Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
Boeing 737-2000-vöruflutninga- og farþogavél Air Alaska. Um nokkurt akaié hafa fariö fram athuganir ó
vegum Flugleiða um rekstur slíkra véla til að leysa af hólmi eldri Boeing 727-IOOC-vélarnar, sem verið er að
selja.
Þrjér DC-8-þotur Flugleiða é Luxemborgarflugvelli. Hver þeirra ber 249
farþega og 5 tonn af varningi. Vélunum er hægt að breyta í
vöruflutningavélar og bera þsar þé 46 tonn af varningi.
Samkeppnin í
flugheintinum
Flugleiðir tryggja samgöngur íslands við önnur lönd
Flugfloti Flugleiða í dag samanstendur af fjórum hafa Flugleiðir framleigt til Air Florida til tveggja
Fokker F-27-vélum, tveimur Boeing 727-100C, sem ára. Eignaaukning fyrirtækisins í Tíunni er talin
nú er reyndar verið að selja, einni Boeing 727-200 vera einn milljarður íslenskra króna eða um 2
og þremur DC-8-63-þotum. Þá fékk fyrirtækið eina milljónir dollara. Kaupverðið var rúmar 40
DC-10-30 CF-breiðþotu afhenta í desember 1978, milljónir dollara.
sem félagið hefur á kaup-leigusamningi. Tíuna
Þörfum landsmanna
sinnt áfram
Til þess að fá nokkurn fróðleik
varðandi ýmsa þætti flugrekstrar
Flugleiða var rætt við Leif Magn-
ússon verkfræðing, framkvæmda-
stjóra flugrekstrarsviðs félagsins.
í upphafi kvaðst hann vilja geta
þess, að það væri mikill misskiln-
ingur, sem nú virtist uppi, að
Flugleiðir væru að hætta flug-
starfsemi sinni, þótt nú ætti að
draga úr fluginu milli Luxemborg-
ar og Bandaríkjanna. — Félagið
hefur fullan hug á að sinna áfram
flutningaþorf innanlands og milli
landa og það er mikill misskiln-
ingur ef almenningur heldur að nú
ætli Flugleiðir að leggja niður alla
flugstarfsemi, sagði Leifur Magn-
ússon. — Fyrir utan flugrekstrar-
leyfi félagsins er taka til áætlun-
arflugs, sinnir félagið einnig
áfram ýmiss konar þjónustuflugi
og leiguflugi.
Leifur Magnússon var spurður
að því hvað framundan væri
varðandi flugvélaflota félagsins.
Ekki þotur í
innanlandsflug
— Flugfélög eru sífellt að at-
huga og ræða hvað henti þeim
best til endurnýjunar og viðhalds
flugvélaflota sínum og Flugleiðir
sinna því að sjálfsögðu líka. Stöð-
ugt þarf að fylgjast með því hvaða
flugvélartegund henti best verk-
efnum félagsins. Varðandi innan-
iandsflugið má segja að enn um
sinn virðist hagkvæmast að reka
Fokker F-27-vélar miðað við verk-
efnin þar, þótt á vissum flugleið-
um virðist heppilegra að vera með
minni flugvél, t.d. 20—30 sæta, til
að viðunandi tíðni ferða fáist. í
yfirliti yfir notkun flugvéla fé-
lagsins á siðasta ári kemur fram
að meðalflugtími ferða í innan-
landsflugi er 53 mínútur. Fjöldi
árlegra flugferða í innanlands-
flugi er mikill, yfir 9 þúsund óg
vegalengdir stuttar, 298 km að
meðaltali, og í flugi sem þessu
hentar því ekki að vera með þotur,
eins og stundum hefur verið spurt
um. Athygli hefur vakið, að eftir
hinar miklu eldsneytishækkanir
síðustu ára hefur SAS ákveðið að
hætta rekstri DC-9 þotna á styttri
flugleiðum sínum og nota þar
heldur Fokker-F27.
Næstu þotukaup
B-737?
Millilandaflugið krefst einnig
sams konar skoðunar varðandi
flugvélakost og seinna á þessu ári
verður að taka ákvörðun um
næsta skref varðandi þotukaup.
Við höfum komist að þeirri niður-
stöðu að á Evrópuleiðum verði hér
valið á milli Boeing 727 og
-73^þotna. Hafa Boeing-verk-
smiðjurnar gert ítarlega könnun
fyrir félagið á tæknilegum og
fjárhagslegum þáttum ýmissa
valkosta í rekstri þessara flugvéla
á leiðum félagsins. í þessu sam-
bandi koma til greina þrír kostir,
að hafa eingöngu B-727, eingöngu
B-737 eða þotur af báðum þessum
tegundum, þ.e. nýju B-727/200C-
þotuna og nýja og fullkomna þotu
af gerðinni B-737. Hér þarf að
hafa í huga bæði farþega- og
vöruflutninga, en í flugrekstri
okkar koma til ákveðnar forsend-
ur, sem liggja til grundvallar við
athugun á slíkum flugvélategund-
um.
Hér má skjóta því inn í að þotur
af gerðinni B-737 eru búnar tveim-
ur hreyflum og gert ráð fyrir að
þeim fljúgi tveir flugmenn, þ.e.
ekki er gert ráð fyrir flugvél-
stjóra. Af þeim 75 flugfélögum,
sem í dag reka Boeing 737, hefur
71 félag tveggja flugmanna
áhafnir, en aðeins 4 félög þriggja
manna áhafnir. Samtök flug-
manna hafa sums staðar mótmælt
því að fljúga slíkum vélum nema
með þriggja manna áhöfn og
sumir flugmenn telja ekki rétt að
fljúga þessum þotum á langleiðum '
yfir úthaf með tvo hreyfla. Arnar-
flug hefur hins vegar áhuga á að
kaupa vél af þessari gerð til að
leysa af hólmi núverandi fjögurra
hreyfla Boeing 720-vél sína, enda
yrði slík flugvél mun betur sam-
keppnisfær á alþjóðlegum leigu-
flugsmarkaði.
Boeing þotur í
vetraráætlun
Vetraráætlun félagsins hefur
nýlega verið kynnt og þar kemur
fram að reka á allt millilandaflug-
ið með Boeing-þotum, annars veg-
ar þeirri nýju og hins vegar
annarri gömlu þotunni. Líklegt er
Forréöamenn Flugleiða. Á myndinni eru fré vinstri: Leifur Magnússon, Siguröur Helgason, örn Ó. Johnson,
Björn Theódórsson, Erling Aspelund og Sveinn Sæmundsson.