Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.09.1980, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 25 flfofgtiiiÞIftfeft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Niðurrifsmenn í atvinnulífinu Flugleiðir eru ekki eina dæmið um atvinnufyrirtæki sem Alþýðubandalagið reynir nú að koma á kné. Athyglisvert er, að það sýnist vera meginstefna Alþýðubandalagsins í núverandi ríkisstjórn og forvera hennar, vinstri stjórn Olafs Jóhannessonar, að höggva að rótum atvinnulífsins í landinu, hvort sem það er í einkaeign, samvinnurekstri, eða jafnvel um að ræða fyrirtæki í ríkiseigu undir sjálfstæðri stjórn. Hitaveita Reykjavíkur og Landsvirkjun eru tvö veigamestu orkufyrirtæki landsmanna. Þetta eru fyrirtæki, sem hafa dafnað vel, sýnt góða afkomu og haft bolmagn til þess að ráðast í viðamiklar orkuframkvæmdir, sem hafa komið landsmönnum til góða. Eftir að áhrifa Alþýðubandalagsins fór að gæta í stjórn landsins hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í rekstri þessara tveggja fyrirtækja. Fjárhagsstaða þeirra hefur versnað mjög á skömmum tíma vegna þess, að þau hafa ekki fengið að hækka verð á þjónustu sinni í samræmi við verðbólguna. Nú er svo komið, að Hitaveita Reykjavíkur hefur neyðst til þess að taka erlend lán til að geta haldið áfram framkvæmdum ella hefði til þess komið, að hús á höfuðborgarsvæðinu hefðu orðið að taka upp olíukyndingu. Hjá Landsvirkjun er staðan sú, að þetta fyrirtæki, sem áður var vel stætt, er komið í stórfelldan taprekstur. Þetta þýðir, að það hefur minna bolmagn en áður til þess að standa undir nýjum virkjunarframkvæmdum og hætta er á, að lánstraust þess þverri og lánakjör fyrirtækisins verði óhagstæðari. Það er auðvitað fáránlegt, að fara svona með þessi fyrirtæki en það hefur verið gert undir stjórn orkuráðherra Alþýðubandalagsins. í öðrum atvinnurekstri er ástandið hið sama. Með margvíslegum aðgerðum stjórnvalda, í verðlagsmálum, skattamálum og á öðrum sviðum er gengið hart að atvinnurekstrinum í landinu. Hann veikist stöðugt og verður upp á náð bankanna kominn. Þegar bankastjórar taka ákvörðun um að halda fyrirtækjunum gangandi með lánveitingum koma Alþýðubandalagsmenn og þjónar þeirra og segja, að það sé hneyksli hvað útlánastefna bankanna hafi farið úr böndum. Þegar farið er að skoða, hvað hefur farið úr böndum kemur í ljós, að bankarnir hafa verið að halda undirstöðuatvinnu- vegum landsmanna gangandi vegna þess, að ríkisstjórnin, sem Alþýðubandalagsmenn ráða mestu í, veitir atvinnuvegunum ekki eðlileg rekstrarskilyrði! Þegar bankarnir stöðva útlán komast fyrirtækin í þrot og loka, fólkið verður atvinnulaust og Alþýðubandalagsmenn skamma atvinnurekendur fyrir aumingja- skap! Afleiðingin af þessum vinnubrögðum sósíalista í ríkisstjórninni er sú, að hér er að skapast stórhættulegt ástand í atvinnulífinu. Þessi vinnubrögð bitna ekkert síður á fyrirtækjum í samvinnu- rekstri heldur en fyrirtækjum í einkarekstri og svo vill til að kommúnistar hafa sjálfir forræði atvinnufyrirtækja á Neskaups- stað og þeir geta kynnst því þar af eigin raun, hver staðan er. Lýðræðisflokkarnir í landinu verða að ná saman um að stöðva þessa hættulegu þróun. Það er óviðunandi, að Alþýðubandalags- menn verði látnir komast upp með það að eyðileggja atvinnulífið í landinu á þann hátt, sem nú er verið að gera. Svavar og ríkisframlagið Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, heldur því fram í Þjóðviljanum í gær, að Morgunblaðið hafi haft uppi kröfur um það, að íslenzkir skattgreiðendur yrðu látnir standa undir hallanum af Atlantshafsfluginu. Þetta eru ósannindi, uppspuni. Morgunblaðið