Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980- 23 EyðileKKÍngin var KÍfurleg fyrir utan synaKORuna. Sprengjutilræðið í París: Lögreglan á spori tilræðismannsins „Gyðinglega herdeildin44 lýsir ábyrgð á hendur sér er sýru var kast- að framan í 84 ára gamlan mann París. 8. októher. AP. VALERY Giscard D'Estaing Frakklandsforseti fordæmdi í dag harðlega sprengjutilræðið í synagogunni í París, þegar fjórir gyðingar létu lífið og fjöldi manna særðist. Ilann hefur verið gagnrýndur fyrir þögn um málið en i dag fullvissaði hann gyðinga í landinu — þeir eru 650 þúsund — um aðgerðir stjórnvalda til að koma í veg fyrir kynþáttaofsókn- ir i landinu. Raymond Barre forsætisráð- herra hélt ræðu í þinginu og réðist harkalega að vinstrisinnum fyrir gagnrýni á stjórnina vegna máls- ins. Þá hélt Christian Bonnet innanríkisráðherra ræðu í þinginu og varði lögregluna. Hvað eftir annað var gripið fram í fyrir honum og kallað: „Segðu af þér.“ Francois Mitterand, leiðtogi sósí- alista, hefur krafist afsagnar Bonnet. Logreglan tilkynnti í París í dag, að tekist hefði að bera kennsl á mann, sem ók mótorhjóli að synagogunni og skildi pakka eftir fyrir utan hana. Talið er að í pakkanum hafi sprengjan verið falin. Sýru var kastað framan í 84 ára gamlan mann í dag, og er maður- inn alvarlega slasaður. Samtök, sem kalla sig gyðinglegu herdeild- ina lýstu ábyrgð á hendur sér. í símhringingu til dagblaðs sagði rödd, að maðurinn væri nýnazisti. Sonur gamla mannsins, sem ráðist var á, sagði í- París í dag, að faðir sinn hefði aldrei verið viðriðinn ný-nazista og svo virtist, sem gamli maðurinn hefði verið tekinn í misgripum fyrir þekktan ný- nazista með sama nafni. Fréttir í stuttu máli Milanó, 8. október. AP. AÐ MINNSTA kosti 30 manns voru handteknir á Ítalíu í dag í samræmdum aðgerðum lögreglu. Flestir eru taldir meðlimir vinstri öfgahópa. Lögreglan lét til skarar skríða í Mílanó, Tórínó, Bológníu, Trento og á Sardiníu. Handtökurnar í dag eru sagðar mikið áfall fyrir Rauðu herdeild- irnar en fyrr í vikunni voru 13 meðlimir Rauðu herdeildanna handteknir í Genúa þegar lög- reglan fann fimm felustaði þeirra. V-Borlin. 8. október. AP. FIMMTÁN Kúrdar réðust inn á ræðismannsskrifstofu Tyrkja í V-Berlín í dag. Einhver átök áttu sér stað með Kúrdunum og starfsmönnum ræðismannsskrif- stofunnar. Lögreglan skarst í leikinn og fjarlægði Kúrdana. Sex þeirra voru settir í gæslu- varðhald. Ekki er ljost, hver var tilgangur Kúrdanna með aðgerð- Moskvu, 8. október. AP. SOVÉSKA dagblaðið Pravda, skýrði frá því í dag, að Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna hefði verið boðið í opinbera heim- sókn til Indlands. Það var Sanji- va Reddy, forseti Indlands, sem bauð Brezhnev til Indlands að lokinni 9 daga opinberri heim- sókn til Sovétríkjanna. Moskvu. 8. októbrr. AP. PRAVDA skýrði frá því í dag, að Pyotr Masherov, meðlimur í stjórnmálaráði sovéska kommún- istaflokksins, hafi beðið bana í bílslysi síðastliðinn laugardag. Masherov var aðalritari Komm- únistaflokks Hvíta Rússlands. Rómaborií, 8. október. AP. HINN landflótta, Dalai Lama, trúarleiðtogi Búddista í Tíbet, kom í dag til Rómaborgar til viðræðna við Jóhannes Pál II páfa. Þetta er önnur heimsókn Dalai Lama til páfans í Róm. Moskvu. 