Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
Bókauppboð á Akureyri:
Grima í heftum
á 70 þúsund kr.
JÓHANNES Óli Sæmundsson hélt fyrir nokkru sitt sjötta bókauppboö á
Akureyri. Jóhannes kvað hafa gengið vel hjá sér á uppboðunum, hann
hefði verið með 150 númer síðast ok 25 hefðu Kengið til baka. — Eg
reyni svona að sigla milli skers og báru, að hafa viðráðanlegt verð fyrir
almenna kaupendur, jafnframt að verðið sé viðunandi seljendunum.
Þær seldust margar vel þessar lofar — eða hvernig sem þú vilt
miðlungsbækur, sagði Jóhannes.
Gríma í heftunum fór á 70
þúsund, Söguþættir landpóstanna
á 61 þúsund, Fornbréfasafnið
(fyrstu bindin) á 48 þúsund. Rit
Jónasar Hallgrímssonar í góðu
bandi, I—IV. fóru á 77 þúsund,
Ritsafn Jóns Trausta á 71 þúsund
og Göngur og réttir á 61 þúsund. Af
litlum kverum má nefna Friður á
jörðu eftir Guðmund Guðmunds-
son, sem fór á 15.500 og Guðbjörg í
Dal eftir sama á 16.500. Heilög
kirkja eftir Stefán frá Hvítadal,
falleg bók en lítil, var slegin á
12.000 og Kolbeinslag eftir Stephan
G. á 11.800.
— Þetta er svona það sem mér
kemur fyrst í hug, sagði Jóhannes
Óli. En þeir vildu ekki Útsvarsskrá
Reykjavíkur frá 1930 né heldur
Bæjarskrá Reykjavíkur frá 1909!
Jú, að öllu forfallalausu, ef guð
hafa það — þá held ég áfram með
þessi uppboð. Við skulum segja að
næsta uppboð verði eftir fimm
vikur — eða þar um bil.
— Þeim þætti þetta dýrt, Jó-
hannes, fyrir sunnan. T.d. Gríma í
heftunum?
— Jæja, heldurðu það? Það er
ekki við míg að sakast. Ég hafði
lágmarksverð á Grímu 35 þúsund.
Ég er dálítið háður þeim sem ég tek
í umboðssölu fyrir, t.a.m. ein bók
sem ég hef gleymt að nefna við þig,
Hestar og reiðmenn, hún fór á 46
þúsund í ónýtu bandi og með verri
pappírinn, þara fyrir það hvað ég
varð að hafa lágmarksverðið hátt.
En ég vil heldur hafa þetta svo
fremur en að setja sjálfan mig í
hættu með því að kaupa dýrar
bækur, sagði Jóhannes Óli Sæ-
mundsson á Akureyri.
Sambandið minnist 60 ára
starfsemi sinnar í Bretlandi
EINS og fram hefur komið í
fréttum, eru um þessar mundir
liðin 60 ár frá því að Samband
íslenskra samvinnufélaga opnaði
skrifstofu á Bretlandseyjum. Frá
1920 til 1962 stóð skrifstofan í
Leith í Skotlandi, en árið 1962 var
starfsemin flutt til Lundúna.
Skrifstofan gegnir margþættu
hlutverki fyrir Sambandið í heild.
i v
Kentuch^
Fríed GMcken
IQúklingar sem allir
reynaaölikjaeftdr
Nú er loks hægt að fá „Kentucky fried“ kjúklinga á íslandi.
Matreidda nákvæmlega á sama hátt og Haríand Sanders byrjaði á í
Kentucky 1930 og margir hafa reyntað líkjaeftir.
Komið á nýja kjúklingastaðinn að Reykjavíkurvegi 72.
Auk kjúklinganna bjóðum við hrásalöt, franskar kartöflur og sósur.
Þið getið snætt á staðnum -
eða tekið matinn heim í þægilegum
umbúðum.
Við opnum í dag klukkan 14,
en höfum síðan opið alla daga
frá kl. 11-23.30.
KJÚKLINGASTAÐURINN
REYKJAVÍKURVEGI 72, HAFNARFIRÐI
Col. Sanders origlnal recípe.
Kgntuchy
Fried é
Chicken
einstakar deildir þess og sam-
starfsfyrirtæki, en veigamestu
þættirnir eru sala íslenskra af-
urða og innkaup á varningi, sem
fluttur er til íslands.
