Morgunblaðið - 11.10.1980, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980
Stálkreppan segir
til sín í Noregi
Osló, 10. október.
Frá Jan Erik Laurie, fréttaritara Mbl.
KREPPA á alþjóðastálmarkaði
segir nú til sin í Noregi oj? hefur
1.500 verkamonnum verið sagt
upp störfum af þeim sökum. Hjá
fyrirtækinu A/S Sydvaranjjer i
Kirkenes hefur 1.000 starfs-
mönnum verið sagt upp störfum
vegna örðugleika á sölu járn>?rýt-
is til evrópskra stálframleiðenda.
Þá missa um 450 hafnarverka-
menn í Narvik vinnu sína, en þeir
hafa unnið við útskipun á járn-
grýti sem kemur með lestum frá
Kiruna í Svíþjóð, en útflytjandinn,
sænska stórfyrirtækið Lkab Grub-
er, hefur orðið fyrir barðinu á
kreppunni og sagt upp 4.500
starfsmönnum sínum.
Kúbönsk hjón flýja
á Ganderf lugvelli
Gander, 10. október. AP.
KÚBÖNSK hjón struku frá horði
er austur-þýzk farþegaflugvél,
sem þau voru i á leið til Kúbu.
tók eldsneyti á flugvellinum í
Gander á Nýfundnalandi og bað
Pólland:
Veitingunni
fagnað
Varsjá. 10. október. AP.
FREGNUM um að sænska aka-
demían hefði veitt pólska. land-
flótta skáldinu Czeslaw Milosz
bókmenntaverðlaun Nóbels í ár
var vel tekið í Póllandi, og formað-
ur útgáfunefndar stjórnarinnar sá
hjá sér sérstaka ástæðu til að geta
þess. að verk hans hefðu á sínum
tíma verið gefin út í sýnishorni
pólskrar ljóðagerðar.
Hins vegar hefur því verið illa
tekið, að Miiosz skuli vera kallaður
Lithái, og segja Pólverjar það álíka
gáfulegt og að segja að maður
fæddur í Los Angeles sé Kaliforníu-
maður en ekki Ameríkani.
Litháen var hluti Póllands, þar
til Rússar tóku landið, en sú
skipting ríkti þar til í heimsstyrj-
öldinni fyrri, og er Milosz því
„tæknilega" fæddur á rússneskri
grund, er Pólverjar gerðu þó tilkall
til.
Pólskir og v-þýzkir embættis-
menn gengu í dag frá samningum
er veita Pólverjum allt að 1,2
milljarða marka í lánafyrirgreiðsl-
ur í V-Þýzkalandi. Tekið var fram
að þriðjungur upphæðarinnar færi
til að koma kolaframleiðslu Pól-
verja í lag.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 skýjaö
Amslerdam 12 skýjaó
Aþena 25 heiöskírt
Berlin 11 skýjað
BrUssel 14heiðskirt
Chicago 17 skýjað
Feneyjar 14 skýjað
Frankfurt 12 rigning
Færeyjar 7 skýjaö
Genf 10 heiðskírt
Helsinki 14 skýjað
Jerúsalem vantar
Jóhannesarborg 30 heióskírt
Kaupmannahöfn 12 heióskírt
Laa Palmas 24 léttskýjað
Lissabon 21 skýjað
London 12 skýjaö
Loa Angeles 26 skýjaö
Madrid 18 heiöskírt
Malaga 24 lóttskýjað
Mallorca 22 hálfskýjað
Miami 29 skýjað
Moskva 11 skýjað
Mew York 21 heiðskírt
Oalo 11 rigning
Paría 12 rigning
Reykjavík 2 skýjað
Ríó de Janeiro 31 heiöskírt
Rómaborg 20 skýjað
Stokkhólmur 14 skýjað
Tel Aviv vantar
Tókýó 22 skýjað
Vancouver 14 skýjað
Vínarborg 9 rigning
ciginmaðurinn þegar um hæli
sem pólitískur flóttamaður.
Kanadíska lögreglan sagðist
ekki láta konuna úr haldi, þar sem
verið væri að ganga úr skugga um
hvort hún vildi vera um kyrrt í
Kanada eða halda áfram til Kúbu.
Flugvélin var kyrrsett á flugvell-
inum í Gander. Með henni er
hópur A-Þjóðverja á leið í frí á
Kúbu.
Kúbanskar flugvélar og flugvél-
ar frá austantjaldsríkjunum hafa
venjulega viðkomu á flugvellinum
í Gander til að taka þar eldsneyti.
Flugstjóri Jiotunnar áætlaði 80
mínútna dvöl á flugvellinum og
leyfði- farþegum að fara inn í
flugstöðvarbygginguna, og notuðu
hjónin þá tækifærið til að flýja.
Tilkynnt var í Monte Carlo í
gærkvöldi. að Karólínu prins-
essu hefði formlega verið
veittur skilnaður frá eigin-
manni sínum. Philippe Junot,
glaumgosanum. sem hún gekk
að eiga fyrir röskum tveimur
árum. Meðfylgjandi mynd af
Karólínu og Philippe mun
vera ein sú siðasta sem tekin
var af þeim saman.
Nixon ekki
í stjórn
Reagans
St. Louíh, 10. okt. — AP.
RONALD Reagan. framhjóðandi
Repúblikanaflokksins við forseta-
kosningarnar i haust. tók það
sérstaklega fram og lagði þunga
áherzlu á orð sín. að hann mundi
ekki ráða Nixon fyrrum forseta til
starfa i stjórn sinni ef hann næði
kjöri við kosningarnar i nóvember
næstkomandi, en tók þó fram að
hann mundi leita ráða hjá Nixon í
ýmsum málum.
