Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 39 bundum. Við gengum á reka. Og við sóttum sjó þegar óþurrkar voru. — Véltækni var fátækleg. Sem betur fer finnst mér nú. Við sáum ekki bíl og traktorar heyrðu innsveitum og góðsveitum til. En stundum greindum við skipalestir Bandaríkjamanna við sjónbaug. Þær fluttu hergögn til Rússlands. — í miðri síðari heimsstyrjöldinni unnum við sams konar störf með svipuðum verkfærum og Dala- menn um aldir, líklega frá dögum Ulfs víkings en haugur hans blasti við fyrir neðan Klifið. Og við fundum til sams konar starfsþrár og gengnar kynslóðir þegar við vöknuðum í bjartri morgunsól sem lofaði löngum, heiðum degi, sams konar gleði þegar við feng- um blöndukönnuna til okkar í flekkinn og sams konar þreytu er við ösluðum heim blautar mýrar með orf um öxl. Eins og vonandi hefur komið fram í þessum greinarstúf hafði Sigurður Jakobsson ánægju af samræðum. Hann var einn mestur snillingur skemmtilegra viðræðna og kátlegra frásagna sem ég hef kynnst. En hann var ekki einungis sagnaþulur. Hann var líka brot af lífsspekingi. Hann talaði oft um þann vanda sem fylgir því að vera manneskja og það gerði hann á þann hátt að seint gleymist. Enn á ég bréf frá honum sem hann sendi mér fermingarvorið mitt. Þar er hann lifandi kominn: Elskuleg blanda af glettni og alvöru, lítil- læti og þeim sjálfsþótta sem aldrei getur umhverst í hroka. Sigurður Jakobsson var afar vel kvæntur. Hann mat líka konu sína mikils og dró aldrei dul á þá virðingu sem hann bar fyrir henni. Þórhalla er ekki einungis vel greind, eins og hún á kyn til, heldur og góð kona og höfðingi til geðs og gerðar. Hún átti sinn þátt, og hann ófúinn, í að gera dvölina á Dalabæ minnilega. Hún sagði vel frá, engu síður en maður hennar, en ólík voru þau þó. Hugblæ liðins tíma gat hún töfrað fram með einni stuttri setningu enda skáld gott eins og margir ættmenn hennar og sjór af vísum og kvæðum. Næmt skyn á það sem vel fór í máli, bundu sem óbundnu, olli því að hún kenndi án þess að vita af því. Nú er Dalabær í eyði. Halla og Sigurður brugðu búi 1950 og flutt- ust til Siglufjarðar. Þau settu heimili sitt nyrst í kaupstaðnum, næst Úlfsdölum eftir að bílum var tekið að aka gegnum Stráka og ferðir yfir Skjöld, Streng og Gjár lögðust af. Og nú er Sigurður, vinur minn, enn fluttur um set. „Ég finn til skarðs við auðu ræðin allra sem áttu rúm á sama aldarfari," kvað Stefán G. Ég finn til saknaðar við andlát Sigurðar Jakobssonar. Mér þótti hann ætíð dæmigerður full- trúi veraldar sem var, veraldar sem við eigum rætur í og megum aldrei gleyma. Höllu og ástvinum hennar sendum við hjónin hug- heilar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim minninguna um góðan dreng. ólafur Ilaukur Árnason. FRA JUGOSLAVIU Pinnastólar og borð. Mjög hagstætt verð Verið velkomin sMinnn'iai r> simi i ii w W«xlS»nbr. "TTfBlaá- burðarfólk ' óskast mw Austurbær Lindagata Ármúli Hverfisgata 4—62 Sóleyjargata Leifsgata. Háuhlíð. Vesturbær úthverfi Garöastræti Smálönd Melhaga. Hringið í síma 35408 íslenskur heimilisiðnaöur íslenekur heimilisiðnaöur VU0KK0 — kjólar Tískusýning í verzluninni í dag kl. 5. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. íslenskur heimilisiönaður Hafnarstræti 3. Ódýrt 5 slátur 13.450 Lambalifur 1.670 pr. kg. Kjúklingar 3.375 .pr. kg. Unghænur 1.995 pr. kg. Bragakaffi 1.059 pr. kg. Libbys tómatsósa 489 12 oz Waitrose bakaöar baunir 675 Vfe dós Krakusjaröarber 1.375 1/1 dós HAGKAUP Framlegðaútreikn- ingur í frystihúsum Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um Framlegöarút- reikning í frystihúsum dagana 16. og 17. október frá kl. 09—17 hvorn dag. Kynnt veröa hugtök um fram- legðarútreikninga og þátttak- endur þjálfaðir í notkun þeirra. Farið er yfir raunhæf dæmi um framlegðarútreikninga í frysti- húsi. Námskeiöið er einkum ætlað verkstjórum og framkvæmdastjórum í fyrstihúsum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins, sími 82930. Astjórnunarfélag Isiands SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 LfKKMinaiKJl. Már Sveinbjörnsson, rekstrartæknifræð- ingur. Borðapantanir í síma 11G90. er stczöitriFtn Missit) ekki af tískusýningunni hjá Model 79. í kvöld sýna þar fatnad frá versluninni Dídó. Hverfisgötu 39. Vel heppnum kvöldstund hefst á Hlíðarenda. Allar veitingar. Stutt á næstu skemmtistaði. Opið 11.30-14.30 og 13.00-22.30. 2 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.