Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 3

Morgunblaðið - 11.10.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 3 Svipur haustsins færist yfir land og skepnur. Ljósm. Sig. Sigm. Loðnuaflinn 72 þús. tonn Engin veiði í 10 daga vegna brælu LOÐNUAFLINN frá 6. til 30. september er 72.551 tonn, sam- kvæmt yfirliti Fiskifélags ís- lands. Vejjna bræiu hefur engin loðna veiðst i 10 daga. Veðurspá er slæm fyrir veiðisvæðið út af Norðuriandi og óvíst hvenær bát- arnir geta hyrjað veiðar að nýju. Loðnu hefur verið landað á eftirtöldum höfnum: 1. Siglufjörð- ur 25.612, 2. Raufarhöfn 10.403, 3. Krossanes 7.030, 4. Bolungarvík 6.560, 5. Reykjavík 5.158, 6. Kefla- vík 4.495, 7. Neskaupstaður 2.601, 8. Akranes 2.531, 9. Hafnarfjörður 2.346, 10. Seyðisfjörður 2.151, 11. Vestmannaeyjar 1.386, 12. Sand- gerði 1.260 og 13. Þórshöfn 1.018 tonn. Hafnarfjarðar- bær kaupir hluta Setbergslands H AFN ARF J ARÐ ARBÆR hefur gengið frá kaupsamningi við eig- endur Setbergslands I Ilafnarfirði um kaup á stórum hiuta jarðarinn- ar. Kaupsamingurinn hljóðar upp á, að bærinn kaupi landsvæðið i áföng- um eftir því sem það verður tekið í notkun, á næstu tiu árum. Kaupverð er tvö þúsund kr. fyrir hvern fermetra lands og breytist kaup- verðið skv. visitölu á hverjum tíma. Setbergslandið, sem féll undir lögsögu Hafnarfjarðar við maka- skipti á löndum við Garðabæ fyrir nokkru, er 103 ha. í heild sinni, en samningur Hafnarfjarðar við eigend- urna nær aðeins yfir hluta þess svæðis, þar sem eigendur hafa þegar nýtt hluta þess. Sl. þrjú ár hefur verið unnið að skipulagningu Setbergslandsins og er reiknað með að hafist verði handa um byggingu íbúðarhúsa á svæðinu í síðasta lagi 1982, og kaup á landinu hefjist á sama tíma. Ingvar Ingvarsson Lézt í eldsvoða INGVAR INGVARSSON, sextugur bóndi að Birkilundi i Biskupstung- um, lézt i eldsvoða að Birkilundi i fyrrakvöld. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 21.00 í fyrrakvöld og var slökkvilið þegar kvatt á stað- inn. Húsið var þegar alelda og enginn möguleiki að komast inn í það, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Elds- upptök eru ekki kunn. Að sögn lögreglunnar urðu miklar skemmdir á húsum og innbú nánast ónýtt. Rætt við Norð- menn um hugs- anleg olíukaup ÞÓRHALLUR Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu, og Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélags- ins hf., fóru til Osló í byrjun þessa mánaðar til viðræðna um olíumál. — Við ræddum við fulltrúa frá norska fyrirtækinu Statoil um möguleika á kaupum á olíuvörum frá Noregi. Málið er enn á athug- unarstigi og ekkert frekar um það að segja. Þessi ferð var þáttur í þeirri viðleitni okkar að fylgjast með olíumörkuðum og þeim við- skiptamöguleikum sem bjóðast, sagði Þórhallur Ásgeirsson, er Mbl. ræddi við hann í gær. INNLENTV Albert hafnaði boði Gunnars um forseta- embætti neðri deildar - og einnig boði um formennsku í utanríkismálanefnd „ÞAÐ ER rétt, en ég hafnaði því, þar sem ég tel sætið vel skipað.