hefur ekki sett neina slíka kröfu fram. Það væri fróðlegt að fylgjast með félagsmálaráðherra reyna að finna þessum orðum sínum stað. Athyglisvert er að Alþýðubandalagsmenn reyna nú að halda því fram, að ýmist Morgunblaðið eða stjórnendur Flugleiða hafi krafizt þess, að ríkið borgaði hallann af Atlantshafsfluginu. Hið rétta er, að það er ríkisstjórnin sjálf, sem hefur tekið upp þá stefnu, að ríkissjóður skuli veita Flugleiðum baktryggingu vegna hallareksturs á þessu flugi. Þeir Svavar Gestsson, Ragnar Arnaíds og Hjörleifur Guttormsson hafa sjálfir samþykkt á ríkisstjórnar- fundum að greiða hallareksturinn af þessu flugi. Þeir verða að eiga um það mál við sjálfa sig en ekki aðra. Viðræðurnar í Luxemborg — Símamyndir Myndin var tekin við komu Steingríms Her- mannssonar til Lux- emborgar í gær. Steingrímur er að taka í höndina á starfs- manni samgönguráðu- neytis Luxemborgar en lengst til hægri er Henrik Sv. Björnsson sendiherra íslands í Briissel. Símamyndir: RAX. Hamer ráðuneytis- stjóri í samgönguráðu- neytinu, Henrik Sv. Björnsson, Steingrím- ur Hermannsson og Josy Bartel samgöngu- ráðherra í Luxemborg við upphaf viðræðn- anna í gær. Á þessari mynd eru frá vinstri Sigurður Helgason, Örn ó. Johnson og Josy Bartel. Örn ó. Johnson og Sigurður Helgason voru glaðir í bragði við komuna til Luxemborgar í gærdag. Viðræður um röðun starfsheita í launaflokka: Samkomulag vörubílstjóra SAMKOMULAG tókst í fyrrinótt um röðun starfsheita f launa- flokka kjarnasamninKs milli Vinnuveitendasambands íslands, Landssambands verzlunarmanna ok Landssambands vöruhifreiða- stjóra. í gærkveldi tókst einnix sams konar samkomulaK við Fé- laK starfsfólks i veitinKahúsum. Samkvæmt upplýsingum Guð- lauRs Þorvaldssonar átti að halda áfram sáttafundi í gærkveldi, þar sem rætt var um röðun í launa- náðist við verzlunarmenn, og starfsfólk veitingahúsa flokka við Samband bygginga- manna og Málm- og skipasmiða- samband íslands. Guðlaugur kvaðst bera þá von í brjósti í gærkveldi, að takast mætti að ná samkomulagi milli vinnuveitenda og þessara sambanda áður en fundum yrði slitið í nótt. Þá mun hafa verið í ráði að Félag mat- reiðslumanna kæmi einnig inn í viðræðurnar. Eins og getið hefur verið í Morgunblaðinu hafði áður náðst samkomulag um röðun starfsheita í launaflokka við Verkamanna- samband íslands og Landssam- band iðnverkafólks. Þá hefur verið boðaður sátta- fundur með bókagerðarmönnum og viðsemjendum þeirra, en eins og skýrt er frá í annarri frétt í Mbl. í dag, hafa bókagerðarmenn boðað verkföll í næstu viku. Þá voru flugmannafélögin á sátta- fundi í gær vegna starfsaldurs- lista félaganna. Þegar samkomulag hefur tekizt við öll félögin, sem rætt hefur verið við um launaflokkaröðunina, má gera ráð fyrir að sáttasemjari taki næst til við að ræða um kauplið kjarasamnings og verð- bótaákvæði. Ekki er búizt við því að erfitt verði að ná aðilum saman um kaupliðina, en kunnugir segja að helzti ásteytingarsteinninn, sem þá kynni að verða eftir, væri krafa ASÍ um gólf í verðbótavísi- tölunni. Á FIMMTUDAG efndi Borg- arskipulag Reykjavíkur til blaðamannafundar þar sem kynnt var ný tillaga að skipulagi Grjótaþorps. Til- laga þessi er gerð af Hjörleifi Stefánssyni, arkitekt og Pet- er Ottossyni, þjóðháttafræð- ingur. Hefur skipulagstillag- an verið lögð fram í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur og Borgarráði, sem samþykkti þá hugmynd borgarskipu- lags að tillagan yrði kynnt almenningi og hagsmunaað- ilum áður en hún hlyti frek- ari umfjöllun. Er ætlunin að gefa þannig sem flestum aðil- um kost á að koma sjónar- miðum sínum á framfæri, áður en endanleg mótun til- lögunar fer fram. Lóðaeigendum og íbúum í Grjótaþorpi hefur verið boðið á sérstakan kynningarfund, þar sem þeim gefst kostur á að kynna sér einstaka þætti tillögunnar og bera fram fyrirspurnir. Skipulagstillag- an verður svo væntanlega til sýnis almenningi síðar í haust og þá jafnframt sýndar aðrar - cs* ' ■ Smm L | ■ i \ vví? ! _ F.v. