Morgunblaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1980
21
Atlantshafsflug félagsins frá byrj-
un, og sérstaklega þá þróun, sem
verið hefur á árunum 1978, 1979 og
1980. Þá hefi ég einnig gert grein
fyrir þeirri rekstraráætlun, sem nú
liggur fyrir varðandi áframhald-
andi rekstur á Norður-Atlantshaf-
inu. Eg geri mér grein fyrir að ég
hefi farið all ítarlega í þetta mál,
enda tel ég að það sé nauðsynlegt
vegna þess að félagið stendur á
krossgötum hvað snertir ákvörðun
um áframhaldandi rekstur á
Norður-Atlantshafsleiðum.
Ég vil ekki gerast spámaður um
þróun flugs á Norður-Atlantshafs-
leiðinni á næstunni. Til þess eru
óvissurnar of margar. A því er þó
enginn vafi að veruleg áhætta mun
fylgja slíkum rekstri.
Hluthafar leggja
orð í belg
Á hluthafafundinum tóku nokkr-
ir fundarmanna til máls:
Þorleifur Guðmundsson fjallaði
m.a. um mögulegt afnám eigna-
skatta Flugleiða og fleiri atriði
tengd rekstri og sköttum. Þá fjall-
aði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson um
þróun mála á Atlantshafinu og
kvaðst hann telja að draumurinn
um stöðugleika í þeim efnum væri
búinn. Vildi Vilhjálmur leggja
áherslu á uppbyggingu flugsins
með farþegum sem stöldruðu við á
íslandi á leiðinni yfir hafið. Að
síðustu sagði Vilhjálmur að ekki
væri unnt að fóta sig á neinu frá
ríkisstjórninni í málefnum Flug-
leiða, enda svo sem ekki við miklu
að búast hjá stjórn sem sæti uppi
með skuldir og óreiðu í ótöldum
upphæðum. Kvaðst Vilhjálmur
vilja votta Sigurði Helgasyni, Erni
0. Johnson og stjórn Flugleiða
fyllsta traust.
Þá sté í pontu Samúel Jónsson og
kvaðst eiga erfitt með að skilja að
þegar vel hefði gengið hjá Flugleið-
um hefði enginn viljað kaupa
hlutabréf, en nú þegar illa áraði
vildu allir kaupa. Kvaðst Samúel
telja að verkföll hefðu gert Flug-
leiðum mikinn óleik og vont væri
þegar starfsfólk fyrirtækis rægði
það, en Samúel kvað tímann vera
peninga og enginn rekstur ætti eins
mikið undir því komið að nýta
tímann og einmitt flugfélög.
Þá tók til máls Geir R. Andersen
og lýsti hann yfir vanþóknun og
vantrausti á stjórn Flugleiða. Kvað
rekstur félagsins hafa verið keyrð-
an niður á sl. tveimur árum og
benti hann á að ef það væri ekki á
færi einkaaðila að halda uppi flugi
á íslandi þá væru aðrir aðilar til og
til dæmis biðu bæði Bretar og
Rússar á tröppunum til þeirra
hluta.
Guðmundur G. Þórarinsson
kvaðst sammála því að gera ætti
tilraun til að halda Atlantshafs-
fluginu áfram svo fremi að styrkur
stjórnvalda á íslandi og í Luxem-
borg nægði til þess að reka flugið
hallalaust.
Fá starfsmenn
forkaupsrétt?
Þá fjallaði Örn 0. Johnson nokk-
uð um væntanlega hlutafjáraukn-
ingu og sagði að þeir sem ættu
hluti í félaginu ættu forkaupsrétt í
réttu hlutfalli við eign sína og væri
gert ráð fyrir að frestur fyrir þá til
kaupa á bréfum yrði til 15. nóv. nk.
Kvað Örn einnig ákveðið að hluta-
bréfin skyldu staðgreidd og skrá-
sett á nafn. Vék Örn síðan nokkuð
að aðdraganda þessarar tillögu um
hlutafjáraukningu og hefði hún
komið til vegna samþykktar ríkis-
stjórnarinnar um að hún vildi
aukna hlutdeild í hlutafé fyrirtæk-
isins, úr 6% og allt upp í 20%, en
miðað við samþykkta hlutafjár-
aukningu er um 19% aukningu að
ræða á hlutafé alls.
Þá fjallaði Örn nokkuð um hluta-
bréf að upphæð 240 millj.kr. sem
verið hefðu til sölu um nokkurt
skeið, en sala hefði verið stöðvuð á
skömmu fyrir hluthafafundinn
vegna þess að það hefði verið talið
eðlilegast. Sagði Örn það sjónarmið
stjórnar Flugleiða að hluthafar
hefðu ekki lengur forkaupsrétt að
þessum bréfum og kæmi til greina
að gefa starfsmönnum fyrirtækis-
ins kost á að kaupa þau, enda teldi
stjórnin mjög jákvætt að starfs-
menn ykju sinn hlut í félaginu.
