Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Olli miklum skemmdum á Héraði og viðar EKÍIsstrtðum á Héraói 17. wpt. 1980. MIKIÐ hvassviðri gekk yíir norðausturhluta landsins i nótt, og olli veðrið talsverðum skemmdum og óþægindum. Fjallvegirnir um Oddsskarð og Fjarðarheiði lokuðust íyrir um- ferð smærri bifreiða og hið sama er að segja um Fagradal. Bílaferjan Smyrill kom til Seyðisfjarðar í gærkvöldi. Frem- ur fáir farþegar voru með skip- inu að þessu sinni, en allmargar Starfsmenn Véltækni á Egils- stöðum fengu óbliðar móttökur er þeir komu til vinnu i gær- morgun, allt var fannhvítt, blautt og kalt, en þeir vinna nú við dreifilögn hitaveitu á Egils- stöðum. bifreiðar. Margar þeirra urðu að snúa við og halda til Seyðisfjarð- ar á ný á leið sinni yfir Fjarðar- heiði til Egilsstaða, vegna veður- hæðarinnar og ófærðar. Rétt er þó að taka fram að bifreiðar þessar voru ekki búnar til akst- urs við þau skilyrði er voru á fjallinu í nótt. Starfsmenn RARIK hafa haft mikið að gera í nótt og í dag við að gera við raflínur og reyna að koma rafmagni á að nýju, en víða varð rafmagnslaust í óveðr- inu. Rafmagnsiaust varð á Egils- stöðum um klukkan 2 í nótt og aftur klukkan 7 í morgun og síðan öðru hvoru. Sömu sögu er að segja um sveitirnar hér í grenndinni, þar sem jafnvel er enn rafmagnslaust. Margar þverslár á rafmagnsstaurum hafa brotnað vegna blotaísingar, sem einnig hefur dregið raf- magnslinurnar niður í jörð og slitið þær víða. Þá hafa nokkrir rafmagnsstaurar brotnað undan þunganum og hvassviðrinu. Inni í Egilsstaðakauptúni brotnaði til dæmis einn staur og lenti raflín- an á bíl og skemmdi hann töluvert. Ekki er vitað um nein slys á fólki í óveðrinu. Ekki var unnt að fljúga til Egilsstaða í gær fyrr en komið var undir kvöld vegna raf- magnstruflananna, sem komu í veg fyrir útsendingu aðflugs- tækja sem hér eru, en veður var ekki til sjónflugs. — Jóhann. Ljtom: Jóhann D. Jónss. Hér má sjá raflinu er slitnaði undan isingarþunganum. Staurinn brotnaði einnig og linan lenti á bifreiðinni eins og sést á myndinni. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra: Tekjuaf gangur fjárlagafrum- varpsins meiri en i fyrra FJÁRLAGAFRUMVARP Ragn ars Arnalds er nú komið í prent- un í Rikisprentsmiðjunni Guten- berg og munu niðurstöðutölur þess vera á bilinu 510 til 520 Bandaríkjamenn afnema brottf arar- skatt á flugfarþega BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að felia niður brottfarar- skatt á ferðamenn i millilanda- flugi frá og með 30. september næstkomandi. Skattlagning þessi hefur verið þrír doilarar á hvern flugfarþega í millilandaflugi og hefur mælst mjög illa fyrir hjá ferðamönnum. Bandarísk ferðamálayfirvöld hafa barist mjög gegn þessari skatt- lagningu með þessum árangri. Jafnframt lækkar skattlagning á innanlandsfarþega í Bandaríkjun- um úr 8% í 5%. miiljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Arnalds fjármálaráðherra er nokkur tekjuafgangur í frumvarpinu og er hann hlutfallslega meiri en hann var i frumvarpi hans, sem samþykkt var sem lög frá Al- þingi hinn 2. april siðastliðinn. I>ví getur látið nærri að hann sé a.m.k. um 1' • milljarður króna. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann vildi ekki gefa neinar upplýsingar um inn- lendar fjárveitingar, en hins vegar kvað hann fjármálaráðuneytið hafa leitazt við að halda niðri kostnaðaraukningu eins og hægt hafi verið. „Ég get þó alls ekki sagt að það bitni sérstaklega á rannsóknastarfsemi í landinu," sagði Ragnar, og bætti við: „En tilraunabú landbúnaðarins eru þær stofnanir, sem m.a. eru sér- staklega skoðaðar og höfum við átt viðræður við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins um það efni." Meðfram afgreiðslu fjáriaga- frumvarps í ríkisstjórn, hefur verið rætt um efnahagsaðgerðir. Ragnar kvað óhjákvæmilegt að gera það samhliða gerð fjáriaga- frumvarpsins. Umræðunni um efnahagsmál innan ríkisstjórnar- innar er þó hvergi nærri lokið, að sögn Ragnars, og kvað hann ekki hafa gefizt nægan tíma til slíkrar umfjöllunar, þar sem tíminn hefði allur farið í fjárlagafrumvarpið sjálft og eins Flugleiðamálið. Sé gert ráð fyrir að fjárlaga- frumvarpið nú hækki um 50% frá fjárlögum, sem samþykkt voru 2. apríl síðastliðinn, er hlutfallsleg hækkun þessa frumvarps frá síð- asta fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds um 53%. Sé hins vegar miðað við núverandi fjárlaga- frumvarp og frumvarp Tómasar Árnasonar, sem lagt var fram í október í fyrra, er hækkunin milli ára 59,5% og miðað við frumvarp Sighvats Björgvinssonar, sem lagt var fram í desember í fyrra, er hækkunin 61,6%. Slys um borð í Breka VE Vestmannaeyjatogarinn Breki kom inn til Húsavíkur um hádeg- isbilið i gær, með slasaðan skip- verja. Hafði skipverjinn fótbrotn- að þar sem skipið var að veiðum fyrir Norðurlandi, og var lög- reglan á Húsavík beðin um að- stoð við að koma honum á sjúkra- hús. Að sögn hjúkrunarfólks á sjúkrahúsinu á Húsavík var mað- urinn ekki talinn í lífshættu, og var líðan hans góð eftir atvikum í gær. Ekki er nánar vitað um tildrög slyssins. Fékk 867 kr. fyrir kílóið af f iski í 11 u 11 NOKKUR fiskiskip lönduðu afla sínum i Bretlandi og V-Þýzka- landi i gær og fékkst yfirleitt mjög gott verð fyrir aflann. Hjálpaðist þar tvennt til. góður fiskur hjá islenzku skipunum og lítið framboð af fiskí annars staðar frá, en siðustu daga hafa verið vond véður i Norðursjónum og við Bretland. Freyja RÉ seldi sérstaklega vel i Hiill og meðal- verðið, sem fékkst er með þvi hærra, sem fengizt hefur. Freyja seldi 53,1 tonn i Hull fyrir 46 milljónir og var meðalverðið þvi 867 krónur á kíló. Bylgja VE seldi 64,4 tonn í Fleetwood fyrir 47,7 milljónir, meðalverð 741 króna. Hópsnes GK seldi 48 tonn í Grimsby fyrir 32,1 milljón, meðalverð 669 krónur. Karlsefni seldi 235,6 tonn í Cux- haven fyrir 129,8 milljónir, meðal- verð 551 króna. Þá var landað hluta af afla Maí í Bremerhaven og fengust 41,6 milljónir fyrir 80,9 tonn, meðalverð 515 krónur. Heldur er talið ólíklegt, að yfirvofandi verkfall hafnarstarfs- manna í Bretlandi hafi áhrif á landanir islenzkra skipa þar í næstu viku. Þeir sem vinna við löndun á ísfiski munu ekki vera í sömu félögum og þeir hafnar- starfsmenn, sem boðað hafa verk- fall. í dag verður haldin fundur um þessi mál í Bretlandi og skýrist þá væntanlega hvort verk- fallið, ef af því verður, hefur einhver áhrif á landanir íslenzkra skipa. Þegar er þó ljóst, að í Hull verða landanir með eðlilegum hætti og a.m.k. í Grimsby á mánudag. Hugmyndir skólastjórans í Grindavík: Sala Boeing-þota Flugleiða: Kennarinn láti af kennslu að hluta Júgóslavar hafa beð ið um frekari frest JÚGÓSLAVARNIR, sem undir- rituðu samning um kaup á tveim- ur Boeing 727-100 þotum frá Flugleiðum i ágústmánuði, hafa beðið um frekari frest áður en gengið verður endanlega frá kaupunum. Að sogn Sveins Sæ- mundssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða, voru i samningnum ákveðn- ir fyrirvarar af hálfu Júgóslav- anna og þvi ekki endanlega frágengið hvort af kaupunum verður. Vitað er að Júgóslavarnir hafa átt í einhverjum erfiðleikum varð- andi yfirfærslur í sínu heimalandi vegna kaupanna, en á næstunni er fyrirhugaður fundur samningsað- ilanna þar sem málin ættu endan- lega að skýrast. í GÆR héldu foreldrar þeir í Grindavík sem eiga í deilu við skólayfirvöid þar á staðnum vegna ákveðins kennara við skólann, fnnd. þar sem rædd- ar voru hugmyndir skóla- stjóra grunnskólans i Grinda- vik til lausnar þessu máli. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér ganga hugmyndir skólastjór- ans út á það að kennarinn, sem um er deilt, láti af kennslu að hluta til, við þann bekk sem áformað var að hann kenndi við. En eins og kunnugt er láta foreldrar barnanna í þessum bekk þau ekki mæta í skólann, að óbreyttu ástandi. Skólastjórinn mun hugsa sér að kennarinn kenni nem- endum þessum einhverjar námsgreinar, en annar kenn- ari eða aðrir kennarar, gangi inn í starfið á móti. Þá mun skólanefnd Grinda- víkur hafa ymprað á því við foreldra umræddra barna, að kennarinn sem styrinn stend- ur um, verði látinn hætta á vori komanda, til að ná sáttum í málinu. Foreldrarnir munu vera tortryggnir á þessa til- lögu nefndarinnar, þar sem einn nefndarmaðurinn mun hafa sagt að kennarinn myndi látinn fara, stæði hann sig ekki betur í vetur en hingað til. Þetta mun foreldrunum hafa þótt full loðið og því ekki aðgengilegt. A fundinum í gær ætluðu foreldrarnir að taka sameigin- lega afstöðu í málinu, en ákvarðanir verða teknar á fundi þeirra með skólastjóra á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.