Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 Tyrkland: Viðbúnaður er skæruliðar voru líflátnir Ankara, 8. októher. AP. TVEIR ska rulidar voru teknir af lifi í döKun i Ankara. I>eir voru hinir fyrstu, sem teknir hafa verið af lífi í Tyrklandi i átta ár. Hcrinn hafði mikinn viðhúnað í Ankara veKna aftoku mannanna. Mennirnir, Mustafa Pehlivan- oglu, hægri sinnaður öfgasinni, og Necdet Adali, vinstri sinnaður öfgasinni, voru hengdir. Þeir voru dæmdir til dauða fyrir ári en borgaraleg stjórnvöld höfðu heykst á að framfylgja dauða- dómnum. Nú bíða 15 manns í Tyrklandi eftir að dauðadómum yfir þeim verði fullnægt. Samkvæmt tyrkneskum siðum voru feður mannanna viðstaddir aftökuna, svo og lögfræðingur, saksóknari og múhameðskur klerkur. Litið er á aftökuna sem viðvör- un'til öfgasinna í landinu um að halda sig á mottunni. Skæðasti skæruliðaflokkur Tyrklands, Dev-sol, vinstri sinnaður öfgahóp- ur, dreifði í dag þæklingi, þar sem áframhaldandi ofbeldi var hótað. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa," sagði m.a. í bæklingn- íraskir hermenn fagna töku Ahwaz — hernaðarlega mikilvægrar borgar í íran. Sovétmenn senda Irök- . um skotf æri og varahluti lieirút. 8. októher. AP ÍRAK hefur fengið varahluti ug skotfæri frá Sovétríkjunum nú síðustu daga. Areiðanlegar heim- ildir í Beirút skýrðu frá þessu og sögðu að vopnaflutningarnir hefðu farið um hafnarborgina Aqaha við Rauða hafið. Skipin sem fluttu varahlutina og skot- færin voru írösk og frá Jórdaníu. Varahlutirnir og skotfærin voru lestuð um borð í skipin i S-Yemen og Eþiópíu en Sovétmenn hafa herstöðvar i löndunum. Ekki er vitað gjörla hvaða vara- hlutir hafa verið fluttir en talið að þeir séu í MIG-orustuþotur og eldflaugar. Vopnasendingarnar voru fluttar landleiðina frá Aqaba til írak af her Jórdaníu. Hussein, Jórdaníukonungur er eini þjóðar- leiðtogi í arabaríki, sem hefur lýst yfir stuðningi við Iraka í stríðinu við írani. Bæði Bretar og Banda- Blý í málningu dró úr þroska barna Hloomington. Iilinois. 8. októher. AP. EITTHVAÐ skelfilegt var að börnum Mary Whitc í Blooming- ton í Illinoisríki í Bandaríkjun- uni. Eitthvað. sem menn vissu ekki hvað var. Frú White fór með börnin sín til lækna og þeir úrskurðuðu þau þroskaheft. Fé- lagsstofnanir sögðu. að þau a‘ttu við geðræn vandamál að stríða og kennarar sögðu þau baldin. Það var svo í ágúst síðastliðnum, að heiibrigðisstofnun í héraðinu komst að því hvað gekk að börnun- um — þau höfðu orðið fyrir blýeitr- un. Rannsóknir sýndu, að átta af þrettán börnum White-hjónanna hafa hættulega mikið af blýi í blóði sínu. Að minnsta kosti fjögur þeirra hafa orðið fyrir óbætan- legum skaða. Sautján ár eru síðan White-hjónin fluttu til Blomington frá Chicago og þau hafa í öll þessi ár búið í gömlu húsi — og það var málað með málningu, blandaðri blýi. Börnin höfðu nuddað sér utan í veggi, nagað veggfóður og þannig orðið fyrir blýeitrun. Yfirvöld kalla atvikið „skelfilegt" og viðurkenna að það hefði átt að koma í veg fyrir blýeitrunina fyrir mörgum árum. Málning, blönduð blýi var notuð víða á árunum fyrir 1950 og búið er í þúsundum slíkra húsa. I könnun sem gerð var og náði yfir öll Bandaríkin kom í ljós að 7% allra barna höfðu of mikið magn af blýi í blóði sínu. „Þau fæddust eðlileg. Það er eins og þau lifi í eigin heimi nú,“ sagði Mary White við fréttamann AP. Hún talaði rólega og í næsta herbergi mátti heyra í börnum hennar, sem orðið höfðu fyrir blýeitrun og bíða þess aldrei bætur. Þrír drengja hennar hafa orðið verst úti, Danny, 16 ára, George, 17 ára og Paul, 7 ára. „Mig dreymdi fyrir þessu — fyrir löngu. Mig dreymdi, að eitthvað ætti eftir að henda börn mín og að enginn gæti fundið út hvað að þeim gengi. Rödd sagði — þú munt fara víða í myrkri með drengina, en að lokum mun ljós kvikna," sagði frú White og í næsta herbergi mátti heyra í Danny — hávært öskur og bræður hans reru sinnulaust í gráðið. ríkjamenn hafa varað Hussein við hernaðarþátttöku, af ótta við að stríðið breiðist út. írak og Sovétríkin gerðu vináttu- samning 1972. Israelsmenn hafa lýst áhyggjum vegna yfirvofandi þátttöku Jórdana í stríðinu og að sögn Israela hefur umferð um Aqaba stóraukist