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar og Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Ljósm. Emilía. KöS"- Vemdun og endumýjun Grjótaþorps í núverandi mynd Horft til norðurs eftir Mjóstræti. Þannig eiga göturnar i Grjótaþorpi að lita út samkvæmt tillögunni. skipulagstillögur að Grjóta- þorpi, bæði gamlar og nýjar. Margar skipulagstillögur hafa verið gerðar að Grjóta- þorpi síðustu áratugina en flestum þeirra verið sam- merkt, að þær hafa gert ráð fyrir algerri endurnýjun byggðarinnar þar. Skipulags- nefnd samþykkti í apríl á síðasta ári að gerð skyldi skipulagstillaga um verndun og endurnýjun Grjótaþorps í núverandi mynd. Sú tillaga, sem nú er komin fram, er þannig sú fyrsta er leggur megináherzlu á varðveizlu húsanna í Grjótaþorpi og að tryggja að framtíðarsvipmót þorpsins falli að yfirbragði þeirra. Meginhugmyndin að baki þessarar skipulagstillögu er sú, að skipulagsákvæðum verði beitt til að stuðla að því að sem flest húsanna standi áfram og þeim verði komið í sómasamlegt horf. Á auðum lóðum verði byggð ný hús og taki þau mið af þeim húsum sem umhverfis eru að formi til og efnisnotkun. Lóðaskipt- ing verður óbreytt að mestu leyti, nema í norðvestur horni þorpsins, en þar verður að breyta lóðamörkum til að hægt sé að hrinda skipulags: hugmyndum í framkvæmd. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir sömu götustæðum og nú eru, nema hvað Mjóstræti framlengist í boga til norðurs Líkan af Grjótaþorpinu eins og það mun lita út ef tillagan nær fram að ganga. og tengist Vesturgötu. Gert er ráð fyrir einstefnuakstri frá Vesturgötu eftir Mjóstræti til suðurs og niður Fischersund, Bröttugötu og Grjótagötu til austurs. Samkvæmt tillögunni verða allar götur í Grótaþorpi steinlagðar í fullri breidd sinni og þannig frá þeim gengið að umferð verði hæg og réttur gangandi vegfar- enda sitji í fyrirrúmi. Einnig er búnaði gatna hagað þannig að íbúar Grjótaþorps verði ekki fyrir ónæði af akandi umferð, eins og hefur viljað brenna við síðustu ár. I tillögunni er kvatt til þess að borgaryfirvöld geri veru- legt átak til þess að ganga endanlega og snyrtilega frá öllum opinberum svæðum í Grjótaþorpi, þ.e. almennings- garði, götum, stígum, leik- svæðum o.fl. Lögð verði veru- leg alúð við hönnun og mótun þessara svæða. Jafnframt verði hafist handa sem fyrst um endurbætur á húsum í eigu borgarsjóðs í Grjóta- þorpi — eða ef þau verða seld, þá verði það með kvöðum sem tryggja varðveizlu þeirra og viðhald um ókomin ár. Fjöldi bílastæða, sam- kvæmt skipulagstillögunni, hefur mótast af því að ekki þykir rétt að hafa þarna stór samfelld bílastæði vegna þeirra afleiðinga sem það hefði fyrir heildarsvip byggð- arinnar. I norðvestur horni Grjótaþorps, þar sem ráðgerð er nokkuð samfelld ný byggð á auðum lóðum, er gert ráð fyrir að bílgeymslur verið í kjöllurum húsanna. Það umhverfislega mark- mið, sem stefnt er að með þessari skipulagstillögu, er fyrst og fremst að skapa heillegt hverfi þar sem nýju húsin verði sniðin eftir þeim gömlu. Gömlu húsin verði þannig ráðandi í heildarmynd Grjótaþorps, en stærð og lög- un nýrra húsa látin stuðla að þeim hlýleika, sem oftar ein- kennir gömul hverfi en ný. 'bó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.