Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ^KTÓBER 1980 Marktæk eöa marklaus? í AlþýðublaAinu á þriðjudag birtisl grein eftir „a“ um akoAana- kannanir DagblaAsins. Hár á eftir fara lokakaflar þeirrar greinar: „Þótt svo virAist af viA- brögAum útvarps og blaAa, aA þessi skoAana- könnun DagblaAsins sé stórfrétt og þar með mjög marktæk, fæ ég ekki séð að slíkt geti staðist. Mætti frekar telja hana marklitla, ef ekki marklausa. Það þarf ekki mikla raunsæi til að sjá, að margt er þar Ijóst, sem gerir hana tortryggi- lega. Má því furðu gegna, að reyndir fréttamenn og stjórnmálamenn virðast gleypa han gagnrýnis lít- ið og hampa henni sem staðreynd sem hægt sé á að byggja. Því er slegið upp í fyrirsögnum blaða, að fylgi stjórnarinnar hafi minnkað úr 90 prósent- um í 61 prósent. Að vísu stundum en ekki alltaf slegið þeim varnagla, þeirra sem svöruðu. En hverjum kemur svo í al- vöru til hugar að halda því fram, að stjórn Gunn- ars Thoroddsens hafi nokkurn tíma haft traust 90% þjóöarinnar. Þar dugir hvorki meira né minna til en allt fylgi Framsóknarflokksins, Al- þýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins og 40 prósent af fylgi Al- þýðuflokksins í síðustu kosningum. Hvaða gildi hefur þá þessi tala, 90 prósent, ef engin skynsamleg rök geta stutt hana eða markað henni stað? Telja þessir góðu herrar ís- lenskan almenning það skyni skroppinn að hann trúi þessu mikla fylgi Gunnars Thoroddsens & Co? Eigum við kannski að hætta að tortryggja kosningasigra stjórnar- herranna austan Járn- tjaldsins? Hver er kominn til að segja að talan 61 prósent sé nokkuð trúverðugri en 90 prósent? Skoðana- könnun sem tekur til 600 manna og aðeins rúmur helmingur fæst til að svara sýnir aðeins að almenningur hefur hvorki áhuga né trú á skoðana- könnunum Dagblaðsins, þótt í fjölmiðlum sé fjall- að um hana sem stór- frétt, og stjórnmálamenn reyni að gera að einhverj- um stóra-sannleika. „Tyrkneskt" ástand AA endingu get ég ekki stillt mig um að vitna til nokkurra orða úr rit- stjórnagrein Þ.Þ. í Tíman- um sl. fimmtudag: „Þá lýstu 90% þeirra, sem svöruðu spurningu blaðsins, sig fylgjandi stjórninni en 10% voru á móti henni. Það gaf auga leið, að hið mikla fylgi, sem stjórnin naut í upphafi myndi ekki haldast til lengdar. Það stafaði af þeim óvenjulegu aðstæð- um að landið var raun- verulega búið að vera stjórnlaust í fjóra mánuði Hér var í raun að skap- ast stjórnleysisástand líkt og í Tyrklandi, þegar mannvígin þar eru und- anskilin.“ (Hvílík viska getur dropiö úr penna manns, sem á nær hálfrar aldar blaðamennskuferil að bakilll) Hafi landið í febrúar sl. verið búið að vera stjórn- laust f fjóra mánuði, þá má með sömu rökum fullyröa, að nú hefur það verið það í átta mánuði til viðbótar. Um það geta allir verið sammála, að mynda þurfti nýja ríkis- stjórn, en hinu velta margir fyrir sér, hvort ekki hefðu dugað færri en sextán ráðherrar á launum til að stjórna landinu með sífelldum bráðabirgðaráðstöfunum. Þó skoðanakönnun Dagblaösins sýnist í flestu markleysa ein, þá vill nú svo til, að sam- kvæmt henni virðist nokkuð samstarf um gengi ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsen og gengi fslensku krónunnar, gengissig á átta mánuð- um sem nemur rúmum 30 prósentum." TUDOR rafgeymar fá hæstu einkunn tæknitímaritanna. Komiö og fáiö ókeypis eintak af niöurstööum óháöra rannsóknarstofnana. Rafgeymar eru ekki allir eins ★ Tudor — já þessir meö 9 líf. ★ Tudor rafgeymar í allar gerðir farartækja. ★ Tudor rafgeymar eru á hagkvæmu veröi. ★ ísetning á staönum. Skipholt 35. — Sími: 37033 Kassettur beztu kaup landsins i .t JP'! CO NCEKTONE 1 tpóla 5 spólur 60 mínútur kr. 1000 kr.. 4500 90 mínútur kr. 1400 kr. 6500 Heildsölu birgðir RAFMOTORAR Eigum fyrirliggjandi enska og austur-þýska 1-fasa rafmótora á hagstæðu verði í eftirfarandi stærðum: 2 hö — 1400s/mín 5,5 hö — 1400s/mín 3 hö — 1400s/mín 7,5 hö — 1400s/mín. 4 hö —1400 s/mín FÁLKIN N Véladeild - Suðurlandsbraut 8 Sími 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.