Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 Gleymið ekki börnunum Leikbrúðubíllinn í Bústaðahverfi Myndir og texti: Þórir S. Guðbergsson Hver sá tími sem varið er með börnum og íyrir börn er sáningartími, tími gagnkvæmrar gleði og endurnýjunar. Leik- brúðubíllinn var á ferð um gæsluvelli Reykjavikur í sumar eins og undanfarin siimur. Við heimsóttum þær stöllur, Sigríði Hannesdótt- ur og Helgu Stephensen, þegar leikbrúðubíllinn var við gæsluvöll- inn í Bústaðahverfi í sumar. Sigriður Hannesdóttir bauð alla gesti velkomna, bæði börn og fullordna, i upphafi samverunnar. Greinilegt var, að hér var kunnáttumanneskja á ferð og athygli barnanna beindist strax að orðum Sigriðar. Það vakti athygli okkar, að f joldi mæðra og amma voru með bornunum að þessu sinni og setti það óneitanlega svip á félagsskapinn. Fullorðnir og born eiga saman. Fyrsti dagskrárliðurinn var leikritið um prinsessuna, sem langaði til að eignast leikfélaga. Hún var ein á báti eins og kemur oft fyrir hjá bornum. Hún fann til einmanaleika og langaði þvi að eignast leikfélaga. Þar komu við sögu bæði kálfur og kýrin Skjalda og mitt i leiknum tóku allir undir og sungu hástofum: „Nú skal syngja um kýrnar, sem bauia oft i kór, þær gefa okkur mjólkina, svo oll við verðum stór." Sigriður kynnti hvert atriðið á fætur öðru. Þess á milli lét hún krakkana syngja eða sagði þeim stutta sögu. Allur tækniútbúnað- ur var i góðu lagi og greinilegt, að hér var einnig æfður maður að verki, sem hafði skilning á þvi, hversu mikilvægt það er, að efni sem flutt er, komist almennilega til skila. Annars er allt unnið fyrir gýg. Sólin kom upp með pomp og pragt. Og innan tiðar fór hún að leika sér við hvern vin sinn á fætur oðrum. Þeir komu i ákveðinni röð og kynntu sig með þvi að syngja söng: „Ég heiti ÓIi rauði.. Eg heiti Gústi græni... Ég heiti Stjáni blái.. " o.s.frv. Áhorfendur voru sem i öðrum heimi. Songurinn skipaði háan sess i dagskránni. Áður en varði hafði Sigriður fengið 6 börn til að koma upp á pall og syngja. Þau voru ekki öll jafn örugg og ófeimin. Það var heldur ekki ætlunin að leyfa „stjörnunum" að hrifa hug áhorfenda. Ekki má gleyma þeim, sem hafa minni getu, en langar samt til að spreyta sig. A ekki að reyna að gera öllum jafnhátt undir höfði? Að lokum birtist Helga Stephensen og kynnti leynigestinn fyrir gloðum og kátum áhorfendum. Leynigesturinn gægðist út fyrir tjaldið og bornin klöppuðu fyrir náunga, sem flestir eða allir konnuoust við — einum af skriplunum. Skriplarnir enduðu eðlilega með þvi að syngja og láta alla taka undir. Þakklátur hópur kvaddi leikbrúðubilinn, sem var að enda sumarstarf sitt um þetta leyti. Bornunum á gæsluvöllunum hafði ekki verið gleymt á þessu sumri. Þau fengu heimsókn af góðu fólki, sem vissi, að börn og fullorðnir eiga saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.