Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 17 Athugasemd í tilefni minningargreinar í minningargrein Elsu G. Vil- mundardóttur, sem birt var í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum þann 6. okt. sl. og fjallað var um í leiðara Þjóðviljans í dag, koma fram ásakanir um ómannúðleg vinnubrögð Landspítalans við út- skrift Ragnhildar Guðbrandsdótt- ur, aldursforseta Kópavogskaup- staðar. Skömmu eftir komu hennar á öldrunarlækningadeild Land- spítalans í öndverðum júlímánuði, tók hún framförum og gaf þá vonir um að hún næði fyrri heilsu. Þær vonir brugðust en í ljós kom nýr og alvarlegri sjúkdómur. Röskum mánuði fyrir andlát hennar var ljóst að hverju stefndi og kom aldrei til tals að útskrifa hana eftir það. Hún hafði sjálf látið í ljós þá ósk að fá að deyja í heimahúsum, en skipti um skoðun er hún fann þróttinn hverfa á ný. Það er því á misskilningi byggt, sem haldið er fram í minningar- greininni, að hún hefði átt að útskrifast viku fyrir andlátið. Við erum greinarhöfundi sam- mála um að aldraðir sjúklingar á Islandi hafa oft ástæðu til að finna til öryggisleysis og kvíða vegna þeirra heilsufræðilegu og félagslegu vandamála sem oft eru fylgifiskar ellinnar. Hinar stóru og dýru sjúkrastofnanir lands- manna eru illa í stakk búnar til að sinna vandamálum aldraðra og skipuleg félagsleg þjónusta er enn vanþroska í þessum efnum. Við getum einnig heilshugar tekið undir það, að gera þarf stórátak í þessum efnum á Islandi í dag. F.h. Öldrunarlækningadeild Landspítalans, 8. október 1980. Ársæll Jónsson, læknir. Eyrarsveit: Heitt vatn streym ir upp úr skeri HEITT vatn streymir upp úr skeri um 150 metra frá landi, skammt frá innsta bæ Eyrarsveitar, Berserks- eyri. Eru Grundfirðingar óánægðir með að engar athuganir skuli hafa fram farið á vatninu og vatnsöfl- unarmöguleikum, að því er segir í frétt frá Bæring Cesilssyni á Grundarfirði. Vatnið er 45 gráðu heitt, þar sem það kemur upp úr skerinu en þegar fjara er koma víða loftbólur upp á svæðinu milii skers og lands. Lausleg könnun, sem heimamenn hafa gert, bendir til að þarna sé yfir 100 gráðu hiti. Skerið er í um 10 km fjarlægð frá Grundarfirði og 22 km fjar- lægð frá Stykkishólmi. í frétt Bærings segir að svæðið sé alger- lega órannsakað og telji heima- menn það vítavert á tímum sí- hækkandi olíuverðs. Meðfylgjandi myndir tók Bær- ing er þeir Guðmundur Ósvalds- son sveitarstjóri og Ásgeir Þor- steins kynntu sér aðstæður í skerinu og mældu hita vatnsins. Berserkseyri stendur þar sem mætast Kolgrafafjörður og Hraunsfjörður. Bílnúmerahapp- drættið fer af stað ÞESSA dagana stendur yfir út- sending á happdrættismiðum í hinu árlega bílnúmerahappdrætti Styrktarfélags vangefinna. Vinn- ingar eru alls 10 talsins og heild- arverðmæti um 42 milljónir króna. 1. vinningur er Volvo 345 GL árgerð 1981 og 2. vinningur Dat- sun Cherry GL, árgerð 1981. 3,— 10. vinningur er bifreið að eigin vali, hver að upphæð kr. 3,4 milljónir. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Öllum ágóða happdrættisins verð- ur varið til áframhaldandi upp- byggingar við stofnanir fyrir van- gefna, en um þessar mundir er félagið einmitt að taka í notkun sambýli hér í borginni, sem rúma mun 12—14 einstaklinga. Þá hefur félagið einnig í smíð- um dagvistarheimili, sem ætlað er um 30 manns og standa vonir til að hægt verði að taka það í notkun á næsta ári. Um leið og félagið þakkar almenningi drengilegan stuðning á liðnum árum biður það þá bifreiðaeigendur, sem ekki hafa enn fengið senda heim miða, en vildu gjarnan styðja félagið í starfi að hafa samband við skrifstofu félagsins. (Fréttatilkynning). NÝTT! Kynnum geimferöa- áætlunina frá LEGO LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi Heildsöludreifing stoJnor hf Símar 85742 og 85055. Nýja platan með Kenny Loggins heitir „Alive“. Upptökurnar voru gerðar á hljómleikum hjá honum. Nú fáan- legar sem sérlega hagstætt tveggja platna albúm. Hér gefur m.a. að heyra „What a fool believes", „When ever I call your Friend“, „This is it“ og „l’m Aliright“. HLJOMOEILD laugavegi 66 s 281SS. Glæsibc s 81815. Austurstrah 22 s 28IS5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.