Reagan sagðist hafa rætt við
Nixon öðru hverju meðan á kosn-
ingabaráttunni hefur staðið, og
ráðgjafar sínir og aðstoðarmenn
hefðu átt náið samstarf við forset-
ann fyrrverandi. Nixon gaf það í
skyn í viðtali í síðustu viku, að ekki
væri loku fyrir það skotið að
honum yrðu boðin störf í ríkis-
stjórn Reagans ef hann næði kjöri.
Nóbelsverðlaunahafarnir í læknisfræði (f.v.) Jean Dausset, Baruf Benacerraf og George Snell.
Nóbelsverðlaun í
læknisfræði veitt
Stokkhólmi. 10. okt. — AP.
NÓBELSVERÐLAUNUNUM í læknisfræði var í dag deilt milli þriggja sérfræðinga í
ónæmisfræði fyrir uppgötvanir þeirra á þætti erfða í ónæmissvörun fruma. Tveir
sérfræðingarnir eru bandarískir, en sá þriðji franskur. Þeir eru George Snell, 76 ára, frá Bar
Harbour í Maine, Baruj Benacerraf, prófessor við Harvard, háskólann, en hann var fæddur í
Venezuela og er 60 ára og franski vísindamaðurinn og prófessorinn Jean Dausset, sem er 63
ára. Vísindamennirnir hafa allir unnið að rannsóknum sínum sjálfstætt, en þó skipst á
upplýsingum í gegnum árin.
(Símamynd-AP)
Torvelda ferðir
til A-í»ýzkalands
Bonn, 10. okt. — AP.
YFIRVÖLD í Vestur-
Þýzkalandi fordæmdu í
dag austur-þýzk yfirvöld
fyrir að hækka verulega
þá upphæð sem ferða-
mönnum er gert að skipta
yfir í austur-þýzk mörk er
þeir koma til A-Þýzka-
lands.
Með þessum aðgerðum eru
A-Þjóðverjar sagðir ætla ð loka
landinu fyrir útlendum ferða-
mönnum, og í Bonn var aðgerðun-
um lýst sem „verulegu áfalli" fyrir
samskipti landanna tveggja.
Klaus Bölling, talsmaður
stjórnarinnar, sagði, að stjórnin
mundi ekki líða A-Þjóðverjum
þessar aðgerðir og taka til sinna
ráða. Hinar nýju reglur væru
skýlaust brot á Helsinki-sáttmál-
anum, á þeirri forsendu að þær
gerðu heimsóknir til
A-Þýzkalands torveldari.
Með nýju reglunum verður út-
lendum ferðamönnum gert að
skipta sem svarar 25 mörkum, eða
um 14 dollurum, fyrir hvern dag
sem þeir ætla að dveljast í
A-Þýzkalandi, en áður urðu þeir
að skipta 13 mörkum. Ellilífeyris-
þegar voru undanskildir gjaldeyr-
isskiptareglunum, en verða nú að
skipta peningum sínum er þeir
koma til landsins.
Belgía:
Martens leggur fram
efnahagsmálatillögur
BrllHHel. 9. október. AP.
WILFRIED Martens,
fyrrv. forsætisráöherra,
sem nú reynir að koma
saman stjórn kristilegra
demókrata og sósíalista,
hefur lagt til að laun verði
fryst a.m.k. í eitt ár og að
stjórnin auki stuðning
sinn við atvinnufyrirtæki
til að reyna að ráða bót á
erfiðleikunum í belgísku
efnahagslífi.
Fráfarandi stjórn, sem var sam-
steypustjórn kristilegra demó-
krata, sósíalista og ihaldsmanna,
féll um sl. helgi þegar íhalds--
mönnum þótti ekki nóg að gert í
að draga úr útgjöldum til félags-
mála. Þær tillögur, sem Martens
hefur nú lagt fram, fela m.a. í sér
launafrystingu í eitt ár, 100 millj-
ón dollara aukalega aðstoð við lítil
og miðlungsfyrirtæki til að létta
þeim byrðarnar og auka atvinnu
og skattalækkun hjá iðnfyrirtækj-
um, sem samsvaraði 5% af hagn-
aði.
Martens sagði, að efnahagur
Belga væri nú slíkur, að ef ekkert
yrði aðhafst, fengi þjóðin að kenna
á kreppu, sem hefði ófyrirsjáan-
legar afleiðingar í för með sér.
Viðskiptahallinn í Belgíu var 2,7
milljarðar dollara fyrstu fimm
mánuði þessa árs.
Laker fær leyfi
til frekara flugs
lyondon, 10. október. AP.
BRESK flugmálayfirvöld veittu
Laker-flugfélaginu i dag heim-
ild til að fljúga þrisvar i viku
frá Manchester og Prestwick til
Los Angeles og New York.
Einnig var honum heimilað að
hefja flugferðir milli London og
Tampa á Flórída. Laker mun
bjóða hin ódýru fargjöld sin á
þessum flugleiðum.
Laker hyggst hefja ferðir
þessar bráðlega og verður flogið
milli New York og Manchester
annars vegar, og milli Los Ang-
eles og Manchester og Prestwick
í Skotlandi hins vegar.
Auk þessa var British Air-
ways veitt heimild til beins flugs
milli London og Pittsburg frá og
með næsta vori, og British Cale-
donian heimild til að millilenda
á San Juan í Puerto Rico á
flugleið sinni til Suður-Ameríku.