Hins vegar þætti sjálfsagt að setja
reglur þar að lútandi til þess að
allir starfsmenn sætu við sama
borð í þeim efnum. Vegna fjaðraf-
oks í fjölmiðlum síðustu daga á þá
leið að stjórn Flugleiða vildi ekki
að starfsmenn keyptu aukinn hlut í
félaginu benti Örn á að slíkt ætti
ekki við rök að styðjast og frestun
á sölu hlutabréfanna hefði verið
ákveðin af allt öðrum ástæðum.
Nefndi Örn sem dæmi að hluthafi
sem vildi auka hlutafé sitt um 1
milljón kr. fyrir nokkrum dögum,
hefði ekki fengið afgreiðslu fremur
en aðrir fyrr en búið væri að ræða
þessi mál að loknum hluthafafundi.
Ný uppbygging
í flugmálum
Þá tók Kristjana Milla Thor-
steinsson til máls og taldi stjórn
Flugleiða dragbít á eðlilega þróun í
starfi Flugleiða, en hins vegar kvað
hún það ljóst að Flugleiðir yrðu
sterkara fyrirtæki og betur í stakk
búið til átaka með aukningu hluta-
fjár, þótt eignir Flugleiða myndu
dreifast á fleiri hluti með því móti.
Kvaðst Kristjana Milla einnig hafa
þá trú að aukin eignaaðild ríkisins
yrði til góðs fyrir Flugleiðir og
kvaðst hún vona að nú væri
framundan ný uppbygging í flug-
málum á íslandi.
Aframhaldandi Atlants
hafsflug skilyrt stuðn-
ingi rikisvaldsins
TILLAGA stjórnar Flugleiða um
áframhaldandi Atlantshafsflug.
sem samþykkt var á hluthafafund-
inum í gær með um 90% atkva>ða,
var svohljóðandi:
Með hliðsjón af þeirri aðstoð, sem
boðin hefur verið af ríkisstjórnum
íslands og Luxemborgar, samþykkir
hluthafafundur í Flugleiðum hf.,
sem haldinn er miðvikudaginn 8.
október 1980, að áfram verði haldið
Norður-Atlantshafsflugi félagsins
milli endastöðva í Luxemborg og
Bandaríkjunum um a.m.k. eins árs
skeið.
Viðauka var hætt við tillöguna þar
sem ekki lá fyrir fundinum niður-
staða ríkisstjórnar íslands um fram-
kvæmd fyrirheits stjórnvalda pm
aðstoð við Flugleiðir í rekstri á
Norður-Atlantshafsleiðinni, en til-
laga stjórnarinnar, sem samþykkt
var, er skilyrt þeim stuðningi. Var
viðauki við tillöguna á þá leið að
samþykktin tæki gildi miðað við það
að jákvæð svör berist frá ríkisstjórn
Islands við þeim fjárhagslegu atrið-
um sem til umræðu hafa verið milli
Flugleiða og ríkisstjórnarinnar að
undanförnu, en ekki liggi ljóst fyrir
hvenær eða hvort sú aðstoð kemur
til framkvæmda.
Talsmenn Flugleiða á fundinum
sögðust hafa búist við þessum niður-
stöðum fyrir fundinn.
Þá var tillaga stjórnar Flugleiða
um aukningu hlutafjár samþykkt
með 96,5% atkvæða á hluthafa-
fundinum, en sú tillaga var svohljóð-
andi:
4. grein samþykkta Flugleiða hf.
breytist svo: í stað orðanna: „Hluta-
fé félagsins verður allt að kr.
2.940.000.000.-, tveir milljarðar níu
hundruð og fjörutíu milljónir króna“
komi. „Hlutafé félagsins má vera
allt að kr. 3.500.000.000.-, þrír millj-
arðar og fimm hundruð milljónir
króna".
Tvær óperur fluttar í
konsertformi í vetur
Rætt við Sigurð Björnsson um starf Sinfóniuhljómsveitar íslands
FYRSTU áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands verða í
kvöld í Háskólabíói og hefjast
þeir kl. 20:30. Verða alls 20
áskriftartónleikar á þessum
vetri. Jean-Pierre Jacquillat hef-
ur verið ráðinn hljómsveitar-
stjóri til þriggja ára og stjórnar
hann fyrstu tónleikunum. Mbl.
ræddi stuttlega við Sigurð
Björnsson. framkvæmdastjóra
hljómsveitarinnar, og greindi
hann frá því helsta í vetrarstarfi
SÍ.
