Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 600 hestar af heyi eyðilögðust í hlöðubruna .ÞAÐ eyðilöKðust þarna um 600 hestar af heyi, allur heyforði hjón- anna að BorKartúni ok hann var óvátrygKður. EinnÍK er þakið af annarri hlöðunni ónýtt ok hluti af þaki hinnar. en sem hetur fór tókst að verja íbúðar- ok peninKshús,“ saKði Bjarni Pétursson, oddviti í Ljósavatnshreppi, Suður-ÞinKeyjar- sýslu er Mbl. ra'ddi við hann um bruna að BorKartúni í Köldukinn aðfaranótt þriðjudaKs. Bjarni sagði, að elds hefði orðið vart í heyhlöðunni um ellefuleytið á mánudagskvöld. Hjónin í Borgar- túni, Arnór Benediktsson og María Indriðadóttir, voru að taka á sig náðir, þegar Arnóri fannst hann finna reykjarlykt og er hann gáði út um gluggann, logaði út úr hlöðunni. „Ég hringdi boðhringingu á allar línur í sveitinni og fólkið dreif heim að Borgartúni og höfðu margir með sér slökkvitæki og okkur tókst að halda eldinum niðri þar til slökkvi- liðið á Húsavík kom á vettvang, en það var um hálfum öðrum tíma eftir að ég hringdi," sagði Bjarni. Peningshús eru áföst hlöðunum og íbúðarhúsið skammt undan og sagði Bjarni, að ibúðarhúsið hefði verið í mikilli hættu fyrst, en tekizt hefði að verja öll húsin. Slökkvistarf stóð til klukkan sex á þriðjudagsmorgun og hafði þá tekizt að bæla eldinn og um hádegisbilið var farið í að moka út úr hlöðunum. Ekki er vitað um eldsupptök með vissu, en Bjarni sagði margt benda til þess að kviknað hefði í út frá rafmagni. OL í bridge: Bandarísku konurnar sigruðu Valkenburg, Hollandi. 9. október. BANDARÍSKU konurnar sigruðu í kvennaflokki á Ólympíumótinu í bridge sem nú er lokið eftir ellefu daga spilamennsku. Allt benti til þess að ítölsku konurnar myndu bera sigur úr bítum þegar fáar umferðir voru eftir en góður endasprettur bandarísku kvenn- anna skóp sigur þeirra. Þær hafa ekki áður orðið Olympíumeistarar í bridge en ítölsku konurnar sigr- uðu fyrir 4 árum þegar mótið fór fram í Monte Carlo. Lokastaða efstu þjóða: Banda- ríkin 408, Ítalía 389, Bretland 378, Svíþjóð 376, Frakkland 356, Dan- mörk 350, Kanada 349, írland 347. „Guð er ekki mannvera“ ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Kanada „The British Columbia Court af Appeals" kvað upp svohljóðandi úrskurð þann 10. september sl.: „Guð er ekki mannvera." Þessu mikla þrætumáli manna um það hvort Guð sé mannvera eða ekki var vikið sem sérstöku lagamáli úr sakadómi í Kanada til æðri dóms. Fimm dómarar kváðu upp úrskurðinn. Er þetta í fyrsta skipti sem dómsúrskurður er kveðinn upp um þetta mál. Að sögn blaðsins „Vancouver Sun“ eru guðfræðingar í Kanada ekki allir sammála þessum úr- skurði dómaranna. Sumir þeirra segja að ómögulegt sé að hafa „innra samband" við Guð sem ekki er mannvera. En þeir sem eru sammála dómurunum segja að ekki sé hægt að hugsa sér Guð sem venjulega persónu, hann sé yfir það hafinn. Flýtur meðan að ekki sekkur Texti: Bj.Bj.______________________________ Ekki er að ófyrirsynju um það rætt manna á meðal við upphaf Alþingis, að nauðsyn sé á fastmótaðri stefnu til úrlausnar á brýnum vanda í landsstjórninni. Er þess að vænta, að ríkisstjórnin sameinist um slíka stefnu?, spyrja menn. Nýbirtar skoðanakannanir benda til dvínandi vinsælda ríkisstjórnarinnar. Mál- efnaleg staða stjórnarinnar kemur í sviðsljós- ið, þegar alþingismenn taka að nýju til starfa. Þingstörf báru þess merki síðastliðið vor, að þingmenn voru að ná vopnum sínum að nýju eftir hjaðningavíg stjórnarmyndunarinnar. Sérstaklega setti þetta svip á störf þingflokks sjálfstæðismanna, stærsta stjórnarandstöðu- flokksins. Auk þess virtu þingmenn