8. október. AP. HAFEZ Assad, forseti Sýrlands kom í dag í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Skömmu eftir komuna skrifaði Assad undir „samvinnu- og vináttusamning" ríkjanna. Ekki var getið nánar um atriði samningsins en heim- ildir í Damaskus herma, að í samningnum séu ákvæði um vopnasendingar Sovétmanna til Sýrlands. Kairó. 8. októbor. AP. EGYPSKA stjórnin hefur vísað tveimur sovéskum blaðamönnum úr landi. Stjórnvöld hafa ekki viljað viðurkenna það opinber- lega, en að sögn sovésks blaða- manns í Kairó, þá yfirgáfu blaða- mennirnir landið á mánudag. Talir er, að þeir hafi starfað með kommúnískum leynisamtök- um, sem voru afhjúpuð í síðustu viku. Alls voru um 50 manns handteknir í kjölfar afhjúpunar samtakanna. Sovétmenn studdu samtök þess, svo og ónefnt araba- ríki. KuUKNOri. Kamorún. 8. októbor. AP. UPPREISNARHER Hissene Habre, fyrrum forsætisráðherra Chad vann fyrr í vikunni þýð- ingarmikla sigra í orrustum við heri Goukouni Queddi, forseta landsins, að því er heimildir í Kamerún herma. Queddi nýtur hernaðaraðstoðar Sovétmanna og Líbýumanna en Habre nýtur stuðnings Egypta og Saudi- Araba. Þetta gerðist j 1976 — Tilkynnt að Hua Guo- feng hafi verið valinn eftirmaður Mao Tse-tung. 1972 — Leyniviðræður Henry Kissingers við Norður-Víetnama í París. 1962 — Uganda fær sjálfstæði. 1951 — Davíð Ben-Gurion mynd- ar samsteypustjórn í ísrael. 1934 — Álexander Júgóslavíu- konungur ráðinn af dögum í Marseilles. 1875 — Alþjóðapóstsambandið, UPU, stofnað. 1806 — Prússar segja Frökkum stríð á hendur. 1804 — Borgin Hobart á Tasm- aníu grundvölluð. 1801 — Tyrkir ná aftur Egypta- landi formlega með samningi við Frakka. 1760 — Rússar taka Berlín. 1561 — Sáttafundur kaþólskra og mótmælenda í Poissy fer út um þúfur. 1514 - Loðvík XII af Frakklandi kvænist Maríu Túdor. Áfmæli: Alfred Dreyfus, fransk- ur liðsforingi (1859—1935) — Karl Wilhelm, hertogi af Brúns- vík (1735 - 1806). Andlát: 1958 Píus páfi XII - 1967 André Maurois, rithöfund- ur. Innlent: 1801 d. Jón Pétursson læknir — 1889 f. Jakob Jóh. Smári 1947 Norskt flutningaskip strandar við Mýrar — 1951 Síðasti ríkisráðsfundur Sveins Björnssonar forseta — 1961 Eld- hræringa vart í öskju — 1971 TF-Eir brotnar í lendingu í Rjúpnafelli — 1979 Þrír ráðherr- ar biðjast lausnar — 16% d. Einar bp Þorsteinsson. Orð dagsins: Stríð er framhald stjórnarstefnu með öðrum ráðum — Karl von Clausewitz, þýzkur herfræðingur (1780 — 1831). Bretar fækk$ í her- liði sínu á N-Irlandi H< líast. 8. októbcr. AI*. BRETAR tilkynntu í dag, að 450 manna hcrlið úr „Tho Royal Scots Dragon Guards“ myndi yfirgcfa N-írland í næsta mán- uði. Að sögn hrczku hcrstjórn- arinnar er þctta þriðja hersveit- in, sem hcldur á brott frá N-írlandi á þcssu ári. Ástandið hcfur undanfarið farið hatnandi og ofhcldi minnkað. Nú eru 11.500 brezkir hermenn á N-írlandi en þegar þeir voru flestir voru þeir 22 þúsund. Ef ástandið versnar í landinu og ofbeldi færist í vöxt eru hersveit- ir tilbúnar að fara til N-írlands með litlum fyrirvara. kynning Komiö á Kanaríeyjakynninguna að Hótel Loftleiðum 9.-12. október. Njótið kræsilegra veitinga sem framreiddar eru að hætti Kanaríeyjabúa. Matreiðslumeistararfrá Kanaríeyjum sjá um matreiðsluna. Kanarísk hljómsveit (Mary Sanchez y Los Bandama) skemmtir gestum. Stuðlatríó leikur fyrir dansi öll kvöld. Borðapantanir hjá veitingastjóra í símum 22321 og 22322. Happdrætti. Dregið verður á hverju kvöldi um vinninga, en í lok kynningarinnarverður dregið um aðalvinninginn, Kanaríeyjaferðfyrirtvo. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.