Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 + Maöurinn minn, LOFTUR HJARTAR, húsasmiöur, Barmahlíð 11, lést í Landakotsspítala 8. október. Guörún Á. Hjartar. + Eiginkona mín og móöir okkar, HULDA LONG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hæöargaröi 50, lést aö heimili sínu 7. okt. sl. Fyrir hönd ættingja, Guöjón Bjarnason, Guöbjörg B. Siguröardóttir, Siguróur R. Guöjónsson, Hulda K. Guójónsdóttir. + Faöir okkar, MAGNÚS GÍSLASON, múrari, Hæðargaröi 40, lézt í Borgarspítalanum 7. október. Gísli Magnússon, Áslaug Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Súsanna Magnúsdóttir, Lára Magnúsdóttir. + Eiginkona mín og móðir, SIGRÍÐUR MAGNUSDOTTIR, Meöalholti 6, Reykjavík, varö bráökvödd aö kvöldi 7. október. Ásgeir Guöjónsson, Magnús Ásgeirsson. + Eiginkona mín og móöir okkar, LILJA EINARSDÓTTIR, Noröurbrún 1, andaöist í Landspítalanum 7. október. Karl B. Björnsson og börn. + Útför KLEMESARÁRNASONAR, Göröum, Mýrdal, fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 11. október n.k. kl. 14.00. F.h. aöstandenda, Gunnheiöur Heiömundsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför ÞORSTEINS GUDJONSSONAR, Saurum, Helgafellssveit. Fyrir hönd aöstandenda. + Faöir okkar og tengdafaöir, JÓN GUÐMUNDSSON, sem lézt 4. október síðastliöinn veröur jarösunginn frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 10. október kl. 10.30. Steinunn Jónsdóttir, Guömundur Ingvar Jónsson, Guömundur Kjalar Jónsson, Særún Sígurgeirsdóttir. + . Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför EINARS BJÖRGVINSSONAR, flugmanns, Útgarói 6, Egilsstööum. Ingibjörg Andrésdóttir, Andrés Einarsson, Jóhann Óli Einarsson, Jónína Einarsdóttir, Björgvin Hrólfsson, Guörún Guömundsdóttir, ' Óskar Björgvinsson, Hjördís Sigurðardóttir. Sigurður Jakobs- son Dalbœ - Minning Vorið 1940 reið 10 ára dreng- stauli yfir Skjöld og Dalaskarð með gömlum vini föður síns, Sigurði bónda Jakobssyni á Dal- bæ. Þeir höfðu lagt af stað skömmu eftir náttmál frá Siglu- firði og meðan hestarnir fetuðu tæpa sneiðinga á björtu vorkvöld- inu spjölluðu þeir margt. Dökkt var yfir. Stálgráar, ómanneskju- legar hersveitir Hitlers streymdu um Evrópu. Bretar stóðu einir gegn vinnumennskunni og fyrir nokkrum dögum höfðu breskir hermenn búið um sig á Siglufirði. Fyrst hneig orðræða Sigurðar einkum að þessum nýjustu við- burðum. Við höfðum á tilfinning- unni að við lifðum atburði sem þættu að líkindum tíðindi um alla framtíð. — En brátt kom þar að djúpur undirstraumur sögunnar flæddi af vörum hans. Göturnar voru honum kunnar, fjöllin og leiðirnar yfir þau bernskuslóðir hans, Strengur, Seti, Gjár, auk leiðarinnar sem ein var sæmilega fær með hesta og við riðum nú. Og kynslóðirnar liðu mér fyrir hug- skotssjónum, störf þeirra og strit, barátta við harðleikin náttúruöfl nyrst á Trölla^kaga, „á ströndinni við hið ysta haf“. Um miðnætti komum við að Dalbæ. Ljósbrúnt timburhús port- byggt með myndarlegum glugg- um, háu risi og skúr, sem lækkaði til norðurs, hvíldi við fjallsrætur. Bjart var til hafsins og sól myndi rísa fyrir óttu að líkindum. Halla húsfreyja fagnaði okkur vel, nýj- um sumarmanni, lágum í lofti, ekki síður en bónda sínum. Og innan tíðar hvíldist hann á bekk undir hlýrri og hreinni sæng. Þessi fyrsta ferð mín með Sig- urði Jakobssyni eða Sigga á Dala- bæ, eins og hann var oft kallaður og kunni sjálfur vel, var aðeins forsmekkur þess sem koma skyldi. Og einhvern veginn finnst mér nú að sumrin sem ég Jvaldist á Dalabæ hafi að ýmsu leyti orðið mér drýgri til þroska en margir + HANNES HJARTARSON frá Herjólfsstööum í Álftaveri veröur jarösunginn laugardaginn 11. október frá Þykkvabæjar- klausturskirkju. Athöfnin hefst meö húskveöju á heimili hins látna kl. 14. Sætaferö veröur frá B.S.