— Ákveðið var að ráða Jean-
Pierre Jacquillat hljómsveitar-
stjóra til þriggja ára og stjórnar
hann 10 tónleikum af 20 í vetur.
Það er mjög gott fyrir hljómsveit-
ina að fá svo góðan mann í fast
starf, en dvöl hans verður þannig
háttað að hann verður hér í
þremur lotum, 5 vikur í senn.
Aðrir hljómsveitarstjórar í vetur
verða Páll P. Pálsson, Karsten
Andersen, Paul Zukofsky og Gil-
bert Levine, sem allir hafa verið
hér áður og Voldemar Nelson, sem
stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í
fyrsta sinn í vetur.
Af nýjungum í starfinu má
kannski helst nefna skólaheim-
Sigurður BjörnKNon framkvæmdastjóri
sóknir, sem þó eru kannski engin
nýjung. Við höfum þegar heimsótt
þrjá skóla og tveir hafa komið til
okkar í Háskólabíó. Við ráðgerum
að spila fyrir aðra fimm skóla í
nóvember og e.t.v. fleiri síðar á
vetrinum. Því miður verður ekki
af heimsóknum út á land, sem þó
er raunar skylda hljómsveitarinn-
ar.
Sinfóníuhljómsveitina skipa 59
fastráðnir hljóðfæraleikarar.
Áskrifendur að tónleikunum í
vetu,r eru nú kringum 500 og kvað
Sigiirður það svipaða aðsókn og
verið hefði síðustu árin, en mis-
munandi margir kæmu síðan á
hina einstöku tónleika og virtist
efnisskráin þar ráða mestu um.
— Það er nokkuð létt yfir
efnisskránni í vetur og á einum
tónleikunum er t.d. létt Vínartón-
list, á öðrum verða eingöngu atriði
úr amerískum söngleikjum og nýtt
í efnisskránni er flutningur
tveggja ópera í konsertformi.
Fluttar verða óperurnar Fidelio
eftir Beethoven og Otello eftir
Verdi. Leikin verða verk eftir
nokkra íslenska höfunda, þá Jón
Leifs, Karl O. Runólfsson, Herbert
H. Ágústsson og nýtt verk eftir
Pál Pampichler. Þá má að lokum
nefna að hljómsveitinni er boðið
til Þýskalands til að spila á
listahátíð í Wiesbaden 15. maí og í
framhaldi af því þiggur hún boð
til Austurríkis og leikur þar á 8
stöðum, m.a. í Vín og Graz. Er
mikill heiður að því að fá að leika
á þessari frægu listahátíð og
einnig því að spila í Austurríki.
Svona getur farið, ef bíllinn er ekki tilhúinn í vetrarumferðina.
Er billnm tilbúirm í
yetrarumferðina?
HAUSTHRETIN hafa minnt okk-
ur á það að vetur gengur senn í
garð og snjór og hálka geta
komið fyrr en varir.
í 17. gr. reglugerðar um gerð og
búnað ökutækja segir svo: „Þegar
snjór eða ísing er á vegi, skal hafa
snjókeðjur á hjólum, eða annan
búnað, t.d. hjólbarða með grófum
mynstrum eða með nöglum, sem
veitt geta viðnám. Eigi leysir
notkun þessa búnaðar ökumann
undan því að sýna ýtrustu varúð í
akstri. Keðjur skulu þannig búnar,
að fjarlægð milli þverbanda sé
ekki meiri en svo, að eitt fast-
strengt band snerti akbrautina. Á
vegi með föstu slitlagi er óheimilt
að nota keðjur, sem valdið geta
óeðlilegu sliti á yfirborði vegar-
ins.“
Eins og hér kemur fram er
heimilt, að nota þrennskonar bún-
að til öryggis í snjó og hálku,
keðjur, neglda hjólbarða svo og
snjóhjólbarða, sem eru njólbarðar
með grófum mynstrum, en slíkir
hjólbarðar eru mikið notaðir í
borgarumferð.
Nú fer sá árstími í hönd, sem
ökumenn þurfa að fara að huga að
því, að búa ökutæki sín fyrir
vetrarumferð. Reynsla undanfar-
inna ára sýnir, að ökumenn eru all
lengi að átta sig á breyttum
akstursaðstæðum í vetrarumferð
og það er ekki óalgengt að í fyrstu
snjóum skipti árekstar, t.d. hér í
Reykjavík, mörgum tugum fyrstu
dagana.
Hugleiðum þetta í tíma, því þá
gæti farið svo, að við gætum
komið í veg fyrir, að snjór og
hálka valdi okkur stórkostlegu
eignatjóni.
(Frá lögreglunni)