Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 11.10.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 11 TEXTI: Ágúst I. Jónsson. MYNDIR: Ragnar Axelsson. Þaö var ekki litið upp og blosaar leifturljóasins virtust engin áhrif hafa á hópinn í Auðbjörgu. Eínstaka sinnum mæta karlarnir í söltunina með konum sínum eins og sjá má á myndinni. Sigrún, Ásta og Bára blönduöu saltið af nákvasmni hjá Auöbjörgu. PÁÁÁSA. Unga fólkið hendir sár niður á nasstu saltpoka og hangir þar eins og fuglar á priki þessar 15 mínútur. Dóttursonur Helgu laumar merki í vasa ömmu sinnar. Alrún Kristmannsdóttir og stöllur hennar að Ijúka söltun hjá Friðþjófi. Nanna Bjarnadóttir fór beint úr söltuninni hjá Friöþjófi yfir til Sæbergs, þar sem lengur var unnið þennan daginn. Gallarnir spúlaðir og skrúbbaðir aö dagsverki loknu. „Gott og kröft- ugt fólk og góö- ur starfsandi" FYRSTA síldin var söltuð hjá Söltunarstöð Auöbjargar á Eski- firði 8. október í fyrra, en alls var þá saltaö í 3.800 tunnur hjá Auðbjörgu, sem reyndar var í minna lagi hjá því fyrirtæki miöaö við árin á undan. Síðastliöinn þriöjudag, eða 7. október, var hins vegar búið aö salta í um 5.400 tunnur og á Eskifirði er nú búið að salta meira heldur en alla vertíðina í fyrra og eru heimabát- ar þó rétt að tygja sig á veiöar og nótabátar, sem veröa í viðskipt- um við stöðvar á Eskifiröi, eru ekki byrjaöir, að Seleynni undan- skilinni, en hún fékk sinn skammt á tveimur nóttum. Reyndar gerði Ingvi Rafn, skip- stjóri á Seley, gott betur, því hann gaf tveimur nærstöddum bátum um 100 tonn úr nótinni seinni nóttina. Blaðamaður leit viö hjá Auö- björgu á þriöjudaginn og hitti Tómas verkstjóra Hjaltason aö máli. Hann hefur dvaliö langdvöl- um í söltunarstööinni síöustu þrjár vikurnar, en þennan tíma hefur veriö samfelld söltun hjá fyrirtæk- inu. Reyndar sendi Regína, frétta- ritari Dagblaösins, frétt um þaö í vikunni, aö Tómas hefði ekki sofið hjá konunni í hálfan mánuö og aöeins getaö hallaö sér örfáa tíma á sólarhring. Við seljum þessa sögu þó ekki dýrara, en viö keyptum hana. Tómas sagöi, aö um 20 konur heföu starfaö viö söltun hjá fyrir- tækinu og frekar vantaöi starfsfólk heldur en hitt ef þessi hrota héldi áfram. Átta Hornafjaröarbátar hafa verið í viðskiptum hjá Auö- björgu og vinnutíminn hjá stúlkun- um hefur iöulega veriö frá klukkan 8 á morgnana til 11 á kvöldin. „Þaö eru húsmæöur, sem hafa boriö söltunina uppi hjá okkur, hvernig í ósköpunum sem þær fara að því aö samræma þessa miklu vinnu og störfin heima. Ég hef víöa unnið og er óhræddur viö aö segja, aö það er gott og kröftugt fólk, sem nú er í vinnu hérna og góöur starfsandi,“ segir Tómas Hjaltason. VONANDIVERÐUR FRAMHALD Á SÍLDAR- ÆVINTÝRINU Viö spuröum Tómas hvort hann héldi, aö næstu ár yröu sambæri- legar síldargöngur inni á fjöröum eystra viö það sem veriö hefur í ár. Sagöist hann sannarlega vona aö svo yröi og jafnvel enn meiri og sagöist ekki sjá neina ástæðu til aö aetla, aö svo yröi ekki. „Ástandið núna er ekki ósvipaö og þaö var á árunum 1963 og 64 er síldin gaus upp fyrir Norðurlandi og færöi sig síðan suöur meö Austfjörðum. Þá var stldveiöunum miöstýrt frá Siglufirði og þá mátti ekki leita suöur fyrir Gletting, þannig að síldargöngur kunna að hafa verið miklu sunnar. Annars er þetta allt heldur einkennilegt og þegar fólk fór í jólaleyfi frá svörtum sjó af síld 1967 átti enginn von á aö síldarævintýrinu væri lokiö. Sú varö þó raunin, því enga síld var aö finna þegar fariö var aö leita hennar íársbyrjun 1968. Fiskifræöingarnir sögöu aö síld- in heföi öll verið drepin, en ég hef ekki trú á því, heldur haföi síldin vit á að forðast mannskepnuna. Þaö er ekki nýtt, aö fiskur hverfi tímabundiö af ákveönum svæöum og hér áöur fyrr flutti fólk sig á milli eftir því hvar mesta atvinnu var að hafa. Nú er þetta þannig, aö um leiö og eitthvað dregst saman er hrópaö á hjálp. Annars hefur þessi stöö aldrei stöövast alveg og hingaö til Auðbjargar barst t.d. á sínum tíma síld úr Noröursjónum. Þó svo að lítið hafi verið unniö hér daufasta tímann í ein tvö ár, hefur stöðinni veriö mjög vel viö haldiö og vonandi veröur framhald á þessu síldarævintýri," sagöi Tóm- as Hjaltason aö lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.