Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
Húsaleigustríð
Garðbúaog
Félagsstofn-
unar stúdenta
EINS og kunnugt er af fréttum er nú risin upp deila
milli íbúa stúdentagarðanna og Félagsstofnunar Stúd-
enta vegna húsaleiguhækkunar og einnig hefur Stúd-
entaráð haft afskipti af málinu. Þriðja þessa mánaðar
ákvað Stjórn Félagsstofnunar að hækka leigu á
Stúdentagörðunum úr 18 þúsund krónum á mánuði í 45
þúsund, en gefa síðan afslátt vegna slæms ástands
húsnæðisins þannig að leigan yrði 30 þúsund fram að
áramótum og 35 þúsund eftir það á mánuði. Ennfremur
hækkar leiga á Hjónagörðum úr 42 þúsundum á
mánuði í 70 þúsund og mun sú upphæð standa í eitt ár.
íbúar Garðanna telja þessa leiguhækkun bæði of
mikla og ólöglega og segja íbúar Stúdentagarðanna að
þeir geti sætt sig við að borga 24 þúsund á mánuði.
Stjórn Félagsstofnunar telur sig hins vegar í fullum
rétti hvað hækkunina varðar og segir hana vera í fullu
samræmi við vísitölu húsaleigu og hefur enn fremur
markað þá stefnu að leiga á Görðunum skuli standa
undir rekstrarkostnaði, viðhaldi og afskriftum.
Þá eru einnig uppi miklar óánægjuraddir meðal íbúa
Hjónagarðanna og telja þeir hækkunina ólöglega
samkvæmt húsaleigusamningi sínum, enn er þó ekki
ljóst hvaða afstöðu þeir taka í málinu, en ætlunin mun
vera að greiða ekki húsaleigu fyrir október fyrr en
úrslit hafa fengizt í málinu og íbúar Hjónagarðanna
hafa mótað endanlega stefnu á sameiginlegum hús-
fundi.
Leigjendasamtökin hafa einnig látið málið til sín
taka og átelja þau stjórn Félagsstofnunar harkalega
fyrir leiguverðshækkunina og telja hana níðingsskap
af hennar hálfu.
Til að gera þessum málum sem bezt skil hafði
Morgunblaðið samband við menn úr öllum þeim
hópum, sem hafa látið málið til sín taka og fara viðtöl
við þá hér á eftir:
Gamli Garður.
Guðvarður Már Gunnlaugsson íbúi á Gamla Garöi:
Hörmuleg aðkoma á
Gamla Garði í haust
og hefur lítið lagast enn
Nú er hægt að opna gluggana en
nær ómögulegt að loka þeim aftur,
enn er unnið að viðgerðum og
ónæði vegna þeirra hálfu meira en
áður, þakið er enn óeinangrað og
veldur talsverðum kulda í húsinu
og vegna viðgerðanna fer hiti,
rafmagn og jafnvel vatn af á
itundum. Þá er enn eitt atriði,
,em við Garðbúar erum mjög
óhressir með, en það er Stúdenta-
kjallarinn. Okkur finnst óeðlilegt
ið vínveitingahús sé rekið inni á
Garðinum og veldur það talsverðu
inæði og óþægindum vegna ráps
'esta þaðan um allt hús og eiga
oeir til að gera sig mjög heima-
<omna í eldhúsum okk'ar, þegar
;>au eru fyrir hendi. Þá er rétt að
aka það fram að við höfðum enga
setustofu í haust vegna þess að
Alþýðuleikhúsið var þar með æf-
„ÞAÐ var vægast sagt hörmuleg
aðkoman hér á Gamla Garði er
við komum inn í haust, allir
gangar voru fullir af drasli,
herbergi óþrifin, gluggar óopn-
anlegir, engin eldhús á fyrstu og
annarri hæð og þvílikur hávaði
vegna smíða og loftpressuvinnu
að varla var mögulegt að hafast
við á Garðinum á daginn." sagði
Guðvarður Már Gunnlaugsson
ibúi á gamla Garði er blaðamað-
ur Mbl. ræddi við hann um
ástandið.
