Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 25

Morgunblaðið - 09.10.1980, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980 25 Pfí>rjpjuMWí$> Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunn^irsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Kærleiksbandið Kærleiksbandið í ríkisstjórninni er á milli Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra og ráðherra Alþýðubanda- lagsins. Um það er engum blöðum að fletta, eftir að metnar eru yfirlýsingar aðila stjórnarsamstarfsins nú í þann mund, sem Alþingi er að koma saman. Innan Framsóknarflokksins gætir vaxandi óþolinmæði, enda þótt alls ekki sé ljóst, hvað framsóknarmenn vilja. Framsóknarmenn sæta þungum ákúrum frá alþýðubandalagsmönnum. Þeir segja, að „blaðrið" í Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sé stærsta efnahagsvandamál þjóðarinnar og kalla Ólaf Jóhann- esson „litla Stalín", þegar þeim finnst mikið liggja við og „hártogunarmann“, þegar hann skýrir lög á annan hátt en Alþýðubandalaginu er þóknanlegt. I sömu andránni taka þeir undir það með Gunnari Thoroddsen, að stjórnarsamstarfið fari fram í hinu mesta bróðerni. Á dögunum vakti það nokkra athygli, þegar Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi og alþingismaður, lýsti því yfir, að hún myndi hætta stuðningi sínum við ríkisstjórnina, ef ákveðið mál yrði ekki afgreitt að hennar skapi. Var hún að fjalla um réttindamál þeirra, sem minna mega sín? Var hún að brýna stjórnina vegna þess að kaupmáttur minnkar jafnt og þétt? Var hún að mótmæla stöðugu sigi krónunnar? Var hún að krefjast raunhæfra aðgerða gegn verðbólgunni? Nei, síður en svo, hún var að krefjast landvistar fyrir franska flóttamanninn Patrick Gervasoni. í sjálfum Þjóðviljanum var framferði hennar lýst með þessum orðum af Guðbergi Bergssyni, rithöfundi: „Eftjr að nokkurn veginn var víst að Gervasoni fengi hér landvist, þá lét stjórnmálaskörungur liggja að því, að fremur mundi hann fella ríkisstjórn lands síns en styðja, ef gestinum yrði vísað heim.“ Afstaða Guðrúnar Helgadóttur í þessu máli lýsir vel til hvers Alþýðubandalagsmenn láta sem allt sé í himnalagi í lanHs- stjórninni. Þeir vilja geta ástundað hótanir, jafnvel þótt stóru orðin séu aðeins til þess að sýnast. Aldrei hefur gengið eins erfiðlega að ná samkomulagi um kaup og kjör milli aðila vinnumarkaðarins og nú, þegar Alþýðubandalagsmenn segjast hafa tögl og hagldir á flestum sviðum þjóðlífsins. Nú er svo komið, að Þjóðviljinn segir í forystugrein: „Við þessar aðstæður á verkalýðshreyfingin enga aðra leið en þá að grípa til verkfallsvopnins í einni eða annarri mynd, nema hún kjósi fremur að leita samvinnu við ríkisstjórn og Alþingi um lausn deilunnar með lagasetningu.“ Uppgjöfin, sem í þessum orðum felst, er dæmalaus í því blaði, sem hatrammast hefur barist gegn því ár og síð, að ríkisvaldið beitti lögum til að skerast í kjaradeilur. Á fyrstu mánuðum ársins 1978 umturnaðist Þjóðviljinn og hvatti til verkfalla vegna íhlutunar löggjafarvaldsins í kjarasamninga. Ein helsta ástæð- an fyrir því, að ekki hafa náðst samningar nú í kjaradeilunni, er, að ógerningur hefur verið fyrir aðila hennar að fóta sig í efnahagsforaðinu, sem stefnuleysi ríkisstjórnarinnar hefur skapað. Það yrði svo sannarlega að fara úr öskunni í eldinh að afhenda ráðlausum ráðherrum kjaramálin til úrlausnar. Raunar voru kjaraviðræðurnar í sumar á borði ríkisstjórnarinn- ar, þegar að undirlagi ráðherra var stofnað til sérviðræðna SÍS-valdsins og Alþýðusambandsins. Eftir nokkurt þóf gáfust þessir aðilar upp, engar líkur eru á því, að þeir nái frekar saman um lausn, þegar ráðherrarnir setjast niður við að semja kjaralög. Alþýðubandalagið er hins vegar tilbúið til að fórna frjálsum samningsrétti fyrir ráðherrastólana. Flokkurinn er tilbúinn til að fórna öllum gömlu baráttumálunum fyrir það eitt að sitja í ríkisstjórninni með Gunnari Thoroddsen. Hann telur þá stjórn miklu betri en stjórnina