Morgunblaðið - 21.09.1980, Page 15

Morgunblaðið - 21.09.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1980 59 i Matarhlé. í þetta skipti var hinum erlendu xestum boðið upp á islenskt hangikjöt. Var það borðað með bestu lyst. Frá einum hinna mörgu funda sem kirkjuleiðtogarnir áttu i Skálholti. AuKustin (Nikitin): „I»ví miður er það margt sem aðskilur.“ V-Þýskalandi og voru það fyrstu viðræðurnar sem fram fóru milli þessara tveggja kirkjudeilda. Nú eru fundir okkar með lúthersk- um í V-Þýskalandi orðnir níu, fimm með lútherskum í Frakk- landi og þrisvar höfum við rætt við fulltrúa lúthersku kirkjunnar i A-Þýskalandi.“ „Lítill munur á helgihaldi kirknanna“ — Hvernig er háttað safnað- arlífi innan ortodoxu kirkjunnar í Sovétríkjunum? „í flestum borgum Sovétríkj- anna eru bænagjörðir í ortodox- um guðshúsum bæði kvölds og morgna. A sunnudögum eru tvær messur fyrir hádegið í borgunum en í þorpunum eru messur á laugardögum, sunnudögum og miðvikudögum. Þá eru einnig guðsþjónustur á hinum ýmsu kirkjuhátíðum." — Er mikill munur á helgi- haldi hinna ýmsu ortodoxu kirkna víðs vegar í Sovétríkjun- um? „Allar ortodoxar kirkjur eru systurkirkjur og ef þær eru mismunandi er munurinn af- skaplega lítill og nær ekki að grunninum. Jafnvel í Sovétríkj- unum er munurinn á messunum mjög lítill og óverulegur en þó má greina hann. Sérstaklega er helgihald kirkna í austurhéruð- unum frábrugðið því sem er hjá öðrum ortodoxum kirkjum í landinu." „Höfum notið mikillar hlýju hér“ Augustin var mjög hrifinn af íslandi og hlakkaði til þess að fá tækifæri að sjá meira af því þegar fundinum lyki. „Við höfum undirbúið og hlakkað til þessarar ferðar lengi. Okkur finnst það sérstaklega ánægjulegt að fundurinn skuli haldinn á stað sem er svo nátengdur sögu kristninnar í landinu. A dagskrá fundarins er ferð til Þingvalla en er honum lýkur förum við til Akureyrar og Goðafoss og síðan til Hóla. Við höfum fundið fyrir mikilli hlýju hér, bæði hlýju fólksins og einnig landsins. Við höfðum oft heyrt um það að hinir fyrstu kristnu hér hafi ekki viljað skírast í köldu vatni og því hafi þeir verið skírðir í heitri laug. Við héldum alltaf að þetta væri þjóðsaga vel krydduð en höfum nú séð að þetta er sannleikur. Ég vona að ég geti séð þennan stað áður en ég fer,“ sagði Augustin að lokum. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGCRÐ AÐALSTRATI I SÍMAR: 171*2- 17355 Ólafsvík - - Nágrenni útsalan hefst mánudag, 22. september. Stórkostleg- ur afsláttur. Verslunin Vík, Ólafsvík, sími 6271. Hellesens rafhlöður alltaf ferskar Heilesens No: S — M — L Litir: Camel — svart — grænt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.