Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 11 Tengibraut væntanlega VERIÐ er að vinna að lagn- ingu vegar úr Sætúni í Reykjavík á uppfyllingu neð- an Skúlagötu og mun vegur- inn tengjast Skúlagötu á móts við Frakkastíg. Einstefna verður á þessari leið úr austri, þ.e. frá Sætúni inn á Skúlagötuna. Fyrirhugað er að þessi nýi vegur verði mal- úr Sætúni á Skúlagötu opnuð um mánaðamót bikaður fyrir eða um mánaða- mótin og tekinn í notkun strax að því loknu. Að sögn gatnamálastjóra, Inga Ú. Magnússonar, er um- ferð á Sætúnstorgi mjög mikil í dag og þessi vegalagning gerð í því skyni að létta á umferð- inni þarna. Þá er einnig verið að breikka Sætúnsveginn frá Sætúnshringnum inn að Kringlumýrarbraut, en þessar framkvæmdir allar eru liður í stærra framtíðarverkefni, sem er tenging hraðbrautar við sjávarsíðuna, neðan Skúlagötu við Lækjargötu. Skúlagata mun þá verða venjuleg innan- bæjarbraut. Þessi mynd var tekin inn Skúlagotu. Eins og sjá má hefur stift verið unnið við uppfyllingu neðan götunnar og í framtíðinni er fyrirhugað að hraðbraut neðan Skúlagötu tengist Lækjargötu. Ljósm. Mbi. Emiiia. íslendingar fara á Norður- landamót í akstursíþróttum HAUSTFUNDUR Akstursíþrótta- ráða Norðurlanda var haldinn hérlendis nú um helgina. Að sögn Friðriks Gunnarssonar, eins is- Irn/ku fulltrúanna, var keppnis- timabilið næsta ár á öllum Norð- urlöndum skipulagt, auk þess sem var ákveðið að halda meistara- keppni Norðurlanda í hverri grein akstursiþrótta, og munu Islendingar taka i fyrsta sinn þátt i þvilikri keppni á næsta ári. Ennfremur voru á dagskrá þingsins reglugerðarbreytingar, samræmdar voru reglur innan Norðurlandanna, og ýmislegt fleira sem lýtur að starfi ráðanna var tekið til umfjöllunar. Norðurlandamótið í Rally-cross- keppni verður haldið í Svíþjóð í Þór Guðjónsson veiðimálastjóri: Veiðin í sumar minni en í fyrra Lítið borið á smálaxi í ánum „ENDANLEGAR tölur um veið- ina hafa ekki borist, en vertiðin f sumar hefur verið mjög einkenni- leg að því leyti að veðurfar hefur verið óhagstætt, litið vatn i ánum og sýnt að veiðin i sumar er minni en í fyrra," sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri, i samtali við Morgunblaðið, er hann var spunV ur um þessi mál. Þór sagði að þó veiðin væri yfirleitt minni, þá væri það mis- munandi eftir ám. Til dæmis hefði veiðst vel í Hvítá í Borgarfirði í net og einnig í Ölfusá. Hins vegar sagði Þór að veiðin í Hvítá í Árnessýslu hefði verið léleg og væri orsökin sú að mikill leirburð- ur væri í ánni. Veiðimálastjóri sagði að í sumar hefði mikið borið á stórum laxi, tveggja til þriggja ára úr sjó, og væri meðalþyngdin í flestum ám mun meiri en verið hefði undan- farin ár. „Það hefur lítið borið á smálaxi í ánum í sumar og getur það verið fyrir áhrif kulda til lands og sjávar á síðasta ári. Seiðin sem sett voru í árnar hafa trúlega komist illa af í sjónum vegna þessa og held ég að það sé megin orsökin fyrir þessum skorti á smálaxi," sagði Þór Guð- jónsson. Að lokum gat veiðimála- stjóri þess að laxagengdin í Kolla- firði hefði verið 2560 laxar nú í sumar og væri það mun betra en verið hefði undanfarin ár. Hann benti á að hlutdeild stærri fisks í þessum afla væri meiri en verið hefði og hlutfallið því hagstæðara en undanfarin ár. september á næsta ári, og Rally- keppni fer líka fram í Svíþjóð, en í maí. Reiknað er með að héðan fari 3—5 manna hópur á þessi mót. Sem stendur eru það ekki fleiri mót sem íslenzkir ökukappar geta tekið þátt í, en m.a. voru ákveðnir á fundinum keppnisdagar í Norðurlandamótinu í kappakstri. Tólf fulltrúar frá hinum Norður- löndunum sóttu þingið, og auk þeirra af íslands hálfu Olafur Guðmundsson, Sigurjón Harðar- son, Friðrik Gunnarsson og Marí- anna Friðjónsdóttir. íslenzku fulltrúarnir kváðust bjartsýnir varðandi framgang akstursíþróttakeppni hérlendis, og gerðu sér vonir um að innan nokkurra ára færi hér fram keppni um meistaratitla Norðurlanda í greinum akstursíþrótta. Mhl.mynd. RAX. Dr. Francois D'Albert ásamt konu sinni, Beverly. Þau eyddu hveitibrauðsdögunum hér á landi og skoðuðu