Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980 15 Flugturninn A Roykjavíkurftugvoiti heimastyrjaldarinnar. •ftir aö tslsndingar tóku vift flugvallinum í lok síoari Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: Áburði um hlutdrægni vísa ég á bug Þau komu m«o Hakluna haim, 12. júní 1947. millilandaflugvél íslondinga. Hakla var af gsroinni Skymastar DC-4 og var fyrsta f ANNARRI grein „íslenska flugævintýrsins", sem birtist siðastliðinn þriðjudag, kom fram mjög hörð gagnrýni á Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða. Vegna þessa vill Sig- urður taka fram eftirfarandi: Vegna síendurtekinna stað- hæfinga um að ég hafi svikist undan merkjum Loftleiðamanna í starfi mínu í stjórn Flugleiða, langar mig til að undirstrika eftirfarandi: Árið 1953 var ég fyrst kosinn í stjórn Loftleiða og var varafor- maður þess félags allar götur fram til sameiningar flugfélag- anna tyeggja, Loftleiða og Flug- félags íslands, í Flugleiðir hf. Eg tel mig hafa átt þátt í að byggja upp starfsemi Loftleiða þau ár sem ég sat í stjórn og reyndar var ég fastur starfsmaður fé- lagsins frá árinu 1961, en þá tók ég við starfi framkvæmdastjóra vestan hafs, með aðsetur í New York. Ég var eindreginn stuðnings- maður sameiningar flugféiag- anna, sérstaklega eftir að skefja- laus samkeppni þeirra hófst á leiðunum milli íslands og hinna Norðurlandanna, bæði félögin voru þá með þotur í þeim rekstri og stórfellt tap var á honum hjá báðum. Þegar sameiningin var orðin að veruleika, 1973, taldi ég að ekki væri lengur um tvö aðskilin félög að ræða heldur væri hér eitt fyrirtæki sem ollum. er félagið varðaði, bæði starfs- mönnum og stjórnendum, bæri að styðja. Frá þeim tíma hefi ég verið eindreginn Flugleiðamaður og tel mig á engan hátt hafa dregið taum né hallað á menn Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. eða málefni úr hvorum armi félagsins sem menn voru upp- runnir. Leiðarljós mitt hefir verið að taka afstöðu í málum eftir því sem ég taldi félaginu fyrir bestu. Ég tel að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra, sem að sameining- unni stóðu, hafi haft sömu skoð- un á þessum málum og ég. Sjálfur hefi ég unnið heilshugar að því að Flugleiðir gætu orðið samstillt, sterkt félag. Á hinn bóginn verður að játa að vissar hjáróma raddir hafa heyrst sem ekki hafa haft þessi sjónarmið og tel ég að þær raddir hafi skaðað félagið, bæði inn á við og út á við. Þeim áburði, sem að ofan greinir, varðandi hlutdrægni frá minni hendi í garð fyrrverandi félaga minna, vísa ég algjörlega á bug sem staðlausum stöfum. að þær verði báðar seldar á næstunni, en aðra þarf ekki að afhenda fyrr en í mars, eða þegar vetraráætlun er að renna út. Vetraráætlun gerir ráð fyrir svo til óbreyttu flugi miðað við síðasta vetur, að undanteknu Ameríku- fluginu. Þangað verða farnar tvær ferðir í viku með Boeing-þotu. Til Kaupmannahafnar verður flogið tvisvar beint, þrisvar með við- komu í Osló og einu sinni með viðkomu í Glasgow, en var áður tvisvar frá Glasgow. Þrjár beinar vikulegar ferðir eru til London, ein til Glasgow og þrjár til Osló, báðir staðir í tengslum við Kaup- mannahafnarflug, sem fram er komið. Leifur Magnússon segir að gert sé ráð fyrir nægilegu svig- rúmi til viðbótar áætlunarflugi og leiguflugi, en frá miðjum desem- ber og fram í miðjan janúar verður bætt við þessa áætlun. En hvaða verkefnum sinna DC-8-þot- ur félagsins nú þegar þær eru ekki lengur í Ameríkuflugi? DC-8 á sölulista — Flugleiðir hafa haft að und- anförnu fjórar DC-8-þotur, ein flýgur á leiðum Air Bahama, ein var í leiguflugi með -varning fyrir Cargolux og tvær flugu á leiðum Flugleiða. Við gerum ráð fyrir að þrjár þessara véla fái verkefni í vetur, en einni hefur ekki enn verið ráðstafað, enda hefur ein DC-8 verið á sölulista. Þegar hefur verið skýrt frá þessum verkefnum, ein þotan fer í 12 mánuði til Senegal, í þessum mánuði hefst pílagrímaflug og leiguverkefni eru til árs hjá Air India. Þarf að segja upp flugliðum þrátt fyrir þessi verkefni fyrir DC-8-þotur? 17% fækkun erlendra ferðamanna — Já, þessi verkefni eru ekki eins mannfrek og áætlunarflugið, sem sinnt hefur verið með þeim, þannig að óhjákvæmilega kemur til einhverra uppsagna flugliða. Það er alltaf erfiðara að draga saman en byggja upp, en við sjáum ekki aðra leið út úr vand- ræðunum en þessa. Við teljum engan grundvöll fyrir því að halda áfram hefðbundnu flugi með far- þega milli Luxemborgar og Bandaríkjanna og Flugleiðir geta ekki áfram greitt hallann af þeim rekstri. Ef það verður hins vegar ofan á hjá íslenskum stjórnvöld- um og yfirvöldum í Luxemborg, að fara fram á það við Flugleiðir að fljúga þessa leið áfram, þá munum við gera það, komi til ákveðin aðstoð frá þeim. Á þessu ári hefur orðið um það bil 17% fækkun erlendra ferðamanna til landsins og ég tel að sú fækkun eigi sér ekki aðeins stað vegna fargjalda, heldur og vegna þess hve ísland er orðið dýrt land og það hefur sín áhrif. 