Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
37
Þingflokkur Alþýðuflokksins:
Telur þjóðnýtingu Flug-
leiða ekki leysa vandann
Svohljóðandi fréttatiIkynninK
hefur borizt frá þingflokki Al-
þýðuflokksins:
„Á fundi þingflokks Alþýðu-
flokksins í dag var m.a. rætt um
málefni Flugleiða á grundvelli
þeirra umræðna, sem fram hafa
farið nú nýverið milli ríkisstjórn-
arinnar og fulltrúa þingflokkanna
um málið. Þingflokkurinn gerði
eftirfarandi ályktun:
Þingflokkur Alþýðuflokksins
telur flug til Luxemborgar og
samstarf um flugmál við Luxem-
borgarmenn svo mikilvægt fyrir
islenska hagsmuni, að það megi
ekki fella niður, meðan nokkur
kostur er að halda því áfram.
Þingflokkurinn er reiðubúinn að
styðja tilraunir til að ná viðun-
andi samkomulagi við stjórnvöld í
Luxemborg um áframhald þessa
flugs með stuðningi beggja ríkj-
anna, nema útgjöld af því verði
óviðráðanleg.
Þingflokkurinn telur, að þjóð-
nýting Flugleiða mundi ekki leysa
vandann, enda þótt hlutafjáreign
ríkisins í félaginu mætti aukast.
Hins vegar er óeðlilegt og ætti að
vera bannað, að önnur flutninga-
félög, eins og skipafélög, séu
áhrifamiklir aðilar að félaginu,
enda kemur þar til hagsmunaá-
rekstur.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
fordæmir niðurrifsstefnu Alþýðu-
bandalagsins í þessu máli og telur
að eftirlitsmaður fjármálaráð-
herra hjá félaginu eigi að víkja úr
starfi vegna trúnaðarbrota.
Brýn nauðsyn er að eyða tor-
tryggni og efla samhug innan
Flugleiða. I því efni hvíla skyldur
og ábyrgð á stjórnendum og
starfsfólki félagsins, og sé henni
ekki sinnt af beggja hálfu, dugir
aðstoð ríkisvaldsins ekki til að
rétta hag félagsins við.“
Varðskipið Ægir kom laugardaginn 6. september að rússneska rannsóknarskipinu Semyon Dezhnev þar
sem það var á siglingu í austurátt 35 sjómilur norðaustur af Horni. Ljósm. Árni Kristjánsson.
Frá keppni hjá Bridgefélagi kvenna i fyrra.
Brldge
Umsjón« ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgedeild Breið-
firðingafélagsins
Á fimmtudaginn kemur
hefst vetrarstarfið hjá deild-
inni með upphitunartvímenn-
ingi. Spilað verður í Hreyfils-
húsinu eins og áður og hefst
keppnin kl. 19.45. Breiðfirð-
ingar og aðrir spilarar félags-
ins svo og gestir þeirra eru
velkomnir meðan húsrúm leyf-
ir.
Bridgefélag
Kópavogs
Vetrarstarf félagsins hefst í
kvöld með eins kvölds tvímenn-
ingi og hefst keppnin kl. 20.
Spilað er í Þinghól, Hamraborg
11. Nýir félagar eru velkomnir.
Bridgefélag
kvenna
Aðalfundur félagsins var
haldinn 15. sept. sl. Formaður
var endurkjörinn og er stjórnin
þannig skipuð: Ingunn Hoff-
man formaður, Alda Hansen
ritari, Gerður ísberg gjaldkeri.
Vetrarstarfið hefst mánudag-
inn 22. sept. kl. 19.30 stundvís-
lega. Spilað er í Domus Medica
og verður fyrsta keppnin 3ja
kvölda einmenningur. Allar
konur, jafnt félagskonur sem
utanfélags, eru velkomnar.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst í
síma 17987 eða 17933.
25 ám afmælisveisla*-
Dansskóla Hciðars Ashaldssoiiar
Frdbdsr ddnsskemmtun lyrir dl ld
1
CmSSKOLI
HáðarsAstmldssonar
Ddnsdó í tudLtju og jimm ór,
Kæru vinir,
■k***
Skólinn okkar e'r að byrja tuttugasta og fimmta starfsárið!
í tilefni þessara timamóta langar okkur til að bjóða ykkur á skemmtun að
Hótel Sögu. Súlnasal, sunnudaginn 21. september, kl. 20 til 01. e.m.
Þeir, sem vilja nota tækifæriðog borða í Súlnasalnum um kvöldið, geta fengið
borð frátekin föstudaginn 19. september kl. 17-19. (Sími 20221).
Matur: Sítrónukryddað lambalæri
Verð: 7.600. - krónur
Skemmtiatriði okkar verða ekki af verri endanum. Fyrst sýna nemendur
skólans nokkur dansatriði, en síðan koma fram hinir heimsþekktu
dansmeistarar Helen og Robert Richey og sýna Suður-ameriska dansa.
Okkur þætti vænt um að fá að sjá ykkur á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið.
Kær kveðja,
Áströlsku dansmeistaramir Helen og Robert Richey sýna S-ameríska dansa
SALA AÐGÖNGUMIÐA AÐ HÓTEL SÖGU, FÖSTUD. 19.SEPT., KL 4-6