Morgunblaðið - 18.09.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13—14
FRÁ MÁNUDEGI
skemmtilegt að dansa og ég get vel
skilið að unga fólkinu gremjist að
vera lokað úti í kuldanum.
• Ástandið getur ekki
versnað
Ég held að þetta hefði síst
meiri drykkjuskap í för með sér.
Vín er það dýrt á veitingahúsum.
Þar að auki er betra að drekka
blandað vín úr glasi en óblandað
af stút, sem gerir alla ofurölvi
áður en þeir vita af.“
• Ekki í kvörtun-
arhugleiðingum
S.J. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég skrapp fyrir nokkrum vik-
um til óðinsvéa á Fjóni til að hitta
vini mína, sem þar eru við nám.
Sumarleyfi þeirra eru svo stutt að
það tekur því varla að fara heim
til Islands. Best er að fá vinnu á
staðnum ef unnt er. Vinir mínir
voru svo heppnir að fá vinnu. Ég
fór því utan til að heimsækja þá
áður en skólinn hæfist á ný.
Velvakandi góður, þú ert nú van-
astur því að kvartað sé við þig um
eitt og annað. Ég er ekki í þeim
hugleiðingum. Mér finnst að ekki
eigi að þegja yfir því sem vel er
gjört.
• óttinn hvarf
í samtölum sem ég átti við
landa mína þarna lofuðu þeir
mikið íslenska ræðismanninn í
Óðinsvéum, Harald Hansen. Þeir,
sem höfðu þurft að leita til hans
með persónuleg mál sín, höfðu orð
á því hversu hjálpsamur hann
væri. Ég hitti þarna stúlku sem
sagðist hafa verið mjög tauga-
óstyrk, er hún leitaði ráða hjá
ræðismanninum. Hún sagði einn-
ig:
„Óttinn hvarf um leið og hann
byrjaði að tala við mig, og ég fann
strax að hann var allur af vilja
gerður að leysa minn vanda."
Þannig eiga ræðismenn að vera og
þannig er okkar maður í Óðinsvé-
um.
Þessir hringdu . . .
• Skil ekki
svona ef nisval
Doddý hringdi og furðaði sig
á efnisvali sjónvarpsins. — Ég
ákvað strax á föstudagskvöldið að
hringja í þig. Eftir myndir um
helfarir og rauða keisara, sem
geta verið mjög gagnlegar til að
vekja fólk til umhugsunar, dettur
þeim í hug þarna hjá sjónvarpinu
að bjóða upp á mynd eins og var á
föstudagskvöldið, Ameríski her-
maðuririn minnir mig að hún
heiti, óþverra glæpamynd og
hreina vitfirringu. Það má svo
sem segja að fólk geti lokað fyrir
tækin sín, en ég get mér til að það
kunni að vefjast fyrir ýmsum, þar
sem stálpuð börn og unglingar eru
á heimilunum, oft alætur á sjón-
varpsefni. Aginn er ekki svo
strangur hjá okkur hér á iandi, að
maður geti staðið upp og lokað
fyrir með einu handtaki. En ég
skil ekki svona efnisval hjá þeim
þarna í sjónvarpinu.
• Seðlaveskinu
var stolið
Ása Ragnarsdóttir hringdi
og sagði sínar farir ekki sléttar af
heimilissýningunni í Laugardal.
— Ég brá mér þar í hringekjuna
(ballerínuna) og er það varla í
frásögur færandi, nema hvað
seðlaveskinu mínu hafði verið
stolið úr vasa mínum þegar upp
var staðið. Mér er sárast um öll
skilríkin sem kostnaðarsamt er að
endurnýja. Ég vona að einhver,
sem les dálka þína, Velvakandi
minn, geti gefið mér einhverjar
upplýsingar um, hvar þessi gögn
er að finna. Mér er sama um
peningana. Þeir voru hvort eð er
ekki miklir.
• Hvaða uppreisn-
armenn eru þetta?
Kr. Sig. hringdi og bað fyrir
spurningu til fréttastofu hljóð-
varps: Hvaða uppreisnarmenn eru
þetta sem sí og æ er talað um í
fréttum hljóðvarpsins frá Afgan-
istan?
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Eftirfarandi staða kom upp í
skák Andrianovs og Imanielievs á
skákmóti í Sovétríkjunum. Hvítur
átti leik og knúði fram vinning á
skemmtilegan hátt:
16.0-0-0! - Rxa4.17. Hd7 - Ke8.
18. Bxa4 - Be7, 19. Hxa7 Svart-
ur gafst upp enda er stórfellt
liðstap fyrirsjáanlegt.
HÖGNI HREKKVÍSI
O
__Kjöt
skrokkar
Hálfir nautaskrokkar
1 fl. UN I verð
Fullt
hús
matar
2.689.-
innifaliö úrbeining, pökkun og merking.
Nautalæri
1. fl. UN I verð
3.450.-
innifaliö úrbeining, pökkun og merking.
Nautaframpartar
1 fl. UN I verð
2.094.-
innifaliö úrbeining, pökkun og merking.
2. fl. gæðaflokkur UN II verð 2.330,
Hálfir nautaskrokkar
eðaflokkur UN II verð
innifaliö úrbeining, pökkun og merking.
Nautalæri
2 fl. gæðaflokkur UN II verð
innifalið úrbeining, pökkun og merking.
3.030.-
Nautaframpartur
2 fl. gæðaflokkur UN II verð
innifaliö úrbeining, pökkun og merking.
1.858.-
UN I er ungnautakjöt í 1. gæöaflokki, stærð
55—90 kg á hálfan skrokk.
UN II er ungnautakjöt í 2. gæðaflokki, stærð
40—55 kg á hálfan skrokk.
Ef kjötskrokkar eru teknir í heilu, óunnir, er
verðið 300 kr. ódýrari pr. kg.
Hálfir svínaskrokkar tilbúnir í
2.830.-
frystirinn verð
Innifalin úrbeining, pökkun og merking.
10 kg nautahakk, O AAA
tilboðsverð aðeins ðihUUi
Skráð verð 5.724,-
10 kg. folaldahakk
tilboðsverð aöeins
1.100.-
Opið föstudaga frá kl. 7—7
og laugardaga frá kl. 7—12.
CSoDS)‘irEaDtE)@'TT®{l)nRO
Laugalæk2, sími 86511.