Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 37 Þingf lokkur Alþýðuflokksins: Telur þjóðnýtingu Flug- leiða ekki leysa vandann Svohljóðandi fréttatilkynning hefur borizt frá þingflokki Al- þýonflokksins: „Á fundi þingflokks Alþýðu- flokksins í dag var m.a. rætt um málefni Flugleiða á grundvelli þeirra umræðna, sem fram hafa farið nú nýverið milli ríkisstjórn- arinnar og fulltrúa þingflokkanna um málið. Þingflokkurinn gerði eftirfarandi ályktun: Þingflokkur Alþýðuflokksins telur flug til Luxemborgar og samstarf um flugmál við Luxem- borgarmenn svo mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni, að það megi ekki fella niður, meðan nokkur kostur er að halda því áfram. Þingflokkurinn er reiðubúinn að styðja tilraunir til að ná viðun- andi samkomulagi við stjórnvöld í Luxemborg um áframhald þessa flugs með stuðningi beggja ríkj- anna, nema útgjöld af því verði óviðráðanleg. Þingflokkurinn telur, að þjóð- nýting Flugleiða mundi ekki leysa vandann, enda þótt hlutafjáreign ríkisins í félaginu mætti aukast. Hins vegar er óeðlilegt og ætti að vera bannað, að önnur flutninga- félog, eins og skipafélög, séu áhrifamiklir aðilar að félaginu, enda kemur þar til hagsmunaá- rekstur. Þingflokkur Alþýðuflokksins fordæmir niðurrifsstefnu Alþýðu- bandalagsins í þessu máli og telur að eftirlitsmaður fjármálaráð- herra hjá félaginu eigi að víkja úr starfi vegna trúnaðarbrota. Brýn nauðsyn er að eyða tor- tryggni og efla samhug innan Flugleiða. I því efni hvíla skyldur og ábyrgð á stjórnendum og starfsfólki félagsins, og sé henni ekki sinnt af beggja hálfu, dugir aðstoð ríkisvaldsins ekki til að rétta hag félagsins við." Frá keppni hjá Bridgefélagi kvenna i fyrra. Brldge Varðskipið Ægir kom laugardaginn 6. september að rússneska rannsóknarskipinu Semyon bezhnev þar sem það var á siglingu i austurátt 35 sjómflur norðaustur af Horni. Ljtem. Ámi Krhtjiiuaon. Umsjón, ARNÓR RAGNARSSON Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Á fimmtudaginn kemur hefst vetrarstarfið hjá deild- inni með upphitunartvímenn- ingi. Spilað verður í Hreyfils- húsinu eins og áður og hefst keppnin kl. 19.45. Breiðfirð- ingar og aðrir spilarar félags- ins svo og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Bridgefélag Kópavogs Vetrarstarf félagsins hefst í kvöld með eins kvölds tvímenn- ingi og hefst keppnin kl. 20. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11. Nýir félagar eru velkomnir. Bridgefélag kvenna Aðalfundur félagsins var haldinn 15. sept. sl. Formaður var endurkjörinn og er stjórnin þannig skipuð: Ingunn Hoff- man formaður, Alda Hansen ritari, Gerður ísberg gjaldkeri. Vetrarstarfið hefst mánudag- inn 22. sept. kl. 19.30 stundvís- lega. Spilað er í Domus Medica og verður fyrsta keppnin 3ja kvölda einmenningur. Allar konur, jafnt félagskonur sem utanfélags, eru velkomnar. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 17987 eða 17933. 25 ára afmælisveisla Dansskóla Heiðars Astvaldssonar Frábœrddnsskemmtunlynrdlld D4NSSKOLI HádarsAstvaldssonar Dansdð í tutlugu og fmm ái; **** Kæru vinir, Skólinn okkar er að byrja tuttugasta og fimmta starfsárið! I tilefni þessara tímamóta langar okkur til að bjóða ykkur á skemmtun að Hótel Sögu. Súlnasal, sunnudaginn 21. september, kl. 20 til 01. e.m. Þeir, sem vilja nota tækifæriðog borða í Súlnasalnum um kvöldið, geta fengið borð frátekin föstudaginn 19. september kl. 17-19. (Sími 20221). Matur: Sitrónukryddað lambalæri Verð: 7.600. - krónur Skemmtiatriði okkar verða ekki af verri endanum. Fyrst sýna nemendur skólans nokkur dansatriði, en síðan koma fram hinir heimsþekktu dansmeistarar Helen og Robert Richey og sýna Suður-ameríska dansa. Okkur þætti vænt um að fá að sjá ykkur á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Kar kveðja. Áströlsku dansmeistararnir Helen og Robert Richey sýna S-ameríska dansa SALA AÐGÖNGUMIÐA AÐ HÓTEL SÖGU, FÖSTUD. 19.SEPT., KL 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.