60 milljóna króna sparnaður Að lokum ræddi Leifur Magn- ússon nokkuð um eldsneytismálin, en þau eru eitt stærsta vandamál- ið í flugrekstri í heiminum í dag. Verð eldsneytis hækkaði um 100% frá ársbyrjun til ársloka síðasta árs eins og fram hefur komið. — Meðaleldsneytisnotkun þotna félagsins á hverja flugstund reyndist nokkru minni í júní og júlí í ár miðað við sömu mánuði í fyrra og er það mjög hagstæð og ánægjuleg þróun. Meðalnotkun eldsneytis DC-8-vélanna var 2,2% lægri og hjá B-727/100C-vélunum tveimur 5,1% lægri. Þetta er félaginu mikils virði á þessum tímum rekstrarerfiðleika og ber að þakka flugáhöfnum þeirra þátt í þessum sparnaði, sem m.a. hefur náðst með nýjum aðflugsaðferð- um. Áætlað er að þessi sparnaður í eldsneytisnotkun í júní og júlí samsvari kringum 60 milljónum króna. Þá hefur eldsneytisnotkun nýju B-727/200-vélarinnar reynst verulega lægri en búist var við. Sé meðaleldsneytisnotkun í júní og júlí borin saman á DC-8-þotum og nýju þotunni, kemur í ljós að á hverja klukkustund og framboðið sæti, þ.e. frá því þota ekur frá stæði og þar til hún stöðvast eftir flug, er meðalnotkun DC-8 vél- anna 3,8% meiri og B-727/100C- vélanna 22,8% meiri en hjá nýju þotunni. Samkeppni á öllum sviðum Flugleiðir eru ekki eina flugfé- lagið í heiminum, sem á í rekstr- arerfiðleikum að striða og er lesendum vafalaust kunnugt af fréttum og frásögnum, að víða berjast flugfélög í bökkum og slást í gífurlegri samkeppni um hvers kyns flutninga. Gildir þetta jafnt um leigu- sem áætlunarflug svo og fragtflutninga. Verst hafa komið við flugfélögin hinar tíðu hækkan- ir á eldsneyti, en verð þess hefur tvöfaldast frá árslokum 1978 til ársloka 1979 og þrettánfaldast á sl. 10 árum miðað við Bandaríkja- dal. Flugfargjöldin hækka nokkuð í kjölfarið, en þrátt fyrir það halda þau ekki í eldsneytishækk- anir og þess vegna þrengir nú að og hækkanir hafa óneitanlega í för með sér nokkra fækkun far- þega. Hlutfall eldsneytiseyðslu hjá Flugleiðum er nú talið 28,1% af heildarrekstrarkostnaði, en var 18,8% í árslok 1978. Undirboð og glundroði Önnur ástæða erfiðleika í flug- rekstri, a.m.k. á Atlantshafinu, er sú stefna Bandaríkjastjórnar í flugmálum að gefa verðlagningu frjálsa í október 1978. Ríkir nú algjört frjálsræði um það hvernig flugi er hagað á flugleiðum inn- anlands í Bandaríkjunum og niilli þeirra og annarra landa sem samið hafa um gagnkvæmt flug. Þessi „free skies" stefna eða frjálsræðisstefna Carters forseta hefur orðið til þess að nýir spá- menn hafa risið hjá flugfélögum og á nýjum og eldri flugleiðum yfir hafið ríkir nú nánast glund- roði í undirboðum og samkeppni félaganna. Flutningar í Banda- rikjunum jukust í fyrstunni við breytinguna, en hafa nú dregist saman að meðaltali um 1,2% fyrstu sex mánuði ársins miðað við síðasta ár. Dregur frelsið úr samkeppni? Talsmenn flugfélaga og flug- málasamtaka hafa látið ýmis orð falla um þessa frjálsræðisstefnu og forseti IATA, Roman A. Cruz, sem er forstjóri Philippine Airlin- es, hefur m.a. sagt: Fræðilega séð er kenningin um frjálsa sam- keppni flugfélaga falleg og freist- andi, en hún stenst ekki stað- reyndir lífsins og varaði hann m.a. við hættunni af of mikilli og hraðri aukningu á sætaframboði. Síðan segir hann: „Það þarf nýja skipan flugmála í heiminum. En það er ekki eitt land, sem á að skapa hana og krefjast þess, að allir aðrir lúti henni. Hér þurfa 611 lönd heims að leggjast á eitt um skipan niála." Economist sagði um þessi mál: „Sumir framámenn flugfélaga hafa spáð því, að hin nýja stefna Bandaríkjanna í flug- málum verði til þess að stórfækka flugféiögum í innanlandsflugi í landinu, þannig að meiriháttar flugfélög verði ekki nema sex eða sjö. Þetta getur sem sagt orðið afleiðingin af hinni auknu sam- keppni — og geta menn rétt ímyndað sér hvort sá var tilgang- urinn." Minna um ferðalög Þriðja ástæða kreppunnar í flugheiminum er versnandi efna- hagsástand á Vesturlöndum. Mjög hefur dregið úr ferðalögum fólks hvar sem er og eru ýmsar skýr- ingar nefndar í því sambandi. Kaupmáttur er víða nokkuð lægri en oft áður og eitt það fyrsta sem menn minnka við sig eru ferðalög. Dýrtíð hefur í för með sér hvers SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.