undanfarið. Þá sögðu bandarískir embættismenn í gær, að a-evrópsk, indversk og jórdönsk skip hefðu flutt varning til Aqaba, hugsanlega vopn. Ind- verska stjórnin bar þessa frétt til baka í dag. Irakar hafa beðið'frönsku stjórn- ina um Crotale-eldflaugar til að verja frönsk kjarnorkuver í land- inu. Þá bar talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins til baka frétt Teheran-útvarpsins um, að Sovétmenn hefðu boðið írönum vopn í stríðinu við írak. Að sögn Theheranútvarpsins bauð sendi- maður Sovétmanna í íran, Vladi- mir Vinogradov, Ali Rajai, forsæt- isráðherra Irans, sovésk vopn en Rajai neitaði boðinu. Árásir írana á skip á Shatt-Al-Arab Rúmenskur vélstjóri skýrði AP- fréttastofunni frá því, að íranir hefðu gert árásir á skip á Shatt- Al-Arab. Rúmeninn, Valentin Me- dele sagði, að skip hans, Olanesti, sem er rúmenskt hefði legið í höfninni í Khorramshar. Skipstjór- inn ákvað að færa skipið út á mitt sund vegna harðra bardaga í borg- inni. Medele sagði, að fimm til sex skip hefðu legið við ankeri á Shatt-Al-Arab. Skyndilega hófu ír- anir skothríð að skipunum. Eitt skipana, frá Dubai, sökk fljótlega. Medele sagðist hafa séð skipverja indversks skips stökkva í sjóinn. íranir hófu skothríð að þeim úr vélbyssum. Skömmu síðar kom upp mikill eldur í rúmenska skipinu. Skipverjar stukku þá frá borði og það varð þeim til lífs, að þeir voru í vari við indverska skipið frá ír- önsku vélbyssunum, og tókst Rúm- enunum að synda yfir til Iraks. Veður víða um heim Akureyri -2 snjókoma Amsterdam 12 rigning Aþena 25 skýjaö Barcelona 20 rigning Berlín 11 skýjað BrUssel 15skýjað Chicago 23 heiðskírt Feneyjar 21 alskýjað Frankfurt 17 rigning Fasreyjar 6 rigning Genf 13 rigning Helsinki 14 skýjað Jerúsalem 26 heiðskírt Jóhannesarborg 29 heiðskírt Kaupmannahðfn 13 rigning Las Palmas 24 léttskýjað Lissabon 25 skýjað London 13 rigning Los Angeles 29 skýjað Madríd 26 skýjað Malaga 24 skýjað Mallorca 26 skýjað Miami 28 rigning Moskva 6 heiðskírt New York 18 skýjað Oslo 11 skýjað París 15 skýjað Reykjavík -1 snjóól Rió de Janeiro 25 skýjað Rómaborg 25 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Tel Aviv 26 heiðskírt Tókýó 29 heiðskírt Vancouver 16 þoka Vínarborg 19 heiðskírt Kona líklegust að hljóta bók- menntaverðlaun Nóbels _ Stokkhúlmi. 8. oktúbor. AP. Á MORGUN, fimmtudag, verður tilkynnt i Stokkhólmi hver hlýtur btikmenntaverðlaun Nóhels i ár. Eins og fyrr eru margir til nefndir en aðeins einn útnefndur. Orðrómur er uppi um. að i ár hljóti kona hókmenntaverðlaun Nóbcls. Bandariska skáldkonan Joyce Carol Oates hefur verið nefnd cn einnig hafa verið nefnd- ar Nadine Gordimer frá S-Afríku og Doris Lessing frá Englandi. Aðeins tvær konur hafa hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels eftir stríð. Það voru Nelly Sachs, árið 1966, og Gabriele Mistral, Chile, 1945. Þá er Graham Greene nefnd- ur, einnig Afríkubúarnir Leopold Sedar Senghor, forseti Senegal, og Wole Soyinka, Nígeríu. Af S-Am- eríkubúum er Gabriel Garcia helst nefndur. Þá hafa V-Þjóðverjinn Gunther Grass, Trinidad-búinn V.S. Naipaul og Zaharia Stancu frá Rúmeníu verið nefndir sem hugsanlegir verðlaunahafar. HK«H NÝR BÍLL FRÁ ROLLS ROYCE Nýi Silver Spirit-bíllinn frá Rolls Royce kom nýlega fyrir almenningssjónir og flestir verða liklegast að láta sér nægja að horfa á hann. Breytingarnar á bilnum eru þær mestu siðan 1965 þegar Silver Shadow-gerðin kom á markaðinn. Forráðamenn Rolls Royce hafa enn ekki gefið upp verðið á bilnum. E1 Salvador: Vinstrisinnar sleppa gíslum E1 Salvador, 8. október. AP. TUTTUGU og fimm vinstri sinnar, sem hafa haft á valdi sínu skrifstofu Samtaka Ameríkuríkja í höfuðborg E1 Salvador, San Salvador, yfirgáfu í dag bygginguna ásamt 10 gíslum sínum og óku í rútu til tveggja kirkna sem vinstri sinnar hafa einnig haft á valdi sínu og héldu svo áfram til skrifstofu erkibiskupsins í E1 Salvador og slepptu þar gíslun- um. Með þessu er lokið 22 daga hersetu vinstri manna í þessum byggingum. Þeir ákváðu að yfirgefa byggingarnar þegar yfirvöld höfðu lofað að rannsaka mál pólitískra fanga í landinu og athuga hvarf hundrað vinstri sinna á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.