“ sagði Albert Guðmundsson, alþingismaður, er Mbl. spurði hann i gær. hvort honum hefði verið boðið embætti forseta neðri deildar Alþingis. sem Sverrir Hermannsson skipaði og var endurkjörinn til í gær. Albert staðfesti í samtalinu við Mbl., að bæði hefði Gunnar Thoroddsen. forsætisráðherra. boðið sér embættið og einnig hefðu menn úr þingflokkum framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna rætt málið við hann. Þá hefur Mbl. það einnig eftir öruggum heimildum, að Alberti hafi verið boðin staða formanns utanríkismálanefndar. sem Geir- Hallgrímsson gegndi. en hann hafnað. „Ég hef ekkert komið inn í þessar nefndaumræður, en hvað sjálfan mig varðar vil ég enga breytingu á frá síðasta þingi," sagði Albert í samtalinu við Mbl. í gær, en Albert átti sæti í utanrík- ismálanefnd og fjárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar. Þá hefur Mbl. einnig eftir áreið- anlegum heimildum, að í hópi stjórnarliða hafi verið ræddur sá möguleiki, að Þorvaldur Garðar Kristjánsson yrði kjörinn forseti efri deildar og forsetasæti Sjálf- stæðisflokksins þannig flutt milli deilda. Helgi Seljan var forseti efri deildar á síðasta þingi og hefðu alþýðubandalagsmenn því fengið forseta neðri deildar, sem þá hefði hugsanlega orðið Garðar Sigurðsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að við hann hefði enginn orðað möguleikann á því, að sjálfstæðismaður yrði forseti efri deildar, en hins vegar hefði honum verið sagt það í fyrradag, að sá möguleiki hefði eitthvað verið til umræðu. Mál skipuðust svo þannig, að Sverrir Her- mannsson og Helgi Seljan voru endurkjörnir forsetar neðri og efri deildar í gær. Sú breyting varð á forsetaskip- an Alþingis, að Pétur Sigurðsson var ekki éndurkjörinn fyrri vara- forseti Sameinaðs Alþingis, held- ur var Karl Steinar Guðnason, sem var annar varaforseti á síð- asta þingi, í gær kjörinn fyrri varaforseti með 37 atkvæðum. Pétur Sigurðsson hlaut 20 atkvæði og tveir seðlar voru auðir. I fyrrakvöld gerði Gunnar Thor- oddsen Alþýðuflokknum tilboð um stuðning við alþýðuflokksmann í embætti fyrri varaforseta Sam- einaðs Alþingis og tóku alþýðu- flokksmenn tilboðinu. í gærmorg- un komu þingflokksformennirnir svo saman til fundar að beiðni Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þar sem til umræðu voru breyt- ingar á skipan varaforsetaemb- ætta. „Hlutur Alþýðuflokksins var lítill í fyrra, en það var þeirra eigin smíð," sagði Ólafur G. Ein- arsson, í samtali við Mbl. í gær. „Það má vel fallast á það sjónar- mið, að hann hafi ekki haft eðlilegan hlut, en það breytir ekki því, að ef þessum málum átti að hreyfa nú, mátti hreyfa þeim með öðrum hætti. Eg tók undir þau sjónarmið, að ef menn vildu breyta, þá mætti athuga mögu- leikana, en í tilboði hinna fólst ekkert annað en þessi eina breyt- ing.“ Pétur Sigurðsson hafnaði þeim möguleika að vera ekki í framboði til embættis fyrri varaforseta og ákvað þingflokkur sjálfstæð- ismanna þá að framboð hans skyldi standa. Pétur Sigurðsson hafnaði því svo að vera í framboði til embættis annars varaforseta Sameinaðs Alþingis og samþykkti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þá, að Steinþór Gestsson yrði í framboði og var hann kjörinn í það embætti í gær með 49 atkvæð- um, en Pétur Sigurðsson hlaut 5 atkvæði, Gunnar Thoroddsen 1 og 4 seðlar voru auðir. Sjón er sögu ríkari. Sýnum vandlátum viðskiptamönum vorum frá eftirtöldum aðiljum. Sturtuhliöar og huröir frá Nýborg hf. Smíöaö eftir máli. Baöhúsgögn frá Svedberg í Svíþjóö. Stærsti framleiöandi í sinni grein á Noröurlöndum. Furuhúsgögn frá Laukaan Puu, Finnlandi. Gæöavara. Sófasett frá Stockmann, Finnlandi. Sígilt form. Stólar og borö frá ítalíu. Allt kjörin vara. Opið laugardag frá 10—7. Umboðsmenn óskast út á landi. Nýborgncg) Ármúla 23 - Sími 86755

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.