„Ýmislegt fleira var að, fjöldi
smáatriða, sem ekki tekur að vera
að tíunda hér. Þetta hefur nú
lagast að nokkru leyti, húsið hefur
verið þrifið og draslinu komið út,
en anzi mörgu er enn ábótavant.
Guðvarður Már Gunnlaugsson.
Sigurður Albertsson í stjórn Hagsmunafélags Garðbúa:
Leiguhækkunin lagalega og
útreikningslega rakalaus
„Það er ýmislegt athugavert
við þá ákvörðun félagsstofnunar
að ætla að ha-kka leiguna á
Stúdentagörðunum upp í 45 þús-
und á mánuði og við hjá hags-
munafélagi Garðbúa getum alls
ekki sætt okkur við þá ákvörð-
un,“ sagði Sigurður Albertsson er
við ra-ddum við hann um leigu-
málin.
„Til að byrja með ákveður stjórn
Félagsstofnunar stúdenta á fundi
sínum í haust að hækka leiguna á
Görðunum og í þetta sinn er
leiguhækkunin mun meiri en áður
hefur verið, eða um 150%, en við
bjuggumst við að hækkað yrði í
27.500. Þessa hækkun teljum við
ólöglega og teljum okkur hafa þar
lög á bak við okkur. Við gerðum
ráð fyrir vísitöluhækkun, eins og
verið hefur undanfarinn áratug og
þetta kemur sér mjög illa og
raskar verulega fjárhagsáætlun
Garðbúa.
Þegar hugmyndir um hækkun-
ina komu fram, var ákveðið að
leggja þær fyrir Stúdentaráð og
Garðbúa, en þrátt fyrir að báðir
aðilar væru á móti hækkuninni
samþykkti stjórn Félagsstofnunar
hana. A grundvelli þess, að við
teljum þetta ólöglegt og höfum í
því sambandi stuðning leigjenda-
samtakanna og vegna þess að
hækkunin er byggð á útreikningi,
sem við teljum byggðan á hæpnum
grundvelli — formaður stjórnar
Félagsstofnunar hefur ekki getað
lagt fram reikninga eða skýringar
sem réttlæta hækkunina — lýsum
við hækkunina bæði lagalega og
útreikningslega sér rakalausa. Við
hefðum sætt okkur við eðlilega
vísitöluhækkun, 27.500, en vegna
hrakandi ástands beggja Garð-
anna teljum við okkur ekki fært að
greiða meira en 24 þúsund krónur.
Á Nýja Garði hefur ekkert
viðhald verið undanfarin ár og því
hefur húsnæðinu hrakað verulega
og á Gamla Garði er ekki búandi á
meðan á viðgerðum og endurbót-
um stendur. Þrátt fyrir þetta
ástand og þrátt fyrir, að Garðbúar
og Stúdentaráð leggist gegn hækk-
uninni og leggi síðan til, að
ákvörðun verði frestað þar til
málsatvik væru nánar könnuð af
öllum aðilum, samþykkir stjórn
Félagsstofnunar tillögu Skúla
Thoroddsen, framkvæmdastjóra
Félagsstofnunar, á fundi sínum 2.
október um að hækka leiguna.
Tillagán var samþykkt með 2
atkvæðum gegn 1 og þeir sem
samþykktu voru fulltrúi Háskóla-
ráðs og ríkisins, einn fulltrúi
stúdenta var á móti, en tveir sátu
hjá.
Við sættum okkur að sjálfsögðu
ekki við þessa hækkun og því síður
við vinnubrögð stjórnarinnar og
vonumst fastlega til þess að tekið
verið tillit til okkar og Stúdenta-
ráðs í málinu."