Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 25 mmyndir Myndin var tekin við komu Steingríms Her- mannssonar til Lux- emborgar í gær. Steingrímur er að taka í höndina á starfs- manni samgönguráðu- neytis Luxemborgar en lengst til hægri er Henrik Sv. Björnsson sendiherra íslands í BrUssel. Simamyndir: RAX. Hamer ráðuneytis- stjóri í samgönguráðu- neytinu, Henrik Sv. Björnsson, Steingrím- Hermannsson og ur Josy Bartel samgöngu- ráðherra í Luxemborg við upphaf viðræðn- anna í gær. gurður Helgason voru glaðir í Luxemborgar í gærdag. lunarmenn, eitingahúsa Þegar samkomulag hefur tekizt við öll félögin, sem rætt hefur verið við um launaflokkaröðunina, má gera ráð fyrir að sáttasemjari taki næst til við að ræða um kauplið kjarasamnings og verð- bótaákvæði. Ekki er búizt við því að erfitt verði að ná aðilum saman um kaupliðina, en kunnugir segja að helzti ásteytingarsteinninn, sem þá kynni að verða eftir, væri krafa ASÍ um gólf í verðbótavísi- tölunni. Á FIMMTUDAG efndi Borg- arskipulag Reykjavíkur til blaðamannafundar þar sem kynnt var ný tillaga að skipulagi Grjótaþorps. Til laga þessi er gerð af Hjörleifi Stefánssyni, arkítekt og Pet- er Ottossyni, þjóðháttafræð- ingur. Hefur skipulagstillag- an verið lögð fram í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur og Borgarráði, sem samþykkti þá hugmynd borgarskipu- iags að tillagan yrði kynnt almenningi og hagsmunaað- ilum áður en hún hlyti frek- ari umf jöllun. Er ætíunin að gefa þannig sem flestum aðil- um kost á að koma sjónar- miðum sínum á framfæri, áður en endanleg mótun til lögunar fer fram. Lóðaeigendum og íbúum í Grjótaþorpi hefur verið boðið á sérstakan kynningarfund, þar sem þeim gefst kostur á að kynna sér einstaka þætti tillögunnar og bera fram fyrirspurnir. Skipulagstillag- an verður svo væntanlega til sýnis almenningi síðar í haust og þá jafnframt sýndar aðrar Ný skipulagstillaga að Grjótaþorpi: F.v. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavikur, Sigurður Rarðarson, formaður skipulagsnefndar og Hjðrieifur Stefánsson, arkitekt. Ljósm. Emilía. Verndun og endurnýjun Grjótaþorps í núverandi mynd skipulagstillögur að Grjóta- þorpi, bæði gamlar og nýjar. Margar skipulagstillögur hafa verið gerðar að Grjóta- þorpi síðustu áratugina en flestum þeirra verið sam- merkt, að þær hafa gert ráð fyrir algerri endurnýjun byggðarinnar þar. Skipulags- nefnd samþykkti í apríl á síðasta ári að gerð skyldi skipulagstillaga um verndun og endurnýjun Grjótaþorps í núverandi mynd. Sú tillaga, sem nú er komin fram, er þannig sú fyrsta er leggur megináherzlu á varðveizlu húsanna í Grjótaþorpi og að trvggja að framtíðarsvipmót þorpsins falli að yfirbragði þeirra. Meginhugmyndin að baki þessarar skipulagstillögu er sú, að skipulagsákvæðum verði beitt til að stuðla að því að sem flest húsanna standi áfram og þeim verði komið í sómasamlegt horf. Á auðum lóðum verði byggð ný hús og taki þau mið af þeim húsum Horft til norðurs eftir Mjóstræti. Þannig eiga göturnar i Grjótaþorpi að lita út samkvæmt tillögunni. sem umhverfis eru að formi til og efnisnotkun. Lóðaskipt- ing verður óbreytt að mestu leyti, nema í norðvestur horni þorpsins, en þar verður að breyta lóðamðrkum til að hægt sé að hrinda skipulags: hugmyndum í framkvæmd. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir sömu götustæðum og nú eru, nema hvað Mjóstræti framlengist í boga til norðurs Likan af Grjótaþorpinu eins og það mun lita út ef tillagan nær fram að ganga. og tengist Vesturgötu. Gert er ráð fyrir einstefnuakstri frá Vesturgötu eftir Mjóstræti til suðurs og niður Fischersund, Bröttugötu og Grjótagötu til austurs. Samkvæmt tillögunni verða allar götur í Grótaþorpi steinlagðar í fullri breidd sinni og þannig frá þeim gengið að umferð verði hæg og réttur gangandi vegfar- enda sitji í fyrirrúmi. Einnig er búnaði gatna hagað þannig að íbúar Grjótaþorps verði ekki fyrir ónæði af akandi umferð, eins og hefur viljað brenna við síðustu ár. I tillögunni er kvatt til þess að borgaryfirvöld geri veru- legt átak til þess að ganga endanlega og snyrtilega frá öllum opinberum svæðum í Grjótaþorpi, þ.e. almennings- garði, götum, stígum, leik- svæðum o.fl. Lögð verði veru- leg alúð við hönnun og mótun þessara svæða. Jafnframt verði hafist handa sem fyrst um endurbætur á húsum í eigu borgarsjóðs í Grjóta- þorpi — eða ef þau verða seld, þá verði það með kvöðum sem tryggja varðveizlu þeirra og viðhald um ókomin ár. Fjöldi bílastæða, sam- kvæmt skipulagstillögunni, hefur mótast af því að ekki þykir rétt að hafa þarna stór samfelld bílastæði vegna þeirra afleiðinga sem það hefði fyrir heildarsvip byggð- arinnar. í norðvestur horni Grjótaþorps, þar sem ráðgerð er nokkuð samfelld ný byggð á auðum lóðum, er gert ráð fyrir að bílgeymslur verið í kjöllurum húsanna. Það umhverfislega mark- mið, sem stefnt er að með þessari skipulagstillögu, er fyrst og fremst að skapa heillegt hverfi þar sem nýju húsin verði sniðin eftir þeim gömlu. Gömlu húsin verði þannig ráðandi í heildarmynd Grjótaþorps, en stærð og lög- un nýrra húsa látin stuðla að þeim hlýleika, sem oftar ein- kennir gömul hverfi en ný. bó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.