu menn vera búnir að taka upp kartöflur. Fyrstu göngur eru gengnar í lágsveitum, og gengu þær vel svo óvenjulega fátt fé mun vera á afréttum Dalabúanna. En Mývetningar eiga eftir sínar aðalgöngur, en þeir hafa frestað göngum í dag vegna veðurs. Hér er ekki vitað til að veðrið hafi valdið neinu beinu tjóni. Húsagarðar og torg á Húsavík hafa verið sérstaklega vel hirt í sumar og fallega blómum skreytt, en nú munu þau skipta um svip. - Fréttaritari. bingflokkur sjálfstæðismanna: Ekki verði stef nt í rikisrekstur f lugs MNGFLOKKUR sjálfstæð- ismanna kom saman til fundar i gær, og var þar meðal annars samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þingflokkur sjálfstæðismanna telur einsýnt að stjórnvöld geri ýtrustu tilraunir til þess að tryggja flugsamgöngur yfir Norður-Atlantshafið og lýsir sig reiðubúinn til samstarfs í þeim efnum, enda sé ekki stefnt í ríkisrekstur flugs og gagnslausar fjárskuldbindingar skattgreið- enda. Þingflokkurinn vítir vinnubrögð fulltrúa Alþýðubandalagsins og telur að þau hafi valdið Flugleið- um hf. itiiklu tjóni, stefnt í hættu atvinnu fjölda fólks, sem að flug- málum vinnur, og skaðað þjóðar- hagsmuni." Félag íslenzka prentiðnaðarins Áríöandi félagsfundur veröur haldinn í dag, fimmtudaginn 18. september kl. 4 síödegis í fundarsal félagsins aö Háaleitisbraut 58—60. Fundarefni: Ný staöa í samningamálunum Viöbrögö viö viö verkfallshótun Stjórn Félags íslenzka prentidnadaríns % T0Y0TA saumavélafjölskyldan Toyota 8000 með sauma- armi «=^» Hásjálfvirk zig-zag. Hœgt er að velja um 22 spor, beina sauma, glæsileg mynstur og allt þar á milli, 12 spor meo sjálfvirkum afturábaksaumi og 10 yenjuleg sjálfvirk spor. Ótrúlega margbrotin en einföld í notkun. Verð'JjailiKÍB T0Y0TA saumavélar fyrir alla Á verði fyrir alla A greiðslukjörum fyrir alla 2ja ára ábyrgö og saumanámskeið innifaliö í veröi. Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta. TOYOTA varahlutaumbodiö Armúla 23, sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.