Í. kl. 8 sama dag. Vandamenn. Jarðarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, KRISTINS GUDMUNDSSONAR, útvarpsvirkja, fer fram frá Siglufjaröarkirkju, laugardaginn 11. október kl. 2 e.h. Steingrímur Kristinsson, Guöný Friöriksdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir, Hulda Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, bróöur og fööurbróöur, JENS S. KJELD, trésmiös, Arnarhrauni 31, Hafnarfiröi, sem lést 2. október veröur gerö frá Innri-Njarövi'kurkirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Jóna Kjeld, börn, barnabörn, barnabarnabörn, bróðurdóttir og systkini. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu okkur vináttu og samúð viö andlát og útför EYJÓLFS HÖGNASONAR, frá Hvoli. Sórstakar þakkir færum vlö starfsfólki deildar 2, Vífilsstaöaspítala. Fyrir hond vandamanna, Siguröur Eyjólfsson. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö vegna andláts bróöur okkar, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR frá Karlsá. Systkini hins látna. + Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér samúö og vinsemd viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, ALBERTS HARALDSSONAR, Litla Bergi, Skagaströnd. Jóhanna Thorarensen. vetur á skólabekk. Þar kynntist ég ekki aðeins því jafnvægi erfiðis- verka og andlegra iðkana, sem áttu drjúgan þátt í að ísiensk menning var um aldir sameign þjóðarinnar en ekki spariflík fá- mennrar yfirstéttar, heldur lifði ég einnig nítjándu öldina að nokkru þó að Iiðnir væru fjórir tugir þeirrar tuttugustu. Sigurður Jakobsson var fæddur á Dalabæ 24. júní 1901. Hann var sonur hjónanna Jakobs Þorkels- sonar og Ólafar Einarsdóttur sem áttu jörðina og bjuggu þar við rausn um langan aldur. — Dala- bær á Ulfsdölum var talin ein besta jörðin í Hvanneyrarhreppi. Að vísu var hún ekki nema 20 hundruð að dýrleika að fornu mati en bændur þar stunduðu tíðum sjó af kappi, enda ekki langróið jafn- an, og efuðust margir vel. — Sigurður tók við búi af föður sínum árið 1930 ásamt unnustu sinni, Þórhöllu Hjálmarsdóttur, Kristjánssonar, og konu hans, Kristrúnar Snorradóttur, frá Húsabakka í Aðaldal. Þau giftust 19. febrúar 1931. Sambúð þeirra varði því í hálfa óld. Börn eignuð- ust þau fimm: Jakobínu Olöfu, Höllu Kristmundu, Steingrím Dalmann, Þórð Rafn og Sigurö Helga. Synirnir eru allir skip- stjórar, þeir eldri tveir í Vest- mannaeyjum, sá yngsti á Siglu- firði. Jakobína Ólöf er húsfreyja í Eyjum en Halla á Akureyri. Tæpa hálfa öld átti Sigurður heima á Dalabæ. Hann gerþekkti jörðina og Úlfsdalina alla, fólkið sem þar bjó og hafði búið. — Niðri við Vogu, lendingu Dalabæjar- bænda, lágu stórir lifrapottar í þúfunum, ryðgaðar sóknir og digr- ar festar. Sögur af hákarlaveiðum Dalamanna og Siglnesinga urðu meira en þurr sagnfræði á vörum Sigurðar. Ljóslifandi komu þeir á móti manni, gömlu hákarlamenn- irnir. Svalviðri og sólbjarta daga, stórhríðarvikur og vorbjartar nætur bar fyrir augu. Það var fólkið í þessu landi, annir þess og erfiði, sem gæddi horfna tíma lífi. Og við vorum hlekkur í þessari sögu sem var bæði gömul og ný: Við bárum mykju á völl. Við klufum tað. Við tókum upp svörð, þurrkuðum, klufum, hreyktum. Við slógum með orfi og ljá, snerum með hrífu, tókum saman, Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem hirtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vcra vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.