undir forystu Ólafs Jóhannessonar. Forsætisráðherrann gefur meðráðherrum sínum líka þá ein- kunn um leið og hann vegur að eigin flokksmönnum, að þeir séu „drengir góðir“. Engir hnökrar eru á kærleiksbandinu milli Alþýðubandalagsins og Gunnars Thoroddsens. í afstöðunni til framkvæmda í þágu varnarliðsins skipar forsætisráðherra sér við hliðina á kommúnistum. Hann á ekki nægilega sterk orð til að lofa góða stjórn Alþýðubandalagsins á fjármálaráðuneytinu og ekki kemst hnífurinn á milli forsætisráðherrans og Alþýðubandalagsins í yfirlýsingum um slælega stjórn á bönkunum. Það er þetta kærleiksband, sem heldur ríkisstjórn- inni á floti, þess vegna eru kommúnistar svona ánægðir og framsóknarmenn í hálfgerðri fýlu. Veðrið að ganga niður HVÖSS norðanátt var um allt land í gær. nema á Vestfjörð- um, en þar var veðrið þegar tekið að ganga niður, sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunhlaðið fékk á Veður- stofu íslands í gærkvöldi. É1 voru víða um land, allt frá Dalatanga vestur að Horni, og einnig niður Hrútafjörð og til Holtavörðuheiðar og á Faxa- flóasvæðinu. þó ekki mjög áköf. Á sunnan- og suðaustan- verðu landinu var léttskýjað, en þar var jafnframt hvassast. Veðurha^ðin í Eyjum fór til dæmis upp í 12 til 13 vindstig. og víðar var mjög hvasst, svo sem í Koliafirði. Búist var við því, að veðrið gengi niður í nótt, en þó verður að öllum líkindum strekkings- vindur í dag víða um land. Úrkoman minnkar um leið og dregur úr vindhraða og í kvöld gæti verið orðið léttskýjað víða um land. F auk útaf í Hvalfirði Ljósm.: Kristján Einarsson. Á þessari mynd sést vörubíllinn, sem í fyrrakvöld fauk út af veginum \ Hvalfirði í veðurofsanum sem gengið hefur yfir landið. Á myndinni sjást skemmdir á vörugeymslu og stýrishúsi. Ökumaður meiddist á fæti við byltuna, og bifreiðin er talin nær ónýt. Ríkinu lokað og varð- skip bíður átekta Hvassviðrið siðustu dægrin hefur víða unnið stórtjón á mannvirkjum, þótt enn sé ekki vitað um alvarleg meiðsl eða slys á fólki. Þessi mynd var tekin í Mosfellssveit í gær, þar sem Kári hafði farið ómjúkum höndum um hús í byggingu og vafalaust valdið húsbyggjendunum miklu tjóni. Ljosm.. Kristján Einanwon. Maður slasaðist er timbur fauk á hann Ísaíirði. 8. okt. 1980. FYRSTU skipin sem leituðu vars hér á ísafirði eru farin út aftur, en þegar mest var voru hér um 50 aðkomuskip og yfir 700 sjómenn. Innanlands- flug gekk von- um framar „FLUGIÐ innanlands í dag hefur gengið vonum framar, miðað við það leiðindaveður sem gengið hefur yfir,“ sagði Barði ólafsson. afgreiðslustjóri í innanlandsflugi Flugleiða, i samtali við Morgun- hlaðið í gær. „Það opnaðist fyrst á Patreksfjörð,“ sagði Barði ennfremur, „og síðan kom hver staðurinn af öðrum: Egilsstaðir, Sauðárkrókur. Ilúsavik, ísafjörð- ur og Þingeyri.“ Um miðjan dag í gær var hins vegar ákveðið að hætta við að bíða eftir betra veðri í Vestmannaeyj- um enda veðurhæð þá mikil á þeim slóðum, en vonast var eftir að unnt yrði að fljúga til Akureyr- ar í gærkvöldi. Nú eru aðkomuskipin um 40 talsins. Að frumkvæði lögregl- unnar hefur verið reynt að sjá sjómönnunum hér fyrir einhverri dægrastyttingu; kvikmyndasýn- ingum hefur verið fjölgað og í kvöld verður efnt til bingós í Sjálfstæðishúsinu. Allt hefur gengið vel hér þrátt fyrir þennan mikla fjölda að- komumanna, og ölvun hefur ekki verið teljandi. Áfengisversluninni var þó lokað í dag til að fyrir- byggja hugsanleg vandræði. I lögregluliði Isafjarðar eru aðeins 7 menn, og geta þeir skiljanlega lítið að gert ef róstusamt verður í bænum, en til öryggis liggur varðskip hér á höfninni, reiðubúið til aðstoðar ef þörf krefur. — Rétt er þó að taka fram í þessu sambandi, að Isfirðingar hafa alls ekki þurft að kvarta yfir sjómönn- um þeim er hér eru, eða þeim loðnusjómönnum er hingað hafa komið undanfarna vetur. Fram- koma þeirra hefur öll verið til fyrirmyndar. Hinn mikli mann- fjöldi hér nú gerir það þó ef til vill skiljanlegt