Til þess að minnast þessara
merku tímamóta bauð Sambandið
til mannfagnaðar í Lundúnum að
kvöldi hins 11. september sl. Voru
boðsgestir rösklega 200, úr ýmsum
greinum viðskiptalífsins. Meðal
gesta var Sigurður Bjarnason,
sendiherra íslands í Lundúnum,
svo og fulltrúi breska sendiráðsins
í Reykjavík. Þá voru og mættir
fulltrúar frá breska viðskipta-
ráðuneytinu og landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytinu.
Aðalræðu kvöldsins flutti Er-
lendur Einarsson, forstjóri Sam-
bandsins. Gerði hann ítarlega
grein fyrir viðskiptalegum tengsl-
um milli Islands og Bretlands og
rakti sögu Bretlandsskrifstofu
Sambandsins. Erlendur ávarpaði
sérstaklega heiðursgesti kvölds-
ins, Sigurstein Magnússon, aðal-
ræðismann í Edinborg, og konu
hans Ingibjörgu Sigurðardóttur,
en Sigursteinn var framkvæmda-
stjóri Leith-skrifstofu í 30 ár, frá
1930 til 1960. Magnús Magnússon,
hinn þekkti sjónvarpsmaður hjá
BBC, svaraði fyrir hönd foreldra
sinna.
Sigríður
Söng fyrir
Ella Magnúsdóttir
gestina íslensk og
erlend lög við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar.
I ræðu Erlendar Einarssonar
kom fram, að nú eru að verða
þáttaskil í starfsemi Sambandsins
í Bretlandi. Sölu sjávarafurða,
sem fram að þessu hefur verið
einn af þeim mörgu þáttum, sem
ræktir hafa verið af Lundúnar-
skrifstofu, verður eftirleiðis sinnt
af sérstöku fyrirtæki, sem verið er
að stofnsetja um þessar mundir.
Nefnist hið nýja fyrirtæki Iceland
Seafood Limited og er það sam-
eignarfyrirtæki Sambandsins og
þeirra frystihúsa, sem selja afurð-
ir sínar í gegnum Sjávarafurð-
adeild Sambandsins. Er eignarað-
ild að þessu nýja fyrirtæki þannig
með sama hætti og eignaraðild að
Iceland Seafood Corporation, sölu-
fyrirtæki Sambandsins og Sam-
bandsfrystihúsanna í Bandaríkj-
unum. Hinu nýja fyrirtæki hefur
ekki verið valinn endanlegur stað-
ur, en mjög er til athugunar að
það verði staðsett í Lowestoft,
austast á Anglia-skaganum.
Þess ber að geta, að Iceland
Seafood Limited mun einnig sinna
sölu sjávarafurða á meginlandi
Evrópu, svo Sem í Frakklandi,
Belgíu, Hollandi og víðar.
Gísli Theodórsson, sem stýrt
hefur Lundúnaskrifstofu undan-
farin ár, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood
Limited. Við starfi Gísla sem
framkvæmdastjóri skrifstofu
Sambandsins í London tekur Sig-
urður Á. Sigurðsson sem verið
hefur deildarstjóri í Innflutnings-
deild Sambandsins.
(flr íróttatilkynninxu).
Björn Rúriksson fyrir utan Nikon Ilouse sem er f hjarta
Rockefeller Centre á Manhattan í New York.
íslendingur sýn-
ir í Nikon House
NÝLOKH) er í Nikttn House i
Rockefeller Centre sýningu á 50
litmyndum Björns Rúriksson-
ar. Björn er 20 ára gamail
Reykvíkingur og var honum
boðið að halda þessa sýningu í
heiðursskyni.
Sýning Rjörns bar nafnið „A
Portrait of Iceland". Allar
myndirnar sem á sýningunni
voru eru teknar hér á landi, þar
á meðal sumar af Heklugosinu í
ágúst sl.
Sýningin var opin í 3 vikur og
lauk henni 4. október. Meðal
frumsýningargesta var leikkon-
an og ljósmyndarinn Gina Lol-
lobrigida og fréttamenn bæði frá
New York television og blöðum
borgarinnar. Viðtal við Björn
var sýnt í sjónvarpinu og sumar
mynda hans birtust á skjánum.