Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
2
Afríkuhjálpin 1980:
Söfnunarherferð
Rauða kross Islands
formlega hafin
*
Forseti Islands afhenti rangæskum
ungmennum fyrstu söfnunarfötuna
SÖFNUN Rauða kross íslands,
Afríkuhjálpin 1980. hófst form-
lega í jjær með því að forseti
íslands, frú Vijídís Finnbojíadótt-
ir, afhenti við hátíðloKa athófn í
Norræna húsinu, fyrstu söfnun-
arfötuna til un^ra stúlkna frá
Rauða kross-deild Ranjíárvalla-
sýslu, en þar verður fyrst Kensið
í hús á landinu. I>á ávarpaði
Matthías Á. Mathiesen, forseti
Norðurlandaráðs, viðstadda ok
einnÍK séra Sisurður II. GuA
mundsson, ritari Rauða kross
íslands ok Jón Ásgeirsson, fram-
kva-mdastjóri söfnunarinnar.
Séra Sigurður H. Guðmundsson
hafði orð fyrir Rauða kross-deild
íslands of{ lýsti nokkuð aðdrag-
anda söfnunarinnar. Þá tók til
máls Matthías Á. Mathiesen, for-
seti Norðurlandaráðs og sagðist
fagna samnorrænu átaki við söfn-
unina. Að loknu ávarpi Matthías-
ar flutti Jón Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri söfnunarinnar,
ræðu, þar sem hann lýsti ástand-
inu í A-Afríku og söfnuninni.
Sagði hann söfnunina hérlendis
verða tvíþætta, annars vegar yrði
gíróreikningur númer 120200 sér-
staklega ætlaður þessari söfnun
og þá myndu skólabörn ganga
fyrir hvers manns dyr. Fram-
kvæmd þess yrði í höndum Rauða
kross-deildanna á hverjum stað,
en þær eru 42 í landinu.
Jón sagði að nú þegar, eða áður
en söfnunin var formlega hafin,
hefðu borist um 10 millj. kr. í
söfnunina. í lok ræðu sinnar sýndi
Jón nokkrar litskuggamyndir frá
Afríku og flutt var hljóðupptaka
frá Genf, þar sem Pálmi Hlöð-
versson ræðir við starfsmann að-
alstöðva Rauða krossins um starf
sitt í Uganda, en hann mun starfa
þar á vegum íslandsdeildarinnar
næstu þrjá mánuði. Þá las Jón
einnig heillaóska- og hvatn-
Séra Sigurður H. Guðmundsson, ritari íslandsdeildar Rauða krossins, er íremst til vinstri á myndinni. þá
forsetarnir tveir, frú Vigdís Finnhogadóttir og Matthias Á. Mathiesen.
ingarskeyti, sem barst í tilefni
dagsins frá Rauða kross-deild
Noregs.
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, afhenti í lok at-
hafnarinnar í Norræna húsinu,
tveimur ungum fulltrúum frá
Rauða kross-deild Rangárvalla-
sýslu fyrstu söfnunarfötuna, sem
sérstaklega er merkt af þessu
tilefni. Forsetinn setti síðan
fyrsta peningaseðilinn í fötuna, og
sagði hann vera „frá mér sjálfri"
eins og hún orðaði það. Þá tók
forsetinn upp úr tösku sinni gíró-
seðil og sagði hann vera framlag
annars bekkjar D í Álftanesskóla í
Bessastaðahreppi, „en það er
Bensinlítrinn
í 515 krónur
Þar af er hlutur ríkisins 285 krónur
VERÐLAGSRÁÐ ákvað í gær
nýtt verð á bensíni, gasolíu og
svartoliu og tekur verðið gildi
frá og með deginum i dag.
Bensín hækkar úr 481 í 515
krónur lítrinn eða um 7%. Olíufé-
lögin höfðu beðið um að fá að
hækka bensínlítrann í 540 krónur.
Gasolía hækkar úr 196,40 í 210
krónur lítrinn eða um 6,9%. Olíu-
félögin báðu um hækkun í 216
krónur.
Svartolía hækkar úr 127,300 í
128,100 krónur tonnið eða um
0,6%. Olíufélögin báðu um að fá að
hækka tonnið af svartolíu í 142,800
krónur.
Morgunblaðið snéri sér í gær til
Georgs Olafssonar verðlagsstjóra
og fékk upplýst að af 34 króna
hækkun á bensíni rynnu 21,45
krónur til ríkissjóðs eða um 63%.
Þar af er vegagjald 12,63 krónur,
söluskattur 6,48 krónur, tollur 1,99
krónur og landsútsvar 35 aurar.
Vegagjald hækkar sem kunnugt er
til samræmis við hækkun bygg-
ingavísitölu og er nú 112,47 krón-
ur. Hlutur ríkissjóðs af heildar-
bensínverðinu er nú um 285 krón-
ur eða um 55%.
Helsta ástæða hækkunar á olíu-
vörunum auk hlutar ríkisins í
bensínverði er gengissigið, sem
nemur 15,2% síðan verð á bensíni
og olíu hækkaði síðast í júní sl.
Magnús L. Sveinsson, formaður VR:
Eg sé ekki hvernig
prentarar geta vikið
VR-fólki úr sætum
EINS og fram hefur komið í
fréttum slitnaði upp úr viðræðum
hókagerðarmanna og Félags ís-
lenzka prentiðnaðarins í fyrra-
dag vegna ágreinings um það,
hvort félagar Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur mættu vinna
við innskrift á tölvur, sem samn-
ingar HÍP og FÍP frá 1977
heimiluðu VR-fólki að gera.