þá sjálfs- ögðu venju, að ríkisstjórn fái ráðrúm til að ýta þjóðarskútunni vel úr höfn, áður en stefna hennar er gagnrýnd. Ríkisstjórnin hefur nú setið við stjórnvöiinn í 8 mánuði og nýtur því ekki lengur velvildar sem viðvaningur. Nú ætti að vera unnt að leggja dóm á það, hvort hún er hlutverki sínu vaxin. Stjórnarsáttmálinn frá 8. febrúar 1980 ber það með sér, að aðstandendur hans hafi ætlað sér að grípa hart á verðbólgunni. Þar eru verðhækkunum á vörum og þjónustu sett efri mörk ársfjórðungslega á árinu 1980, í samræmi við niðurtalningarstefnuna, sem Framsóknar- flokkurinn telur hugsmíð sína. Frá því í febrúar til 1. maí áttu mörkin að vera 8%, en í raun hækkaði framfærsluvísitalan um 13,23%. Frá 2. maí til 1. ágúst átti hækkunin að vera 7% en hún reyndist 10,12%. Frá 2. ágúst til 1. nóvember á hækkunin að nema 5%, samkvæmt stjórnarstefnunni. Greinilegt er, að frávikið frá stefnu stjórnarinnar er með þeim hætti, að mál hafa þróast á allt annan veg en að var stefnt. Á árinu 1979 var ársmeðaltal verðbólg- unnar 45,5% en Þjóðhagsstofnun telur, að það muni verða 58% á þessu ári. Við lestur á stjórnarsáttmálanum komast menn að raun um það, að stjórnarliðar bjuggust við skjótum árangri af aðgerðum sínum í verbólgumálum. Gerðu þeir ráð fyrir því, að strax 1. júní yrði unnt að lækka verðbótaþátt vaxta í samræmi við lægri verðbólgu, en í sáttmálanum segir: „Verðbóta- þáttur vaxta hækki ekki 1. mars og fari síðan lækkandi með hjöðnun verðbólgu." Þetta rætt- ist ekki, því að 1. júní hækkaði verðbótaþáttur vaxta um 2,5% —4% og hann átti enn að hækka 1. september, ef farið hefði verið að ákvæðum svonefndra Ólafslaga. En þar segir, að vaxta- ákvarðanir á árunum 1979 og 1980 skuli við það miðaðar, að fyrir árslok 1980 verði í áföngum komið á verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Ríkisstjórnin er fjarri því að fullnægja þeirri lagaskyldu. Hvað sem átökum við verðbólguna líður er höfuðskylda ríkisstjórnar að sjá til þess, að atvinnuvegunum séu sköpuð viðunandi starfs- skilyrði. Ékki horfir vel í höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Útgerðarmenn segjast komnir í greiðsluþrot. Hraðfrystiiðnað- urinn er rekinn með miklu tapi. Sjómenn telja sig hlunnfarna í launum. Þetta sígilda vanda- mál virðist óvenju torvelt viðureignar á þessum haustdögum. Hingað til hefur ríkis- stjórnin látið fiskverðsákvörðun bera að með þeim hætti, að hún hefur látið gengið síga til að fleyta sjávarútveginum áfram. I stjórnar- sáttmálanum segir á hinn bóginn: „Beitt verði aðhaldi í gengismálum." Framkvæmd þessa ákvæðis hefur verið með þeim hætti, að verðgildi krónunnar hefur minnkað um nálægt 30% á starfstíma stjórnarinnar. Ráð ríkis- stjórnarinnar til að styrkja krónuna er þetta samkvæmt stjórnarsáttmálanum: „Til að treysta gengi gjaldmiðilsins verði gert sérstakt átak til framleiðniaukningar í atvinnuvegun- um.“ Hvort stjórnin telur, að þetta ráð hennar dugi til að greiða úr núverandi vanda útflutn- ingsatvinnuveganna er alls ekki líklegt, að minnsta kosti hafa ráðherrar ekki haldið því sérstaklega á loft. Verðbólguhjólið snýst sífellt hraðar, krónan verður stöðugt verðminni og óvissan í atvinnu- málunum vex með hverjum degi sem líður, þótt allt sé þetta þvert ofan í stefnu stjórnarinnar. Óvissan um framtíðina minnkar ekki við það, að í um 10 mánuði hafa aðilar vinnumarkaðar- ins árangurslaust reynt að ná samkomulagi um kaup og kjör. Á þeim vettvangi hefur hraðinn ekki verið eins mikill og á verðbólguhjólinu og gengissiginu. Vinnuveitendur standa fastari fótunum á þeirri röksemd, að þeir séu