m.a. Gullfoss og Geysi og ræddu við marga frömuði á sviði tónlistar. Tilviljun ef ís- lenzk tónverk f ást vestanhaf s Rætt við dr. Francois DÁlbert, prófess- or við Governors State University. Hann eyddi hveitibrauðsdögunum hér á landi „ÉG HEF talað við marga aðila hér á landi með það fyrir augum, að islenzkum tonverkum og is- lenzkum tónlistarmönnum verði komið á framfæri i rikari mæli erlendis en nú er. Málum er nú háttað þannig, að nánast vonlaust er að komast yfir tónlistarverk Isiendinga vestanhafs. Maður veit ekki hvernig bezt er að snúa sér, þvi almennt eru verk íslendinga ekki fáanleg i verzlunum," sagði dr. Francois D'Albert, tónskáld og fiðluleikari, stjórnandi og prófessor við Governors State University i Chicago, i samtali við blaðamann. Dr. Francois hefur undanfarna daga dvalið hér á landi ásamt konu sinni, Beverly. „Við eyðum hveiti- brauðsdögunum okkár hér á landi. Búin að vera liðlega viku, stórkost- legur tími," sagði Dr. Francois og benti á konu sína. „Beverly er frábær listamaður, ágætur ljós- myndari og fæst einnig við elek- tróníska tónlist." Dr. Francois D'Albert er ung- verskur að uppruna. Stundaði nám við Royal Liszt-akademíuna í Búdapest og einnig Peter Pazmany University í Búdapest. Dr. Fran- cois hefur kbmið fram í yfir 5 þúsund konsertum og verið einleik- ari við helstu sinfóníuhljómsveitir í Evrópu og Ameríku. Hann steig fyrsta sinn fæti á bandaríska grund árið 1956 — eftir uppreisn- ina í Búdapest. Dr. Francois skrifaðist lengi á við Jón Leifs heitinn. „Hann var mér sem faðir," sagði hann, og bætti við. „Ég hef hug á því að flytja verk eftir hann og önnur íslenzk tónskáld í Bandaríkjunum. Á næsta ári verður skandinavísk tónlistarkynning vestanhafs og þar vonast ég til að flytja verk íslenzkra höfunda. f>að yrði gaman ef íslenzkir tónlistarmenn og tónskáld kæmu vestur og flyttu verk sín J)ar. Ég hef rætt þetta við forseta íslands, hvort hugsanlega sé hægt að styðja tónlistarmenn til fararinnar og hún tók vel í mál mitt. Mér finnst að allar íslenzkar tónmenntir ættu að vera aðgengi- legar þeim, sem áhuga hafa á þeim erlendis. Svo er ekki því miður. Það er ákaflega erfitt, nánast tilviljun ef maður rekst á verk íslenzkra höfunda. Þarna er mikið verk að vinna og sjálfur vildi ég gjarnan taka þátt í því," sagði dr. Francois D'Albert að lokum. Bretar treysta ekki gæðum íslenzka fisksins lengur: Kaupmenn verða að selja hann sem Norðursjávarfísk — segir Þórleifur Ólafsson í Grimsby „ÁSTANDIÐ hér er orðið svo slæmt, að kaupmenn treysta gæðum islenzka fisksins ekki lengur. Þegar þeir frétta af islenzkum skipum á leiðinni panta þeir sér góðan fisk frá meginlandinu til að eiga i bakhöndinni." sagði Þórleifur ólafsson, sem starfar við móttöku islenzku fiskiskipanna i Grimsby, i samtali við Mbl. „Kaupmenn hér geta með engu móti boðið viðskiptavinum sín- um toiuvert stóran hluta þess afla, sem íslenzku skipin landa, vegna þess hve lélegur fiskurinn er, og hann fer því einfaldlega í fiskimjöl. Þetta er sérstaklega athyglisvert þegar það er haft í huga, að fyrir aðeins nokkrum árum, þótti fiskur af íslandsmið- um vera rjóminn af því sem fáanlegt var. Talandi dæmi um ástandið er, að mér er kunnugt um kaup- menn, sem hafa selt góðan fisk af íslandsmiðum með því fororði að um Norðursjávarfisk væri að ræða. Það þýðir hreinlega ekki lengur að bjóða íslandsfiskinn sem 1. flokks fisk. Þessir kaup- menn fengu að sjálfsögðu mjög gott verð fyrir fiskinn. Ég vil sérstaklega brýna fyrir islenzku sjómönnunum. að það er tilgangslaust að vera lengur en 10—11 daga að veiðum, þann- ig að fiskurinn sé ekki eldri en 14 daga þegar hann kemst til neyt- enda hér í Bretlandi. Annars eru gæðin langt undir því sem krafa er gerð um. Ef fiskurinn er góður á ekki að vera ýkja erfitt að fá 700—750 krónur fyrir hvert kíló að meðal- tali, en algengasta verðið fyrir íslenzka fiskinn að undanförnu er 450—550 krónur fyrir hvert kíló. Á þessu verður að verða breyting ef ekki á illa að fara," sagði Þórleifur Ólafsson að síð- ustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.