að menn vilja fara að öllu með gát. - Úlfar MAÐUR slasaðist á andliti þegar timhur fauk af þaki verzlunar- innar Kjörvals i Hafnarfirði og lenti á manninum. Atburður þessi varð um tvöleytið í gær. Mjög hvasst var í Mosfellssveit í gærdag og fauk allt sem fokið gat. Ekki er vitað um önnur slys en það sem greinir frá hér að framan. Mikið tjón varð þegar uppsláttur af nýjum húsum fauk, sbr. með- fylgjandi mynd. Mjög hvasst var einnig á Kjal- arnesi og í Kollafirði í gær en ekki var lögreglunni í Kjósarsýslu kunnugt um nein óhöpp eða meiri háttar skemmdir þegar Mbl. hafði tal af henni í gærkvöldi. Það er ekki langt frá Mjóeyrinni yfir i yztu húsin á Eskifirði, en i verstu hryðjunum i gærmorgun sáust þau varla og sjórinn var allt annað en árenni legur þarna inni á miðjum firðinum. (Ljósm. Ragnar Axelsson). I íslenzku vetrarveðri á lítt f ögrum Fagradal MIKIL ófærð var á fjalivegum á Austurlandi i gær og innan bæja átti fólk jafnvel i erfiðleikum með að komast á milli húsa þegar veðrið var sem verst. Auk veður- hæðarinnar, sem var met í fyrri- nótt, snjóaði talsvert og varð ófært um Fjarðarheiði og illfært um Oddsskarð og Fagradal. Síld- arhátar. sem undanfarið hafa aflað vel inn á fjörðum eystra, komust ekki út í fyrrakvöld og lágu flestir þeirra inni á Eski- firði í gær og einnig aðrir bátar. Það voru fáir úti við á Eskifirði í gærmorgun þegar blaðamaður og ljósmyndari lögðu af stað þaðan áleiðis til Egilsstaða. Fólk flýtti sér sem mest það mátti ef það þurfti að bregða sér út fyrir dyr, en vegna vinnu sinnar þurftu þó ýmsir að vera úti í kuldanum og rokinu. Frá Eskifirði til Reyðar- fjarðar var sæmilega greiðfært, þó skafrenningurinn á leiðinni hyldi veginn á stundum, en það var aðeins forsmekkurinn af því, sem síðar varð á þessu ferðalagi. Öldurnar voru ekki eins úfnar á Reyðarfirði og hinum megin við Hólmaháls, en veðrið þó lítið skárra þegar inn í kauptúnið kom. Keðjurnar voru settar undir jepp- ann og síðan haldið á Fagradal, sem var langt frá því að vera fagur þennan dag. Vegagerðar- menn höfðu lagað færðina talsvert í skriðunum fyrir ofan Reyðar- fjörð, en er ofar dró sást varla út úr augum og oftar en einu sinni þurfti að fara út úr bílnum til að athuga hvað vegurinn væri breið- ur. Ánnað slagið sáust 2 augu í myrkrinu, en farartækin, sem þau tilheyrðu sáust vart fyrr en þau voru komin upp að hlið okkar og Haukur Sigfússon bílstjóri kannski kominn hálfur út úr rútu sinni. Áfram mjakaðist Lada-jeppinn frá Þráni á Egilsstöðum og þegar Mokað og sópað frá útidyrunum, myndin er tekin á Reyðarfirði i gærmorgun. Egilsstaðir nálguðust var veghef- ill að ryðja leiðina í hálsinum og eftir það var greiðfært á áfanga- stað. Þar skipti mjög skyndilega um veður og miðað við rokið niðri á Dalnum og á fjörðunum var aðeins hæg gola á Egilsstöðum. Starfsmenn á flugvellinum höfðu þó þurft að ryðja flugbrautina um morguninn og til Egilsstaða var flogið tvisvar sinnum í gær. Okkur Reykvíkingunum fannst nóg um veðrið og veturinn, sem var kominn eystra í gær og Austfirðingar hafa sjálfsagt verið sama sinnis. Hrafnhildur í Hlíð- arskála gat þó ekki stillt sig um að skjóta því að blaðamanni, að slíkt veður þætti ekki mikill vetur á Austurlandi, þó svo að Reykjavík- urblöðunum þætti nauðsynlegt að birta 20 myndir ef það gerði smávegis logndrífu í Breiðholtinu. - áij. Ekki hafði unnizt timi til að klæða veigaminnstu trén i vetr- arfötin áður en norðanáhlaupið gerði í fyrradag og þvi var unnið kappsamlega við það verk á Egilsstöðum í gær. (Ljósm. Ragnar Axeisson.) Búið var að ryðja i nágrenni Egilsstaða, orðið greiðfært og bjart yfir, en á myndinni má þó sjá bíl, sem þurfti að snúa við á dalnum vegna ófærðar. Haukur Sigfússon var að koma með farþega úr Egilsstaðaflugi þegar þessi mynd var tekin á Fagradal i gær og voru innan við 5 metrar á milli ljósmyndarans og rútunnar þegar myndin var tekin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.