að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar, með því að halda aftur af kauphækkanaskriðu. Menn fagna því, að ekki hafi komið til verkfalla. Sé það hollustu verkalýðsforystunnar við ríkis- stjórnina að þakka, má segja, að stjórnin hafi ekki setið alveg til einskis, því að síst af öllu yrðu verkföll til að bæta stöðuna við núverandi aðstæður. Nú er hins vegar svo komið á þessu sviði, að Þjóðviljinn hvetur til þess að verkalýðshreyfingin geri það upp við sig, hvort hún vill verkföll eða vísa kjaramálunum til ríkisstjórnarinnar og Alþingis og Guðmundur J. Guðmundsson segir, að sér „finnist allt í lagi“, þótt Alþingi grípi inn í kjaraviðræðurn- ar. ★ Undirstraumar stjórnarsamstarfsins eru að verða stríðari. Því til sönnunar má vísa til ummæla ráðherra um viðureignina við verð- bólguna. Af og til sjást þess merki, að nokkurs óróa sé farið að gæta út af haldleysi niðurtaln- ingarstefnunnar. Heildaryfirbragð stjórnar- samstarfsins er friðsælt og ber þess vott, að ráðherrarnir vilji halda sem lengst í há embætti sín. Sú röksemd, sem stuðningsmenn þeirra nota til að réttlæta tryggð sína við þá, þótt allt stefni í aðra átt en ætlunin var, er, að þannig hafi það verið hjá öllum ríkisstjórnum undanfarin ár. I þessari röksemdafærslu felst málefnaleg uppgjöf og áhersla á að halda í vonlitla valdaaðstöðu. Átakamálin innan ríkisstjórnarinnar snerta stjórn efnahagsmála og utanríkismála, sem að jafnaði eru meginviðfangsefni sérhverrar rík- isstjórnar. Ekki eru líkur á skjótum sáttum um þessa málaflokka. í grein, sem Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, ritaði í Þjóðviljann 6.-7. september segir svo: „Ýmsar yfirlýsingar nokkurra talsmanna Framsóknarflokksins hafa borið þess vitni á undanförnum vikum að óþolinmæði gætir í nokkrum mæli í Framsókn- arflokknum og er leitt til þess að vita að forráðamenn stærsta flokks stjórnarinnar skuli ekki gera sér grein fyrir því að slíkt óþol er í rauninni í fyrsta lagi barnaskapur en í öðru lagi beinlínis vatn á myllu þeirra andstæðinga núverandi ríkisstjórnar." Síðan þessi orð voru rituð af Svavari Gestssyni, frambjóðanda til formennsku í Alþýðubandalaginu, hafa framsóknarmenn síður en svo þagnað. Óþolinmæði þeirra brýst fram með ýmsum hætti, enda þótt kommúnist- ar telji „blaðrið" í Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins, stærsta efna- hagsvandamálið og vilji greinilega svipta hann og flokksbræður hans málfrelsi, til að fá að vera einir um hituna með Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra. Láta framsóknarmenn Al- þýðubandalagið berja sig til hlýðni? í boðskap Þjóðviljans um að kjaramálin skuli leyst með lagasetningu felst einnig ábending um það, að þar með geti kommúnistar, með vísan til hollustu verkalýðsrekenda sinna, náð undirtök- unum í mótun „efnahagsstefnunnar". Aðförin að framsóknarráðherrunum takmarkast ekki við efnahagsmálin, því að utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefur mátt þola stöðugar árásir út af flestu því, sem hann tekur sér fyrir hendur. Kalla kommúnistar hann nú „Litla- Stalín" en auðvitað geta þeir haldið því fram á úrslitastundu, að það sé hrósyrði í þeirra munni. Stuðningsmenn forsætisráðherra Gunnars Thoroddsens hafa verið hlédrægir í stjórnar- samstarfinu. Kommúnistar hafa þó einnig haft í hótunum við þá. Þannig segist Guðrún Helgadóttir nú hafa ráðherralíf Friðjóns Þórðarsonar í hendi sér og í orði er hún tilbúin til að skipta á honum og franska flóttamannin- um Patrick Gervasoni. Fullnaðardómur fellur 2. desember næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.