INNLENT
Morgunblaðið spurði Magnús L.
Sveinsson, formann VR, hvernig
félagið liti á þær kröfur prent-
ara, að einungis þeir mættu
vinna við þessa innskrift.
„Það kemur mér algjörlega á
óvart," sagði Magnús L. Sveinsson,
„að störf í auglýsingadeildum
blaða eru ágreiningsefni í kjara-
deilu prentara. í fyrsta lagi var
um þetta samið 1977, og í annan
stað hef ég ekki heyrt á þetta
minnzt í allri deilunni við prentar-
ana að undanförnu, fyrr en ég
frétti þetta á skotspónum í gær.
Því finnst mér furðulegt, að svona
mál skuli koma upp á síðustu
stundu, þegar mér er sagt, að búið
hafi verið að ná samkomulagi um
öll þau atriði, sem raunverulega
stóð deila um.“
„Hér er um mjög alvarlegt mál
að ræða fyrir okkur," sagði for-
maður VR, „ef það er tilfellið, að
það sé hugsað þannig, að félags-
fólk VR, sem unnið hefur þessi
störf um langt árabil, eigi að víkja
úr sínum sætum. Það get ég ekki
fallizt á umyrðalaust, það liggur
alveg ljóst fyrir. Fólkið, sem um er
að ræða, er fólk, sem unnið hefur
við vélritun, símavörzlu og hefur
tekið á móti peningum fyrir aug-
lýsingar. Þetta fólk hefur verið í
Verzlunarmannafélagi Reykjavík-
ur frá því er það varð launþegafé-
lag og félagið hefur samið um
kaup og kjör þessa fólks. Þó að nú
komi ný tækni, sem breytir störf-.
um þessa fólks að hluta, get ég
ekki séð, að það liggi á borðinu, að
fólk úr öðrum stéttum komi og
víki þessu fólki úr sætum.“
Nýr pilsner
NÚ ER kominn á markaðinn
nýr pilsner. Sanitas pilsner,
sem unninn er i samvinnu við
Sana á Akureyri og bruggaður
þar. Að sögn forráðamanna
Sanitas hf. er hér um algjörlega
nýja framleiðslu að ræða og er
nýi pilsnerinn talsvert frá-
brugðinn Thule-ölinu sein lengi
hefur verið framleitt hér.
I nýja pilsnerinn, sem verið
hefur í vinnslu og undirbúningi
síðan í desember í fyrra, eru
notaðir aðrir humlar og annað
malt en notað hefur verið í
Thule-ölið. Forráðamenn Sani-
tas sögðu einnig að nýja pilsn-
ernum hefði verið mjög vel tekið
og salan færi ört vaxandi
Nýja Fríhafnarmáliö:
Fernt í gæzlu
vegna rannsókn-
ar fíkniefnamáls
FJÖGUR ungmenni sitja um
þessar mundir i gæzluvarðhaldi í
Reykjavik vegna rannsóknar á
umfangsmiklu fíkniefnamáli.
Að sögn Guðmundar Gígju, iög-
reglufulltrúa hjá fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík, hófst
rannsóknin í framhaldi af máli,
sem upp kom í Keflavík nýverið.
Snýst þetta nýja mál um meintan
innflutning og dreifingu á fíkni-
efnum. Rannsókn er í fullum
gangi og litlar upplýsingar hægt
að veita á þessu stigi.
Fólkið, sem situr í gæzluvarð-
haldi, er liðlega tvítugt, þrír piltar
og ein stúlka. Öll hafa komið við
sögu hjá fíkniefnadeiidinni áður.
Kona fyr-
ir bíl
EKIÐ var á 69 ára gamla konu á
gangbraut á Hverfisgötu við Lög-
reglustöðina um tíuleytið í gær-
morgun. Konan var flutt á slysa-
deildina til rannsóknar og voru
meiðsli hennar ekki fullkönnuð
þegar síðast fréttist.
4 starfsmenn játa
aðild að brotinu
RANNSÓKN á hinum meintu
tollalagabrotum í Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvclli er vel á veg
komin, samkvæmt upplýsingum
Þorgeirs Þorsteinssonar lög-
reglustjóra.
Sagði Þorgeir að fjórir menn
hefðu játað aðild sína að brotinu.
Hann vildi ekkert segja um hugs-
anlegt umfang málsins en sagði að
ljóst væri að hinn kærði verknað-
ur hefði staðið yfir í nokkra
mánuði a.m.k. Eins og fram hefur
komið í fréttum lék grunur á því
að áfengi og annar varningur
hefði horfið úr birgðageymslum
Fríhafnarinnar og honum smygl-
að út af véllinum og seldur í
mörgum tilvikum.
Ágúst Ágústsson, fjármála-
stjóri Fríhafnarinnar, tjáði Mbl. í
gær að fyrir lægju tölur um
rýrnun á vörum verzlunarinnar.
Ef játningar hefðu komið fram í
málinu væri þar komin skýring á
hluta af rýrnuninni. Ágúst sagði
að þrír starfsmenn Fríhafnarinn-
ar hefðu verið leystir frá störfum
tímabundið vegna þessa máls í
samræmi við lög um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna.
Að sögn Þorgeirs Þorsteinsson-
ar verður málið sent ríkissaksókn-
ara til ákvörðunartöku strax að
rannsókn lokinni.